Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 7
Úfgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURiNN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórannf.
Þórarinsson (ábl. Andrés Kristjánsson. Jón Hel?ason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason
Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu-húsinu simar 1B300- 18305 Skrit
stofur Bankastr 7 Afgr.slml 12323 Augl simi 19523 Aðrai
skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 90.00 a mán innan
lands — ! lausasöiu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.l
Afhjúpunín
Það hefir að vonum vakið mikla athyglí, að siðastl.
miðvikudag var birt samtímis tilkynning i Þjóðvil.ianum
og Pravda, þess efnis, að farið heíðu fram ; Moskvu við-
ræður milli fulltrúa frá Kommúnistaflokki Govétríkj-
anna og Sameiningarflokki alþýðu- Sósíalistaflokk-num.
Sagt er í tilkyningunni, að rætt hafi verið um átiugamál
beggja flokkanna á hinn vinsamlegasta hátt.
Ástæðan til þess, að þessi tilkynning vekur athygli, er
ekki sú, að mönnum hafi ekki verið kunnugt um, að Sósíal
istaflokkurinn væri í beinum tengslum við kommúnista-
flokkinn í Moskvu og tæki við ráðum og fyrirmælum
þaðan, líkt og fyrirrennari hans, Kommúnistaflokkur ís-
lands gerði. Það, sem athygli vekur. er það, að þetta
er í fyrsta sinn opinberlega viðurkennt af Sósíalistaflokkn
um sjálfum. Hingað til hafa foringjar hans keppzt
við að halda því fram að Sósíalistaflokkurinn væri allt
annar flokkur en gamli kommúnistaflokkurinn var Sósí-
alistaflokkurinn væri ekki kommúnistaflokkur og hann
hefði engin tengsl við kommúnista í Moskvu. Með yfir-
lýsingunni, sem birtist í Pravda og Þjóðviljanum á mið-
vikudaginn hafa foringjar Sósíalistaflokksiris loks af-
hjúpað sig og viðurkennt það eins fullkomlega og verða
má, að flokkur þeirra er kommúnistaflokkur, sem sækir
ráð og fyrirmæli til Moskvu.
Það er þessi afhjúpun, sem vekur mikla og óskipta at-
hygli á íslandi.
Það vekur jafnframt athygli, hvernig sendinefnd Sósíal
istaflokksins hefur verið valin. í benni eru fulltrúar úr
öllum hinum helztu stríðandi klíkum í Sósíalislaflokkn-
um. Erindið til Moskvu hefur bersýnilega verið að ræða
um klofninginn í flokknum, og fá ráð og fyrirmæli um.
hvernig brugðizt yrði við honum, þetr.a var einnig gert í
tíð Kommúnistaflokksins gamla.
Forkólfar Sósíalistaflokksins hafa nú sjáltir staðfest
það, sem þeir hafa neitað áður, að flokkur þeirra cr
kommúnistaflokkur, sem sækir ráð og tyrirmæli til
Moskvu. Þeir, sem kunna að hafa verið í vafa um það
áður, þurfa ekki að vera það lengur Forkólfarmr sjálfir
hafa lagt gögnin á borðið.
Svona semja Bretar
Bretar hafa undirritað milliríkiasamning, sem snertii
víðáttu brezkrar landhelgi. Sá samnmgur ber þess glögg
merki, að brezka stjórnin heldur öðru vísi á málunum en
íslenzka ríkisstjórnin, þegar hún semur um landhelgi
þjóðar sinnar.
í samningnum, sem brezka ríkisstjórnm hefur gert
um landhelgi Bretlands, er ákvæði skýlauss uppsagnar
réttar.Bretar geta sagt samningnum upp með tveggja ára
uppsagnafresti eftir að 20 ár eru liðin frá ut/dirritun
hans.
í samningunum, sem íslenzka ríkisstjórmn hefur gerl
um landhelgi íslands við Bretland oe Vestur-Þvzkalnd.
eru hins vegar engin uppsagnarákvæði
Þa? má heita nær einsdæmi. nema um hreina na-:ð
ungarsamninga sé að ræða. að ekki séu uppsagnarákvæði
í milliríkjasamningum. Landhelgissamningarr.ir /ið P.ret
land og Vestur-Þýzkaland er eitt örfárra undantekninga
í þessum efnum.
Það segir betur en flest annað hversu skeieeglega oe
dyggilega var hér haldið á íslenzkum málstað, eða hitt bó
heldur.
Eitt af stefpumálum hans er aS efia samvinnufélögin
Eduardo Frei Montalva
SÍÐASTLIÐINN föstudag
fóru fram forsetakosningar
í Chile, en úrslita þeirra hafði
verið beðið með mikilli eftir-
væntingu um alllangt skeið, þar
sem horfur voru taldar á, að
sigurinn gæti fallið í skaut
frambjóðanda, sem var studdur
af mjög vinstri sinnuðum flokk
um m.a. kommúnistum. Salva-
dor Allende Gossens. Sigur
hans myndi hafa verið talinn
mikill ósigur fyrir Bandaríkin
og stefnu þeirra í málum Suð-
ur-Ameríku, þar sem hann
lýsti sig m.a. hliðhollan stjórn
Castros á Kúbu.
Seinast fór fram forsetakjör
í Chile 1958 og bar þá sigur
úr býtum Jorge Alexandri, er
verið hefur forseti síðan Hann
var frambjóðandi hægri manna
og hefur stjórnað í anda þeirra.
Stjórn hans hefur þótt heiðar
leg á suður-ameríska vísu Ekki
var hún þó vinsælli en svo, að
frambjóðandi hægri manna var
frá upphafi talinn vonlaus í
kosningunum nú. Þess vegna
óttuðust menn, að Allende.
sem hafði hlotið næstflest at-
kvæði í kosningunum 1958 og
er vinsæll maður. myndi sigra
nú. Helzta vonin til að fella
hann, þótti sú, að þægri menn
brygðust frambjóðanda sínum
og kysu í staðinn frambjóð
anda kristilega flokksins, Ed-
uardo Frei Montalva, er hlotið
hafði flest atkvæði í kosriing-
unum 1958. Flokkur hans hafði
mjög eflzt síðan og Frei unnið
sér auknar vinsældir. Seinustu
mánuðina stóð því kosninga
baráttan milli þeirra Allende og
Frfei. Úrslitin urðu þau. að
Frei sigraði svo glæsilega, að
andstæðingarnir hafa fúslega
viðurkennt sigur hans, en það
er ekki algengt í Suður-Ame
riku Það hefur ef til vill átt
þátt í þessari viðurkenningu,
að þeir Frei og Allende hafa
átt sama sæti á þingi og meta
hvorn annan persónulega og
létu það óhikað í ljós í kosn
'ngabaráttunni
ÞÓTT hægri menn i Chile
fagni þvi, að Allende féll. var
það á margan hátt súr bitj fyr
ir þá að þurfa' að styðja Frei
Stefnuskrá hans eða flokks
hans er yfirleitt róttæk. Hann
hefur lofað að vinna að skipt
ingu stórjarða, bættum kjörum
hinna bágstöddustu. eflingu
samvinnufélaga, auknum trygg
ingum og öðrum félagslegum
umbótum Hann hefur lofað að
þrengja aðstöðu bandarísku
hringanna, sem eiga miklai
eignir í Chile í utanríkismál
um mun hann einnig breyta
verulega um stefnu, þótt hann
leggi ríka áherzlu á góða sam
vinnu við Bandaríkin Hann
hefur t.d lýst yfir því. að hann
vilji taka upp stjórnmálasam
band við Sovétríkin og kommún
istarikin í Austur-Evrópu. en nú
hefur Chile aðeins verzlunar
sambönd við þessi ríki Þá
hefur Frei lýst yfir því, að
hann vilji ýmsar endurbætur á
samstarfi bandalags Ameríku
ríkja. M.a. vilji hann g.iarnan
stuðla að þvi. að Kúba verði
aftur þátttakandi í því, en þó
aðeins þannig, að Castro verði
óháður komnninistaríkjunum.
Frei hefur lengi sýnt það.
að hann vseri maður félagslega
sinnaður. Síðan á unglingsár
u:n hefur hann haff þá skoðun.
að kommúnisminn ætti góðan
iarðveg í Suður-Ameríku. nema
honum væri mætt með annari
hugsjón, er félli almenningi
betur í geð. Að dómi hans er
kristindomurinn þessi hugsjón.
en þá á hann ekki við kristin
dóminn sem tæki yfirstéttar
ínnar til að gera almenning
sljóan, heldur sem lifandi jafn-
réttisstefnu og bræðralags
stefnu, eins og Kristur kenndi
hann. Fyrir nær 30 árum eða
rúmlega tvítugur að aldri.
stofnaði hann félagsskap nokk
urra manna, er höfðu sagt
skilið við flokk hægri manna,
og mörkuðu sér stefnuskrá á
félagslegum og kristilegum
grundvelli. í félagsskap þess-
um voru einkum ungir menn
úr efnuðum fjölskyldum og
ungir prestar Kristilegi flokk
urinn var stofnaður upp úr
þessum samtökum árið 1957 og
náði Frei þá kosningu sem
þingmaður í höfuðborginni en
áður átti hann sæti á þingi sem
óháður, en þá var hann kosinn
í afskekktu kjördæmi. Árið
1958 var hann frambjóðandi
kristilega flokksins í forseta
kosningunum, eins og áður seg
ir. Síðan hefur flokkur hans
stöðugt eflzt og vann svo mik
inn kosningasigur á síðstl. ári
að hægri mönnum varð ljóst, að
eini möguleikinn til að fella
Allende. var að styðja Frei
Frei samdi þó ekki neitt við
þá og er þeim algerlega oháð
ur.
Síðan kristilegi flokkurinn
var stofnaður, hefur Frej oft
komið til Evrópu og kynnt sér
starf kristilegn flokkanna þar
en flokkm hans er á flestan
hátt mun róttæka-i en þeir
enda aðstæður aðrar í, Chile en
í Evrópu. Fyrír styjöldina;
dvaldi hann eitt ár í Róm sen|
fulltrúi fyrir sérstök samtök
Suður-Ameríkumanna þar
FREl er 53 ára gamall. For-
eldrar hans voru innflytjend
ur frá Sviss og komst faðir
hans í góð efni í Chile Frei
var þó látinn ganga í skóla
fyrir efnaminni ungmenni og
er talið. að stéttamunurinn sem
hann kynntist á þessum árum,
hafi haft veruleg áhrif á
hann. Hann lauk lögfræðiprófi,
en hefur síðar kynnt sér hag
fræði, m. a. áætlunarbúskap.
Síðustu árin hefur hann verið
prófessor við katólska háskól-
ann í Santiago. jafnframt þing
mennskunni.
Þót Frei sé sæmilega efnað-
ur, hefur hann jafnan lifað fá
breyttu lífi og borizt lítið á
I-Iann hefur mjög gagnrýnt yf-
irstéttina fyrir óhóf hennar í
lifnaðarháttum. Hann er gift
ur og sjö barna faðir. Hann
hefur þegar ákveðið að setjast
ekki að í forsetahöllinni, sem
honum finnst alltof íburðarmik
il. heldur ætlar hann að búa
áfram í sömu íbúðinni og hann
býr í nú. Hann er sagður góð-
ur heimilisfaðir og skemmtileg
ur heim að sækja. í tómstund
um les hann eða fer í göngu
ferðir og er sagður þekkja vel
flestar gönguleiðir í skógun-
um utan við höfuðborgina.
Hann er sagður góður starfs-
maður og kynna sér vel mála-
vöxtu.
Margt bendir til. að þegar
Frei tekur við forsetaembætt
inu 4. nóv. næskornandi komi
nýr maður til sögu í Suður:
Ameríku. Ef honum tekst vel,
er ekki ósennilegt, að fleiri
kristilegir floki «r- eigi eftir
að rísa upp i Suður-Ameríku.
Þ.Þ.
TÍMINN, föstudaginn 11. september 1964
7