Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 2
 Föstudagur 11. sept.: NTBMoskvu og Peking. — So'vétríkin féllust í dag á aS láta Indverjum í té vopnabún- að, samkvæmt nýjum samningi, sem indverskir aðilar segja að sé bæði vinsainjegur og hag- kvæmur fyrir báða aðila. Samn mgur Jjessi var undir- ritaður tve'im klukkustundum áður en mikill fjöldi manns með sovézka og indverska f£'-ia tók á móti dr. Sarvapalli Ra- dahkrishnan, er kom í dag til Moskvu í 9 daga heimsókn. NTB-Washington. — Bandarík- in munu veita hinum fræga austur-þýzka kjarnorkuvísinda- manni, Heinz Barwich, hæli í Bandaríkjunum, sem pólitísk- um flóttamanni, segir í tilkynn- ingu, sem bandaríska utanríkis- ráðuneytið gaf út í dag. Bar- wich, sem er 53 ára að aldri, hefur starfað að kjarnorku- vísindum bæði fyrir Sovétríkin eg Austur Þýzkaland um fjölda ára. NTB-undú'num. — Ian Smith, forsætisráðherra S.-Rhódesíu sagði í dag, að hann væri ör- uggur um, að þjóðaratkvæða- greiðsla í iandi hans myndi sýna, að mikill meirihluti þjóð- arinnar vildi sjálfstæði lands- ins að óbreyttri stjórnarskrá. Hins vegar telur brezka stjórn- in engar sannamir I'iggja fyrir um slíka afstöðu og fyrr verði ekki hægt að lýsa yfir sjálf- stæði landsins. NTB-Kuala Lumpur. — Vara- forsætisráðherra Malaysíu-sam- bandsins, Tun Abdul Razak, sagði í dag, að fjöldi stjórn- málamanna, verkalýðsleiðtoga og annarra meðl'ima sósílaista- flokksins í Singapore, hafi ver- ið handtekinm, vegna gruns um skipulegar óeirðir og mótmæla aðgerðir gegn stjórninni. NTB-Tokíó. — Sovétríkin hafa sent stjórn Japans mótmæli gegn því, að stjórnin hefur heimilað bandarískum kafbát- um að leita hafnar f Japatn. NTB-Blackpool. — Brezka verkalýðssambandið, sem í eru meira en 8 milljónir verka- manna, hefur samþykkt álykt- un, þar sem lagzt er eindregið gegn þvl, að Vestur-Þjóðverjar fái kjarnorkuvopn. NTB-Stokkhólmi. — 44% kjós- enda í Svíþjóð telja Erlander hæfasta manninn til að vera forsætisráðherra, segir í niður- stöðum skoðanakönnunar, sem gerð hefur verið fyrir Afton- bladet. Kosningar fara fram í Svíbjóð 20. september. NTB-Belgrad. — Kommúnista- leiðtoginn, Walter Ulbricht kom í dag til Sofíu í Búlgariu í opinbera heimsókn. NTB-Búdapest. — Forseti Júgó slavíu, Tító, kom í dag með éinkalest til Búdapest, í sex daga opinbera heimsókn í Ung- verjalandi. Myndin hér að ofan er tekin á setningu Iðnþings íslendinga á Akur- eyri. Hér til hliðar sést Guðmundur Halldórsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, í ræðustól, og þar fyrir neðan Jón Þorvaldsson, forseti Iðnþingsins. IDNÞINGIÐ AKUREYRI HF-Reykjavík, 11. september. í dag voru lánamálin, iðn- fræðsla og tæknimenntun og fleira, rædd á Iðnþinginu á Ak- ureyri. Þinginu lýkur á morgun og sitja fulltrúarnir þá kvöldverð- arboð Iðnaðarfélags Akureyrar í tilefni af 60 ára afmæli þess. í dag báru skrúðgarðyrkju- menn upp þá tillögu fyrir þing- inu, að skrúðgarðyrkja yrði talin til iðngreina. Þessari tillögu var vísað til milliþinganefndar, sem bera mun málið saman við að- stæðum í öðrum löndum. í gær sátu fulltrúarnir hádeg- isverðarboð KEA og skoðaðar voru verksmiðjur SÍS á Akureyri. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á fundinum í gær: 26. IÐNÞING íslendinga leggur enn sem fyrr áherzlu á eflingu Iðn lánasjóðs, þar sem þörf iðnaðarins fyrir fjárfestingarlán hefur aukizt mjög hin síðari ár. Þá álítur Iðn- þingið eðlilegt, að framlag ríkis- sjóðs til sjóðsins verði jafnhátt iðnlánasjóðsgjaldinu, eins og fram lög ríkissjóðs til fjárfestingarsjóða Iandbúnaðar og sjávarútvegs. Enn fretnur skorar Iðnþingið á iðnað- armálaráðherra að hann beiti sér fyrir áframhaldandi lánveitingum til Iðnlánasjóðs af PLA80 lánsfé. 26. Iðnþing íslendinga hvetur til þess, að stefnt sé að aukinni nýt ingu framleiðsluþátta, til hagsbóta fyrir launþega, atvinnurekendur og neytendur, með því að taka upp alhliða hagræðingarstarfsemi í at- vinnulífinu. 26. Iðnþing íslendinga fagnar því, að ný iðnaðarhverfi hafa ver- ið skipulögð í Reykjavík og hvetur til þess, að undirbúningsfram- kvæmdum þar verði flýtt, svo að unnt sé að hefja upbyggingu hverf- anna sem fyrst. Jafnframt beinir Iðnþingið því til bæjar- og sveitarfélaga, að þau skipuleggi sérstök iðnaðarhverfi og leysi þannig lóðamál iðnaðar- ins. Um leið leggur Iðnþingið á- herzlu á, að iðnaðinum sé ekki íþyngt með háum lóðagjöldum, sem greiðast eiga um leið og bygg- ingarframkvæmdir eru að hefjast, heldur verði heimilað að greiða lóðagjöldin á lengri tíma en nú á sér stað. SÍLDAR- AFLINN Föstudaginn 11. september: Hag stætt veður var á sildarmiðunun s.l. sólarhring. Skipin voru ein um að veiðum utn 70 mílur ASA frá Dalatanga. Sildin mun ver: nokkuð blönduð. Síldarleitinni vas kunnugt um afla eftirtalinna 7( skipa, með samtals 35.830 mál oj tunnur. Þórður Jónasson RE 800 tn Eng ey RE 600 tn Jón á Stapa SH 50( tn Sigfús Bergmann GK 500 ti Héðinn ÞH 900 mál. Eldey KE 600 tn. Gissur hvíti SF 300 tn Þorbjörn GK 300 tn Páll Pálssoi ÍS 500 tn Máni GK 250 tn. And vari KE 400 tn. Auðunn GK 40C tn. Huginn II VE 400 tn. Stein unn gamla GK 200 tn. Gulltoppui KE 400 tn. Guðbjartur Kristjár ÍS 280 300 tn. Sigrún AK 40(, tn. Oddgeir ÞH 350 tn. Hugrúi ÍS 350 tn. Freyfaxi KE 200 tn Hafþór RE 650 tn. Faxaborg GE 900 tn. Rán ÍS 400 tn. Svanur RE 250 tn. Helgi Flóvents. ÞH 50( tn. Kambaröst SU 100 tn. Þorleii ur Rögnv. OF 700 tn. Jón Kjartani son SU 1200 tn. Þórkatla GK 20( tn. Gjafar VE 600 tn. Einar Hálf dáns ÍS 350 tn. Ingiper Ólafssoi GK 450 mál Pétur Jónsson ÞE 450 tn. Haraldur AK 850 mál Grótta GK 100 tn. Ökgri GK 800 tn. Akurey SF 40( tn. Elliði GK 1000 tn. Gu.nnar SIi 300 tn. Reykjanes GK 200 tn Blí? fari SH 400 tn. Gnýfari SH 30( tn. Hrafn Sveinbjamarson II GK 300 tn. Viðey RE 900 tn. Ám Magnússon GK 1400 tn. Sigurðui AK 200 tn Sveinbj. Jakobss. SH 450 tn. Óskar Halldórsson RF 30C Guðbjörg ÍS 500 tn. Þorlákur Ing m. ÍS 500 tn. Hólmanes KE 30( tn. Sæhrímnir KE 1600 tn. Kristj Valgeir GK 750 mál. Áskell ÞH 350 tn. Halldór Jónsson SH 35( tn. Jón Finnsson GK 650 tn. Björn Jónsson RE 800 tn. Hrafn Sveir.bj in 1000 tn. Vonin KE 700 tn. Þoi geir GK 250 tn. Hrafn Sveinbj GK 500 tn. Sigurfari SF 130 tn. Björs vin EA 450 tn. Skarðsvík SH 40Í tn. Þráinn NK 400 tn. Fag-iklett ur GK 300 tn. Halkion VE 200 tn Baldvin Þorv. EA 200 tn. Náttfari ÞH 600 mál. Sigurpáll GK 60C tn. Kornið lítur vel út í ár SKURÐUR HAFINN Á HÉRAÐI OG HEFST SENN ANNARS STAÐAR Á LANDINU FB-Reykjavík, 11. sept. Kornskurður er enn ekki hafinn nema austur á Héraði. Þar var búið að skera í þrjá daga í gær, og hefur uppskera verið sæmiicg. Annars staðar verður byrjað eftir viku tiF þrjá daga, og er það víðast svipað því, sem vcrið hefur undan farin ár, og hefur kornið einnig þroskazt Iíkt og áður. Páll Sveinsson í Gunnarsholti sagði, að þeir myndu byrja að skera upp í næstu viku, þetta væri á svipuðucn tíma og undanfarin ár, en samt liti betur út með upp- skeruna, en hún myndi þó fara mikið eftir næstu dögum. — Korn ið er komið yfir það stig, að frost geti skaðað það í ár, sagði Páll og við sleppum ekki góðum dög um til kornskurðarins úr því vika er liðin héðan í frá. Páll ráðunautur á Egilsstöðum tjáði okkur, að í gær hefði verið búið að skera/korn í þrjá daga þar fyrir austan og uppskera hefði verið sæmileg, eða um 20 tunnur á hektara. Uppskeran hófst nú á sama tíma og undanfarin ár, nema tvö þau síðustu, en þá hófst hún hálfum mánuði síðar. Fyrir austan er aðallega ræktað flöja- bygg, og svo nokkuð af mar.'byggi, en það er ekki fullþroskað enuþá. * í Hornafirði verður ekki farið að skera upp fyrr en í næstu viku, að sögn Egils Jónssonar, því enn vantar herzlumuninn, að korn ið hafi náð fullum þroska. Bjóst Egill við, að yrði veðrátta sæmi- leg næstu viku, ætti kornið að þroskast vel, og nú væri það með fyrsta móti, því í Hornafirði hefði aldrei verið byrjað að skera upp fyrr en um mánaðamót. Samkvæimt upplýsingum Árna í Skógum er enn hálfur mánuður til stefnu þangað til þar verður GB-Reykjavík, 11. sept. Tvær málverkasýningar verða opnaðar hér í Reykjavík á morgun. í Ásmundarsal við Freyjugötu, — sýnir Hringur Jóhannesson listmálari, 46 olíukrítarmálverk og teikningar og 3 keramikmálverk. Fyrstu sérsýningu hélt hann fyrir tveim árum, tók síðan þátt í Haustsýningunni í fyrra og sam- sýningunni á Listahátíðinni í vor. farið að skera korn, enda væru þeir með seinþroska tegundir. Útlit væri sæmilega gott, sagði Árni, en uppskeran hæfist ekki fyrr nú en venjulega. í Bogasalnum heldur sína fyrstu sýningu Jónas Jakobsson myndhöggvari og málari, sem fyrir fjöldamörguim árum varð kunnur fyrir höggmyndir sínar. Að þessu sinni sýnir Jónas aðal- lega málverk, vatnslitastemningar og teikningar, en einnig fáeinar höggmyndir og lágmyndir. Sýningarnar verða báðar opnar næstu tíu daga frá kl. 2—10 síð- degis. TVÆR SÝNINGAR 0PNAÐAR í DAG 2 L TÍMINN, laugardaglnn 12. september 1964 I %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.