Tíminn - 10.09.1964, Síða 9

Tíminn - 10.09.1964, Síða 9
 Nýi hafnargarSurinn í Vopnafirði. Sigurður Vilhjálmsson: Ferð i Vopnafjörð UM MÁNAÐAMÓTIN júní- júlí s. 1. var ég snemma á fót- um. M.s. Herðubreið var vænt- anleg til Seyðisfjarðar á norð- urleið. Við Hjálmar Vilhjálms- son á Brekku í Mjóafirði, mág- ur minn, höfðucn ákveðið að ferðast til Vopnafjarðar og heimsækja vini og venzlamenn okkar þar, jafnframt því að skoða sjálft héraðið. Ég hafði að vísu oft komið til Vopna- fjarðar og vissi að hann er girnilegur til athugunar. Mér var vel kunn saga hans og svip- ur. Að þessu sinni var ætlunin að fræðast nánar um athafnir þar, jafnframt að líta þar á sögustaði og festa í minni af- stöðurnar innan héraðsins. Ég reis því úr rekkju þenn- an morgun kl. 4 og var Herðu- breið þá komin hér inn á fjörð inn. Tengdasonur minn var þá líka á fótum og fór með mig á bíl sínuim inn í bæinn. Það stóð heima, Herðubreið var lögzt að bryggju og Hjálmar stóð á þilfarinu við borðstokk- inn. Ég fór svo út í skipið og eftir stutta stund lagði Herðu- ■breið af stað. Eftir hæfilegan tíma var kom ið til Borgarfjarðar. Þar var verið að lengja bryggjuna og ógreitt að leggja þar að og enn verra að komast í land, enda reyndi ég ekki til þess. Við- staðan í Borgarfirði var kring- um þrjá klukkutíma. Var svo haldið til Vopnafjarðar. Þangað var koonið um kl. 17 Þar var ekki hægt að leggjast að bryggju vegna þrengsla. Auðséð var að við vorum komnir þar sem eitthvað var um að vera. Einn „Fossinn" lá þar við bryggju og eitt ,,Fellið“ út á ytri höfninni og beið eftir að tá afgreiðslu. Verksmiðjureyk- ur eða öllu heldur verksimiðju- gufa lá yfir staðnum. Herðu- breið varð því að bíða á ytri höfninni nokkuð á annan klukkutíma eftir því að lokið væri afgreiðslu Fossins. Að því loknu fékk Herðubreið að leggj ast að bryggjunni. Við ferða- langarnir fórum undir eins í land. Á bryggjunni beið okkar bíll, sem flutti okkur Hjálmar inn að Ljótsstöðum. Var okkur tek- ið þar opnum örmum, eins og vænta mátti. Ég settist upp hjá nafna mínum Gunnarssyni odd- vita Vopnafjarðarhrepps, en Hjálmar hjá Gunnari syni hans, sem kvæntur er systurdóttur Hjálmars, Ragnhildi Gunnars- dóttir frá Tungu í Fáskrúðs- firði. II. NÆSTI DAGUR var sunnu- dagur. Veður var fremur leið- inlegt, norðan stormur, skýjað og áleiðingar í fjöllum. Áform- að var að nota daginn til að litast um í héraðinu. Upp úr hádeginu létti til og var þá lagt af stað og farið sem leið ligg- ur út á Tanga, þ e. Kolbeins- tanga, án viðstöðu þar og ínn í Hofsárdal að Hofi og Bursta- felli. Frá Hofi sér vel yfir vest- urhlið byggðarinnar, ríki hinna fornu Krossvíkinga. Búsældarlegt er þangað að Iíta og víðast ágætlega hýst til að sjá Fyrr á öldum gerðist á þessum slóðum mikil saga. sem ekki verður rakin hér III DAGINN eftir lagði ég leið mína út á Kolbeinstanga, en þar var um aldaraðir eini verzl unarstaðurinn á norðanverðu Austurlandi. Til skamims tíma hefur staðurinn borið þess merki. Það eru fá ár síðan Vopnafj.kauptún fór að breyta um svip og taka þátt í ærslum tuttugustu aldarinnar. Þarna var allt í fullum gangi. Gufu- spúandi síldarverksmiðjan er svo áberandi að ég hlaut að leggja leið mina þangað. Þar fann ég framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, Sigurjón Þor- bergsson, en við höfðum um árabil haft allmikið saman að sælda, en alltaf í gegnum síma, en fundum okkar hafði ekki borið saman fyrr en nú. Sigur- jón tók mér vel og fór með mig um verksmiðjuna. Þar inni yfirgnæfði vélagnýrinn allt og ekki þægilegt að eiga þar lang- ar viðræður. Furðulega þrifalegt var þarna og segir það sína sögu um verksmiðjustjórann, enda hefur engin teljandi stöðvun orðið á bræðslu þegar hráefni hefur verið til. Afköst verk- smiðjunnar eru 4100 mál síldar á sólarhring. Verksmiðja þessi er eign Vopnafjarðarhrepps, sem aldr- ei hefur verið skipt, þó víða hafi sveitarfélög verið liðuð sundur, þar sem svipaðar að- stæður eru. Lýsir það skilningi forustumanna hreppsins á því að hagsmunir kauptúnsins og Vatnstankur í smfðum í Vopnafirði. (Ljósm.: Tíminn, FB). sveitarinnar eru nátengdir og þau bæta hvort annað upp. Auk þess gefur það sveitarfélaginu meiri styrk til átaka. Við uppbyggingu síldarverk- smiðjunnar ber fyrst og fremst að nefna hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps undir markvissri forustu oddvitans. Þá átti Hall- dór Ásgrímsson alþingismaður drjúgan þátt í því að koma fyrirtækinu á. Af alkunnum dugnaði lagði hann sig fram um fyrirgreiðslu þá sem i hans valdi stóð að veita. Eftir að starfrækslan hófst og fram- kvæmdastjórinn tók við rekstr- inum hefur þessi stofnun unnið sér álit og traust. Síldarhræðslan á Vopnafirði er meða) þeirra fyrirtækja, sem Sjálfstæðismenn hafa nefnt „pólitíska fjárfestingu Fram- sóknarflokksins", en hæla sér nú af velgengni, sem hún á sinn þátt í að skapa þarna. — Þarna hafa skapazt milljónatug ir verðmæta fyrir þjóðfélagið allt. Þegar ég hafði lokið að virða fyrir mér síldarbræðsluna og hafði rabbað við framkvæmda- stjórann um stund náði ég í oddvitann og bað hann um að lofa mér að líta á framkvæmd- irnar við höfnina. Frá náttúr- unnar hendi var höfnin ekki góð, en allgóð skilyrði eru þar til hafnarbóta. Eins og áður er lýst er þarna brvggja, en að- eins er hægt að afgreiða eitt skip í einu. Auk þess eru þama smábryggjur til löndunar ó sölt unarsfld. Við gengum þangað. sem búið var að setja niður steinker og þar stóð á stokk- unum steinker tilbúið að fara á flot og leggjast framan við það sem áður var komið. Fram- kvæmdir þessar eru á vegum Framhald á síðu 13 T í M I N N, fimmtudaginn 10. september 1964 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.