Tíminn - 10.09.1964, Blaðsíða 3
Erfðaskrá
Togliattis
Hinn nýlátni ítalski kommúnistaleiðtogi !ét efft-
ir sig minnisblöð, þar sem ráöizt er harkalega á
aðferðir kommúnistaieiðtoga í Moskvu í deilunni
vi» kínverska kommúnista og einnig margt í
stjórnmálum Sovétríkjanna fordæmt. Hefur þessi
Þrátt Vr'r tilraunir sovézkra að'ila til að hindra birt-
ingu „erfðaskrár" hins nýlátna ítalska kommúnistaleið-
toga, Palmiro Togliattí, gaf ítalski kommúnistaflokkur-
inn hana út s.l. laugardag, og er óhætt að segja, að fá
plögg hafi vakið eins mikla athygli og varpað skýrara
Ijósi á deilur þær, sem uppi eru í hinum kommúnistíska
heimi. Hér er um að ræða 4.500 orða „mínnisblöð"
kommúnistaleiðtogans og eru aðferðir Sovétríkjanna í
hugmyndastríðinu við Kína gagnrýndar mjög og bent á
ófrjálsræði það, sem enn ríkir í Sovétríkjunum á sviði
bókmennta og lista. Binnig er margt annað fordæmt í
„erföaskrá“ a» vonum vakið mikla athygli, og er
vikið að þeim efnum í greininni.
PALMIRO TOGLIATTI — Rödd úr gröfinnl.
stjórnmálum Sovétríkjanna.
Vel er hægt að skilja, að hinn
sérlegi fulltrúi Krústjoffs við
jarðarför Togliattis í Róm, Le-
onid Breshnev, sem kallaður
hefur verið krónprins Krústj-
offs, hafi reynt að gera allt til
að koma í veg fyrir birtingu
„erfðaskrárinnr.r“, er hann
frétti um tilvist hennar — en
það dugði ekki
Eftir að nok.kur höfuðatriði
hennar höfðu síazt út og orðið
kunn ítalskri alþýðu með að-
stoð ítalska vikublaðsins, Ex-
presso, ákvað kommúnistafor-
ystan og hinn nýi fonmaður
flokksins, Luigi Longo, að birta
plöggin opinherlega. Og ekki
nóg með það, heldur gerði Lon-
go það heyrinkunnugt að þessi
„erfðaskrá" yrði grundvöllur
stjórnmálastefnu ítalska komm-
únistaflokksins.
Togliatti samdi greinar þess-
ar eða minnisatriði meðan hann
dvaldi í Sovétríkjunum, þar
sem hann leitaði læknishjálpar
og hafði ekki lokið verkinu, er
hann féll frá. Ætlun hans var
að afhenda Krústjoff blöðin áð-
ur en hann yfirgæfi Sovétríkin,
en til þess kom ekki, að Togli-
atti hitti forsætisráðherrann,
því að hinn aldni komúnistaleið
togi lézt hinn 21. ágúst í Yalta
á Krímskaga.
„Erfðaskráin", sem svo verð
ur hér nefnd, mun án efa valda
imiklum hræringum innan hins
kommúnistíska heims, og ékki
sízt meðal vestrænna kommún-
istafl. Þar er hvorki lýst yf-
ir eindregnum stuðningi við
stjóm Kínverja né Rússa, held-
ur tekin sjálfstæð afstaða og
sett fram „þriðja sjónarmiðið",
ef svo mætti segja. Er þetta í
góðu samræmi við þá kenningu
Togliattis að sérhver kommún-
istaflokkur hafi rétt og skyldu
til að leita eftir beztu leiðinni
til framkvæmdar kommúnism-
ans, án einnar yfirstjórnar eða
fyrirskipana frá Moskvu eða
Peking. Kommúnistaleiðtogar í
Peking hafa þegar látið þá skoð
un í ljós, að „erfðaskráin“ gefi
til kynna þá upplausn, sem sé
meðal kommúnista ú vestur-
löndum og auðsýnilega hefur
hún komið við kvikuna á Krúst
joff, ef marka má ummæli hans
skömmu eftir birtingu skrár-
innar.
„Erfðaskráin" sýnir, að kom-
a
múnisminn er nú ekki lengur
tvískiptur milli Kína og Sovét-
ríkjanna, heldur þrískiptur,
þar sem Togliatti vill, að flokk
amir í Evrópu skapi eins kon-
ar „þriðja aflið“. Ekki er sízt
athugavert við þessi skrif Togli
attis, að hann, sem áður fylgdi
fast Stalín-línunni, átelur nú
harðlega, að uppgjörið við stal
inismann í Rússlandi gangi allt
of hægt. Og þá vekur það ekki
síður athygli, að -Longo, sem
lengi hefur verið talinn einn
af síðustu hörðu stalinistunum,
skuli nú leggja sjónarmið Togli
attis til grundvallar stjórnmála
stefnu ítalskra kommúnista.
Aðalatriðin í ,,erfðaskránni“
eru þessi:
Fyrirætlunum Sovétríkjanna
um alþjóðlega kommúnistaráð-
stefnu til að ræða hugmynda-
stríðið milli Moskvu og Peking,
er vísað enn á bug. Togliatti
telur, að betra hefði verið, að
boða til fundar fulltrúa komm-
únistaflokka á vesturlöndum og
fulltrúa . þriðja hluta heitns-
ins“ og mynda þannig sam-
starfsnefnd. Á þann hátt hefði
verið hægt að svara Kínverj-
um með verkum. en ekki orð-
um eintómum. Togliatti viður-
kennir, að sjónarmið Kínverja
freisti ekki svo fárra innan ít-
alska kommúnistaflokksins og
segir: „Á ftalíu eru mörg land
svæði byggð fátækum bændum,
sem hrifnir eru af hinni kín-
versku byltingu.
Þetta neyðir flokkinn til að
ræða opinskátt hinar kínversku
hugmyndir, deila á þær og
hafna þeim. ef svo vill verkast".
Og síðan kemur að forml til
mild, en efnislega hörð ádeila
á sjálf Sovétríkin. „Það eru
önnur vandamál, sem Rússar
ættu að beina athygli sinni að.
Það er rangt að halda því fram,
að allt sé í bezta lagi í sósial-
istísku löndunum, þar með tal-
in Sovétríkin. Sannleikurinn er
sá, að þar koma stöðugt upp
vandamál, andstæður, mótsagn-
ir — nýir erfiðleikar. sem
krefjast raunhæfrar athugunar
. . . Það væri rangt að leyna
því, að ádeilan á Stalin hefur
skilið eftir sig djúp spor. Al-
varlegast er, að hún hefut lát-
ið eftir sig vissa vanlrú, sem
eimir af í afstöðunni til allra
skýrslna um efnahagslegar og
pólitískar framfarir“.
í þessu sambandi bendir Tog-
liatti Krústjoff á að einskorða
sig við að stjórna og leiða Sov-
étríkin og hætta „hugmynda-
gagnrýni sinni á bókmenntir,
listir, og vísindi, „sem verka
móðgandi á flokkana í Vestur-
Evrópu“.
„Erfðaskránni“ lýkur með á-
kveðinni aðvörun, sem enn er
beint að Sovétríkjunum, um að
reyna að mynda eins konar mið-
stjórn hinnar alþjóðlegu komm
únistahreyfingar.
Togliatti slær föstu, að menn
megi ekki vera alltof bjartsýn-
ir á framtíð kommúnismans í
hinum vestræna heimi.
Með einstaka undantekning-
um — ítalíu og Frakklandi —
eru komúnistaflokkarnir af veik
ir til að taka við völdum og
verða því fyrst um sinn að ein-
beita sér að áróðri.
Luigi Longo, fylgdi birtingu
„erfðaskrárinnar“ úr hlaði m.a.
með eftirfarandi ummælum,
sem birt voru í vikublaðinu
Epoca í Milano: Kínverskir
kommúnistar vilja ræða hina
merkilegustu og einnig ómögu-
legustu hluti“, en „ítalskir kom
múnistar eru andvígir fordæm-
ingum og upphrópunum“. Við
viljum ræða málin og viljum
reyna að skilja, hvers vegna
kínverskir kommúnistar setja
fram önnur sjónarmið. Við vilj
um skoða þessi sjónarmið nið-
ur í kjölinn og draga síðan okk
ar ályktanir. Sagan sýnir, að
maður finnur oft réttu lausn-
ina eftir leiðum, sem enginn
hafði fyrr hugsað út í“.
Með birtingu þessarar „erfða
skrár“ hefur enn þrengzt um
Krústjoff, því nú verður hann
að berjast á tveim vígstöðvum
í stað einna, og hann mun eiga
í erfiðleikum með að yfirgnæfa
röddina úr gröf Togliattis.
T í M I N N, flmmtudaglnn 10. september 1964
„Félagarnir17 í Moskvu
Þjóðviljinrr, sem út kom í
gær, er merkilegt eintak, og
er engu líkara en þar sé um
einhver þáttaskil að ræða. Eins
og kunnugt er, hefur það lengi
verið eitt helzta gagnrýuiisefn'i
á hendur íslenzkum kommún-
istum, að þeir væru háðir er-
lendu flokksvaldi og lytu skip-
unum um íslenzk innanríkis-
mál frá valdhöfunum þar. Þelr
hafa hins vegar ætíð andmælt
þessu og fullyrt, að sambandið
Við Moskvu væri ekki með
þeim hætti, og þeir væru ekki
háðir neinu Moskvuvaldi. Þeir
hafa því oftast forðazt það eins
og heitan eld að skýra frá ferð-
um símim þaingað og alls ekki
frá viðræðum sínum og fundJ
um með rússneskum kommún-
istaleiðtogum. '
Hins vegar bregður svo við í
gær, að þar er því slegið upp
á forsíðu, að „félagarnir“ Ein-
ar Olgeirsson, formaður Sósíal-
istaflokksins, Lúðvík Jósepssoin,
varaformaður Sósíalistaflokks-
ins, Guðmundur Hjartarson,
Brynjólfur Bjamason og S'igurð
ur Thoroddsen hafi lialdið aust
ur til Moskvu og átt þar fumd
með ,,félaga“ Bresnev og „fé-
laga“ Beljakov, sem báðir eru
í hæstu stöðum í kommúnista-
flokki Sovétríkjanna. Segir þar,
að rædd hafi verið áhugamál
„beggja flokkanna" i vinsam-
legum anda, „að fmmkvæði
nefndar Sósíalistaflokksins" og
var þar einnig rætt um við-
skipti íslands og Sovétríkj-
anna.
Björgunarráðstafanir
LítiII vafi er á því, að aðal-
umræðuefnið hefur verið á-
stand og framtfð hins íslemzka
kommúnistaflokks, en þar Iog-
ar sem kunnugt er allt í ill-
deilum og upplausn, og hefur
Iþá vafalaust verið efst á dag-
skrá, hvernig rússneski komm-
únistaflokkurinn gæti Iappað
upp á þann íslenzka. Hvort sem
viðeigandi björgunarráðstafan-
ir hafa fundizt eða ekki, er
hitt víst, að „félögumum“ hefur
þótt hlýða að taka upp þann
hátt að birta opinbera tilkynn-
ingu um fundinn í blaði sínu
og brjóta þar með blað í skipt-
um sínum við rússneska komm-
únista, hvort sem hér er um
það að ræða, að íslenzkir
kommúnistar ætli að hætta að
fara með lvið nána samhand
P sitt við rússmeska kommúnista
sem feimnismál eða láta loks
verða af því að gangast við því,
að þeir starfi sem deild úr
rússneska kommúnistaflokkn-
um.
Hins vegar er það kunnugt
þeim, sem með máli þessu hafa
fylgzt, að rússneska stjórnin
send'i sérstakan fulltrúa til þess
að sækja þá íslenzku „félag-
ana“ til fundarins.
Kveðja Gísla
Það sést á Morgunblaðinu í ,
gær, að ritstjórumum hefur
orðið harla hverft við kveðju
„norðlenzka bóndans" Gísla i
Eyhildarholti og senda honum
j ófagran tón. Þykir þeim að
vonum illt að standa nú uppi
Ieins og glópar, uppvísir að því
að hafa skrifað sjálfum sér
bréf í nafni „norðlenzks bónda“
þar sem bændum eru gerð
upp orð og skoðamir, sem Sjálf-
stæðisflokknum finnst bezt
Framhald á 15. síðu.
3