Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 8
LÁRUS JÓNSSON: UPPSALABREF Sitmri er tekiö að halla, höf- uðdagur liðinn. Sumarletin er í rénum. Þá er að neyta færis, tvfhenda pennan, því sitthvað hefir markvert skeð í Svíþjóð hinni köldu, sem sjaldan hefir borið svo nafn með rentu sem nú. í bemsku minni, á meðan ég énnþá nennti að lesa bæk- ur, las ég söguna um grfsina tvo, nöfnum þeirra hefi ég gleymt, sem sluppu úr stíu sinni einn fagran sumardag og tóku ófrjálsri hendi hjá skradd ara sveitarinnar sinn spari- klæðnaðin hvor. Síðan gengu þeir og spókuðu sig í sólskin- inu og stássinu, til þess er forarpollur varð á vegi þeirra. Þá varð gríseðlið spjátrungn- um yfirsterkara og þeir steyptu sér f pollinn og böðuðu sig af beztu lyst. Um miðjan sjötta tug aldar- innar frétti ég af þeim félög- um aftur, þá voru þeir í opin- berri heimsókn i Bretaveldi og þeir spókuðu sig allt hvað af tók. Þeir vildu svo gjarnan blanda geði við hinn venjulega borgara, vera eins og hann, taka f hönd hans um stund. Þegar öryggislögreglan hindr- aði þá rann á þá gríshamurinn og þá rýttu þeir sáran. Þá hétu þeir Bulganin og Krústjoff. Margt hefir síðan skeð og fyrir þeim fóstbræðrum fór eins og litlu negrastrákunum, að einn þeirra sprakk á limm- inu og Krústjoff er einn eftir. I-Iann þefir þó ekki lagt niður gönguferðir, langt í frá. Þó er ennþá eins og gríseðlið fái yfir- höndina ef álitlegur forarpoll- ur verður á vegi hans. Þannig lá við að hann færi í fússi heim frá Ameríku fyrir nokkrum árum. þegar lögreglan neitaði honum um að sjá Disneyland. Hann varð hinn reiðasti og það tók Eisenhower langan tíma að bliðka hann, svo að Camp David andinn kafnaði ekki í móðurlífi. Ekki bætti úr skák. að verkalýðsleiðtogarnir vestra þvældu hann með nærgöngul um spurningum og illkvittnum, svo við lá að hádegisverð- urinn, sem þeir buðu honum upp á, stæði í gestinum. Já. það má rýta af minnu. Krústjoff kom til Skandin- avíu í vor, sællar minningar. Auðvitað er ástæðulaust að fara hér orðum um heimsókn- ina. Aðrir hafa áður gert það. Við vitum nú að hann er rösk- ur ekki bara við vodka, heldur og fullgóður ræðari. Hann átti í ídeólógiskum viðræðum við Jens Ottó Krag, Af því lærði Krústjoff að láta svo eldfima hluti eiga sig. Annars seig á Krústjoff brúnin við hvert hnyttiyrði frá Krag, hann hefir ekki danskan húmor að minn- sta kosti. Erlander lærði af því að skilja alla fyndni eftir heima á meðan á nelmsókninni stóð. Hins vegar varð lögreglan að gæta Krústjoffs þeim mun bet- ur, hér var allt í pati og skelf ingu. Lögregluvörðurinn var þó oft meira hjákátlegur en traustur. Það sýndi sig fljótlega eftir að Kfústjoff kom til Noregs að Norðmenn tóku öllu léttar á vörzlunni og likaði karli það vel. Hann bar sig upp undan Svium. Það var auðvitað að Krústj- off kæmist í tæri við grísi í ferð sinni, þótt ekki rynni á hann móðurinn að ráði. Honum mis- líkaði mjög að fá ekki að kaupa kynbótagrísi af Dönum. f Stokk hólmi slepptu gárungamir grísi með mannamyndum mál- uðum í bak og fyrir í nágrenni konungshallarinnar. Fyrir heimsóknina og á með an á henni stóð var mikið rætt um Wallenbergmálið svo kall- aða. Wallenberg var ungur sænskur diplómat í Ungverja og örlög einstaklinga er þó varla viðurkenndur gjaldmiðill í góðvildarverzluninni. Það er varla sýnileg ástæða fyrir Krústjoff í Rússlandi. Hann get ur alltaf kennt Stalín um. Hins vegar er ljóst að Wallenberg var ekki sé eini — ekki einu sinni sá eini Svíi — sem týnd- ist í Evrópu og Eystrasalti á þessum tíma. Þær eru þó nokkrar skipshafnir sænskar, sem týndust á Eystrasalti á stríðsárunum, sem talið er trú- legt að Rússar hafi af mistök- um eða öðrum ástæðum sökkt. Þetta verður trúlega aldrei ar og alltaf má prýða vitleys- una með myndum af kúnum, eða þá prinsessunni. Sjónvarpið brást heldur ekki skyldunni. Athöfninni var sjón varpað, og sendingin endurtek in tvívegis sama kvöld og vígsl- an fór fram. Að sjálfsögðu var athöfnin túlkuð í sjónvarpinu, af sérfræðingi í kvenfatatízku. Þetta er ofureðlilegt. Það var ekkert við sjálfa hjónavígsluna, sem vert var að senda í sjón- varpi, annað en snobbið og spjátrungsskapurinn, sem situr í hásæti, þar sem konunglegir fara. Mér er ekki grunlaust um að fríherrahjónunum á Kýrbergi hafi þótt rióg um árangur PR- starfseminnar. Síðan hjónakorn in komu úr brúðkaupsferðinni hefir verið látlaus straumur ferðafólks heim á hlað. Held- ur þykir ferðafólkið hafa gert sig heimakomið, slegið upp Frá fermingu Carls Gústafs. Sænska konungsf jölskylda n á tröppunum. landi við stríðslokin og bjarg- aði lífi fjölda gyðinga á þeim tímum. Hann hvarf í óreiðu uppgjafar Þjóðverja. Smám saman tók að spyrjast um hann í rússneskum fangabúðum Fjöldi eftirgrennslana var ár- angurslaus, þangað til Stalín var með öllu dauður og graf inn. Þá var því svarað að Wall- enberg hafi dáið i rússnesku fangelsi 1948. Þetta ' stakk í stúf við ýmislegt, sem frétzt hafði, og létu sænskir sér þetta ekki nægja. Nú bundu menn. af blöðum að dæma, miklar vonir við komu Krústjoffs. Eg veit ekki hverju sænskir stjóm málamenn höfðu búizt við. Kannske móðga ég einhvem. þegar ég segi að mér virðist fáránlegt að búast við öðru svari en því sem gafst, þ. e ek'kert nýtt um Wallenberg. Það er örðugt að ímynda sér fullvita stjórnmálamann. sem hyggst vinna hylli erlendr ar þjóðar, með því að fyrst halda þegn hennar í fangelsi án dóms og laga í nær tvo áratugi og síðan við opinbera heimsókn koma með þennan sama þegn sem gjöf á silfur- fati. Væri hægt að ímynda sér verra mannætuhátterni? Auð- vitað hefði enginn trúað að Krústjoff hafi fengið nýjar upp lýsingar um Wallenberg á þetm tíma að eðlilegt mætti teljast að hann flytti þær sjálf ur við heimsóknina. Mannslíf sannað, aðeins líkur að því leiddar. Prinsessubrúðkaup. Aðrir stóratburðir hér eru auðvitað brúðkaupin. Tvær af Sibylludætrum hefir konungur gefið á brott í sumar. Það létt- ist á fóðrunum hjá Sibyllu. Sú yngri. Desirée, var gefin fríherra af vestra Gautlandi. Silferskjöld. Eitthvað hefir hans verið getið í blöðum. Við töldum yfir 30 myndasíður um skötuhjúin í .einu hefti eins vikublaðsins. Þá eru önnur tal- in konunghollari. Þótt ekki hafi mikið af því, sem skrifað hefir verið festst í minni þá er mér ljóst að maðurinn er fideikomm issaríi. Þeta þýðir, að hann er höfuð ættarinnar og veldur öllum auðnum. Fyrirkomulagið er að sjálfsögðu leifar frá feo- dala kerfinu, sem mjög var útbreitt í Svíþjóð. Nú er lögun- um á þann veg snúið, að þegar núverandi fideikommissaríi fell ur frá má mynda hlutafélag af eignunum, til þess að allir erf- ingjar megi njóta ávaxtanna Hvað um þetta, pilturinn tók við af föður sínum látnum fyrir nokkrum árum og fékk þá á sig erfðaskatt, sem nam einni milljón sænskra króna Síðan er hann að borga. Hann hefir nóg að gera. Það er aug- ljóst að ein milljón í skuldir ekki sízt í skattaskuldir er efni í margar og langar blaðagrein meðhöfðum borðum og jafn- vel tjöldum á grasflötum trjá garðsins, gengið um og gægzt á glugga, hvort ekki mætti ein- hvers staðar festa auga á hús- ráðendum. Að lokum leitaði frí herran verndar lögreglu, sem fékk ærið að starfa meðan á sumarfríum stóð. Mætti helzt líkja starfa þeirra við þann, sem strákar í sveit á íslandi kannast við: að reka kúahjarð ir úr kálgarði. Nokkru síðar var svo röðin komin að elztu dóttur Sibyllu, Margarethu. Hún verður þrítug í haust. Hún var fyrir nobkrum árum í tygj- um við barpianista, bróðurson brezka forsætisráðherrans, Douglas Home. Það sprakk, og hann er nú vel kunnur blaða maður í London, einn hinna fyrstu að dylgja í blöðum um samband Keeler og stjómarinn ar. Þetta er auðvitað óviðkom- andi nú, brúðgumi Margrétar er fertugur buissnessmaður Aðalorsök hryggbrots Homes um árið var sögð lélegur efna- hagur hans. Því hefir efnahagur Johns Amblers auðvitað verié til umræðna, og sýnist sitt hverjum. Expressen hefir þó sagt að jáyrði Margrétar væri röskra tveggja nrilljóna virði. Nú vitutn við, sem í Svíþjóð dveljumst, að þeir Eisenhower og Mont.fommery geta hvort heldur beir vilja haldið áfram eða hætt að kýta um það hvor þeirra vann síðari heims styrjöldina. — Við vitum nefni- lcga að sá rétti heitir John Kenneth Ambler og er fram- kvæmdastjóri í flutningafyrir- tæki í London. Þvílíkar hetju- dáðir maðurinn drýgði í styrj öldinni! Jaenne d‘Arc fölnar við hlið hans. Hann bjargaði félögum sínum með annari hendinni og skaut óvinina með hinni. Sjónvarpið gerði að sjálf- sögðu engan systramun. Þrisvar sinnum sama daginn sá sænska þjóðin hvemig fólkið klæðir sig við 'konungleg brúðkaup. Klukkutími í hvert skipti. Það var eins og við manninn mælt. Ekki var brúðkaupi nr. 2 fyrr lokið en allir þessir smá- sálarlegu, materíalistisku vesa lingar, sem kalla sig kúltúr- róttæka og jafnvel lýðveldis- sinna risu upp á afturfætuma og mótmæltu þessu örlæti sjón varpsins. Þetta var jú, fráleitt, örlætið snéri ekki að konungs fjölskyldunni, nei hún fórnaði fjölskyldulífi sínu, til þess að sauðsvartur almúginn mætti uppfræðast um hversu fínt fólk færi að. Örlætið það sneri að alþýðunni. Svo mjög höfðu brúðkaups- sýningar sjónvarpsins kitlað þá róttæku að sjónvarpið sá sitt óvænna og bauð til umræðu um þarfir vorar fyrir fursta- brúðkaup. Þar mátti heyra ríkis dagsmann roskinn og frjálslynd an vitna um það hversu hjart næmt það var að heyra og sjá sjálfan kónginn benda sonar- dætrum sínum á að önnur þeirra hefði tekið niður fyrir sig og gifzt fríherra, en hin allt niður til almúgans, ekki nóg með það, kóngur sýndi sín frábæm alþýðlegheit með því að óska stúlkunum til hamingju með ráðahaginn. Eins og hver og einn getur skilið gat hinn argasti lýðveldissinni varla var izt að tárast. Fulltrúi sjónvarps ins í umræðunum benti gagn rýnendum sínum á að þeir gerðu úlfalda úr mýflugu. Hvort brúðkaup um sig tók bara einn og hálfan þúsundasta hluta af sjónvarpstíma þessa árs og hverjum gæti ofboðið þvílíkt smáræði? Nei, en jafn auðskilið er að aumingja mann inum ofbauð óskammfeilni þeirrar kvenpersónu, sem bað hann að upplýsa hve mörgum þúsundustuhlutum af sýningar tímanum var varið til dagskrár í sambandi við andlát og jarða för Nehrús, sem bar upp á sama tíma. Sitt af hverju tagi. Ef ekki fyrr, þá nú á níræðis aldri hefir Svíakonungur fengið að vita að vandi fylgir vegsemd hverri. Gamli maðurinn var í heimsókn á einhverri rannsókn arstofu þar sem unnið er að líffræðilegum rannsóknum m. a. með tilraunadýrum. Meðal annars sá konungur mýs undir áhrifum áfengis, þá hló kóngur og á að hafa sagt eitthvað á þá leið að þetta væri kátlegt. Það skyldi hann hvorki hafa sagt eða gert, því að félags- skapur einn sem vinnur gegn tilraunum með lifandi dýr tók þetta óstinnt upp. Dýravemdun arfélögum ofbauð þessi samúð arskortur kóngsins. Kosningabaráttan er í al gleymingi. Sitthvað væri þaðan vert að festa á blað, við sjáum hvað setur. Gagnstætt því sem var fyrir tveimui árum hefir ekki frétzt að konungur hafi tekið til orða í baráttunni. Hann treystir kannski Erland er til þess að vinna hjálpar laust. 8 TÍMINN, föstudagtnn 11. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.