Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 9
Náttúrugripasafn Eyjabúa var
opnað sunnudaginn 12. júlí
s.l. Það geymiir m.a. fyrsta og
eina fiskasafmið á íslandi með
60—70 fiskategundum, sumum
mjög sjaldgæfum og jafnvel
tveimur einsdæmum. Þar er fjöl
þætt skeijasafn með 70—80 teg
undum skelja, kuðungasafn,
safn steingerfinga og vísir að
fuglasafni. Og í haust verður að
líkindum opnað í sömu húsa-
kynnum byggðasafn Eyjabúa,
sem safnað hefur verið til í 30
ár. Og maðurinn, sem á heiður-
inn af þessu öllu saman og raun
ar ýmsu fleiru, er Þorsteinn Þ.
Víglurrdsson, fyirrv. skólastjóri,
núverandi sparisjóðsstjóri, orða
bókarhöfundur, safnvörður o.fl.
— Þetta er náttúrugripasafn
Eyjabúa, ítrekaði Þorsteinn
hvað eftir annað í viðtali við
Tímann. Nú er það komið upp,
en eins og þeir kannski muna
sem lásu viðtal Tímans við mig
í október i fyrra, þá var ég í
hálfgerðu húsnæðishraki þá.
Nú hef ég ferígið húsnæði und
ir söfnin á þriðju hæð spari-
sjóðsbyggingarinnar við Báru
götu, þar sem menn geta komið
Rætt vilS Þorstein
Víglundsson um
náttúrugripasafn
Eviabúa, sem var
oiMtall simnudag-
inn 12. júlí s. I.
og skoðað þetta allt saman kl
2—4 á sunnudögum og á öðrum
tímum eftir samkomulagi, ef
um ferðafólk er að ræða.
— Þegar við töluðum saman
sem ég lagði ekki eins mikla á-
herzlu á að fá strax.
— Er ekki mikið verk að
safna þessu, setja það upp og
loks sýna það?
_ . . .... — Það er bæði mikið og
í fyrra, Þorstexnn, ;,_um ká^ííigedýri' verk.viBvjer uppsettur fisk
merka fis.kas|fn þa taldirðu ur tostaif um i500 krónur.. Jón
upp otal f^rðuleg nofn a fikk-,Ghgmundsson,>• ikennari' við .
um, sem þú hafðir safnað, eins
og lúsífer, kólguflekkur, hafáll,
gljáháfur, steinsuga, litla-
bromsa, silfurbrami, brandháf-
ur, flatnefur, trönusíli, þykkva-
lúra, skrápflúra, öfugkjafta,
skötuselur, urrari, blágóma, blá
langa, blákjafta, geirnefur, geir
nyt, sandhverfa, lýr, svartháf-
ur og guð má vita hvað Hef-
urðu bætt miklu við af sjald-
gæfum fiskum?
— Nei, ekki er það nú. Eg
var búinn að safna ansi miklu
af sjaldgæfum tegundum í fyrra
haust, eins og þú taldir upp
núna, og ég lagði allt kapp á
að láta setja sjaldgæfari fisk
ana fyrst upp. Af þeim fiskum
eru tvær tegundir, kólguflekk
ur og silfurbrami, sem aðeins
er til eitt eintak af hér á landi
Gljáháfurinn minn er annar
þeirra tegundar, sem veiðzt hef-
ur hér við land. Og eftir þvi
sem Bjarni Sæmundsson segir
er lúsífer hvergi til í heiminum
nema hér við Eyjar, og hann
veiðist ekki nema á 30—40 ára
fresti. Það veiddust þrjú ein-
tök af honum hér við Eyjar
eitt ár:;, og ég fékk þau öll.
Þetta dýrmæta fiskasafn hefði
ekki orðið til, ef sjómennirnir
væru ekki svona duglegir að
safna handa mér. Þeir færa
mér alla sérkennilega fiska.
sem þeir draga
— Eitthvað hefur þó bætzt
safnið, er það ekki?
- Jú, mikil ósköp. Það er
búið að setja upp 60—70 fiska
en nú j haust verða settar upp
margar tegundir í viðbót, Það
eru einkum algengari fiskar
Laugarnesskólann, hefur sett
fiskana upp af mikilli list, sem
engum er lagið nema honum
Listina lærði hann í Svíþjóð.
Roðið er garfað, fiskurinn
steyptur í gips og klæddur í roð
ið, og það er svo málað í eðli
legum litum. Jón kemur til mín
aftur í næsta mánuði og setur
upp allmarga fiska.
— Og hver borgar brúsann?
— Eyjabúar. Þetta er líka
þeirra safn. Án hjálpar almenn
ings hefði þetta ekki verið
kleift. En það vaknaði strax
áhugi, þegar það spurðist, að
ég væri farinn að safna fiskum,
og mér hefur safnazt geysimik
ið fé, án þess að hafa þurft mik
ið fyrir þeim þætti málsins að
hafa. Hérna um daginn tóku til
dæmis fimm stúlkur sig til og
söfnuðu á nokkrum dögum 30
þúsund kr meðal bæjarbúa og
stungu þessu í hönd mína.
— Vantar þig ekki dálítið
enn af fiskum?
— Jú, og ég væri þakklátur,
ef menn vildu senda mér fiska.
einkum þá sjaldgæfari
— En þú safnar fleiru en
fiskum.
— Já, hér í Náttúrugripa-
safni Eyjabúa er fölþætt og
gott skeljasafn, mestmegnis úr
fjörunni hér í eyjunum. Skelja
safnið telur 70—80 tegundir.
Svo er ég með safn kuðunga
af miðunum í kringum Eyjar.
Einnig er hér dálítið safn stein
gerfinga. Og loks er kominn
vísir að fuglasafni, því að menn
hafa sent m.ér uppstoppaða
fugla, eftir að þeir heyrðu um
undirbúning minn að náttúru
gripasafni.
— Þú ert auðheyrilega marg
faldur í roðinu, Þorsteinn. Þú
hefur verið skólastjóri, spari-
sjóðsstjóri og safnari orða,
fiska, fugla, skelja, kuðunga,
steingerfinga og byggðasafns-
muna. Hvenær ætlarðu að opna
byggðasafnið?
— Vonandi í haust. Eg er bú
inn að safna í byggðasafn í 30
ár, svo að það er mál til komið
að fara að sýna munina. Já,
skólastjóri, því hætti ég fyrir
ári, þetta var orðið svo mikið
starf við safnið.
— Og fyrir nokkrum vi'kum
Framnaio « 13 siðu
Þorsteinn Víglundsson — og nokkrir fiskar í safninu.
T I M I N N, fimmtudagur 23. jóli 1964.
9