Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.09.1964, Blaðsíða 13
Rudolf Serkin heimsækiv ís- land um þessar mundir og itífeur fyrir landsmehn enn á ný. Sú er þetta ritar minnisi fyrstu heimsóknar lista- ■mannsins ningað er hann og tengdafaðir hans Adolf Buach léku fiðlusónötur Beethovens, blaðalaust. Þótt kynr.in af þessum listamönnum hefðu ekki náð lengra en að kynn- ast samleik og túlkun peirra beggja á þessum verkum hefði það eitt nægt til þes.s að slíkur leikur hefði aldrei gleymzt. Nú er Serkin kominn aftur til að leika fyrir íslendinga þroskaður og harðnaður lista- maður en alltaf jafn stórbrot inn í listtúlkun smni. Að þessu sinni lék hann á vegum Tónlistarfélagsins 5. þ. m. efnisskrá, með ovana legu skemmtile^u tilviki frá því venjulega eða „Bagatell um“ Beethovens op. 119 Þessar 11 smáhendingar urðu í höndum listamannsins. röð hinna ólíklegustu smátónsmíða ógleymanlega framsettar Sónata í A-dúr eftir Schu bert býr yfir mörgum töfrum höfundar, en Schuberts-lengdin lætur sig heldur ekki vanta. í höndum meðal-píanóleikara gæti þetta verk auðveldlega orðið þurr blaðalestur, en Serkin þekkir leiðir Schu berts og færir hlustanda á vit þeirra töfra, sem t.d. hin hugstæða melódía 'okakafl- ans gefur tilefni til. Tilbrigði og Fúga op. 24 eftir Brahms um stef Han- dels er stórfengleg tónsmíð sem krefst ó'hemju átaka og tækni af píanóleikaranum Þessu verki brá Serkir. upp líkt og stórri freskó-mynd þar sem hvert tilbrigði leiftraði og breiddi, úr sér. Fúgan í því „tempói“ sem píanóleikar inn markaði í upphafi var eftirminnilegur endir þessa volduga verks. Sem píanóleikara er vegur Serkins nú eflaust, hvað mest ur er að þroska lýtur. Um tækni hans er óþarfi að fjöl yrða og öll hans túlkun felur í sér svo sterkt persónnlegt framlag til þeirrar kúltiver- uðu listtjáningar, sem gerir leik hans allan svo sérstakan og heillandi. Viðtökur áheyrenda voru sérlega innilegar og gaf lista maðurinn tvö aukalög, þrátt fyrir stranga efnisskrá. Unnur Amórsdóttir MINNING Jóhannes Einarsson JÓHANNES EÍNARSSON í Ey- vík í Grímsnesi var fæddur 30. ágúst 1864, dáinn 3. apríl 1963, rúmlega 98 og hálfs árs. ,,Af honum stóð gustur geðs og gerðar þokki stór“, eins og dr. Jón forni segir um Björn í Ögri. Jóhannes var fæddur í Eyvík og þar dvaldist hann full 90 ár af sinni löngu ævi, en á næsta bæ Ormsstöðuni, bjó hann í 8 ár og tíjó þá á báðuro jörðuúum og hafði þá stærsta bú sveitarinnar. Foreldrar hans voru Einar Einars- son. bóndi í Eyvík, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, systir þeirra bræðra, Kolbeins, síðast bónda í Seli í Grímsnesi, og Sig- urðar, föður Sigurmundar læknis sem var læknir í Laugaráshéraði, voru ðll þessi systkin framúrskar- andi dugleg og þau Guðrún og Kol beinn ein af mestu sveitarstólpum Grímsneshrepps á sinni tíð og það eftir að Guðrún rnissti mann sinn og bjó með sonum sínum tveim, Jóhannesi og Sigurði, síðar bónda á Hömrum og verzlunarmanni á Stokkseyri og símstjóra þar, hin- um mesta afbragðsmanni. Árið 1899 fór Jóhannes að búa í Eyvík og kvæníist þá konu sinni, Guð- rúnu Geirsdóttur frá Bjarnarstöð- um, uppeldissystur sinni, mjög glæsilegri konu. Þau eignuðust 6 böm, 5 syni og 1 dóttur: Einar, vél stjóra í Reykjavík, kvæntan Karó- línu Guðmundsdóttur, Kolbein, bónda í Eyvík, kvæntan Steinunni Magnúsd. frá Haga, hann er dá- inn. Jóhann, bónda í Króki, Grafn- ingi, dó barnlaus. Guðmund, fyrr- ura bónda í Króki, kona hans er Guðrún Sæmundsdóttir. Albert, ráðsmann 6 Vífilsstöðum og Guð- rúnu, húsfreyju á Brjánsstöðum í Gríimsnesi, átti fyrir mann Jón Þorleifsson, ágætan mann, nýlát- inn, öll mesta imyndarfólk svo og börn þeirra. Hjá foreldrum Jóhannesar var talinn allmikili auður á þeirra tíð- ar mælikvarða — Eyvíkurauður — og á milli aðeins tveggja að skipta, bræðranna Jóhannesar og Sigurð- ar, enda hallaðist hvergi, þótt þeir tækju við V*r sagt, að þeir Ey- víkurbræður hefðu lánað peninga, jafnvel kaupmönnum í Reykjavík. svo sem þeim „Sturlubræðrum“ Friðrik og Sturlu. Birni Kristjáns- syni og ef til vill fleirum. Áttú.þéir Jóhannes og Sigurður sitt gullúr- ið hvor sem var gjöf frá Sturlung- um, voru það minjagripir, sem báru vott um vinfengi þeirra. Þegar ég lít til baka á hina löngu ævi þessa aldna vinar míns, fannst mér bera mest á þessu í lífi hans og einkenna hann mest fram yfir flesta aðra: 1. Hvað hann var á undan flest- um bændum í nýjum framkvæmd- um svo sem túnasléttun, vatnsveit- ingum og heyhlöðubyggingum. 2. Hvað hann fóðraði allar skepn ur vel og var góður við þær; aldr- ei fór hann svo af baki reiðhesti sínum. að hann kiappaði honum ekki og stryki honum Enginn sá magra skepnu hjá Jóhannesi, hvorki vetur né sumar. Um og eft- ir síðustu aldamót voru margir sauðir í hinum forna Grímsnes- hreppi, sem þá náði yfir Grímsnes og Laugardalshreppi — margir áttu frá einu og upp í 200, og þar mun Jóhannes hafa verið með þeim hæstu. Bar oft mikið á sauð- unum í réttunum þá daga og ekki sízt Eyvíkursauðum gömlu, 4—6 vetra með fallega fjármarkinu, heil hamrað bæði. Þessi fallegi og vel með farni fénaður 11 kýr og á fim,mt;a .hundrað sauðfjár,- -þar^ áf 200 sauðir og 15—20 hross gaf mikið af sér til að lifa á. 3. Jóhannes þótti ágætur heim- ilisfaðir og hjúasæll. Var til þess tekið, hvað hann var góður við konu sína, sem lá mörg ár í rúm- inu. Gerði hann allt til að létta henni þrautirnar sem bezt. Mikill höfðingi heim að sækja og hafði yndi af gestum og veilti vel, var sjaldnast ný áfengisverzlunar- bianda, heldur hálfrar aldar og eldra koníak og viskí og þrátt fyr- ir margan snafsinn, entist honum þetta eitt yfir gröf og dauða. Geri aðrir betur, sjálfur var hann allra mesti hófsemdarmaður í öllu. 4. Áhugi hans á öllum framfara- málum var óslökkvandi allt fram í háa elli, var hann sískrifandi vin- um sínum um þessi áhugamál sín — einkum vegamái —, sótti ., oft syslufundi á fyrri árum itil að túlka þau, þótt ekki ætti hann sæti í sýslunefnd. Sýnir þetta bezt á- huga hans. 5. Miðbik ævinnar beitti hann sér allmikið í hreppsmálum o. fl. og var þá ekki alltaf sammála öðrum og fór þá einatt sína leið og var þá oft nokkuð harður, en allra manna var hann sáttfúsastur, það þekkti ég af eigin reynslu. Jóhannes missti konu sína 1914. en bjó áfram með börnum sínum til 1920, eftir það dvaldi hann hjá Kolbeini syni sínum og dóttur hans til dauðadags eða i 43 ár. Meðan hann bjó með móður sinni fékk hann verðlaun úr sjóði Kristjáns X., en síðar vann hann úr Ræktunarsjóði. Þegar hann varð níræður, gerðu sveitungar hans hann að heiðurs- borgara og átti það vel við. Með Jótíannesi í Eyvík er fallinn í val inn einkennilegur höfðingsmaður og að mörgu leyti einn af merk- ustu bændum þessa lands. Myndin, sem hér fylgir, er tekin af honum 95 ára. Vertu sæll, vinur þakka þér samleiðina. Við sjáumst síðar. Böðvar Magnússon. Trúlofunarhringar afgrelddtr samdægurs SENOUM UV ALLT LAND HALLO0R Skólavörðustig t KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRl SKÓ handa allri fjölskyldunni, eftir árstíðum. við hæfi á öllum aldri, og mismunandi verði, fáið þér hjá oss. Fyrirspurnum svarað greiðlega. Sendum gegn póstkrötu. Sími 1700. SKÓDEILD K.E.A. Akureyri. SKIPTING EIGNA Framhaid ai 5 siðu þá virðist konan vera heldur verr sett, en annars væri, þegar farið er beint í lögskilnað með þessum hætti. Annars vegar er það, að lögskilnaður gefur báðum hjónum leyfi til þess, að ganga strax í hjúskap að nýju og sé gengið út frá því, að maðurinn hafi framið brotið, þá er honum með lögskilnaði strax gert býsna auðvelt, að ganga í hjónaband með hinni konunni, þeirri sem hann hefir framið brotið með. Svo er það, að löggjafinn gerir aðeins ráð fyrir því, að greiddur sé fram færslueyrir með konu meðan skilnaður á borði og sæng varir, sem sé, það er ekki gert ráð fyrir neinum greiðslum til konunnar, einmitt þegar maður inn kann að hafa br.otlð af I sér...)mndai}ioIcsH Biv gúd&i Þar sem um svona mál er að ræða er fjárhagshliðinni oft komið í rétt horf með því að maðurinn greiðir af sínum hluta í eignum búsins, ef ein- hverjar eignir eru fyrir hendi, sanngjart meðlag með kon- unni. Oft er þetta líka gert við skilnað á borði og sæng, sérstaklega ef konan er að berjast við að halda íbúðinni. Rannveig Þorsteinsdóttir. FEÐGAR Á FERÐ Framhald r/f 9. síðu án ára kvnntist hann fiðluleik- aranum Adolf Busch og tókst þegar með þeim mikil vinátta, fóru þeir snemma að halda tón- leika saman, Busch bauð unga manninum að búa á heimilinu, og þegar nazistar hrifsuðu völd in og síðar sjálfstæði Austurrík- is, flýði Buschfiölskyldan land og Rudolf Serkin með þeim. Fyrst settust þau að í Sviss, og þar giftust þau Rudolf Serkin og Irene Busch, einkadóttir fiðluleikarans. Arið sem stríð- ið brauzt út fluttust þau til Bandaríkjanna og komu sér upp nýju heimili í hæðunum hjá Bratteboro í Vermontríki. — Börn þeirra eru fimm, og son- urinn Peter fæddist 1947. Hann fór ellefu ára á Curtis-tónlist- arskólann í Philadelphia, og kennarar hans þar voru Lee Luvisi, Mieczyslav Horzowsfci og faðir hans, og eins og hann lék hann fyrst opinberlega tólf ára gamall. Fyrir tveimur árum léku þeir fyrst saman áður- nefndan konsert fyrir tvö pí- anó, þá í nokkrum stórborgum Bandaríkjanna, og einnig með hljómsveitum í París og Brux- elles. Enginn efast um að tón- listargáfur gangi að erfðum, og þvf ekkert undrunarefni þótt Peter Serkin búi yfir slikum hæfileikum, úr því hann er son ur R. Serkin og dóttursonur Adolf Busch, tveggja heims- kunnra snillinga, sem íslending ar þekkja af eigin raun. Ekki er nema von, að Peter eigi all- langt ófarið til að komast þar með tærnar, sem faðir hans hefur hælana, en hann er ó- umdeilanlega á góðri leið. Þegar þessir feðgar eru hér á ferð dettur manni í hug aðrir feðgar, sem báðir eru á sama sviði og dregur frekar saman með þeim en sundur í listinni, einn fremsti fiðluleikari heims, hinn rússneski David Oistrakh og Igor, sonur hans. En um heimsókn Serkin-feðganna hingað til Edinborgar og túlkun þeirra, einkum föðurins, á hinum dásamlegu píanókonsert- um Mozarts, sem hann samdi alls 23 um sína daga, því að píanóið var hans hljóðfæri, þá skildi ég það, sem Ásgríenur heitinn Jónsson listmálari sagði við mig fyrir mörgum árum, að ekkert tónskáld jafnaðist á mð Mozart, og engir gestir hefðu verið kærkomnari á heimið að Bergstaðastræti 74 en þeir vin- irnir Adolf Busch og Rudolf Serkin, þegar þeir komu hing- að 1946 og heimsóttu málarann og fluttu honum „eine kleine Nachtmusik" eftir eftirlætistón skáldið. Við seljum OpeJ Kad statton 64. Opel Kad station 63. Wolksv 15. 63 Wolksv 15. 63 N.S.U Prinz 63 og 62. Opel karav 83 og 59 Simca st. 63 oe 62. Simca inon 63 yGAMLA BÍLASALAÍlV RAUÐARé SKÚLACATA SS — SfMt IHlí vElahkein GERNING Vanli menn. Þægileg. FTJótleg Vðnduð vinna ÞRIF — Sfrfi 21857 og 40489. TÍMINN, föstudaainn 11. september 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.