Tíminn - 11.09.1964, Side 2

Tíminn - 11.09.1964, Side 2
Fimmtudagur, 10. sept. NTB-Washington. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda ríkjanna sagði á blaðamanna- fundi í Washington í dag, að ummæli Barry Goldwaters, for setaframbjóðanda republikana, varðandi utanríkismál, sýndu vel, að hann gerði sér enga grein fyrir þeírri ábyrgð sem hvíldi á forseta Bandaríkj- anna, þegar um væri að ræða stríð eða frið. NTB-Helsingfors. — Góðar horfur eru nú á, að takast muni að mynda borgaralega meirihlutastjórn í Finnlandi, eftir að þrír af fjórum borg araflokkanna samþykktu í dag tillögu um nýja þingræðis- stjórn í landinu, er fyrrverandi utanríkisráðherra, Johannes Virolainen, formaður Agra- flokksins, hafði lagt fram fyrr um daginn. Finnski þjóðar- flokkurinn hefur enn ekki tek 5ð afstöðu til tillögunnar og hefur fengið frest þar til eftir hádegi á morgun. NTB-Feneyjum. — Fyrsta lit kvikmynd kvikmyndaleikstjór ans, Michelangelo Antonio, Rauða eyðimörkin, hlaut í dag titilínn Bezta kvikmynd ársins, á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum. Kvikmyndahátíðin hef ur staðið yfir í tvær vikur og lauk i dag. Hlaut kvikmynda- leikstjórinn æðstu verðlaun há tíðarinnar, Hið gullna St. Mark úsar-ljón. NTB-Lundúnum. — Home, for sætisráðherra Breta, lýsti því yfir í dag, að hann og Ian Smith, forsætisráðherra S- Rhódesíu hefðu orðið ásáttir um orðalag sameiginlegrar skýrslu um viðræður þeirra varðandi sjálfstæði S-Rhódes íu. Ekki er búizt við, að í henni verði að finna neina endanlega lausn á vandamálun um varðandi sjálfstæði S-Rhó desíu, sem er síðasta brezka sjálfstjórnarnýlendan í Afriku, sem hefur hvíta minnihluta- stjórn. NTB-Washington. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda rikjanna sagði í Washington í dag, að Bandarkin myndu halda áfram að veita aðildar- löndum NATO upplýsingar um kjarnorkuvopn, en það þýddi ekki, að fyrir dyrum stæði að dreifa kjarnorkuvopn unum sjálfum meðal aðildar- landanna. NTB-Alexandríu. — Fulltrúar Sýrlands báru i dag fram til- lögu á toppfundi Arabaþjóða í Alexandríu þess efnis, að flótta mönnum frá Palestinu yrði veitt jarðnæði tíl ræktunar og leyfi til að stofna sinn eiginn her. Umræður á fundinum hafa til þessa að mestu snúizt um sameiginlegar hernaðarað- gerðir ef til stríðs kæmi við ísrael, sem Arabarikin ekki viðurkenna. NTB-Helsingfors. — Útför Sak ari Tuomioja, sendiherra, fyrr verandi sáttasemjara í Kýpur- deilunni, verður gerð frá dóm kirkjunni í Helsíngfors 16. þ. m. og fer hún fram á kostnað ríkisins. FLÓÐBYLGJUM INN I NTB-St. Augustine, 10. september. Mesti fellibylur, sem gengið hefur yfir Floridaströnd í Bandaríkjunum á þessari öld, Dora, æddi inn yfir St. Aug- ustine á Austurströnd Florida í dag og reif með sér gríðar- stór tré og braut í spón bryggjur og hafnarhús, en 3 metra há flóðbylgja fylgdi í kjölfar hans. Stór landsvæði lögðust undir sjó, en ekki hafa borizt fréttir af mann- tjóni. Fellibylurinn fór með 45—50 metra hraða á sekúndu er hann kom inn yfir ströndina og olli tjóni á hafnarhverfi St. Augustine. Vegna þess, hve aðvörun um óveðrið barst skjótt, hafði þúsund- um manna tekizt að flýja lengra inn í landið á hærri landsvæði. Stefnir hvirfilbylurinn nú vestur- eftir og hafa aðvaranir verið send- ar til fólks í suðvesturhcruðum Georgíu. í Jacksonville varð mikið tjón og tveggja metra há flóðalda skall á borginni Brunswick í Georgíu. Heldur dró úr vindhraðanum, er á daginn leið. Ekki liggja fyrir neinar áreiðanlegar upplýsingar um tjón af völdum þessa mikla , óveðurs. Geimvísindastö^in á | Kenncdyhöfða slapp undan óveðr- 1 inu að mestu. BOBBY í BARATTUHUG NTB-Kuala Lumpur, 10. sept. Þjóðþing Malaysíu staðfesti í dag ákvörðun ríkisstjórnarinnar 1 um að herlög skuli gilda um allt sambandsríkið. Þá samþykkti þing I ið einnig að veita stjcrninni sér- stakar heimildir til að styrkja varnir ríkisins og almennt öryggi. Þessar samþykktir voru gerðar í þinginu, eftir að Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra, hafði ásakað stjórnmálaflokka, sem hann nefndi ekki með nafni, fyrir samstarf við Indónesíu, sem hef- ur lýst því yfir, að Malaysíusam- bandið verði sundurmolað. Líkti forsætisráðherranum Sukarno, Indónesiuforseta við Nero, sem væri að leik, meðan fólkið sylti. Rahman sagði í þjóðþinginu, að 2.500 unglingar. aðallega kín- verskir, en einnig nokkrir Malay- ar hefðu farið til Indónesíu, þar sem þeir væru þjálfaðir í skemmd arverkastarfsemi og skæruhernaði. Sagði forsætisráðherrann, að aug ljóst væri, að komið væri á víð- tækt samstarf milli Indónesíu- Framh á 15 síðu MÝTT FISKV™ Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu og er söluskattur inni- falinn í verðinu. Nýr þorskur, slægður: Með haus, pr. kg. kr. 4.50 Hausaður, pr. kg. kr. 5.60 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kg. kr. 6.00 Hausuð, pr. kg. kr. 7.50 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda: Þorskur, pr. kg. kr. 11.80 Ýsa, pr. kg. kr. 14.30 Fiskfars, pr. kg. kr. 16.00 Reykjavík, 4. september 1964. Verðlagsstjórinn. Aðalfundur Framséknarfélagfs RorgfirSinga Robert Kennedy hefur nú hafið kosnlngabaráttu sína um öldungadelldar- þingsætið fyrlr New York-ríkl og fer vlða i kosningaleiðangra. Segia fréttamenn, að baráttuhæfllelkar hans séu farnir að koma vel í Ijós og vltl hann gerla, hvað vlð elgl hverju sinnl, svo að fólk verði ánægt. Á myndinni sést hann í heimsókn á flsksölutorgi og hefur á loft myndarlegan fisk, viðstöddum til mlkillar skemmtunar. Aðalfundur Framsóknarfélags Borgfirðinga verður haldinf) í Fannhlíð sunmud'aginn 13. sept. og hefst kl. 3 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstöri og kosning fulltrúa á kjördæmis- þing. 2. Umræður um landsmál og hér- aðsmál: j A.: Rafmagnsmál Borgarfjarð- ar. Framsögumaður Daníel I Ágústínusson. B. ; Verðlagsmál bænda og aðstaða Framsögumaður Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda. C. : Stjórnmálin í dag. Fram- sögumaður Halldór E. Sig- urðsson, alþingism. Stuðniingsfólk Framsóknar- flokksins í Borgarfjarðarhéraði er hvatt til þess að fjölmenna á fund- JADARMOT OC UNGTEMPLARAÞING Fyrlr nokkru héldu íslenzkir ungtemplarar ársþing sitt að Jaðri. Þá efndu samtökin til hins árlega JAÐARSMÓTS, en það sóttu að þessu sinni um 800 manns. Á ársþinguin flutti séra Sigurð ur Haukur Guðjónsson athyglis- vert erindi um vandamál þau, er steðja að í þjóðlífinu, og benti á leiðir til lausnar vandanum. ÍUT-þingið ræddi mörg mál. Meðal samþykkta þess, var tillaga þar sem íslenzkæir ungteplarar gera þá kröfu, að lcgin urn aukna og skipulagða fræðslu um skað semi áfengis og tóbaks komi til fullra framkvæmda í skólum lands ins í vetur og skorað er á fræðslu málastjórn að bæta þar úr hið bráðasta bæði um eftirlit og fram kvæmdir. Þingið vill minna á að ekki hef ur enn verið gerð tilraun með að öll sala áfengis verði stöðvuð um t.d. þriggja mánaða tíma, eins og tillaga kom um 1 fyrra. svo að ráðrúm fengist til að athuga áhrif áfengissölunnar á glæpi og slys í landinu. En þetta væri hið nauð synlegasta rannsóknarefni Skorar þingið á Borgarlækni'og yfirvald að koma rannsókn þessari í fram kvæmd sem allra fyrst, þar eð hún væri langt um mikilverðari en öll önnur ráð, sem reynd hafa verið til að bæta menningarástand og heilsufar þjóðarinnar. Ennfremur ítrekaði þingið fyrri samþykktir utn stuðning við að- gerðir, er miði að því að bæta stöðu þeldökkra í S-Afríku. Hvetur þingið meðlimi ÍUT og aðra að kaupa ekki vörur frá Suður-Afríku Þá fagnaði þingið minnkandi tóbaksnotkun í landinu og skoraði á landsmenn að fylgja vel eftir þeim árangri. sem náðst hefur á þessu sviði. Lýst var yfir sérstakri ánægju með og þakklæti fyrir þau skipu lögðu bindindismót, sem haldin hafa verið um verzlunarmanna- helgina og hvatt er til þess að haldið sé áfram á þeirri braut og þessi starfsemi sé aukin þannig að hún nái t.d. til hvítasunnuhelgar innar. Þá fagnaði þingið starfi æskulýðsnefndar Mýra- og Borgar fjarðarsýslu, sem það taldi til fyrirmyndar. Var látin í Ijósi ósk um að til slíkrar starfsemi yrði stofnað á sem flestum stöðum í tillögu, sem þingið ^amþykkti, er vakin athygli á hinni miklu þörf fyrir fleiri æskulýðsleiðtoga og félagsforingja ungs fólks og skor að er á borgarstjórn Reykjavíkur og fræðsluyfirvöld að styðja með fjárframlögum námskeið fyrir ungt íólk, sem vill taka að sér slíkt forustuhlutverk. Minnir þing ið á, að í Bretlandi og víðar þar sem slíkum málum er komið í skipulagt horf eru tveggja ára skólar styrktir af ríki og borgum ætlaðir til þessarar sérmenntunar, og æskulýðsleiðtogar og leiðbein endur launaðir af ríkinu. En hér er allt slíkt stavf að mestu eða öllu leyti sjálfboðastarf. ÍUT-þingið 1964 sóttu um 20 fulltrúar. í stjórn sambandsins fyrir næsta starfsár voru kosnir: séra Árelíus Níelsson, formaður, Grétar Þorsteinsson, varaformað- ur, Gunnar Þorláksson, ritari, Kristinn Vilhjálmsson. gjaldkeri, Jóhann Larsen, meðstjórnandi, Einar Hannesson og Alfreð Harðar son. 2 TÍMINN, fösti'Haainn 11. seotember 1.964 % / V V* 4 ,» i Vi »/ rr t /, l l ' ' /. «0 »f * ’ W

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.