Alþýðublaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 4
■AB Alþýðublaðið 5. okt. 1952. mi? niib¥i%*íA iðarmenn og ÞAÐ ER ÝMISLEGT, sem áhaldsmenn og kommúnistar allra landa reyna til þess að hnekkja vexti og viðgangi jafnaðarsteínunnar. En lík eru vinnubrögðin alls staðar. Það er til dæmis eitt, sem báðum þessum andstæðingum jafnaðarstefnunnar þykir þjóðráð gegn henni, í öllum löndum; en það er að lofa er- lenda jafnaðarmenn samtímis því, að hinir innlendu eru lastaðir' En auðvitað gera íhalds- uienn það á annan hátt en kommúnistar. Að vísu eru þeir hjartanlega sammála um það, hve miklu betri og fínni jnenn erlendir jafnaðarmenn séu en innlendir. En þegar til þess kémur, að segja: hvers vegna, þá er samkomulagið á enda. íhaldsmenn segja nefnilega að það sé vegna þess, að erlendir jafnaðar- menn séu ekki nálægt því eins róttækir og þeir innlendu; í raun og veru séu þeir aðeins góðir íhaldsmenn; en komm- únistar segja aftur á móti, að hinir erlendu séu miklu rót- lækari en hinir innlendu, •— já nánast góðir og gildir kom- múnistar! En hvað um það: báðir þykjast vel geta. tekið undir ^eð erlendum jafnað- armönnum og fallizt á flest, sem þeir segja og gera, þótt allt sé hins vegar talið óalandi og óferjandi, sem frá innlend- ”um jafnaðarmönnum kemur! Hér á landi eru þessi áróð- •ursbrögð gegn jafnaðarstefn- unni vel þekkt af vissum kommúnistum, sem dvalizt hafa í Svíþjóð við nám og þvkjast vera góðir „sænskir sósíaldemókratar", þó að þeir séu fullir fjandskapar við ís- lenzka sósíaldemókrata eða jafnaðarmenn og flokk þeirra. En nú hafa ritstjórar Morg- unblaðsins líka uppgötvað það, að í raun og veru séu þeir — ritstjórar Morgun- blaðsins — ágætir „danskir sósíaldemókratar“! En það sé líka dálítið önnur stefna, sem þeir hafi, en íslenzkir jafnað- armenn! Vitnuðu þeir í Morg- unblaðinu nýlega um þetta til nýútkomins bæklings danska jafnaðarmannsins Jörgen Pal- dam, sem nefnist „Skipu- lagning í þágu velmegunar“; en af slíkri skipulagningu þykist Morgunblaðið nú vera mjög hrifið, þó að það megi aldrei heyra hana nefnda á nafn af jafnaðarmönnum hér á landi. En hvað er það þá, sem Jörgen Paldam segir í bæk- lingi sínum og er svo miklu betra en það, sem íslenzkir jafnaðarmenn segja? Jú, Morgunbiaðið segir, að Jörgen Paldam sé á allt ann- arri skoðun um verzlunar- höftin; enda sé hann ekki myrkur í máli um ókosti þeirra. Þó telji hann, að gjaldeyrisástæður geti valdið bvi, að óhjákvæmiiegt sé að beita höftum um lengri eða skemmri tíma. — Hvaða mun- ur er nú á þessu og því, sem alþýðuflokkurinn hér segir? Ekki eru verzlunarhöft neitt stefnuskráratriði hans, þó að hann telji það stundum, a.f gjaldeyrisástæðum, illa nauð- syn, eins og sjálfstæðisflokk- urinn hefur líka árum saman talið, að beita þeim! Hér virð- ist sannarlega ekki bera neitt á milli íslenzkra jafnaðar- manna og danskra. En þá er það verðlagseftir- litið. Morgunblaðið viður- kennir, með bersýnilegum ó- vilja þó, að Paldam sé hlynnt- ur opinberu verðlagseftirliti í einhverri mynd. Hvaða mun- 1 ur er þá á honum og íslenzk- • um jafnaðarmönnum í því| efni? Þeir eru líka með opin- beru verðlagseftirliti í ein- hverri mynd! En skoðanir Pal- dams í kaupgjalds- og kjara- málum ríða að minnsta kosti í bág við kenningar ,,AB- blaðsins“, segir Morgunblað- ið. Að hverju leyti? Jú, hann segir það, að undirstaða allra kjarabóta hljóti að vera aukn- ing frmleiðsluafkasta. En hve- nær hefur AB neitað því? Það sagði hins vegar, á sínum tíma, að aukning íramleiðslu- afkasta væri engin trygging fyrir kjarabótum, nema verka lýðsfélögin væru fær um að knýja þær fram. Og því mun Paldam áreiðanlega ekki neita. Annars er það kunnara en frá þurfi að segja, að stefna íslenzkra jafnaðarmanna og danskra í kaupgjalds- og kjaramálum er ein og hin sama: Báðir leggja eins og stendur höfuðáherzlu á fulla dýrtíðaruppbót á kaupið sam- kvæmt vísitölu. Að lokum lesturs síns kem- ur Morgunblaðið að því, ,,hve lítið“ Paldam „hampi þjóð- nýtingarstefnunni ‘. Hann telji höfuðmarkmið jafnaðarstefn- unnar vera bætt kjör almenn- ings með sérhverium þeim ráðstöfunum, sem iíklegar séu til þess að ná því marki. Þi.óð- nýting sé ekki nema ein af þeim leiðum, sem þar komi til greina. En er þetta ekki ná- kvæmlega það sama og al- þýðuflokkurinn hér á landi segir? Ekki telur hann þjóð- nýtingu nema eina af þeim leiðum, sem til ^yeina komi til þess að bæta kiör almenn- ings; og yfirleitt styður hann allar ráðstafanir til bættra kjara fyrir alþýðu manna. Hvar er þá sá ..reginmunur á málflutningi jafnaðarmanna á Norðurlöndum og flokks- bræðra þeirra hér,“ sem Morgunblaðið er að fimbul- famba um? Hann er ekki til nema í áróðurslygum íkalds- manna og kommúnista! ÖITum jafnaðarmönnum á Norður- löndum, íslenzkum og öðrum, er það ■jameiginlegt að berjast fyrir þeirri „skipulagningu í þágu velmegunar“, sem Jör- gen Paldam talar um; og i öllum aðalatriðum er sú skipu lagning, sem þeir beita sér fvrir og stefna að, hin sama. Öllum íhaldsmönnum á Norð- urlöndum er það aftur á móti Sameiginlegt, að berjast gegn slíkri skipulagningu; og í þeirri baráttu eru ritstjórar og aðstandendur Morgun- blaðsins vissulega ekki eftir- bátar neinna íhaldskurfa, þótt þeir þykist vera „danskir só- síaldemókratar" þessa stund- ina, eins og vissir kommúnist- ar sænskir, þegar þeir eru í Svíþióð! \ yí\\ i, ,-^n-v-^Hog hafa gert það á smekk legan batt. Garðyrkjusýningin 1952: Þróun garðyrkjunitar á Island má líkja við fagurf ævintýri GARÐYRKJUFELAG IS- LANDS stendur fyrir garð- yrkjusýningu þessa daga í íþróttahöll KR við Kaplaskjóls- veg, sýning þessi var opnuð að viðstöddu miklu fjölmenni, þar á meðal fólki í æðstu tign- arstöðum hins íslenzka lýðveld is, og ætla ég ekki að lýsa þeirri athöfn, enda óþarfi, þar sem þess hefur víða verið getið, en nú athöfn fór fram með virðuleik og prýði öllum til lofs er þar áttu hlut að máli. Til undirbúnings sýningar- innar var að sjálfsögðu vel vand að eftir því, sem efni stóðu til, þó ég telji vafasama þá fullyrð j ingu, að sýningin gefi góða hug mynd um hvar íslenzk garð- yrkja er á vegi stödd í dag, ætla ég ekki að fjölyrða um þann þátt að sinni, en benda hins vegar á þá staðreynd, að hér hefur verið um öra og mark vissa framþróun að ræða, fram þróun, sem líkja má við fagurt ir á sýningunni bera góð íslenzk nöfn; þakka ber Ingólfi Davíðs syni, Ingimar Óskarssyni og fleiri grasafræðingum, bara að mannfræðingar okkar væru eins vel á verði og grasafræðingarn- ir, að gefa þeim mönnum ís- lenzkum, er bera óþjóðleg heiti, íslenzk nöfn. Japanski garðurinn á sýning- unni vekur sér.staka eftirtekt. Garðyrkjumenn hafa sameinast um að sýna fjölbreytta fram- A .sýningunni er margt fagurt að sjá pg margt ýmá fyrir álH'g;!p:-n;u; \ garðyrkju. Ég ætia igkki :að lýsa einstökum deildum, um það hefur áður verið inikið rítað í daglöðum bæjarins, þó má geta þess, að. blómaverzlanir háfa. þarna bása. Náttúrulæknínga- félagið og Grænmetisverzlun rík isins sína deildina hvort féiag. Þarna er enn fremur bókabúð, þar rsm seldar eru garðyrkju- bækur og rit og matreiðslubæk- ur. Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýning- arinnar. Halldór Ó. Jónsson garðyrkjubóndi ritar þar merka og athyglisverða grein. um Garð yrkjufélag íslands frá upphafi til þessa dags, og er þar mikjnn fróðleik að finna í jafn stuttri ritgerð. Vil eg ráðlegga ölluki, S'Sm kynnast vilja sögu garð- yrkjufélagsins að lesa gréin. Halldórs. Á gafðyrkjusýriin’g- unni eru eins fallegar nellikur og rósir og maður hefur séð þær beztar annars staðar á Norð urlöndum, vafalaust bezta sýn- ingarvaran. Það er sjálfsagt íyfir alla sem hafa áhuga fyrir garð- rækt að sækja þessa sýningu, af henni má ýmislegt læra. Kynn- ið ykkur tll dæmis það, sem at- vinnudeild toáskólans sýnir ykk ur um jurtasjúkdóma og mein- dýr í gróðri, og upplýsingar um varnir gegn þeim. Herðið sókn- ina, sjón er sögu ríkari. Sýning in fer bráðum að loks. SIGURÐUR SVEINSSON garðyrkjuráðunautur. is- lendinga, Norðmanna, Svía, Dana ÞRIÐJA norræna tryggingamótið var haldið í Helsingfors dagana 9.—11. sept. síðastliðinn. Alls sóttu mótið um 300 full- trúar. Voru Finnar að sjálfsögðu fjölmennasíir, en frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð sóttu það 3G—80 fulltrúar. Fulltrúi ævintýri. Það hefur orðið alger ( Tryggingastofnunar rikisins var aðeins einn, Gunnar Möller, nýsköpun ræktunarmála og formaður tryggingaráðs og forstjóri Sjúkrasamlags Reykja- framkvæmd þeirra á síðast liðn j vf{5;Ur um þremur áratugum. I Félagsmálaráðherra Finna Einkunnarorð sýningarinnar setti mótið í gamla stúdentahús „Garðurinn er heilsulind heim- ilisins“. Þetta eru þau sann- indi, sem fólk viðurkennir nú miklu meira en áður og eiga inu og voru sameigínlegir fund ir þess haldnir þar, en deilda- fundir í húsi vísindafélagsins og riddarahúsinu. Forseti þingsins náttúrulækningafélögin, ásamtjvar Kallala, dómari í finnska garðyrkjufélögunum, hér með. tryggingadómstólnum. AB — AlþýðublaSið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjám- Ersimar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4905. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiðjan, Hverfisgötu S—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. í lausasölu. talið Sölufélag garðyrkjumanna, og húsmæðraskólunum, mestan þátt í þeirri útbreiðslustarf- semi og hversu neizla grænmet- is og ávaxta hefur stórum auk- ist ár frá ári. í heild er sýning- in laglega skipulögð og snot- ur. í heildarmynd hennar virð- ist njóta fyllsta samræmis, hun gefur líka vísbendingu í þá átt, að sýningarbásarnir og sérgirð- ingarnar eiga ekki alltaf rétt á sér, til dæmis he'fði sýning Sig- urðar Jónasar Jónssonar, Sól- vangi, Fossvogi, ekki notið sín nærri eins í slíkum bás. Brota- línurnar eiga ekki alltaf rétt á sér, og geta stundum eyðilagt hið glæsta yfirsýn. Móðir jörð borgar vel fyrir sig og ávöxtur íslenzkrar mold- ar er oft mikiR að vöxtum, garð Mótinu var skipt í fjórar deild ir eftir starfssviðum, sjukra- tryggingadeild, el.li- og örorku- deild og atvinnuleysistrygginga deild. Fulltrúi íslands sat sameigin legu fundina, sem voru tveir, og fundi sjúkratryggingadeiid- arinnar. Stjórn var kosin fyrir hverja deild. Á sameiginlegu fundunum voru flutt erindi um trygginga- mál, en umrsHur voru á eftir. Á fyrri fundinum var f'lutt er- indi um ráðstafanir til þess að gera öryrkja hæfa til þátttöku í atvinnulífinu, en á síðari fund- inum um starfs- cg stjórnar- hætti í tryggingamálum. . í sjúkratryggingadeildinni voru ýmis mál rædd, og vakti sérstaka athygli mál, isr varð- matur og ávextir úr gróðurliús-í aði ^ starfshætti sjúkratrygging- um skipa aðalsess sýningarinn- J anna. ar, og verður það a5 teljast rétt mætt á slíkri sýningu, sem þess ari og þarna eru 30—40 tegund ir grænmetis. Þarna eru meðal annars garða og gróðurhúsaaf- urðir úr Borgarfirðinum, Mos- fellssveit, Hveragerði og austan úr Biskupstungum. Flestar jurt Það er ekki venja á þessum tryggingamótum að gera neinar samþykktir, en gildi mótanna liggur í gagnkvæmum kynnum, svo og samanburði á margvís- legri reynslu, sem fæst í lönd- unum við rekstur tryggingamál anna. Meðan 'á mótinu stóð, hélt samnorræna nefndin um sjúkra tryggingamál fundi, >en hún er skipuð fulltrúum samtaka sjúkra samlaganna og fulltrúum ríkis- stofnana, sem hafa eítirlit með sjúkrasamlögum. Fulltrúar ís- lands í þessari nefnd, eru . Har- aldur Guðmundsson, forstjórí Tryggingastofnunar ríkisins og' Gunnar Möller, og sat hinn síð- arnefndi fundina. Tilefni nefnd- arfundanna var frumvarp . til samninga um gagnkvæm rétt- indi sjúkrasamlagsmpðlima á Norðurlöndum, þ. e. réttindi þsirra, sem flytja inilli landa, og réttindi fyrir þá, sem dvelja um stundarsakir í löndunum. Fyrr í sumar haíði að méstu verið gengið frá þessu frum- varpi á fundi í Kaupmannahöfn, en nú var lögð síðasta hönd á leiðbeiningar í sambancú við framkvæmd samninganna. Verður frumvarplð nú sent til ríkisstjórna allra landanna til staðfestingar. Er g-srt ráo fyrir, að samningarnir gangi i gildi um næstu áramót. Áður voru komnir á samningar milli Dan- merkur og íslands á þessu sviði, en nú var gerður nýr samning- ur, sem nær jafnt tíl allra Norð urlandanna, að Finnlandi þó und anskildu, en það befur ekki sjúkratryggingar í sama skiln- ingi og hinar Norðurlandaþjóð- irnar fjórar. m 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.