Tíminn - 26.08.1964, Side 15
PRESTASTEFNAN
FB-Reykjavík, 25. ágúst.
Prestastefna fslands hófst í
Reykjavík í dag. Hún heldur á-
fram á morgun og byrjar dagur-
inn með morgunbæn í kapellu
Háskólams kl. 9:30, bænina flytur
séra Andrés Ólafsson prófastur.
Eftir það halda áfram umræð-
um um fermingarfræðsluTia, en
framsöguerindi voru flutt í dag.
Klukkan 14, flytur dr. K. Schmidt-
Clausen framkvæmdastjóri Lút-
herska heimssambandsins, ávarp,
og sömuleiðis flytur dr. Richard
Beck prófessor ávarp.
Klukkan 14:30 flytur séra Ósk-
ar J. Þorláksson dómkirkjuprest-
ur erindi á vegum Hins íslenzka
Biblíufélags, og klukkan 15 verð-
ur sameiginleg kaffidrykkja á
Garði í boði biskupsins. Eftir það
halda umræður áfram um ferm-
ingarundirbúninginn, en kl. 18
verður flutt erindi með skugga-
myndum í I. kennslustofu Háskól-
ans. Það gerir Bo Giertz biskup
í Gautaborg, og nefnist erindið
Kirkjulegt starf í Svíþjóð. Er öll-
um heimill aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir. Um kvöldið flytur
séra Lngólfur Ástmarsson biskups-
ritari, erindi í útvarpið, Lút-
herska heimssambandið, nefnist
erindi hans.
SÁU LANDMYNDUN
Framhald af 16. síðu.
til leiðsagnar um ýmislegt.
Fengu þátttakendur mjög raun
sæja mynd af landinu í þess-
ari ferð, fengu á sig flest þau
veður, sem hér geta komið,
sáu landmyndun og landeyð-
ingu, lentu í moldroki og sand-
foki og jafnvel landskjálfta,
svo að það var ekki að undra,
þótt þeir væru ánægðir með
endaða för, þegar við spjöll-
uðum við þá í dag.
Margir þátttakendanna höfðu
komið til íslands áður til
fræðslu og rannsókna. Frá Nor-
egi komu prófessor Tom Barth
bergfræðingur, sem m.a. hefur
skrifað bók um íslenzka hveri
og dr. Björn Andersen, kvart
erjarðfræðingur. Finnskii þátt
takendur voru prófessor K
Neuvonen, bergfræðingur, pró
fessor í Turku, og Veikko
Okko, sem skrifað hefur dokt-
orsritgerð um jökla og dvaldist
við jöklarannsóknir hér fyrir
15 árum, ferðaðist þá m.a. á
hestum um Skeiðársand og
Breiðamerkursand og virtist
eiga Ijúfar endurminningar frá
þeirri ferð. Frá Danmörku
komu Arne Noe-Nygárd, pró-
fessor við Hafnarháskóla, sem
m.a. hefur skrifað um íslenzka
móbergið, rannsakað Gríms-
vötn og fleira, prófessor Asger
Bertelsen í Árósum, og pró-
fessor Borge Fristrup, yfirmað-
ur jöklarannsókna á Græn-
landi. Fulltrúar Svíþjóðar voru
prófessor Gunnar Hoppe við há-
skólann í Stokkhólmi, sem
einnig var með í fræðsluferð,
sem gerð var hingað 1948, pró-
fessor Filip Hjulström i Upp-
sölum, sem rannsakað hefur
jölculár hér á íslandi, Frans
Wickman, prófessor við nátt-
úrugripasafnið í Stokkhólmi,
sem ransakað hefur hveri á fs-
landi, fil. lic. Tomes Lindquist,
eldfjallafræðingur í Stokk-
hólmi, og dosent Valte Schytt,
sem mun þekktastur jöklafræð-
inga á Norðurlöndunum. Schytt
og Berteisen sátu ekki blaða-
mannafundinn í dag, þar eð
þeir voru farnir af landinu.
Náttúrufræðingarnir voru á
einu máli um ómetanlegt gildi
fyrirhugaðra fræðsluferða nor-
rænna náttúrufræðistúdenta
hingað, ekki sízt eftir þessa vel
heppnuðu för þeirra um land
ið. fsland er engu líkt, sögðu
þeir, hér er flest, sem hugur
náttúrufræðinga stefnir til.
Tveir þeirra ræddu sérstaklega
um hinar merku aldursákvarð-
anir jarðlaga, sem hér hafa
verið unnar, og prófessor
Hoppe sagði það vera álit vís-
indamanna, að rannsóknir Sig-
urðar Þórarinssonar þar að
lútandi væru undirstöðurann-
sóknir í aldursákvörðunum
jarðlaga, hávísindalegar og
mjög merkilegar. Prófessor
Barth kvað það mikið undrun-
arefni, að við Háskóla íslands
skuli ekki vera deild í náttúru-
vísindum, önnur eins aðstaða
og hér væri fyrir hendi til
rannsókna á þessu sviði.
Dr. Sigurður Þórarinsson
sagði okkur, að héðan í frá
yrðu fræðsluferðir norrænna
náttúrufræðistúdenta árlega,
yrðu það hálfs mánaðar ferðir
með um 25 þátttakendum frá
öllum löndunum. Annað árið
mundu það einkum verða jökla-
fræðingar, sem þá yrðu aðal-
lega við rannsóknir á hálendi
Suðurlands, en hitt árið eld-
fjallafræðingar, sem mundu þá
ferðast til Mývatns og Öskju
og Heklusvæðisins. Hvert land
mun veita ákveðna tölu styrkja,
en síðan mun nefnd velja úr
þátttakendur. 'fsland mun
leggja til leiðsögumenn, og
verða þeir Sigurður Þórarins-
son, Guðmundur Kjartansson
og Guðmundur Sigvaldason, i
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyt-
um og sýndu mér hlýja vináttu og tryggð á áttræð-
isafmæli mínu 7. ágúst síðast liðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Sigurðardóttir,
Miðskeri, Hornaiirði.
Innilega þökkum við öllum, nær og fjær fyrir vináttu og samúð við
andlát og jarðacför
Sigríðar B. Þormóðsdóttur
Nanna Jónsdóttir
Vigdís Þormóðsdóttir
Kristbjörg Þormóðsdóttir
Árni Þormóðsson
Kolbrún Þormóðsdóttir
Sigriður Árnadóttir
Sveinn Skorri Höskuldsson
Egill Halldórsson
Hjördís Thorarensen
Lengi óttazt um /#/ 8 ára
telpu, sem féll / grjóturð
AG-Akranesi, 25. ágúst.
Rétt fyrir sjö í gær féll 8
ára telpa iviður af vinnupalli
við húsið Hjarðarholt 15, og
var um tíma tvísýnt um líf
áennar.
Slysið varð er telpan Guðný
Guðbjartsdóttir var að leika
sér á vinnupöllunum við heim-
ili sitt Hjarðarholt 15, og er
fallið um tveir og hálfur metri.
Lenti hún í grjóturð og drasli
fyrir neðan vinnupallana, og
var um tíma óttazt um líf henn-
ar. Guðný var flutt á sjúkra-
húsið hér, og er nú úr lífs-
hættu. Hlaut hún höfuðkúpu-
brot.
Mikill mosabruni
í Eldborgarhrauni
HF-Reykjavík, 25. ágúst.
Á sunnudaginn var kom upp eld
ur í mosa í Eldborgarhrauni og
er talið að kviknað hafi í út frá
sígarettu. Reynt var að slökkva
eldinn, en þegar það hafði engan
árangur borið í gærmorgun var
leitað aðstoðar hjálparsveitar
skáta í Hafnarfirði og tókst henni
að sigrast á eldinum.
6 í HRAKNINGUM
Framhald af 1. síðu.
liggur niður í Bárðardal, því
, þeir voru að verða olíulitlir, og
þessi leið er heldur styttri en
leiðin að Mývatni.
Þegar þeir komu suður fyrir
fjöllin lentu þeir í snjó og festu
bílana, og auk þess var annar
þeirra orðin olíulaus, og sáu þeir
nú ekki annað ráð vænna en
leggja af stað gangandi til
byggða. Gengu þeir norður í Suð
urárbotna, og fundu þar leítar-
mannakofa, sem hefur komið sér
heldur betur fyrir þá, því þeir
voru orðnir bæði blautir og þreytt
ir, enda var veður kalt og mikil
úrkoma. Ellefu tíma gangur var
frá bílunum og í leitarmannakof
ann og bjargaði það þeim frá því
að villast, að þeir gátu fylgt troðn
ingum og bílaslóðum, sem þarna
máttí vel sjá, þrátt fyrir snjóinn.
Þeir létu nú fyrirberast í kof-
anum yfir nóttina, en á sunnudags
morgun lögðu þrír af stað aftur,
og ætluðu að ganga niður í Bárð
ardal. Komu þeir að Svarárkoti
nokkru eftir hádegi, en frá kof
anum að Svartárkoti eru rúmir 9
kílómetrar. Var mönnunum orðið
ákaflega kalt og þeir orðnir ákaf-
lega sárfættir að sögn Harðar
bónda. Þeír voru ekki tiltakanlega
illa klæddir til fjallaferða, en þó
ekki búnir til göngu í því veðri,
sem verið hafði á meðan þeir voru
á ferð. Þremenningunum var gef
in hressing, og síðan var lagt af
stað upp í Botna til þess. að sækja
þá þrjá, sem þar voru í kofanum
og að lokum voru þeir allír keyrð
ir út að Mývatni. Mennirnir voru
allir töluvert eftir sig eftir þetta
volk, og sér í lagi einn, sem var
svo sárfættur, þegar björgunar-
mennirnir komu til hans i leit
armannakofanum að hann komst
ekkí í nokkra skó.
Eins og fyrr segir lögðu s.Iðan
menn frá Bílaleigunni Bílnum
upp frá Reynihlíð í dag til þess
að sækja Land-Roverana tvo, sem
VÍÐAVANGUR —
Framhald af bls. 3.
berum framkvæmdum nú í
haust undir því yfirskyni, að
þess þurfi til að mæta þeim
skattalækkunnm, sem hún hef-
ur verið að burðast Við að Iofa
á næsta ári?
Það var nær 2 hektara svæði,
sem brann, og er það í landi Her
dísarvíkur, sunnan við Lyngfjall
og austan við Sýslustein. Hjálpar
sveitin úr Hafnarfirði, starfaði
undír stjórn Jóns Gunnarssonar
og notaði ekki vatn eða neiíft þess
háttar til að kæfa eldin, heldur
kartöfflugaffla og garðhrífur. Með
þessum áhöldum mynduðu skát-
arnir tveggja metra breiða geil í
kringum allt eldsvæðið.
Mjög mikinn reyk lagði af þess
um mosabruna og það langt út á
haf. Á þessum tíma er mosi
mjög þurr og eldnæmur og verð
ur ferðafólk því að fara varlega
með eld.
VEGIR FÆRIR
HE—Vestmannaeyjum, 25. ágúst
Á meðan síldarflotinn liggur í
höfn fyrir austan veiða Vestmanna
eyjabátar vel. Síldin er nú aðal-
lega austur í Meðallandsbugt út
af svokallaðri SkarðSfjöru Þar
hafa bátamir verið að fá góð
köst á aðeins 12 faðma dýpi.
í gær komu þessir bátar með
eru í eigu Bílsins. Var búizt við
mönnunum niður að Mývatni aft
ur einhvern tíma í nótt ef allt
gengi að óskum.
BEIÐ DAUÐA SÍNS
þeir Jón og Smári komu að, hafði
hesturinn vafið taumnum um
staurinn, þannig að hann gat vart
hreyft höfuðið. Allt var úttraðkað
þarna þeim megin girðingarinnar
sem hesturinn hefur verið, eitt
flag þar sem áður var tún. Tvær
skeifur hefur hesturínn traðkað
undan sér og voru þær í flaginu,
og staurinn mikið nagaður.
Hestamaður úr Mosfellssveit fór
ásamt Baldri og ætluðu þeir að
handsama hestinn seinna í gær-
kveldi, en það tókst ekki. Ekki
þekktu þeir hann. í dag var hest-
urinn svo horflnn, og ekki að
vita, nema eigandinn hafi séð að
sér og náð í hestinn í nótt eða
morgun.
Lítil umferð er um staðinn þar
sem hesturinn var, ekki nema
hestamenn um helgar, og svo börn
sem fara niður að Leirvoginum
til leiks.
Vítavert kæruleysí má það telj
ast að skilja hestinn eftir svona
tjóðraðan við staur úr alfara-
leið, og er ekki að vita nema hann
hefði orðið þarna allur, ef þeir
Jón og Smári hefðu ekki átt
þarna leið um, og veitt honum
athygli.
SEX SKAÐBRENNDUST
Framhald af 1. síðu.
unum. Starfskraftar á heirnil-
inu eru að vonum alveg lam-
aðir, en sonur Davíðs, sem er
búsettur í Hafnarfirði, kom á-
samt konu sinni í Miklaholt
eftir slysið, til þess að bjarga
búskapnum.
síld til Eyja: Meta með 954 tunn
ur, Reynir 754, Gulltoppur 658,
Gullborg 1075 og Pétur Ingjalds-
son 1125. í morgun kom Leó tneð
846 tunnur, Marz með 300, Erling
ur III. 430 og Huginn 874. Tveir
bátar eru nú á leiðinni til Eyja
með góðan afla, Halkion sem -er
með fullfermi og Ófeigur II. með
góðan afla.
Lögfræðiskritstofan
Iðnaðarbankahúslmi
IV. hæð.
rómasar Arnasonar og
Vihiáms Árnasonar
RYDVORN
Grensásveg 18, sími 19945
RySverium bílana meS
Tectyl
SkoSum og stillum bílana
fliótt og vel.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32. Sími 13-100
TÍMINN, mlSvikudaglnn 26. ágúst 1964 —
15