Tíminn - 10.09.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1964, Blaðsíða 16
FimHitudagur 10. september 1964. 205. tbl. 48. árg. Kartöflurnar ná nú útsæöisstærð KJ-Reykjavík, 9. sept. Reykvíkingar, sem og aðrir lamlsmenn eru nú í óða önn að taka upip úr kartöflugörðum á Akureyri HF-Reykjavík, 9. september. KLUKKAN tvö í dag settl Guð- nrundur Halldórsson 26. iðnþing íslcndinga í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Þingið mun standa dag- ana 9.—12. september og er hald- ið í tilefni af 60 ára afmæli Iðn- aðarmannafclagsins á Akureyri. — Fundarhöld á þinginu hófust kl. 4 í dag og var þá kosið í nefndir, en forseti þingsins var kjörinn Jón G. Þorvaldsson. Þingið sækja rúmlega 100 manns úr iðnaðarmannafélögum, frá iðn- fyrirtækjum, iðnskólum og iðnráð- um. 17 málum, sem liggja fyrir þinginu, var í dag vísað til nefnda, en fyrir þinginu liggja m. a. eft- irfarandi mál: Endurskoðun iðn- fræðslunnar og tæknimenntun, lánamál iðnaðarins, húsnæðis- og lóðamál iðnaðarins, vinnuhagræð- ing og útflutningsmál. í tilefni af 60 ára afmæli Iðn aðarmannafélagsins á Akureyri Framhald á 15 siðu sínum, þótt uppskeran sé í rýr- ara lagi, svo ekki sé meira sagt. Grösin féllu snemma, og varð það til þess að rnikið dró úr kartöfluvextinum. Á svæðinu á milli Suður- landsbrautar og Miklubrautar austan Grensásvegar, eru kart- öflugarðar, sem eru að syngja sitt síðasta vers. Þar innfrá voru margir við kartöfluupp- töku í dag, og meðal þeirra var Sigurjón Jónsson vélstjóri, sem Tíminn hitti að máli. — Er uppskeran léleg núna? — Já, ég held að ég verði að segja það, þetta rétt nær út- sæðisstærð. — Ert þú búinn að hafa þennan garð lengi? Sigurjón Jónsson og fjölskylda við kartöfluupptökuna i dag. (Tlmamynd, KJ). — Nei, þetta er nú fyrsta sumarið, og jafnframt það síð- asta, því hér eiga víst að rísa verksmiðjuhús eða iðnaðarhús. — Það var búið að suða í mér í 20 ár, með að fá garð, og loksins varð af því í vor. Maður fær kannski skika upp í Skammadal næsta vor, og von- andi verður uppskeran þar betri. — Já, það er satt, segir frú- in, að ég var búin að suða svo- lítið í honum, en þó að upp- skeran sé ekki mjög mikil, hef- ur maður gaman af þessu. Og það er ekki amalegt að taka upp kartöflur í þessu fina veðri. J Veiða hvorki fyrír vestan né austan EJ-Reykjavík, 9. september. BRÆLA hamlar nú veiðum á miðunum fyrir austan og var eng- in veiði í dag. Nokkrir bátar voru þó á miðunum og létu reka, því að ekkert viðlit var að reyna að kasta. Tvö sfldarleitarskip eru nú fyrir austan, en þau gátu ekkert leitað í dag vegna veðurs. Aðeins eitt skip, skuttogarinn Siglfirðingur, fékk afla síðastlið- inn sólarhring, 250 mál. Nokkur hluti flotans fór á miðin í dag, og lét reka, þar sem ekkert veður Sauðfé fækkar hér, en fjölgar í Skandinavíu var til veiði. Nokkur skip, sem lágu inni á Seyðisfirði í morgun, reyndu að sigla út í dag, en snéru við í fjarðarmynninu vegna veð- urs. Tvö síldarleitarskip, Pétur Thorsteinsson og Fanney, eru á miðunum fyrir austan, en ekk- ert leitarveður var í dag, að því er síldarleitin tjáði blaðinu í kvöld. Mikið síldarmagn mun þó vera fyrir austan og í stórum torfum, og má því búast við mikilli veiði strax og veður batnar. Aftur á móti var ekkert útlit fyrir veiði í nótt. Svo til engin veiði hefur verið á Faxaflóamiðunum undanfarið, en þar eru að staðaldri þrír Akranes- bátar. í gær fékk Sigurvonin ein afla, 55 tunnur. FB-Reykjavík, 9. september. FYRIR skömmu var haldið þing sauðfjárræktarráðunauta Norður- landa, og voru þar mættir ríkis- ráðunautar eða landsráðunautar frá fimm Norðuriandanna. — Á þinginu kom meðal annars fram, að nú fer sauðfé yfirleitt fjölg- andi nema á íslandi, enda er sauð fjárafurðaverð mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum, miðað við innbyrðis verðlag landanna sem heildar, samkvæmt uppl'ýsing- um frá Árna G. Péturssyni, sauð- fjárræktarráðunauti, sem sat þing- ið. Þrátt fyrir þá fækkun, sem orð- ið hefur hér að undanförnu, kem- ur fsland í annað sæti með fjár- fjölda. Noregur er í fyrsta sæti með um 900.000 vetrarfóðrarar | dilkakjöti í Danmörku mun lægra kindur, en ísland var um síðustu ! en verð á dönsku dilkakjöti. Hann áramót með um 730 þúsund. Finn-1 kvaðst hafa átt tal við danskan ar eru í þriðja sæti með um 200.000 bónda á Suður-Jótlandi, sem sagð ær, Svíþjóð er með um 200 þús. ær og lömb miðað við 1. júní í sumar, en Danmörk með 61 þús. ær og lömb miðað við 13. júlí. Samkvæmt upplýsingum Árna G. Péturssonar er verð á íslenzku 3 LITLIR DRENGIR DRUKKNA í TOFTAVATNI I FÆREYJUM FB-Reykjavík, 9. sept. BLAÐIÐ 14. september í Færeyjum segir frá þeim sorg- lega atburði, að nú rétt fyrir mánaðamótin liafi þrír litlir drengir drukknað, þegar þeir voru áð leik í smájullu útt á vatni, og kennir blaðið því um, að drengirnir hafi verið ósynd- ir, og telur sundkennslu mjög þarfa námsgrein, sem skólar ættu að taka upp. Nánari tildrög þessa hörmu- lega slyss voru þau, að fjórir drengir 10 og 11 ára fóru að leika sér á jullu, sem gerð var úr þakjárni, og voru þeir á henni úti á Toftavatní Allt í einu hvolfdi bátnum, og kom- ust þeir allir á 'kjöl, en báturinn var þá á tveggja faðma dýpi. Nú fór svo að báturinn sner- ist við aítur, og tókst þá einum piltanna að synda til land-\ og hljóp hann þegar til þess að ná í hjálp. Hinir drengirnir þrír komust ekki aftur upp í bát- inn og drukknuðu þeir allir áð- ur en hjálpin barst, og bárú lífgunartilraunir ekki árangur Segir blaðið, að þetta sé al- varleg áminning um það, hve þýðingarmikið sundið sé. og ættu skólar að taka það upp sem námsgrein. ist lítið þurfa um fé sitt að hugsa, það gengi sjálfala nema helzt um sauðburðinn, en þessi maður á um 500 fjár. Bóndinn sagðist hafa orð ið undrandi, þegar hann komst að raun um, að íslenzkt dilkakjöt var selt 10 krónum íslenzkum ó- dýrara í verzlun í ,nágrenni við hann en hann gat sjálfur selt sitt kjöt. Til samanburðar um verðlag á kjöti í Danmörku má geta þess að svínakjöt og dilkakjöt er það á sama eða svipuðu verði. Framh. á 15. síðu Lúthers- trúarmenn 78 milljónir HF-Reykjavík, 9. sept. í SAMBANDI við þing Lútlierska heimssambands- ins, sem var haldi'ó i Reykjavík, væri gaman að gera sér grein fyrir því, hve margir Lútherstrúarmenn eru í öllum heiminum. Eftir því, sem við gátum komizt næst eru þeir tæplega 78 milljónir talsins, en kristnir menn i heiminum eru um 800 milljónir. Búddatrúar- Framh á 15 sfðu Andöy til Noregs 1H-Seyðisfirði, 9. september. KLUKKAN 18,30 í dag lagði norska björgunarskipið Skumvær II. af stað frá Seyðisfirði með síld veiðiskipið Andöy, sem kviknaði í á hafi úti fyrir helgina, og síðan var dregið inn til Seyðisfjarðar, þar sem bráðabirgðaviðgerð fór fram á því. Þrír menn af áhöfn Andöy eru um borð í skipinu, en hinir í Skum vær, og er ráðgert, að skipt verði um menn í Færeyjum, en þar verð ur komið við á leiðinni til Noregs. Áður en lagt var af stað frá Seyðisfirði hafði um 500 síldar- tunnum verið skipað um borð í Andöy, en það var sá afli, sem skipið var með, þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess, og hafði hon um þá verið skipað um borð í Valkyrjuna, setn bjargaði Andöy.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.