Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 6
Kýla vömbina, og hjóla af sér spikið Richard Becker yfirkokkur og eldhúsmeistari varð harla feginn að fá 400 kg. af laxi í Reykjavík og vonaðist til að hitta okkur aft- ur að ári. Bakarinn, sem bakar 6 þúsund brauðsnúða á dag, sem allt hverf- ur jafnharðan. Á vegum Ferðaskrifstofu Geirs H. Zoega kom hingað í fyrradag í fyrsta sinn þýzka skemmtiferðaskipið „Hanse- atic“ og brugðum við Guðjón Ijósmyndari okkur um borð að skoða fleytuna. Þeim er nokkur vorkunn að hafa ekki lagzt upp að Sprengisandi eða Ægisgarði, því að skipið er rúmlega þrjá- tíu þúsund tonn. Okkur var fenginn til fylgdar ungur þýzk- ur menntaskólapiltur, Henning Finder, sem er vikadrengur á Hanseatic í sumarleyfinu. Texta: G.B. , Myndir: Ekki er Hanseatic nýtt al nálinni fremur en skemmti- ferðaskip í Þýzkalandi flest eftir stríð, skipafélögunum lá svo mikið á að eignast farkosti, að þeir keyptu skip héðan og þaðan. Hanseatic var byggt í Skotlandi 1929 og gert út þaðan lengst af undir nafninu „Em press of Scotland“. Skipafé- lagið Hamburg-Atlantik breytti skipinu fyrir sex árum, stækk aði og breikkaði, sagaði það sundur og skeytti inn í það eins og fara gerir. Mjög er skip- ið mikið á hæðina, það er hvorki meira né minna en átta hæðir. Um( borð Ur<ö(|j ,hitfsan- leg þægindi, sémi|j]næ'rrr má geta, hvíldarsalir' ,,og: uþfotta- salir, sundlaugar og spilávíti. danssalir og kvikmyndahús, sólböð og næturklúbbar. Allt er þar í stórum stíl, sem von er, því að um borð er á átjánda hundrað manns, þegar flest er, þar af 75 skipverjar. Þar er mikið etið og drukkið og mörg sáian glöð. En þeim, sem hætt- ir við að bæta of mörgum kíló- um á sig, er séð fyrir tækjum til að rúlla af sér spikið, t.d. það að hjóla allt hvað af tek- ur án þess að komast úr spor- unum þó. Við hittum einn slík- an, sem var búinn að stíga hjól- ið bullsveittur langa stund og horfði á klukkuna, sem mældi metfáná,'sem hann steig þótt 'tfHánH''staéSiv állfáf kyrr, SÖi rfiá i maðúr'í-pm'. bórð, sem á einna mest undir sér, er eldhús meistarinn og yfirkokkurinn Richard Becker, skýr og skemmtilegui karl, sem við komumst að raun um og spurð- um hvort mannskapurinn um borð fengi mikið í svanginn á dag, og Becker taldi það.fram refjalaust án þess að draga nokkuð undan. Stórir eru stromparnir tvelr á „Hanseatic", sem sjá má af sam- anburði við Henning leiðsögu- mann okkar, sem stendur hjá strompinum. Á einum vegg hangir þessi mynd geysistór, „'Hanseatic" í heimahöfn sinni, Hamborg, en þangað kem- ur skipið sárasjaldan því að áætlunarsiglingar þess eru ætíð frá Cuxhaven. Þær eru freistandi máltíðirnar á „Hanseatic" en sumir viija samt ieggja talsvert á sig til að halda formi: Þessi var að hjóla af sér spikið í sundhöllinnl um borð, færðist ekki fet, en horfði bara á mæli- klukkuna. T I M I N N, fimmtudagur 23. júlí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.