Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 9
Feðgar á ferð og kunningjar Hjónin heilsast, Wolfgang Schneiderhan fiðlulelkari og Irmgard Seefried söngkona. (Tlmiamynd-GE). fleiri i i Islendingur á ferð í Edinborg þarf ekki að furða sig á því dagana , sem hér stendur yfir mesta listahátíð heims að hitta, annaðhvort í mannþrönginni í Princes-stræti eða á hljóm- leikpallinum í Usher Hall hitt og þetta heimsfrægt fólk, sem i kemur kunnuglega fyrir sjónir. Upp á síðkastið hef ég verið ' að sjá og heyra bæði kvölds ! og morgna nokkrar slíkar | manneskjur, sem þykja svo ! eftírsóknarverðar, að margir ! fara land úr landi og yfir heimsálfur og höf til að fá að njóta listar þeirra í nokkrar stundir eða stundarfjórðunga, ."0 og þá kemur á daginn, að sumt af þessu listafólki höfum við íslendingar átt því láni að fagna að fá það i heimsókn á liðnum árum, og þá auðvitað helzt fyrir tilstilli Ragnars í Smára og samherja hans í Tón- listarfélaginu í Reykjavík, en einnig Sinfóníuhljómsveitarinn ar og Þjóðleikhússins. Svo nefnd séu nokkur nöfn, sem íslendingum hljóma kunn- uglega í eyrum og hér í Edinborg hafa gengið um garð nýverið, þá eru það t.d. hjónin lrmgard Seefried söngkons og Wolfgang Schneiderhahn fiðlu- leikari frá Austurríki, Dietrich Fischer-Díeskau frá Þýzkal.Erik Werba píanóleikari frá Aust- urríki, Eduard Haken óperu- söngvari frá Tékkóslóvakíu, Mstislav Rostropovits frá Sovét ríkjunum, Rudolf Serkin píanó- leikari frá Bandaríkjunum. Og eitt hið forvitnilegasta við hinn síðastnefnda var það, að hann hélt hér Mozarttónleika ásamt syni sínum 17 ára gömlum, Pet ér heitir hann. Þá hefur það og vakið at- hygli hér á hátíðinni, að í öðr- um listgreinum hafa komið hér fram synir tveggja heims- í frægra kvikmyndaleikara. Þá er þess að geta, að síðustu sin- fóníutónleikar hátíðarinnar voru fluttir af Pittsburg-hljóm- sveitinni, sem William Stein- berg stjórnar og talin er i fremstu röð bandarískra sin fóníuhljómsveita, sem Reykvík- ingar fá að sannprófa, þegar hljómsveitin kemur og heldur tónleika í Háskólabíói seint i október. Lesendur Tímans muna máske einhverjir eftir spjalli mínu frá í fyrra við hionit! Wolfgang Schneiderhahn og Irmgard Sefried, hann einn af mestu fiðluleikurum, sem nú er uppi og hún ein hin fjöl- hæfasta söngkona í heimi, jafn vig á óperu og ljóðasöng, sem sjaldgæft er. Þau létu þess get- ið við mig, að þau væru fegin komunni til íslands, hann til að rifja upp gömul kynni við l landiðí frá þvi hann kom hingað sem „undrabarn" til að halda tónleika tólf ára gtynall) og einnig tíl að hictcst, ser sárasjaldan kæmi fyrir á enda- lausum ferðum þeirra um víða veröld. Þau voru mjög ánægð yfir mynainni, sem Guðjón ljós myndari tók af þeim, er þau komu sitt úr hvorri áttinni og hittust og kysstust á flugvell- inum og sendu börnunum heima í Vín myndirnar með hraði. íslandsferðin varð eitt af þeirra fáu stefnumótum ut- an heimalandsins, en nú lukk- aðist það aftur hér í Edinborg. Þau komu hér fram saman til að leika einleik og syngja efn söng í nýju hljómsveitarverki, „Ariosi" eftir þýzka tón- skáldið Hans Werner Henze, en stjómandi var Colin Davis, ungur maður, sem þegar er orðinn einn fremsti hljómsveit- arstjóri Bretlands. Ekki brást Schneiderhahn bogalistin, og aðdáunarvert er og með fá- dæmum, hve þau hjón eru í senn sérþjálfuð og samstillt í list sinni, sem þau bæði bera skfiyrðislausa virðingu fyrir En þótt tónleikar þessir væru hinir ágætustu, verða þó enn minnisstæðari sértónleikar frú- arinnar á sviðinu niðri í Leith Town Hall. Þessi gamla hafnar- borg lýtur ekki lengur eigin stjórn. heldur hefur í mörg ár verið hluti af Edinborg. Ráð húsið í Leith var ein hinna mörgu bygginga, sem eyðilögð- ust í loftárásum þýzku nazist- anna á stríðsárunum. En Leith- búar vildu halda áfram að eiga sitt ráðhús og það tók ekki ýkjamörg ár að byggja nýtt ráðhús, þokkalega nútímabygg- ingu, sem notuð er fyrir hvers konar fundi, þing og samkom ur og er eitt hið ágætasta tón- leikahús. sem völ er á þar um slóðir. f fylgd með Irmgard Seefried kemur ætíð Erik Werba, sem leikur undir á pí- anóið hvar sem frúin syngur, því hún treystir engum til þess eins og honum. Werba er einn hinna fágætu undirleikara dregur sig sem mest í hlé per- sónulega, vill gjarnan hverfa í skuggann af söngkonunni, en Irmgaard Seefriéd metur hann svo mikils, að hún hreint og beint dáir hann. Undir lang- varandi lófaklappi eftir extt lagið þeirra, tók hún upp á því. 'e*n flestir furðuðu sig á, að hún kyssti undirleikaraTin á höndina. Eirfkur 'hefði víst helzt viljað vera komrnn nið- ur úr gólfinu, fór allur hjá sér og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Næst þegar klappað var, ætlaði hann ekki að láta þetta henda sig aftur, varð fyiTÍ til og kyssti hönd Irmgerðar vel og vandlega. Ég hef aldrei séð hana syngja í óperu, en hún er sýnilega skap- heit kona með leikhæfileika. sýnir talsverð tilþrif á konsert- sviðinu. þegar við á, svo trú- legt er, að það geti sópað að henni í óperu. Innlifun hennar í söng ljóðsins er mjög fágæt Niðri í Leith flutti hún lög eftir Mozart leikandi létt og silfurskírt, lögin eftir Schubert við söngva Grétu úr Faust eftir Goethe, sýnd , enn fleiri hliðar á rödd og skapi söngkonunnar Það var gimilegt til fróleiks og skemmtunar einmitt hér á þeés um stað að heyra hana syngja lögin eftir Schumann við texta eftir Maríu Stuart Skotadrottn- ingu, en mesta unun held ég hafi vakið meðal flestra, þegar Irmgard Seefried söng „Barna- heimilið" eftir Mussorgsky. sem hún flutti af barnslegri einlægni, næmu spaugskyni og býsna góðri hermilist, þetta er söngljóðaflokkur, og vakti flutningur frúarinnar óstjóm- legan fögnuð. Þetta allt og síðasti áfanginn á söngskránni, lög eftir Richard Strauss. ekki sízt lagið „Ruhe, meine Seele’*, giæyptu þessa kvöldstund í sál og sinni þeirra, sem á hlýddu. Landi frúarinnar og á sama sviði og hún, Dietrich Fischer- Dieskau, kom hingað líka til að syngja og brást ekki að von um, hann hafði heldur ekki lak- ari undirleikara en frúin, sem sé sjálfan Gerald Moore, einn hinna útvöldu. Söngvarinn flutti aðallega fáheyrð lög eftir Busoni og Mahler og svo Ric- hard Strauss til að minnast ald- arafmælis hans í ár, en einnig kom söngvarinn mörgum á ó- vart með því að bregða á leik og reyndist fyrirtaks spaugari, þegar allt kom til alls. En í meira en áratug hafa tveir ungir menn, hann og franski barytonsöngvarinn Gerald Sou zay, verið einhverjir fremstu ljóðsöngvarar heims, báðir heimsótt ísland og sungið fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins í Reykjavík. Það var fyrir löngu ákveðiö að Rudolf Serkin kæmi heldur betur færandi hendi á 18 Edin- borgarhátíðina. sem sé fyrst og fremst til að leika hvorki meira né minna en sex píanó- konserta eftir Mozart, en hitt kom mjög ánægjulega óvænt. að ekki aðeins kom öll fjöl- skyldan með honum til Edin borgar, heldur léku þeir feðg- arnir, Rudolf Serkin og 17 ára sonurinn Peter, sinn hvorn pí anókonsertinn eitt kvöldið, og enduðu með sameiginlegum leik, fluttu, konsert fyrir tvö píanó eftir Mozart. Fyrst lék sonurinn konsert í d-moll, K 451, þá faðirinn konsert í F dúr, K. 4k3, og eftir hlé fluttu þeir konsert fyrir tvö píanó, K. 365, ekki stórfellt listaverk, það er trega blandið, sem von er, því að svo var komið hög um tónskáldsins, þegar verkið varð til, að móðir hans var ný dáin, hann hafði fengið hrygg- brot hjá stúlkunni sem hann elskaði, og þrákelkni föðurins kom í veg fyrir að hann fengi óperustjórastöðu, sem hann átti kost á. Hljómsveitin, sem þeir feðg- ar léku með, var Enska stofu- hljómsveitin, sem stofnuð var 1948 og fyrst nefnd Golds brough-hljómsveitin eítir öðr- um stofnandanum. Stjórnandi að þessu sinni var gamall vinur og samherji Serkins, fiðluleik- arinn og hljómsveitarstjórinn Alexander Schneider. Þeir vin- irnir hafa um mörg ár verið bandarískir borgarar, en að ætt og uppruna báðir Rússar. Schneider fæddist í Rússlandi 1908 og byrjaði 5 ára að læra á fiðluna, fluttist 16 ára til Þýzkalands og varð 19 ára stjórnandi sinfóníuhljómsveit- arinnar í Frankfurt, gegndi seinna sams konar starfi í Saar- briicken og Hamborg. Eftir 1930 gekk hann inn í hinn heimsfræga Budapest-strok kvartett og léku þeir félagar næstu árin í öllum álfum heims, en 1939 settist Schneid- er að í Bandaríkjunum og hef ur í rétt 20 ár stjórnað hinum frægu kammertónleikum Dumberton Oaks hjá Washing- ton D.C., og hann var aðal- hvatamaður að Casalshátíðinni í Puerto Rico, sem fyrst var haldin á áttræðisafmæli selló- snillingsins 1957 en er síðan árlegur viðburður. Rudolf Serkin er af rúss- nesku fólki kominn, þó ekki fæddur þar i landi, heldur i Bæheimi (sem nú er í Tékkó- slóvakíu) árið 1903. Hann ólst upp í Vín, lærði þar á pfanó hjá Richard Bobert prófessor en hjá Arnold Schönberg lærði hann að semja tnúsik. Fyrst Iék hann opinberlega á píanó tneð sinfónfuhljómsveit Vfnar borgar lólf ára gamall, og saut.i Pramnald a síðu 13 GUNNAR BERGMANN I TÍMINN, föstudasinn 11. september 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.