Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 7
— ðimiitn — utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKU RINN Framkvsemdastjóri Kristján Benediktssnn Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson 'ábi Andrós Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þnrsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stióri Jón.is Kristiánsson Auglýsingastj. Sigurjón Davíðsson Rit.stiórnarskrifstofur i Eddu-húsinu símar 18300—18305 Skrit stofur Bankastr 7' Afgr.sími 12323 Augl. sim) 19523 Aðrai skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 00.00 á mán innan lands - t lausasölu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.t Tapað ár í þýzka blaðinu „Christ und Welt“ birtist nýlega at- hyglisverð grein um stúdentsnám þar í landi. í greininni voru færð glögg rök að því, að Þjóðverjar ættu að breyta skóiaKeiL ,;'nu þannig, að það tæki ekki nema 12 ára skólanám að ná stúdentsprófi, en nú tekur það 13 ár í Vestur-Þýzkalandi. þegar barnaskólanám er talið með. í greininni var skýrt frá því, að aðeins tvö lönd í Vestur-Evrópu krefðust 13 ára skólanáms fyrir stúdents- próf. en all.s staðar annars staðar væri um 12 ára nám að ræða. Löndin voru Vestur-Þýzkaland og ísland. Afleiðing þessa er sú, að í Vestur-Þýzkalandi og á íslandi eru stúdentar vfirleitt ári eldri en annars staðar, þegar þeir útskrifast. Það mátti sjá glöggt á áðurnefndri grein, að Vestur- Þ.ióðverjar stefna nú að því að hverfa frá þessu úrelta fvrirkomulagi. En hvenær ætla íslendingar að stíga þetta spor? Hve lengi eiga íslenzkir unglingar að eyða einu ári meira til að ná stúdentsprófi en yfirleitt þekkist annars staðar? Landsprófið, sem þekkist hvergi nema hér. á veruleg- an þátt í þessari tímasóun. Það á verulegan þátt 1 því að íslenzkir unglingar, sem stefna að verulegu fram- haldsnámi, tapa einu ári miðað við það, sem er annars staðar. Jafnframt er alltaf verið að þyngja það og úti- loka þannig unglinga frá menntaskólanámi Hundruð ágætra nemenda eru þannig stöðvaðir á námsbrautinni á hverju ári. Hér er alltof mikið lagt upp úr prófi, sepi get- ur að vísu verið nokkurt mat á námshæfni, en mjög f;)i. takmarkaður mælikvarði á dómgreind og sköpunargáfu. íslenzka skólakerfið er vissulega orðið úrelt. Það er vel, að bæði kennarar við barnaskóla og framhaldsskóla gera sér þetta ljóst. Það þarf að endurskoða skóiakerfið frá rótum og samræma það nýjum og breyttum aðstæðum. Og þá ber m. a. að vinna að því, að unglingar, sem stefna að stúdentsprófi, tapi ekki heilu ári að óþörfu. Líkt með skyldum Þeir, sem hafa fylgzt með fréttum af Goidwater hin- um ameríska, munu hafa veitt því athygli, að hann legg- ur meginkapp á þann áróður, að frjálslyndir menn eins og Johnson Bandaríkjaforseti séu hálfkommúnistar eða undirlægjur kommúnista. í því sambandi er ekki ófróð- legt að athuga, hvaða málgögn það eru hér á landi. sem hafa lagt mesta ástundun á slíkan áróður. t. d. oft kall- að Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn rauðliða og öðrum slíkum nöfnum. Það er vissulega lærdómsríkt að bera saman þennan áróður vissra blaða hér á landi og áróður Goldwaters, því að margt er líkt með skyldum Sjónvarpsleyfið Þjóðviljinn er nú hlaupinn undir bagga með st.jórnar- blöðunum i sjónvarpsmálinu. Hann segir að það hafi verið dr. Kristinn Guðmundsson, en ekki Guðmundur í. Guðmundsson, sem hafi leyft, að Keflavíkurstöðin gæti náð til meirihluta landsmanna. Þetta er hrein sögufölsun. Dr. Kristinn batt leyfið þeim skilyrðum. að sjónvarpið næði ekki út fyrir herstöðina. Þetta létu þá allir sér vel lvnda. og t d gerðu ráðherrar Alþýðubandalagsins aldrei kröfu um það í vinstri stjórninni. að þetta leyfi vrði afnumið eða því breytt Þessu var hins vegar gerbreytt þegar Guðmundur t Guðmundsson leyfði mikla stækkun siónvarpsstöðvarinnar. Það var þá fyrst, sem erlendum aðila var falin forsjá þessa mála íyrir tslendinga. Juanita Castro kaus út Framkoma hennar glöggt vitni um stífni Castro-æfiarinnar, SAMTÖK Ameríkuríkjanna halda um þessar mundir ráð- stefnu til að ræða um þá kröfu Venezuela, að Kúba verði beitt sérstökum refsiaðgerðum vegna undirróðurs, er stjórn hennar hafi látið reka í öðrum löndum Ameríku. Krafa Venezuela er studd mörgum sönnunargögn- um, enda hefur undirróður Kúbumanna beinst alveg sér- staklega gegn Venezuela. Andstæðingar Fidels Castros voru annars nýlega minntir á það með sérstökum hætti, að hann og ættmenn hans láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Ein af systrum hans, Juanita Castro, kom þá frá Kúbu til Mexico óg sótti þar um landvist sem útlagi. Við komuna þangað lýsti hún fullri andstöðu gegn stjórn bræðra hennar á Kúbu og fordæmdi harðlega stjórnarhætti kommún ista þar og annars staðar. Hún tók það fram, að hún hefði farið frá Kúbu í mótmælaskyni, Talið er sennilegt, að Raul Castro, sem gengur næstur Fidel að völdum, hafi hjálpað henni til að komast í burtu, en þau Raoul og Juanita hafa jafn- an verið samrýnd, þótt þau hafi verið ósammála í stjórnmálum FLÓTTI Juanitu hefur orðið til þess, að ýmis blöð hafa að undanförnu verið að rifja upp ýmáá þáetti úr sögú Castro-ætt- aribnar: Blöðin ségja, áð faðir Fidéls Cástro, Angel Castro, hafi komið til Kúbu frá Spáni 1898 og unnið þar fyrst sem verkamaður en síðan orðið efn aður landeigandi, er hafi haft mikia sykurræktun. Hann dó 1956. Annars er það ekki hann, heldur kona hans, Zina Ruz Consalez, er virðist hafa verið mestur skörungur í fjölskyld- unni. Ef órólegt var í nágrenn inu. eins og oft vildi verða á Kúbu, ferðaðist hún óhrædd um á reiðskjóta sínum, með tvæi hlaðnar byssur í belti sinu Hún eignaðist sjö börn með manni sínum, þrjá syni og fjórar dæt- ur. Hún sá um, að þau fengju öll góða menntun. Systkinin stóðu öll vel saman meðan Fidel hélt uppi barátt- unni gegn Batista og eins fyrst eftir valdatöku hans. Sambúðin versnaði hins vegar eftir að Castro lýsti yfir því 1961. að hann væri kommúnisti og stefndi að því að koma á komm únistiskum stjórnarháttum á Kúbu. Systurnar höfðu verið andvígar kommúnisma, einkum þó Janita,sem er sögð hafa ver ið rammkatólsk frá barnæsku. Hún fór ekki dult með and- stöðu sína. Þó tókst að jafna nokkurn veginn ágreining í fjölskyldunni meðan Lína Rus lifði. en hún lézt síðastliðið haust. Þá hófst ágreiningurinn milli Juanitu og Fidels fyrir alvöru. ÞAÐ bættist hér við, að Juan ita varð uppvís að því að hafa hjálpað til að koma ýmsum andstæðingum stjórnarinnar undan Sennilega hefur það eitt bjargað henni frá fangelsisvist að hún var systir Castros. Vafa- 3** JUANITU CASTRO lítið hefur það verið orðinn skásti kostur hennar áð flýja land og Raoul því hjálpað henni til þess. Juanita er 31 árs gömul eða 7 árum yngri en Fidel. Meðan Castro hélt uppi hernaði gegn Batista, fór Juanita oft i ferða lög fyrir hann, m.a. til að safna fé hjá Kúbumönnum erlendis í einni séndiferð, var henni neitað um landvist í Bandaríkj RAOUL CASTRO unum, en hún kom þangað frá Mexico. Annars virðisl hugur hennar á þessum árum hafa hneigzt meira að viðskiptamál- um en stjórnmálum Strax að loknum framhaldsnámi hóf hún t.d. að reka lítið kvikmyndahús Eftir valdatöku Castros. starf rækti hún tvö fyrirtæki sem blómguðust um sinn Annað var tryggingafélag. en hitt sá um útvegun á kvikmyndum Bæði þessi fyrirtæki voru síðar þjóðnýtt Þá hóf Juanita rekst ur heimavistar fyrir kvenstúd enta Þetta fyrirtæki dafnaði vel Seinna hefur orðið upvíst. að hún notaði heimavistina sem miðstöð fyrir ýmsa andspyrnu starfsemi Þetta kornst upp já þann hátt. að það þótti grun samlegt. hve margt af prestum og nunnum heimsóttu hana enda þótt mikið orð færi af trúaráhuga hennar Raoul er talinn hafa átt þátt í því, að heimavistinni var lokað í kyrr þey og allur frekari málarekst ur látinn falla niður En Juan ita var ekki af baki dottin. Hún varð uppvís að því að hafa hjálpað flóttamönnum Nú var þolinmæði Castros þrotin móð ir hennar dáin og Raoul. sem hafði mest haldið hlífiskildi yfir henni. sá ekki annað ráð vænna en að koma henni ril Mexico Þar dvelur nú þessi uppreisn argjarna systir einva'dans ; Kúbu í útlegð Stífni hennar cr vísbending um að bræður henu ar munu vart gefast npp þótt samtök Ameríkuríkja reyni að þrengja eitthvað að þeim Þar mun þurfa milcið til Þ.Þ. T í M I N N, flmmtudagur 23. júlí 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.