Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 14
eftir því hvernig veðri háttar.
Það er langtum meira í kring-
nm þetta en bara það að hann
komi hingað og ræði við fram-
kvæmdanefndina og deildarstjóra
eða þvílíkt. Strax og fer að frétt-
ast að hann sé á leiðinni, verður
það heimsfrétt. Allir blaðamenn
þyrpast hér að, ef ske kynni að
þetta verði í síðasta sinn, sem sir
Winston talar til kjósenda sinna.
Ef um einhvern annan venju-
legan þingmann væri að ræða,
væri allt einfaldara í sniðum og
auðveldara viðfangs, jafnvel þótt
hann væri jafngamall í hettunni
og sir Winston. Hann gæti komið
boðum sínum símleiðis eða gert
sér ferð í kjördæmið til viðræðna
við samstarfsmennina þar, ef til
vill snætt málsverð með fulltrúa
sínum og rætt við hann í u.þ.b.
klukkutíma og síðan farið aftur.
Enginn mundi vita af komu hans
og enginn mundi láta sig hana
varða. Við mundum segja staðar-
blöðunum sem út koma í næstu
viku, að hann hefði komið og
síðan ekki söguna meir. Sjálfsagt
mundu allir hafa áhuga, en það
yrði ekki slíkt fjaðrafok og nú
er.“
Clementine hlotnaðist heiðurs-
titillinn „skuggaþingmaðurinn‘‘,
þar sem hún tók á sínar herðar
flest skyldustörf Winstons innan
kjördæmisins, til þess að hann of-
gerði sér ekki. Og þá sérstaklega
þau er varða þjóðfélagsmál, sem
þingmaðurinn sinnir venjulegast
sjálfur.
Hún kemur í flest samkvæmi,
sem haldin eru á vegum flokksins,
og er þá annaðhvort ein á ferð
eða Lfylgd með einhverjum ritara
sinna. Hún kemur oft í garðsam-
kvæmin, og sumarfagnað, sem
íbúar staðarins eru svo hrifnir af,
og þegar höfð er framsóknarvist
er hún venjulega til staðar til að
afhenda verðlaunin. Og alltaf hef-
ur hún kveðju að færa frá Winst-
on, hvar sem hún birtist.
Alltaf þegar hún kemur á árs-
fagnað íhaldsfélags Woodford til-
kynnir hún, að hún hafi ekki í
hyggju að halda ræðu, og samt
er hún alltaf rekin til ,,að segja
fáein orð.“
Og loks lætur hún tilleiðast til
að segja „Jæja, ég skal segja ykk-
ur hvað við skulum gera Eg legg
til að við samþykkjum þakkir til
aðalræðumannsins." Þetta fær
henni tækifæri til að ávarpa stutt-
lega áheyrendur, sem þekkja hana
og þykir vænt um hana, og venju-
legast tekst henni að segja einmitt
það, sem bezt á við.
„Þegar hún segir eitthvað, sem
ekki á að segja er það alltaf að-
eins græskulaust gaman,“ segir
einn aðdáandi hennar. „Eg man
hún hélt einu sinni ágæta lofræðu
um íhaldsflokkinn — mundi , þá
skyndilega, að hún var í sam-
kvæmi hjá borgarstjóranum, þar
sem pólitík er stranglega bönnuð.“
Clementine fylgist af vakandi at
hygli með borgarmálefnum Wood-
ford og mætir oft í stað Winstons
við ými's tilefni, svo sem vígslu
sjúkrahússálmu eða elliheimilis.
Og hefur enginn neitt út á það
að setja.
Barlow Wheeler herforingi
sagði: ,,Ef sir Winston féllist á
að mæta við einhverja slíka minni
háttar athöfn, mundi það jafnvel
valda stjórnendum þeirra óþœgind
um. Lítilvæg athöfn af slíku tagi
mundi þá verða heimsfrétt og það
vissulega ekki að ósk eða vilja,
þeirra er sjá eiga um athöfnina.
Þegar hann hins vegar lætur
sjá sig einhvers staðar verðuf
hann óhjákvæmilega miðpunktur
alls, og það algerlega gegn hans
eigin vilja Það verður að gæta
hans vel fyrir því fólki, sem alltaf
þarf að nota hvert tækifæri til
að nudda og nauða, svo að í raun-
inni nær enginn tali af honum. Á
hinn bóginn getur lafði Churchill
gengið á meðal fólksins, talað til
hvers sem er og allir eru í sjöunda
himni.
Sir Winston vildi gjarnan geta
sýnt af sér sama félagslyndi, en
það er ekki unnt. Það er alls ó-
kleift. Fólkið þyrpist að honum
hvarvetna og þjarmar að honum,
ef tækifæri gefst. Fólk slæst jafn-
vel um það að geta snert hönd
hans — bara til að geta sagt, að
það hafi gert það.“
Clementine er orðinn meistari
í að vernda hann gegn slíkri á-
sókn Af kurteisi, en staðfestu tekst
henni alltaf að standa milli Winst
ons og hins ákafa og ýtna aðdá-
anda hans. Maður nokkur, er sá
hana að verki sagði „Hún stendur
eins og veggur fyrir allri ásókn.“
Það má orða það þannig, að hún
taki við verstu árásunum til að
gæta þess að hann verði ekki um-
kringdur.“
Þó að Clementine hafi verið for-
seti kjördæmissambands íhalds-
flokksins í Woodford, hefur hún
aldrei sýnt neina pólitíska metnað
argirni.
Þegar Winston fyrst fékk að-
kenningu af slagi árið 1952, urðu
menn í Woodford alláhyggjufullir
yfir því hvort hann mundi geta
haldið áfram þingstörfum.
„Það var mikil hreyfing fyrir
því þá“, segir Barolw Wheeler'
„að lafði Churchill kynni að verða
beðin um að taka að, sér þing-
mennskuna í stað hans, en ég hygg
að hún mundi ekki hafa tekið það
að sér. Hún er ekki stjórnmálalega
sinnuð, þó að stjórnmálaþekking
hennar sé víðtæk og hún sé skaro-
ur pólitískur ræðumaður.
Hún er annað og meira en berg
mál af skoðunum manns síns. Hún
hefur sjálfstæðar skoðanir, byggð
ar á traustri þekkingu. Hún er
viljasterk og hefur sterk tök á
fólki og málefnum. Áheyrendur
hennar á fundum vita, að það er
erfitt að slá hana út af laginu. Hún
hefur góða stjórn á áheyrendum
og er fljót að snúa vörn upp í
sókn.
Á öllum fjöldafundum eru ein-
hverjir vandræðagemlingar, en
það er aðdáunarvert að sjá, hvern-
ig henni tekst að hemja slíkt fólk.
Óróagemlingurinn kemst fljótlega
að raun um, að ekkert þýðir að
halda áfram framíköllunum og
mótmælunum, sem hann var bú-
inn að hlakka til að fá að hafa
gaman af. Hún getur verið kulda-
leg, þegar við á, en yfirleitt er hún
kunn fyrir hlýleika og samúð sem
fólki þykir vænt un. í fari'henn-
ar.“
Árum saman hefur hún haft á
hendi forystu í ráðgjafanefnd
kvenna, en í henni eiga sæti full-
trúar allra deilda innan kjördæmis
ins. Hún gerir sér að vana að segja
, nefndinni frá störfum bónda síns,
skoðnum hans og einnig sínum
eigin skoðunum.
Er hún talaði um þjóðnýtingu,
frá ,sjónarhóli konunnar" á fundi
nefndarinnar, sagði hún: „Við
verðum að berjast gegn allsherjár-
þjóðnýtingu, því að með því að
kæfa allt einkaframtak, veldur
ríkisstjórnin því að ekkert verður
gaman að lifa.
Þjóðnýting er leiðinlegt, þrúg-
1 andi og þreytandi úrræði, en einka
framtakið hins vegar einkennist af
vongleði, krafti og lífsgleði.
Á fundi um húsnæðismál eftir
stríðið sagði hún; „Á hverjum
degi lesum við í blöðunum, að
fólk hafi í örvæntingu flúið inn
í herskála og tóm bráðabirgðahús
til að koma sér þar fyrir.
Það er talað með lítilsvirðingu
um þetta fólk. Eg vildi að þannig
væri ekki talað um þjóðfélags-
þegna, sem aðeins eiga sér þá ósk
að eignast það yfir höfuðið,
sem getur verið athvarf allrar
fjölskyldunnar, og eru fúsir
til að greiða leigu, tolla og skatta.“
Áður en Clementine fer til kjör
dæmisins til að sinna einhverju á-
kveðnu starfi, reynir hún að kynna
sér málin eins og kostur er. Hún
vinnur að því skipulega og af
íhygli. Þegar hún hefur kynnt sér
símleiðis þau atriði, sem
nauðsynlegt er að vita, setur hún
jsaman ræðuna. Þegar hún hefur
fágað hana eins og henni bezt þyk-
44
hann verðl fyrir neinum útgjöld-
um mín vegna, svaraði Nan kulda
lega. — Eg hef sparað og sparað
í marga mánuði og ég hef nóga
peninga bæði fyrir ferðinni og
dvölinni þar. Heldurðu að ég
hefði annars stungið upp á því?
Og hvað það snertir að þú verðir
einmana. Nan skalf af ofsalegii
reiði.
— Hvernig ættir þú að verða
einmana ef þú hefur bæði Tracy
og Mark hcrna hjá þér. Þú munt
annast um mömmu, er það ekki,
Tracy?
___ Eg . . . við munum áreiðan-
lega gera okkar bezta. Tracy leit
hikandi á Mark. — En við höfum
hugsað okkur að skreppa í smá-
ferð bráðlega, var það ekki Mark.
Og auk þess er til umræðu að þú
fáir stöðu sem safnvörður . . .
— Chitterley minntist ekkert
frekar á það við mig í dag í sím-
anum, hann vildi aðeins fá mig til
að geira nokkrar skýrslur fyrir sig,
sagði Mark kuldalega og leit ekki
á hana. — Og hvað snertir ferða-
lagið okkar, man ég ekki betur en
ég hafi sagt þér, að á því eru
ým'is vandkvæði. Kannski seinna
— þegar Nan kemur aftur frá
Ameríku . . . Leiðist þér mjög að
bíða svo lengi, vina mín?
— Auðvitað. ekki, ef þér finnst
ekki unnt að koma því í kring
sem stendur, svaraði hún en
hjarta hennar var þungt sem blý
af örvæntingu. Október — virtist
óralangt í burtu — vera allan
þann tíma undir sama þaki og
hann — vera samvistum við hann
hvern dag . . . Hún ýtti stólnum
frá sér.
— Ég þarf að strauja dálítið
fyrir kvöldmat.
Úti í eldhúsinu var skuggsýnt.
Hún fálmaði eftir innstungunni,
en hrasaði og straujárnið skall of-
an á ristina. Brett kom samstund-
is þjótandi út úr vinnuherberg-
inu.
— Hvað kom fyrir? Meiddirðu
þig, Tracy?
— Nei, ég missti bara járnið í
gólfið, ég er alltaf svoddan klaufa
bárður.
Hana verkjaði í fótinn og hend
urnar skuldu þegar hún beygði
sig niður að taka straujárnið aft
ur upp.
— Ég skal gera það. Seztu nið
ur, þú ert náföl. Á ég að sækja
konjakslögg handa þér?
— Nei, þakka þér fyrir, þetta
er ekkert, aðeins smámar. Han
settist niður og þreifaði þar sem
járnið hafði lent.
I — Leyfðu mér að sjá. Brett
! kveikti Ijósið og beygði sig. — Þú
j hefur fengið slæmt högg, sagði
' hann og fór varfærnislegum fingr
i um yfir kúluna.
— Æ, það er ekkert, þetta líð-
: ur hjá, sagði hún, svo leit hún á
í hann og bætti við::
— Ég er svo glöð yfir því . . .
j að þú skyldir taka við tilboðinu
j frá Ameríku. Nú geturðu haldið
! áfram öllum áætlunum þínum
| eins og þig langaði til.
j — En livað með þínar áætlan-
j ir, sagði Brett þurrlega. — Hve-
1 nær ætlið þið Mark að fara í ferða
lagið ykkar, sem þið þarfnizt
bæði.
— Við . . . við förum ekkert
. . . ekki fyrst um sinn að minnsta
kosti. Og áður en hún vissi af
hafði hún sagt: — Mark vill ekki
fara aleinn með mér, vegna þess
að hann getur ekki fyrirgefið mér,
það sem ég hef bersýnilega gert
honum. Hann lætur bara eins og
honum þyki enn vænt um mig.
Af öllum orðum hennar var að-
eins eitt, sem hitti Brett sem ör í
hjartastað...........bersýnilega.“
Hvers vegna notaði hún þetta orð,
þegar hún vissi fullvel, hvað hún
MARGARET FERGUSON
hafði gert Mark? Ef hún hafði
fengið minnið aftur hlaut hún
einnig að muna bílslysið og tryll-
ingslega hræðsluna, sem hafði
gripið hana. Ef hún mundi þá . . .
— Þú verður að vera þolinmóð,
sagði hann seinlega. — Þú verður
að sýna honum þolinmæði —
lengi enn. Þó að hann virtist svo
rólegur nóttina, sem það gerðist
var honum það þung og erfið
raun að sjá manninn liggjandi á
vélarhúsinu á bílnum unz hann
kastaðist á veginn.
— Já, það var ógnarlegt! Ilún
beygði sig niður og strauk aftur
yfir sárið.
— Enn þá verra fyrir hann en
mig, hugsa ég.
Aftur þetta hikandi „hugsa ég“.
Og maðurinn á hjólinu hafði alls
ekki lent á vélarhúsinu, heldur
kastast yfir girðingu við veginn.
— Og samt sem áður dáist
hann að þér á vissan hátt, vegna
þess að þú misstir ekki stjórn á
þér eftir að það gerðist, hélt
hann áfram í sama rólega
málrómnum. — Það þarf meira
en lítinn kjark til að halda áfram
á ofsahraða án þess að huga að
deyjandi manninum á veginum.
Þú hefðir getað lent í árekstri við
bíla . .Þú getur ekki sagt að þú
sérl bejnlínis huglaus,
— En þetta er miskunnarlaus
kjarkur, ekki satt. Rödd hennar
var alveg róleg og í augum henn-
ar brá okki Cyrir skelfingu og við
bjóði, sein hefðu speglast þar ef
hún hefði raunverulega munað.
— Ég . . . ég var alltof hrædd
til að gera annað en reyna að . . .
komast undan. Ég held að ég hafi
aldrei skilið almennilega það sem
gerðist. En ég held ekki að Mark
fyrirgefi mér nokkurn tíma.
í Bretts augum var skyndilega
eins og eldhúsið yrði uppljómað.
Tracy hafði ekki minnstu hug-
mynd um, það sem gerzt hafði
þessa nótt. Það var hrein lygi, að
hún hefði fengið minnið aftur.
Um stund komst ekki annað að í
huga hans. En svo uppgötvaði
hann, hversu föl og óhamingju-
söm hún var og hann skildi þær
kvalir sem hún varð að þola.
— Þú mátt ekki ímynda þér
slíkt, sagði hann biðjandi. —
Trúðu mér, ég veit, hversu mjög
Mark elskar þig, Tracy. Hann hef
ur talað við mig. Þú ert miðdepill
inn í lífi hans eins og þú hefur
alltaf verið og hann sér ekki eitt
andartak eftir því, sem hann
gerði til að hjálpa þér. Auðvitað
þarfnast hann tíma og næðis til
að skilja til fulls að hann er aftur
frjáls maður.
Hafði hann nokkurn rétt til að
segja slíkt við hana, hugsaði hann
með sér órólegur. En hvað annað
en sannleikann gat hann sagt
henni? Mark elskaði hana og hún
— sem eiginkona hans — átti eng
an annan að í heiminum. Þau
urðu að standa saman núna.
— Ég veit að þú hefur rétt fyr-
ir þér, sagði hún. — Hvernig get
ég búizt við að hann sé ekki dá-
lítið breyttur, eftir það sem hann
hefur gengið í gegnum? Ég býst
við að ég hafi breytzt líka, svo að
. . . ja, við verðum að venjast
hvort öðru á nýjan leik. Ég held
ég bregði mér upp og leggi kald-
an bakstur á sárið, þótt ég finni
hér um bil ekkert til núna.
Henni tókst með naumindum
að ganga eðlilega út úr eldhúsinu,
þótt hana sárkenndi til í fætinum.
En hún hefði ekki getað afborið
að Brett hefði snert hana aftur
eða komið skrefi nær. Ef hún
varð að dylja tilfinningar sínar
næstu vikur var eins gott að byrja
strax.
Brett leyfði henni að ganga út
án þess að bjóða henni hjálp sína,
því að sjálfstjórn hans var ekki
sem allra styrkust heldur. Andar-
takið var liðið, er hann hafði fund
ið til hinnar óskiljaKÍegu og ljóm
andi hamingju. Nú var hann kald-
ur og tómur. Það skipti ekki máli
hvort hún hafSi fengið minnið eða
ekki, hún var eiginkona bróður
hans. Honum var ljóst, að hann
varð að fara burt eins fljótt og
auðið væri og reyna að finna ein-
hverja fi;ambærilega ástæðu til að
dvelja í London eða einhvers stað
ar þar til hann færi til Ameríku.
13. kafli.
Það var yndislegt veður um
helgina, eftir að storminn hafði
lægt og Nan varð ekki hið
minnsta vör við golfspilara fyrr
en mánudagskvöld, þegar hún
hitti Lenoru af tilviljun.
— Giles harmaði að hann hitti
T í M I N N, fimmtudagur 23. júlí 1964. ' —
14