Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 9
Helena, dóttir Krústjoffs og Blrglr Thorlaclus, ráSuneytlsstjóri v!5 veiðar í Siávarfossl í gœr. Þarna mlssti hún lax, en hafði á3ur landaðeinum við Hundasteina. ena stigu út úr Sólfaxa. |>jóf5- lefkhússtjóri, menntamálaráð- herra og fleiri aðilar höfðu tek- ið sig saman um að bjóða þeim híngað eftir ferðalagið um Norðurlönd. Það var ekki mjög margt fólk, sem safnazt hafði saman í biðskýlí Flugfélags íslands að- faranótt síðastliðins sunnudags. Von var á Sólfaxa, með hinn dýrmæta farm innbyrðis, klukk an hálfeitt. Upp úr tólf höfðu tínzt inn nokkrar fjölskyldur á- samt börnum, sem hlupu eirð- arleysislega fram og aftur um salínn, og hefðu sjálfsagt verið steinsofandi í rúminu, ef ekki hefði verið von til þess að frænka eða frændi kæmi með eitthvað gott handa þeim úr út- landinu. Þetta fólk virtist ekki hafa hugmynd um, að innan skamms mundu tvær dætur eins valda- mesta manns í heimi, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, stíga fnn í þessa litlu og syfjulegu flugstöð úti á hjara veraldar. Þegar vísar klukkunnar fóru að nálgast hálfeitt, birtust ljós- myndarar með alvæpni utan úr næturhúminu og á eftir þeim fylgdu blaðamenn. Það lifnaði svolítið yfir biðsalnum, því að mikið fer fyrir blaðafólkinu, og bömin fengu nú nýtt viðfangs- efni til að beita sér að. Rétt áður en vélin átti að koma og blaðamennirnir voru orðnir leiðir hver á öðrum, þá gekk þjóðleikhússtjóri f salinn með tvo stóra blómvendi, og á hæla honum kom sendiherra Sovétríkjanna hér á landi, á- samt starfsfólki úr sendiráðinu og allt var þetta fólk klyfjað blómum. Það var eins og fólkið vildi bæta upp súldina úti fyr- ir, með því að fylla allt af grænum gróðri. Gontar er mikill fyrir mann að sjá þarna í biðsalnum, hressi legur og fjörugur, og þarf eng- um að leiðast, sem dvelur í ná- ’vist hans. Hann hefur ferðazt hér talsvert um, og það heyrð- um við,að þegar Gontar var boð ið í lax núna fyrir stuttu, var hringt í dr. Finn Guðmundsson og fengin lánuð hjá honum veiðistígvél handa Gontar. Rúss neska sendiráðið var búið að leita árangurslaust í öllum skó- búðum bæjarins að nógu stór- um stígvélum, þegar einhverj- um datt það snjallræði í hug, að hringja í Finn. Af þessu má marka stærð Rússans. En hann er ekki bara mikill á vplli, heldur einnig mjög duglegur. Þessa daga, sem hann dvelur hér, mun hann t.d. þjálfa nem- endur í Ballettskóla Þjóðleik- hússins. Nú gekk menntamálaráð herra, Gylfi Þ. Gíslason, iun úr dyrunum og rétt. á eftir lenti Sólfaxi. Ljósmyndararnir öxl- uðu sín skinn og hröðuðu sér út á völl, og þá náðum við aftur tali af Gontar og sagði hann m. a.,að ísland væri fallegt land.og það hefðu þær Helena og Júlía vitað áður, því þær vissu heil- mikið úm ísland, og þær vildu skila þakklæti til þéirra aðila, sem höfðu boðið þeim hingað. Jafnframt sagði hann, að þær systur hefðu lesið heilmikið af íslenzkum bókmenntum í rúss- neskri þýðingu. Júlía hefði t.d. lesið allar bækur Kiljans, hún læsi líka þessi ósköp. Þær systur voru nú í þann vegínn að ganga út úr vélinni og Gontar hraðaði sér til aióts við þær. Júlía var berhöfðuð og þreytuleg, en Helena með skýlu klút og brosti vingjarnlega til viðstaddra. Gontar kyssti þær báðar á kinnina og hafði svo ekki við að kynna, þegar mót- tökunefndin heilsaði þeim og afhenti þeim öll blómin. Systurnar héldu beint í bíl, sem beið þeirra á flugvellinum, eftir að hafa afhent sendiherr- anum diplómata-vegabréf. Þær voru greinilega þreyttar eftir ferðina, og túlkur Gontars sagði blaðamönnum, að þær væru ekki til viðtals, fyrr en síðar. Þessar tvær dætur Krust joffs, sem nú gista ísland, eru báðar mjög vel menntaðar. Hel- ena, sú yngri, er lögfræðingur að mennt og hyggst leggja fyrir sig blaðamennsku. Rada, sú systirin, sem ekki kom, er gift ritstjóra Izveztija. Á sunnudaginn voru dætur Krustjoffs á ferðalagi til Gull- foss og Geysis í fylgd dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráð- herra. Veður var eins og fyrri daginn helzt notandi til lax- veiði, en hún var ekki stunduð í þessari ferð, og heldur sáust ekki hverafuglar. Það voru eink um hjónin Júlía og Viktor Gon- tar, sem höfðu áhuga á því sem fyrir augu bar, og þurftu að ýmsu að spyrja meðan stóð á ferðinni. Helena virtist skemmta sér einnig hið bezta, en þó brá hún á það að fara einförum, þegar stanzað var. eins og hún vildi sjálf skoða og stíga land þetta fótum án að- stoðar og fyrirsagnar. Til Reykjavíkur var komið um Þingvelli, en ekki staðið við þar neitt að ráði. Veður var ó- hagstætt þennan dag til ferða- lags sem þessa. Það er alls stað- ar fallegt, þegar vel viðrar, seg- ir máltækið, en svo hefur verið um þessa ferð, að vegna dimm- viðris var iitla fjallasýn að hafa. Hins vegar gaus Strokkur. Um kvöldið sýndi Kiev-ball- ettinn í Þjóðleikhúsinu, og voru þær systur viðstaddar þá sýningu. Þetta kvöld setti Þjóð- leikhússtjóri lárviðarsveig á höfuð Gontars, en óperustjór- inn var aftur orðinn berhöfðað- ur þegar við hittum hann staddan úti í miðjum Móhyl Elliðaánum á mánudagsmorg- uninn. Hann var þar að veiða á maðk með aðstoð Jóhanns Þorsteinssonar, varaformanns Nöfn iaxveiöifólksins f veiðiskálanum við Elliðaárnar. Gontar hefur skrifað fyrstur, síðan Helena Krústjoff (Elena), þá Jakob Vladimir og síðan þelr Birglr og Jóhann. Stangaveiðifélags Reykjavikur. Þá var úðarigning, en Gontar var varinn af hláu regnkápunni sinni og í hússunum góðu frá dr. Finni. Áður en við komum, hafði hann veitt einn lax ofar í ánni, við svonefnda Hunda- steina, sem er mjög góður veiðistaður. Rétt neðan við Mó- hylinn i svonefndum Sjávar- fossi, var Helena að veiða, en við fréttum jafnframt að Júllia væri heima á Hótel Sögu og hefði ekki áhuga á laxveiði. Helena veiddi einnig á maðk, en henni til aðstoðar var Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri- Helena hafði líka veitt einn lax uppi við Hundasteina fyrr um morguninn. Þetta verður að kallast góð veiði hjá óvönu fólki þessa morgunstund. Gon- tar var allkempulegur úti i ánni í stóru bússunum; en hann varð ekki fengsæll í Móhylnum, þótt fiskur sæist stöku sinnum vaka niðri á breiðunni. Þegar Gontar sá að Guðjón Ein- arsson ljósmyndari Tímans var byrjaður að mynda hann við veiðarnar vildi hann láta taka Framh. á bls 15 Gontar heldur á laxinum hennar Helenu að lokinni veiði í Elliða- ánum. T í M I N N, þriðjudagur 7. júlí 1964. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.