Alþýðublaðið - 26.06.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLABBÐ Fösívdai'iíiii j ú ni IS53 ÚtPífandi. AlþýSuílokkuriim. Ritstjóri og ábyrgðarmaQtir: Haimtbai Ya’dimarsson. Meðritstjóri: Helgi SæmundgBnnu SVétta»tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftor GuB- mundsson og PáM Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritgíjórnaríímar: 4901 og 4902. Auglýsingasíini: 4906. A4- fireiðslnsiiri: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áslaiítarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00. Sföðvast fogaraflofinn? ÞA:Í) HEFUR nú fregnazt, að mikil hætta sé á því, að tog- araflotinn muni hætta veiðum fljótlega eftir kosningaxt»ar. Allmargir togarar cru nú að stöðvast. Og vitað er, að aðrir munu ekki verða sendir úr höfn aftur, þegar þeir koma heim næst. Astæðan er sú, að ekki er sagður nægilegur mark aður fyrir togarafiskinn. fslendingum kemur það spánskt fyrir, að ekki skuli vera hægt að selja íslenzkan fisk. Fregnir eru stöðugt að berast af því, að Norðmenn, sem eru aðalkeppinautar okk- . ar í saltfiskverzluninni, vanti nú fisk til )að geta fullnægt eftirspurninni í viðskiptalönd um sínum. Þeir hafa þannig getað náð miklu betri samn- ingsaðstöðu í ýmsum helztu löndunum, sem kaupa þessa vöru. Þetta sýnir og sannar, að fullkomin óstjórn ríkir í mark aðsmálum þjóðarinnar. Það er býsna hart, ef Ieggja þarf af- kastamestu framleiðslutækjum þjóðarinnar sökum þess, að ekki er hægt að koma afurðum þeirra á markað, sem þó vant- ar þessar afurðir. Þeir menn, sem þannig hafa haldið á mál- um, eru ekki starfi sínu vaxn ir, og að svo miklu leyti, sem skipulag afurðasölunnar kann að eiga þátt í því, að siíkt ger ist, verður að breyta því. Hvað skyldi hara sungið í Morguublaðinu og Vísi, ef hér hefði á haftaárunum orðið al- ger vöruþurrð vegna þess, að kaupmenn hefðu vanrækt að I kaupa inn vörur út á leyfi sín,! þótt lítil hefðu verið? Ætli skuldinni hefði verið skellt á kauptmennina? Neti, áreiðan- j lega ekki. Höftunum hefði ver ið Icennt um. En hversu mikl'i alvarlegra er það ekki, e£ ekki tekst að koma á markað því sem við getum framleitt af einni aðalframleiðsluvöm okk ar? Hver á sökina á því? Kannske Morgunblaðið og Vís ir vilji nú ekki kenna það þeim, sem með afurðasöluna fara, heldur skipulaginu, sem á henni er, þ. e. saltfiskeinok- un SÍF. Og ef það vill hvítþvo þá, sem afurðasölunni stjóma, og kenna skipulaginu uni hvers vegna krefst Morgun- blaðið þess ekki, að það sé af- numið og tekin upp frjáls út- flutningsverzlun? Almenningur veit skýring- una. Hún er sú, að heíztu broddar Sjálfstæðisflokksins hafa hreiðrað um sig í útflutn- ingsverzluninni í skjóli haft- anna og sækja þangað okur- gróða á milliliðastarfsemi. Þeir eru nú hættir því að rriestu að gera út togara. En í síaðinn stunda þeir aðra útgerð. Þeír gera út umboðsmenn, sem í skjóli ríkjandi skipulags á út- flutningsverzluninni koma sér þannig fyrir, að þeiv hafa að- stöðu til að krækja sér í rriilli- liðagróða. Við þessu má ekki hrófla, jafnvel þótt svo fari, að stöðnun virðist komin í markaðsöflunina og af hljótist vandræði. Hagsmunir þeirra, sem hafa hag af ríkjandi ein- okunarskipulagi, eru látnir sitja í fyrirrúmi fyrir hags- munum útgerðarinnar allrar og þar með þjóðarheildarinnar. Þannig hefur hin nýtízku „útgerð“ ihaldsbroddanna átt sinn þátt í því, að hætta er nú á að íogaraflotinn sföðvist. Þá „útgerð“ þarf því að stöðva, einmitt til þess að togaraflot- inn geti haldið áfram að færa þjóðinni björg í bú. Táknmyndir um ihaidsandanr.: Eiga aðrir að selja íslenzkan fisk? ÞAÐ MUN HAFA komið til orða, að Islendingar seldu Norð mönnum allmikið af óverkuð- um fiski, sem Norðmenn síð- an verkuðu og seldu í ýmsum markaðslanda sinna. Fregnin um þetta hefur vakið hina mestu furðu. En samjleikurinn mun sá,að þetta mun fyrst og fremst hafa strandað á Norð- niönnum. Þeir munu ekki hafa kært sig um þann fisk, sem í boði var. Það er dæmalaust, ef ís- Ienzkur sjávarútvegur, sem lengi hefur verið einna afkasta mestur í Norð-vestur-Evrópu og framleití hefur einhverjar beztu fiskafurðir, sem á boð- stólum hafa verið, á nú að leggja aðalkeppinautum olckar til hráefni í afurðir sínar. Til slíks má ekki kamá. Ef dug- leysi forustumanna þjóðarinn ar í markaðsmálunum er slíkt, að þeir hafa ekki getað útveg- að nægilega markaði, verður að fela nýjum mönnum forust una. Það er áreiðanlega til nógu margt fólk í heiminum, sem vill leggja sér íslenzkan fisk til munns og kaupa hanr. fyrir gott verð, ef vel er að því unnið að virma honum markað. Islenzkivn almenningi ofbýð ur sú niðurlæging, sem aðal- atvinnuvegjý þjóðarinnar eru að komast í, ef farið er að ræða um það í alvöru, að selja óverkaðan. fisk til aðalkeppi- nautanna og við borð liggur, að togaraflotinn stöðvist, ef slíkt tekst ekki. Þeir, sem fólkið hefur trúað fyrír mál- um sínuin, hafa ekki reynzt vandamim vaxnir, og hafa auk þess horið nteiri umhyggju fyr ir eigin pyngju en hag aiþjóð ar. Þetta muu almenningur hafa í huga við kjörborðið á sunnudaginn kemur. ALFREÐ G-ÍSLASON læknir lýsti því í útvarps- ræðu sinni á þriðjudaginn, hve íhaldsöfiin í landinu hafa stöðugt spyrnt við broddunum, þegar byggja þurfti nýtt sjúkrahús. Eins og jafnan hefúr íhaldið þar sýnt hug sinn til félagslegra framfara. Alltaf þegar heill og hamingja almennings var annars vegar, hefur þurft að gsra mikla áreið á íhaldið til að hrinda málum í framkvæmd. Þarmig hef- ur bygging heiisuverndar- stöðvarinnar enzt íhaldinu í Reykjavík sem íofor.ð við þrennar kosnjngar. Aíeð sama gangi og hingað til myndi taka 30—40 á r að byggja bæjarsjúkrahúsið. Hins vegar mun Morgun- blaðshöllin verða tilbúin eftir hálft annað ár. LJÓT LÝSING Þessi lýsing á valdhöfun- um er ljót. En hún ar þvi miður sönn. Bygg'r.g sjúki’a húsa eru félagslegar urnbæt ui', ispor í áttina til meira öryggis fyrir alþýðu manna, áfangi á brautinni til full- komnara menningarlífs í landinu. Yfir,stéttinni ríður ekki eins á almennings sjúkrahú.sum og fólkinu sjálfu, hún hefur ráðin, ex til sjúkdóma og vandræða kemur, hún heíur pening- ana, og því hefur hún vö,ld- in. En yfirstéttinni ríður á að koma upp Morgunblaos- höll. Þar verður vígi henr- ar í vörninni íyrir forrétt- indum sínum, slsálkaskjólið í andspyrnu hennar gegn fé lagslegum framförum öll- um almenningi til .handa, varöturn hennar í barátt- unni gegn mannsæmandi ■ kjörum hinna vmnandi stétta. Því er i'.íorgublaðs- höllin táknræn íyrir fram- t a k e i n k ah a g r m u n a kl í k u n n - ar, táknræn fvrir síngirni hennar, sérgæzku og auð- hyggju: Sjúkrahúsin mega bíða, þótt þeirra sé þörf, bara ef Morgunbiaðshöllin rís. GOTT DÆMI Þetta . er Ijóst dæmi um hug íhaldsins tii írarnfara- mála fólksins. Hafi menn verið í vafa um anda íbalds in.s í garð mannúðar og mannsæmdar, barf nú ekki lengur vitnanna við. AI- þýðuflokkurinn Iiefur varað íólkið við þessum íhalds- anda. Hann hefur bent á ieiðirnar og samtökin. En í- haldið hefur alið á ófriði og . sundurlyndi í röðum hins. vinnand.i fólks. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur gert allt, sem í ha.ns valdi hefur stað ið,.til þests að auka á sundr- ungina í röðuni alþýðunnar. Því skrevtir hann sig með ...allra stéttj'1 nafninu. Því styrkir hann kommúnist- ana., þegar honum þykir það henta. Forsprökkum auð- stéttarinnar h'efur skilizt ré'ítilega. að ef almenning- ur gengur sundraður til leiks, er þeím sjálfum meiri sigurs von. Og bá er íha.lds- andanum borgið í þjóðfélag inu. NÓG KOMIö En þetta má ekki svo til ganga lengur. Alþýðunni er nauðsynlegt að sameinast í einum flokki. Sá ílokkur er Alþýðuflokkurinn. Rödd A1 fraðs Gíslasonar er fólkx á- bending urú þetta. Hann iýsti einum lið í vanrækslu registri íhaldsins, s'júkrahús skortinum. Vettlingatök í- haldsins á þeim málum eru ekkert einsdæmi. Þannig hefur orðið að knýja íhalds- öflin til fylgis við öll frarn- faramál ti:l þessa dags, og þannig mun það vtrða ef alþýðan sameinast ekki i einum flokki. Fái Albýðu- flokkurir.n ekki aukið fylgi í þessum kosningum, mun hjá mörgum alþýðuœanm verða vá fyrir dyrum k komand: árum. VERKEFNIN BIÐA Enn er langt í land, að fé lagslegt öryggi og réttlát kjaraskipting sé komin á í þessu landi. Áður munu margar auðvaldshallir rísa. Verkefnin eru óþriótandi fyrir víðsýnan, einaroan og róttækan ve rkalýð sf lckk, er byggi störf og stef'nu á grundvelli þjóðlegrar jafn- aðarstefnu. Verkefnin bíða samtaka fóiksins. Tákn- mynd íhaldsandans, -—■ hraðinn 1 byggingu Morg.un blaðshallarinnar, þegar sjúkir menn bíða eftir rúmi í óbyggðum sjúkrahúsum, — á að hvetja alla hugsandi rnenn til að eíla Alþýðu- floikkinn og .styrkja þannig sarotök fólksins til áfram- haldandi baráttu fyrir mannsæmandi lífi í þessu landi. Ilerjólfur. iipyoufiOKK: k-Mlm er lisfi áiþýiyfiðkkslns x4 enedi BENEDIKT GRÖNDAL er fæddur að Hvilft í Önundar- firði ' 7. júlí 1924, og er því ekki fullra 29 ára gamall. For eldrar hans eru þau Mikkelína Sveinsdóttir, Árnasonar, bónda að Hvilft, en hann var einn af fyrstu áhugamönnum um iafn aðarstefnuna á Vestfjörðum, og Sigurður Gröndal veitmga- maður. Benedikt ólst upp í Reykjavík og stundaði nám í menntaískólanum. Lauk hann stúdentsprófi vor'5 J943, Að loknu stúdentsprófi fór Benedikt til Bandaríkjanna og las við Harvardbáskólann í Cambridge. Stundaði hann þar nám í þrjú ár og lagði stund á blaðamennsku og sögu. Lauit hann B.A.-prófi í sögu árið 1946. Hvarf hann þá heim tilj íslands aftur. —1 Hahn er i kvæntur Heidi Jaegor, dóttur I Werners Jaeger, er um skeið var rektor Berlínarháskóla, en nú er prófessor við Harvard- báskóla vestan hafs. Eiga þau einn son, Jón að nafni. BLAÐAMAÐUR FRÁ BARNÆSKU Ef nokkur maður á íslandi getur talizt hafa alíz.t upp í blaðamennsku, er það Bene- rifsfj Benedikt S. Gröndal. dikt Gröndal. Hann var aöeins 14 ára, er hann byrjaði að skrifa íþróttafréttir i Aiþýðu- blaðíð. Færðist hann síðan lengra inn í síarfið, og öll ár sín í menntaskóla vann bann við blaðið á sumrum, og oft á vetrum með náminu. Er hann dvaldi vestan hafs vio náro, sendi hann Alþýðublaðinu greinar og pistla. Eftir námsdvöl sina ytrá hvarf Benedikt til fyrra starís við Alþýðublaðið. Varð hann þá frétíaritstjóri blaösins og gegndi því starfi, unz hann varð ritstjóri Samvinnunnar í ársbyrjun 1951. Hann er hinn prýðiilegaisti blaðamaður, vel ritfær, glöggur og útsjónarsam ur, öruggur og traustur í starfi. VINSÆLL ÚTVARPSMAÐUR Benedikt Gröndal hefur jafnhlða blaðamennskunni unn ið talsvert við útvarpið. Á námsárum sínum vestra sendi hann útvarpinu heini ýmsa þætti á plötum, og vöktu beir þá mikla athygli og jafnvel deilur. Eftir heimkomuna | flutti hann oft erindi í útvarp I um ýmis efni, þó aðallega þætti frá útlöndum. Fyrir tveim árum tók hann að ann- ast fastan þátt í úívarpinu, Óskastund hlustenda, og hefur þessi þáttur unnið r.onurn miklar vinsældir meðal fólks- ins í landinu. Má hann nú telj | ast með vinsælustu útvarps- mönrum. Koma sömu kostir Benedikts þar fram og í blaða- j mennskunni. Hann er ágætlega máli farinn, reifur, greinagóð- ur og íSkemmtilegur. Hann er og listfengur og sir.ekkmaður Framhald á 7. síðkj,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.