Alþýðublaðið - 18.11.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1952, Blaðsíða 4
■i AB — Alþýðublaðið Nauðvöm 18. kióv. 1952 NÚVERANDI ríkisstjórn getur ekki undan því kvart- að, að henni hafi ekki verið sýndur allur sá þegnskapur af verkalýðssamtökunum, sem af þeim var hægt að krefjast, — og raunar miklu meira en það. Þó að verka- lýðssamtökin væm gengis- lækkun krónunnar á sínum i tíma auðvitað algerlega and- | víg og væntu sér einskis góðs af henni, gerðu þau enga til- j raun til þess að bregða fæti fyrir þá ráðstöfun, ef vera mætti, að hún kynni, þrátt fyrir allt, að bera þann ár- ‘ angur, sem lofað var. Þau sættu sig við gengislækkun- ina eftir að lofað hafði verið að bæta þeim upp í hækkuð- ara launagreiðslum þá auknu dýrííð, sem af henni kynni að leiða; og þau hafa síðan engar kaupkröför gert um- fram fulla dýrtíðamppbót, enda ekki til neinna árekstra komið nema þegar ríkis- stjórnin hefur gert tilraunir til þess að hlunnfara samtök- in og svíkja þau um lofaða dýrtíðaruppbót, svo sem þeg- ar reynt var að falsa vísitöl- una og síðar að afnema með öllu hina lögboðnu vísitölu- uppbót á kaupið með beinni lagasetningu alþingis. En eins og þegar má sjá af þessum tveimur dæmum, hefur núverandi ríkisstjórn þakkað verkalýðssamtökun- ,um illa þann þegnskap, sem þau hafa sýnt; og er þó minnst sagt af fáheyrðri framkomu hennar við þau, þó að rifjuð sé upp tilraun hennar til þess að falsa vísi- töluna og síðar að svíkjast með öllu um greiðslu lofaðr- ar dýrtíðamppbótar. Ofan á slíkar aðfarir ríkisstjórnar- innar hefur síðan bætzt hin nýja, dulbúna gengislækkun bátagjaldeyrisins, með öllu því braski og okri, sem í kjöl- far hennar hefur siglt, — enn fremur afnám verðlagseftir- litsins og stórkostleg hækk- un álagningar á allar inn- fluttar nauðsynjar, afnám húsaleigulaganna með eftir- farandi okurleigu á húsnæði og síhækkandi skattar og út- svör, svo að skerðingin á kjör um verkalýðsins og launa- fólksins yfirleitt er orðin miklu meiri en ráð var fyrir gert af völdum gengislækk- unarinnar og raunar miklu meiri en hinar vinnandi stétt ir fá undir risið. Það er því engin furða. þótt verkaiýðsfélögin segi nú: Hingað og ekki lengra, — og hafi samtök um það, að rétta nú loksins hlut sinn eftir þá gífurlegu kjaraskerð ingu, sem þau hafa orðið að þola af völdum stjórnar- stefnunnar. Þau lýsa að vísu yfir því, að mikiu æskilegri en nokkra kauphækkun telji þau rauhhæfar ráðstaf- anir af hálfu ríkisstjómarinn ar til þess að draga úr dýrtíð- inni og auka aftur kaupmátt launanna á þann hátt; en slíkar ráðstafanir eru ekki á þeirra vaidi, heldur ríkis- stjórnarinnar einnar. Og þar er enn engan skilning að sjá á því, að hér sé stefnubreyt- ingar þörf, — og það hið bráðasía. Verkalýðssamtökin eiga því einskis annars kost en að gera nauðvarnarrétt sinn og samtakamátt gildandi til þess að fá kjör verkalýðsins bætt, hversu skammvinn sem sú kjarabót kann að verða, ef ríkisstjórnin heldur áfram á óheillabraut okurs- ins og dýrtíðarinnar. Það er fyrst og fremst sú ömurlega vegferð, sem þarf að stöðva. En meðan það er ekki gert, eiga verkalýðssamtökin ekki um neitt að veija: Þá verða Þau að tryggja hag verka- lýðsins með kauphækkunum, svo að hlutskipti hans verði ekki örbirgð og hungur við hina sivaxandi dýrtíð. í>áfffakan eyksf enn í pf- raununum. f indíánaleik. Hver myndi siá, a» þa8 vaeri eWd indíáni, sem kemur nðandi a myndmm a hestmum sínum, í fullu fjaðraskrauti, og telpan tekur á móti, eins og hetju, heim kominni úr bardaga? Samt sem áður er hvorugt þeirra indíáni; þau ieika aðeins indíána í enskum sirkus. Sagan af Dixie Lee Ufboð. Tilboð óskast í byggingarefni, timbur og sement til byggingar háspennulínunnar frá Sogi. ÚtboSsskiImálar afhendist í íeiknistofu rafmagns- veitunnar. SoisvirkjiiKiin. Umbúðapappir Blöð til sölu, 1 kr. kg. Afgreiðsla Alþýðublaðsins AB — AlþýðublaSið. TJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjári: Stefán PjetuESSon. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Hitstjóm- arsímar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Askriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. 1 lausasölu. AB 4 FYRIK um það bil tutíugu árum, bar töluver.t á komungri leikkonu í Kaliforníu, er hét Dixie Lee. Hún var greind og fjörmikil, hún var mjög falleg, og bauð af sér álveg sérlega góðan þokka, og lék hún i ýms um kvikmyndum. Einn dag fluttu blöðin þá frétt, að Dixie Lee væri gift söngvara að nafni Harry Bing, er söng með jhljómsveit á skemmtjfstað, ier hét Kókóshnetulundurinn. Mað ur Iþessi var lítt kunnur, og allir vinir Dixie Lee voru sára óánægðir, og einn kvikmynda- framleiðandinn sagði: „Þú verð ur að sjá fyrir honum alla ævi, Dixie min, hann getur aldrei séð fyrir sér sjálfur11. En vinir Dixeiar sáu fljótt, að hún og Bing voru óstjórn- lega hamingjusöm, og sættu sig við Iþetta. Allt í einu fór að ! aukast hróður Bings, og á fá- J um árum var Ihann orðinn al- kunnur um öll Bandaríkin, og þá lengdi hann nafn sitt, eða réttara sagt, hann íór aftur að kalla sig sínu réfta nafni: j Harry Bing Crosby •— oftast : nefndur Bing Crosby. Og á stuttum tíma varð hann vel efnaður maður, því þegar til feom, kunni hann vel að feoma ipeningunum svo fyrir, að þeir , margfölduðust, og er nú marg I faldur dollara-milljónaeigandi, að því er vestan blöðin segja. Dixie 'hætti brátt að leika, og þau eignuðust fjóija styni, sérlega laglega og myndarlega. Fyrst eftir að Crosby fór að leika í kvikmyndum, lék hann aðeins í tveim til þrem fremur stuttum myndum á ári. Var hann, eins og lög gera ráð fyr- ir, unnustinn í myndunum, og lék þar á móti leikkonu, sem nú er gleymt nafnið á. En er synirnir fóru með föð ur sínum í fyrsta sinni, til 'þess að sjá mynd, sem pabbi þeirra væri í, þótti þeim í fyrstu afar gaman. En er hann. kom að því, að þeir sáu hann kyssa í mynd inni kvemann, sem ekki var mamma þeirra, urðu þeir æfir og reiðir og vildu ekki sjá meira af myndinni. Og í nokkur ár voru Crosby-myndirnar þannig, að hann sást aldrei kyssa stúlk una, er hann lék á móti. En er ■drengirnjr stækkuðu skildu þeir, að þetta var bara leikur, og var þá myndunum breytt, ef ir því er almenningi féll bet- ur í geð. Um mánaðamótin síðustu var frú Dixie skorin upp við mein semd í kviðarhöli. Bing var þá í Evrópu, en kom fljúgandi heim daginn eftir. Vildi hún þá fyrir hvern mun fara á fætur, til ‘þess að taka á mót honum, og gerði það gegn eindregnu ráði læknisins. Daginn effir lét hún í ljós, að hún vildi ger- ast kaþólsk, en Bing er það og synir hennar. Þegar talað yar um ,hvort ekki væri betra að fresta því, þar til heilsan batn- aði eitthvað, sagði hún, að hún 'héldi að þessu mætti ekki fresta. Þessi athöfn fór svo fram; hún gekk í sama trúar- flokk og maður hennar og dreng irnir þeirra. Að því loknu sagði hún, að nú væri ekkert sem skildi hana frá þeim. Síðan sagði hún tvisvar brosandi framan í þessa ástvini sína: ,JÉg er svo ánægð“. Síðan hné hún i út af, og var þá meðvitundar- ' laus, og lá hún þannig alllengi, en fékk ekki meðvitundina aft ur. Hún varð 40 ára gömul. SÍÐUSTU 2 vikur heíur bátttakan í getraununum. auk- izt verulega, fyrst um fjórð- ung, og aftur í síðustu viku um 1/10. Bendir það til þess. að beim fari fjölgandi. sem hafa gaman af að gizka á möguleik- ana og líti á þátttökuná sem góða dægrastyttingu. Með. aukinni þátttöku vaxa möguleikar á sæmilegum vinn íngum, en helmingur þátltöku gjalds fer ávallt í vinninga En Tiikil þátttaka og háir vir.ning ar fara ekki alltaf samari. Um síðustu mánaðamót var hæsti vinningurinn í Noregi rúmar 700 kr., annar 47, og sá þriðji 8 kr., en 865 þús. komu til -kipta. Vinningar í getraun síðustu riku urðu þessir: 1. vinningur kr. 255 fyrir 10 étta (4 raðir). 2. vinningur kr. 34 fyrir 9 :étta (6 raðir). Bezti árangurinn var kr. 453 fyrir kerfisseðil. Verðmíðar á vörum í verzfunargluggum* | I UMRÆÐUNUM % alþingi um verzlunarálagninguna, sem fram fóru í síðustu viku, kootn fram uppástunga um það, að skylda verzlanir til þess að hafa verðmiða á þeim varn- ingi, sem settur er til sýnis út í búðarglugga. Er þétta að sjálfsögðu nauðsynleg regla, sem tíðkast raunar alls staðar erlendis, og furðúlegt að svo skuli ekki vera almennt hér einnig, þar eð það eru mikil þægindi fyrir viðskiptavinina, að geta séð verð á vörunum í gluggunum. Virðist þetta vera svo sjálfsagt mál, að ekki þyrfti að lögbjóða það. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur gripið þessa uppástungu á lofti og flytur nú þingsálykt- unartillögu í efri deild um að skora á ríkisstjórnina að hlut- ast'tií um það, að veizlanir séu skyldaP til þess að hafa verð- miða á þeim varn ngi, sem sett ur er til sýnis í búðarglugga, sýningarkassa eða á ánnan hátt. ÞakkarávarfL v , INNILEGT þAKKLÆTI til allra nær og fjær, sem heiðr- uðu mig á 75 ára afmæli mínu 9. nóv. 1952. Guð sé ykkar styrka stoð í stormum lífs og rauna. Gjafir, skeyti, blóm og boð, bið ég hann að launa. Kær kvéðja. , Jón Arason; ungra jafnaðarmanna Fundur verður í málfundaflokki Félags ungra jafn- aðarmanna í kvöld kl. 8,30 í skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu. — Umræðuefni verður hið sama og á sein- asta fundi: Afstaða Alþýðuflokksins til annarra flokka. Vegna mikillar þátttöku á þeim fundi varð umræðum ekki nærri lokið og voru margir á mælendaskrá, er fundinum var slitið. — Fundarstjóri í kvöld verður Eyþór Árnason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.