Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 9
mwwmw— Gunnar Bergmann skrifar frá Skotlandi Iðnsýningin í Glasgow Þegar ég kom fyrsta sinni til Glasgow fyrir allnokkrum árum, dvaldist ég þar á Hróa Hattar-hóteli í þrjá sólar- hringa í linnulausri rigningu, en þá axlaði ég mitt skinn og hélt á brott, því ég hafði enga trúa á því, að nokkurn tíma framar mundi stytta upp. Lif- andi ósköp var staðurinn ó- kræsilegur við fyrstu kynni. Ég hafði hvergi séð miðbik tmik illar verzlunarborgar eins svart af skít og þar, og þrátt fyrir hina linnulausu rigningu dög- um saman, var drullan utan á húsunum jafnskítug eftir sem áður. En óvíða sést fallegri varningur í búðargluggum en Glasgow, og kunnara en frá | þurfi að segja, að það er svo ósvikin vara, að hvergi þykir Landanu-m hagkvæmara og betra að kaupa sér til klæðis og skæðis en í borgum Skot- Og þar í landi er raunai margur annar merkilegur varn sem raun er á. Þegar ég gerði mér sérstaka ferð til að skoða sýninguna, nagaði ég mig í handabökin eftir á fyrir að ætla mér ekki lengri tíma til að staldra þar við, því enda þótt ég botnaði þar lítið í mörg um leyndardómum tækninnar. þegar tók til allskyns elektrón ískra tækja og tóla, er þar eitt- hvað að skoða fyrir allra skiln- ing, og þótt ekki væ»i annað gert en virða fyrir sér upp stillingu hlutanna, sem er svo mikið augnayndi, að þar hefur örugglega margur listamaður lagt hönd að verki. Hér verður lítið sagt frá þessari stóru og fjölþættu sýn- ingu, aðallega til að vekja at hygli þeirra mörgu íslendinga, sem leggja leið sína í viku hverri um Glasgow. Það verður enginn fyrir vonbrigðum að skreppa út í Kelvin Hall á meðan sýningin stendur, út Þessi sýningarbás tilheyrir einu hinna mörgu skozku iðnfyrirtækja, sem framleitt hafa efni í Forth-brúna, sem vígð var á dögunum og er stærsta hengibrú Evrópu og hangir mynd af henni á veggnum. (Tímamynd, GB). ingur og girnilegur en „harris tweed“ og „tartan-tigladúkur“ Þetta getur hver maður sann- prófað sjálfur með því að fara að skoða hina miklu skozku iðnaðarsýningu, sem stendur yfir þessa dagana í stórhýsinu Kelvin Hall í Glasgow og nefn ist „Enterprise Scotland ’64“ Og það verð ég að segja, að ekki óraði mig fyrir því, að sýning þessi væri svo stórfelld. næstu viku, til 19. september. En i þessu stutta skrifi verður þó aðeins stiklað á stærstu steinum, sem segir sig sjálft því að sýnendur eru nálega 250 og hafa margir allstora sýnmgarbása, og það vita allu á Bretlandseyjum, að „Enter prise Scotland“ er stærsta vörusýning þar í ríki, haldin á fimm ára fresti, hin fyrsta vai 1949, og „’64“ er því hin fjórða í röðinni. En vegna vinsæld- anna, sem sýningin nýtur með- al framleiðenda og kaupsýslu manna annars staðar á Bret landseyjum en í Skotlandi, hef ur um fjörutíu enskum fyrir tækjum verið veitt þátttaka sýningunni að þessu sinni. Þó eru þeim miklu minni básar markaðir en skozkum iðnfyrir tækjum. Á síðustu sýningu, ár ið 1959, komu 375 þúsund gest ir, þar af kaupendur frá 53 löndum. Nú er áætlað, að ná- lega hálf milljón manns komi að skoða sýninguna. Okkur blaðamönnum, sem heimsækjum sýninguna, eru látnar í té nokkrar upplýsingar um ýmislegt, sem áunnizt hef- ur eftir þriðju iðnsýninguna, sem haldin var 1959, t.d. það, að skozkar iðnvörur hafa selzt fyrir tíu milljarða sterlings- punda, þar af til útflutnings fyrir 1,8 milljarð. Ákveðið hef-. ur verið að stofna nýjan há- skóla, sem getur tekið við fimm þúsund stúdentum og verður staðsettur í Strathclyde, University of Strathclyde á hann að heita, en fyrir eru gamlir og grónir háskólar ' fimm helztu borgum landsins. Til tveggja r.ýrra bifvélaverk- smiðja hefur verið lagður 33ja milljóna punda höfuðstóll, önn ur verður B.M.C.-verksmiðjan í Bathgate, þar sem framleidd ar verða dráttarvélar og vöru flutningabílar, hitt verður fólks bílaverksmiðjan Rootes í Lin- wood. Þegar hefur tekið til starfa á vegum Ferranti í Dal- keith fyrsta verksmiðja heims, sem framleiðir rafeindamæli- tæki í stórum stíl. Rafeinda- iðnaðurinn í Skotlandi hefur tvöfaldazt og starfa nú 14—15 þúsund manns í þeirri grein. Byrjað hefur verið á smíði trjá kvoðuverksmiðju í Fort Willi- ams og áætlað að hún kosti um 20 milljónir sterlingspunda. Hafin er byggitig nýrrar borg- ar, Livingstone, þar sem áætl- að er að verði um 100 þúsund íbúar áður en lang um líður Lokið var í sumar smíði vega- brúar, yfir Forth-ána, sem er stærsta hengibrú Evrópu og hefur kostað 20 milljónir stel- ingspunda. Tvenn jarðgöng voru lögð undir Clyde-fljótið, hin síðari voru opnuð í sumar og hefur kostnaður verið um 12 milljónir punda. Byrjað var á nýrri vegarbrú yfir ána Tay. verður lokið um miðsumar 1966 og ágizkað að kosti einar fimm milljónir punda. Kola framleiðslan hefur aukizt um 40%, og mætti fleira telja um öran vöxt i skozkum stóriðn- ði. Skotar geta státað af að þar í landi er sitthvað, sem er „stærst i heimi“. svo sem stærsta hitakatlaverksmiðjan. stærsta saumavélaverksmiðjan, stærsta stáleldsmiðjan, þar í landi eru framleiddir þotu hreyflarnir í Caravellurnar og Cometumar, og þeir þykjast eiga fullkomnustu pappírsverk- smiðju í heimi. Á sýningunni „Enterprise Scotland ’64“ getur auðvitað að líta sýnishorn alls þessa og sýnt svart á hvítu, að þ»0 er ekki út í bláinn sagt, að þetta sé voldugasta vörusýning í Bretlandi öllu, sem Skotar geta verið upp með sér og þá ekki sízt Glasgowbúar, að sýn- ingin skuli vera haldin þar, enda eru íbúar þar komnir yfir tvær milljónir og meira en þrjú þúsund verksmiðjur og viðskiptafyrirtæki þar staðsett. Meðal nýjunga, sem okkur er tjáð að komið hafi fram i skozk um iðnaði og sýndar eru á þess- ari sýningu, skulu hér nefndar nokkrar, og tekið aðeins fram, hvar þær er að finna í sýning arhöllinni. Tvær nýjar gerðir þvottavéla, í Skála A;ll. Miðstöðvarkatlar af Courtier-gerð, tvær nýjar gerðir af India-hjólbörðum í Skála B:4. Nýir plastgluggar í Skála C:9. Samlagningarvélar í Skála C:18. Ný gerð pósthólfa, í Skála E:13 og 14. Hitastillir fyrir miðstöðvartæki, í Skála F:22 og 23. Vökvi, sem „eyðir ryki og óhreinindum, sem eink- um er mikil plága í skólastof- um og slíkum stöðum, þar sem ryk þyrlast mikið upp vegna umgangs." Loks er að geta ein- hvers mesta lyftikrana, sem um getur' og megnar að lyfta 45 tonna þunga. Sem áður segir, er þarna margt ótrúlega haglega gert og fallega fyrir komið Vöru tegundir miklu fleiri en hér er rúm fyrir til að telja. Auð vitað fer ekki hjá því, að frreg asta og leyndárdómsfyllsta framleiðsluvara Skotlands, skozka viskíið, skipi nokkurn sess á ’sýningu sem þessari. Þó vantar mikið á, að nærri allir framleiðendur þessa gullvæga metals hafi orðið sér úti um sýningarbása fyrir vöru sína. Þessi mynd er af risalikani, sem nefnist ORKA og er tákn hinnar miklu iönsýningar i Glasgow, „Enterprise Scotland 1964". því að þeir skipta hundruðum En allténd rekst maður þar á nokkur kunugleg nöfn, þar er Langi Jón, þar er MacKinley. Haig & Haig, Bell og fleiri, og hver tegund hefur sitt kjör- orð, sem hlýtur að valda því að sú tegund sé tekin fram yfir allar aðrar, svo sem það að þetta sé nú bezta tegundin, sú eina, sem framleidd hafi verið af fimm kynslóðum í beinan karllegg hálfa aðra öld. Þá koma vígorð eins og: „Long John — The scoteh they drink in Scotland' , „Bells’s — afore ye go“ og „Don’t be vague — ask for I-Iaig'. Sem sagt, þarna er margt merkilegt að sjá, fyr ir alla, á öllum aldri. Hið heimsfræga fatafeni „Harris Tweed" er ofið á Habrides-eyjum og þetta er sýningardeildin á Glasgowsýningunni. (Tímamynd, GB). TÍMINN, laugardaginn 12. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.