Tíminn - 11.09.1964, Side 15

Tíminn - 11.09.1964, Side 15
nn ein aras Vegfarandi áhugalaus um óp stúlkunnar KJ-Reykjavík, 10. september. Um miðnætti s. 1. var cnn ein árásin gerð á vegfaranda hér í Reykjavík. Réðust tveir ungir menn á 17 ára gamla stúlku sem var á gangi í Borgartúni. Það fer varla að verða einleikið, hve ráðizt er á margt fólk hér í Reykjavík. Er skemmst að minn- ast árásanna á Hjört Jóhannsson 1 Stórholtinu og Braga Kristjóns- son fyrir utan Borgina. Hitt er líka mjög alvarlegt mál, ef veg- farendur í Reykjavík, eru orðnir svo skeytingarlausir um, hvað er að gerast í kringum þá, að þeir skeyta engu þótt þeir heyri hjálp- arköll stúlku, eins og átti sér stað í gærkveldi. Stúlkan heldur því fram, að maður hafi átt leið skammt frá, þegar ráðizt var á hana, en hann hafi ekki skeytt neinu hjálparköllum hennar. Líkt átti sér stað þegar ráðizt var á Frederika heimtar 42 millj. króna heimanmund Hjört í Stórholtinu. Þá fór bíll framhjá rétt eftir að árásin hafði verið framin, og skeytti hann engu hjálparköllum Hjartar. Saga stúlkunnar sem ráðizt var á í gærkveldi er á þá leið, að hún fór í hús eitt við Hátún, þar sem hún ætlaði að hitta vina fólk sitt. Það var ekki heima, og snéri hún því heim á leið, gangandi. Þegar hún er komin á móts við Borgarþvottahúsið við Borgartún koma þar út úr sundi tveir ungir menn. Sló anr.ar þeirra hana með flösku, en hinn setti NÝ VÉL Framhald al 16 síðu. auðvelt að stilla hraða henn ar til jafns við afköst starfs mannsins. Fiskurinn fer á færibandi í gegnum vélina, sem er 4.8 metrar á lengd, 1.1 m. á breidd og 1.6 m. á hæð. Vélin hreinsar síðan fisk- inn, hausar hann og slóg- dregur. Vél þessi er byggð fyrír erfiðar aðstæður, og er einkum ætluð um borð í fiskibáta og togara. BAAD ER-163 gengur fyrir raf- magni, og þarf þriggja kw. rafstyrk. Verið er að framíeiða þessa nýju vél, og er fyrsta vélin nú þegar notuð um borð í þýzkum togara. járn í andlit henni. Tóku þeir peninga sem hún var með 160.00 krónur, og hurfu síðan á brott. Næst kemur þar sögu stúlkunn- ar, að hún er stödd fyrir utan Laugaveg 24, þar sem bílstjórí tekur hana í bifreið sína, og ek ur henni niður á lögreglustöð Var hún þá blóðug í andliti, og því farið með hana á Slysavarðstofuna þar sem gert var að sárum henn- ar. Eins og áður segir þá hrópaði stúlkan á hjálp til manns sem var á gangi í Borgartúninu þegar árás in var gerð. Maðurinn sinnti ekki köllum stúlkunnar, en ef hann skyldi lesa þessar línur er hann vinsamlegast beðinn að hafa sam band við rannsóknarlögregluna, og sömuleiðis aðrir er gætu gefið upplýsingar um árásina. HALLBJÖRG Framhald af 16. síðu. um. Hallbjörg er með alveg nýja skemmtiskrá á skemmtun- um sínum hér og verða þær með kabarettsniði. Það er óá- kveðið, hvað hún kemur lengi fram á hverju kvöldi og með hvaða sniði skemmtunin verð- ur, það fer eftir fjölda gest- anna og skapi þeirra. VÍÐAVANGUR - ekki um mikinn útgjaldalið að ræða fyrir ríkissjóð, þótt til- laga Framsóknarmanna yrði samþykkt, því ríkisgreiðslur vegna ábyrgða myndu minnka verulega. Aðstaða sveitarfélaga eða hafnarsjó'ða myndi hins vegar batna verulega. (Dagur). NTB-Aþenu, 10. september. Dómsmálaráðherra Grikk- lands, Polychronis Poliycronid- es, hefur í tilefni af væntan- legu brúðkaupi Konstantín konungs og Önmu Maríu, Dana- prinsessu, lagt fyrir gríska þjóðþingið frumvarp til laga um náðun til handa 885 manns, sem nú afplána í fangelsum dóma fyrir minni háttar afbrot. Mikið er nú rætt í Danmörku um lieimanmuíid Danaprins- essu og Iiggur við alvarlegum deilum í því sambandi. Málgagn sósíaldemókrata segir í dag, að móðir brúðgum- ans, Frederika prinsessa, fyrr- um drottning, hafi krafizt sem svarar 42 milljónum íslenzkra króna í heimanmund með prins essunni og segir fréttamaður blaðsins í Aþenu, að þessar endurteknu kröfur drottningar- innar þyki mörgum löndum hennar skammarlegar. Þegar ekki er venja í Danmörku að brúði fylgi heimanmundur, hvers vegna er þess þá krafizt af prinsessunni, spyrja menn. í þessu sambandi herma nú ó- staðfestar fréttir, að heiman- mundur prinsessunnar verði aðeins 12 milljónir króna, en ekki hefur konungsfjölskyldan viljað segja neitt nánar um það. Fylgir fréttinni, að pen- ingarnir verði lagðir inn á einkareikning Önnu Maríu í banka í Sviss. Konstantín, konungur, fór j dag með einkaflugvél sinni frá Kaupmannahöfn og með hon- um væntanleg mágkona hans, Margrét, prinsessa. Anna María er hins vegar farin til Brind- isi á Ítalíu, ásamt foreldrum sínum, og munu þau sigla á konungssnekkju til Aþenu. Prinsessan og fjölskylda henn ar kemur til Grikklands á föstudag og mun Konstantín, konungur, taka á móti þeim við hátíðlega athöfn. Brúðkaupið fer fram 18. þ. ir Skoða silfurfatið frá sendiherrunum Önnu Marlu, prlnsessu og Konstantln, Grikkjakonungi hafa borlzt fjöldamargar verSmætar gjafir. Myndin af þeim var tekin á þrlSju- dag er þau skoSa nokkrar gjafanna. Fremst á myndinni sést sllfur fatiS, sem Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra, afhenti þeim, fyrir hönd erlendra sendiherra i Kaupmannahöfn. Kínaher við landamæri Mongólíu ? Hefur Mongólía beðið Sovétríkin hjálpar? NTB—MOSKVU og PEKING, 10 september. Moskvufréttaritari júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug, skýrir frá því í dag, að kínverskar hersveitir fylki nú liði við landamæri Mongólíu og sé nú mikill uggur í fólki í höfuðborg landsins, Ulan Bator. Þá segir fréttaritarinn, að orðrómur sé á kreiki um, að stjóm Mongólíu hafi beðið Sovétríkin um aðstoð gegn ásælni Kínverja. Lengi hefur verið fylgzt með lið safnaði Kínverja víð landamæra- línuna milli Kína og Mongólíu, sem er 4000 km. löng, en eftir að Kínverjar settu fram beinar landa kröfur hefur mikill ótti gripið um sig í Mongólíu. Einnig hafa Kínverjar reynt að koma á óeirð- um og upplausn í Mongólíu, seg- ír fréttamaður Tanjug-fréttastof- unnar. Pravda, málgagn kommúnista- flokks Sovétríkjanna birti í dag Rafveitnaþing Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna var haldinn dagana 31. ágúst til 2. september 1964 að Bifrröst í Borgarfirði. Auk venju legra aðalfundarstarfa voru flutt erindi á fundinum um skipulag rafvæðingarinnar, virkjunarmál í Borgarfirði, ísrannsóknir i ám og vötnum og jarðbindingar í rafveitu kerfum. Úr stjórn sambandsins gengu þeir Kristján Arnljótsson, rafveitustjóri.og Óskar Eggerts- son, framkvæmdastjóri. í stjórn eiga nú sætí.' Jákot) 'Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, formaður Baldur Steingrímsson, deildarstjóri, Guð- jón Guðmundsson, deildarstjóri, Kári Þórðarson, rafveitustjóri og Knútur Otterstedt, rafveitustjóri. Fulltrúar 23 rafveitna sátu fund inn, en 25 rafveitur eru nú innan sambandsins. JUNIOR CHAMBÉR Framhald af 16. síðu. Kriiger, sem er gestur félagsins um þessar mundir, en hann er einn af varaforsetum alþjóðasam takanna, og ísland er á því svæði, sem tilheyrir honum, og honum ber að heimsækja það ár, sem hann er varaforseti. JC er alþjóðafélagsskapur um 5.500 félaga í 80 löndum og eru félagar samtals um 300 þúsund. í félögunum eru menn í ábyrgðar- stöðum, sem ekki eru þó eldri en fertugir. Höfuðmarkmið félaganna má teljast stjórnþjálfun, og er lögð áherzla á að þjálfa félaga í félagsstörfum, fundarsköpum, ræðumennsku og öruggri fram- komu, og gera þá með því móti hæfari í starfi sínu og traustari þjóðfélagsþegna. Á síðasta vetri fékk JC hér á landi þá Jónas Haralz forstjóra Efnahagsstofnunar íslands og Bjarna Braga Jónsson deildar- stjóra til þess að leiðbeina á nám skeiði, sem fjallaði um efnahags- mál. Námskeiðið stóð yfir í sjö kvöld og í tvo tíma í hvert sinn. Er ákveðið, að haldið verður svip að námskeið í haust. í stjórn félagsins hér eru Ólaf ur O. Johnson forseti, Einar Þ. Matthíesen 1. varaforseti. Guðjón Styrkársson 2. varaforsti, Biörn Vilmundarson ritari, Berguj Jóns son gjaldkeri, Ágúst Hafberg, Magnús Valdimarsson og Jón Arn- órsson fvrrv. forsetí. harðorða yfirlýsingu frá stjórn Mongólíu, þar sem Pekingstjórnin er ásökuð um að reyna að ein- angra Mongólíu undir kínverskri harðstjórn. Mikil ólga er meðal fólksins í Mongólíu vegna þessara ógnana Kínverja og grófu árása, sem Mao- Tse-Tung gerír sig sekan um, segir í yfirlýsingunni. Fyrr í vikunni ásakaði Pravda kínverska leiðtoga fyrir að vilja ræna Mongólíu sjólfstæði þess og gera landið að kínversku héraði. BÁTAR ÚTI m VEIÐIN EKKI NEIN EJ—Reykjavík. 10 septem- ber. Engin veiffi var fyrir aust an í nótt, en einn bátur, Þórður Jónasson, fékk veiði í morgun, 800 tunnur, og var sú síld söltuð á Seyðis firði síðdegis í dag. Bátarnir eru allir úti, en þar er þungur sjór, og síldin ligg ur mjög djúpt. Engin veiði var í dag, og engin líkindi voru á veiði í nótt, að þvf er sfldarleitin tjáði blaðinu I kvöld. MALAYSÍUSTJÓRN Framhald af 2. síðu. stjórnar og kommúnista í Mal- aysíu. Samkvæmt hinum sérstöku heimildum, sem stjórninni hafa nú veríð veittar, er heimilt að taka menn fasta án dómsúrskurð ar og yfirheyra þá leynilega. Þá hafa refsingar verið þyngdar við ýmsum aðgerðum, sem áður voru ekki taldar afbrot. Fræðilega séð er nú hægt að dæma menn til hengingar fyrir að stela kjúklingi. Má segja, að stjórnin hafi nú með höndum allt að .því einræðisvald. NÝR ,,CUESSMAN“ Framhald af 16. siffu. síðan áfram að skrifa honum. Svar ið kom um hæl: Lög Lousiana leyfa ekki, að hvítur maður ætt- leiði svartan. Þessi ómannúðlega afstaða er mér alveg óskiljanleg, segír Sol- veig. I fjögur ár höfum við í friði skipzt á bréfum hálfsmán aðarlega og svo skyndilega er það bannað. En ég ætla ekki að gefast upp. Ég skal fá því framgengt á einn eða annan hátt, að ég fái að skrifa Labat áfram, bætir hún við. TÍMINN, föstudaginn 11, september 1964 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.