Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 6
Viðtal við Benedikt Guttormsson, fulltrúa, m Ágústsmálið: REIÐUBÚINN TIL NAFYR Mál Ágústs Sigurðssonar hef- ur eðlilega vakið mikla athygli, en segja má að það hafi fengið alveg nýjan og óvæntan blæ, þegar Morgunblaðið eitt blaða birti _ svokallaða „yfirlýsingu" frá Ágústi um málið, þar sem hann snýr allt í einu við blað- inu og ásakar þá menn, sem komu í veg fyrir að hann missti eigur sínar. Þá hefur systur- blað Morgunblaðsins, Mánu- dagsblaðið, tekið undir við Mbl. mjög í sama anda og þeim, sem er í „yfirlýsingunni“ Hefur það komið fram, einkum í systurblaðinu og svo „yfirlýs- ingunni", að Benedikt Gutt- ormsson, fulltrúi í Búnaðar- bankanum, hefur unnið sér til sérstakrar óhelgi hjá hinum nýju „vinum“ Ágústs. Vegna hinna þrálátu árása á Benedikt, hefur Tíminn snúið sér til hans, og spurt hann um eðli og ástæður þessara árása. Það hefir Vákið almenna eftirtekt, að nafn þitt hefir oft verið nefnt í skrifum um víxil- mál Ágústs Sigurðssonar. Hver er raunverulega ástæðan fyrir því? Orsaka þess. er í rauninni gð leita langt aftur í tímann. Ér ég kom til Reykjavíkur í árs- byrjun 1958 til að sinna banka- stjórastörfum ásamt Hauki Þor leifssyni í veikindaforfölliim bankastjóra Búnaðarbankans, mætti mér í Mánúdagsblaðinu eins konar móttökukveðja, þar sem því var meðal annars hald- ið fram, að ég væri settur í bankann til að draga fé úr höndum Reykvíkinga, sem væru eigendur að sparifé bank- ans, og dreifa því út á lands- byggðina. f heild sinni var þessi greinarstúfur meinlaus, en benti ótvírætt til þess, sem síðar átti fram að koma, að hverra fyrirlagi hann var skrif- aður. Við Haukur sinntum banka- stjórnarstörfum til októberloka það ár, að bankastjóri hafði aftur hlotið heilsu og tók við stjórn bankans. Á árunum 1960 og —61 var mikill áróður hafinn gegn því, að ég hlyti bankastjórastöðu við Búnaðarbankann, sem þá stóð til að veita. Var ég þar studdur af fulltrúa Framsókn- arflokksins í bankaráði og öðr- um fulltrúa Sjálfstæðisflokks ins, sem þá var orðinn formað- ur ráðsins. Var í nær tvö ár óspart borinn út sá orðrómur í viðtölum við hærri sem lægri, að ég væri óhæfur til þeirra starfa. Útlán sparisjóðsdeildar bankans hefðu aukizt þá mán- uði, sem ég var þar við völd, meir en nokkurn tíma fyrr í sögu bankans. Var ekki hikað við að fórna hæfni samstarfs- manns míns, sem hlaut að bera sameiginlega með mér ábyrgð á stjórn bankans þessa mán- uði, til að ná tilsettum árangri. Af þessu leiddi, að ég varð hátt á annað ár að standa í því að bera af mér sakír í viðtölum við menn, sem sögðu mér frá því, hvað um bankastjóm okk- ar Hauks væri ságt.'Út úx þessu réðist svo Mánudagsblaðið á mig með aðdróttanir um róg- burð og síðar með samanburð, niðrandi fyrir mig, á umsækj- endum um bankastjórastarfið. Um allt þetta er bezt að segja í stuttu máli, að tilgangurinn helgaði meðalið. En hvaða samband er á milli þessa og skrifa Lárusar um þig í greinargerð hans í mála rekstri hans við aðstandendur Frjálsrar þjóðar? Þegar Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari, kom fyrir rétt vegna aðildar í máli Ágústs Sigurðssonar, staðfesti hann fyrir rétti, að hann hafi haft sérstakan lánakvóta í Bún- aðarbankanum vegna sparifjár- innlaga, sem hann hafi útvegað bankanum, og að mér skilst að hann hafi haft fullan ráðstöf- unarrétt yfir. Jafnframt greinir hann frá því í áður nefndri greinargerð sinni, að hann hafi- haft megna andúð á mér, áður en hann hafði mig augum litið og segir hann beint, að hann hafi ekki óskað eftir því að kynnast mér. Því til sönnunar að hann skýri hér rétt frá, er rétt að geta þess, að þrátt fyr- ir sín miklu og góðu viðskipti, sem hann telur sig hafa haft við Búnaðarbankann, sýndi hann mér aldrei þá sjálfsögðu kurteisi að heilsa upp á mig þann tíma, sem ég taldist vera bankastjóri þar, hvað þá að ræða við mig um viðskipti sín. Varpa þessar framkomnu staðreyndir skýru ljósi yfir alla afstöðu hans til mín. Mun Lárus ekki hafa talið sig þurfa að leita til mín sem banka stjóra vegna hlutdeildaraðild- ar sinnar í rekstursfé bank- ans. Hlýt ég að álykta, að and- úð hans gegn mér hafi stafað af því, að hann óttaðist, að fengi ég völd í bankanum, væri ég manna líklegastur tíl að' skerða hlut hans þár jl Ég lít því svo á, að jundir- rótin að skrifum Mándagsblaðs- ins um mig frá því fyrsta, sé andúð Lárusar Jóhannessonar á mér. Enda upplýsir hann í áðurnefndri greinargerð sinni, að Mánudagsblaðið hafi jafnan tekið hans málstað. Og eins og raun ber vitni, hefir það í seinni tíð verið hans málgagn Þú hefir sjálfsagt lesið, það sem Mánudagsblaðið skrifar um þessi mál um helgina sem var? Þar taka þeir upp um- mæli úr yfirlýsingu Ágústs Sigurðssonar, sem hann ber þig fyrir að hafa sagt: „að mað- ur þekkti nú svindlið í þeim Hilmari og Lárusi“. Eru þessi ummæli sönn? Vitanlega er ekki fótur fyrir þessu. Af eðlilegum ástæðum gátu ekki þessi orð verið sögð á þeim tíma. En það hentar vel málstað þeirra feðga að láta mig hafa sagt þetta, því það staðfestir hugaróra Lárusar, sem hann setur fram í fyrr- nefndri greinargerð. Þegar Ágúst ræðir við mig, liggur ekkert fyrir um það, hvernig víxill Ágústs hefir komizt í bankann. Hafði ég enga möguleika til að vita það. Okurpappírar eins og víxill Ágústs geta vitanlega með ýmsu móti komizt inn í banka í sambandi við viðskipti þriðja aðila, án þess að nokkuð sé þar bankann um að saka. Að ég á þessum tíma hafi látið mér detta í hug, að víx- illinn væri kominn í bankann vegna tilverknaðar Lárusar hæstaréttardómara, föður af- fallatökumannsins, væri glæp- samlegt hugarfar, hvað þá að hafa orð á slíku við óviðkom- andi mann. Svo náin tengsl eru jaftian milli föður og son- ar, að slíkt kæmi ekki til greina nema um samsekt væri að ræða. Og hvaða ástæðu hefði ég átt að hafa til að ætla heiðvirðum dómara og hæsta réttarlögmanni, að hafa framið jafnóheiðarlegt hagsmunasam- spil? Ég hlýt að afbiðja mér allar aðdróttanir um jafnsvívirðileg- an hugsanagang, í garð manns, sem ég átti þá ekkert sökótt við. Hefi ég í athugun hjá hæstaréttarlögmanni einum, hvort þetta og önnur ummæli í svokallaðri yfirlýsingu Ág. Sigurðssonar og í grein Mánu- dagsblaðsins gefur ekki tilefni til rtiálshöfðunar fyrir æru- meiðingar. Hvað, er satt í því, að þú hafir ráðlagt Ágústi að leita til ákveðins lögfræðings? Já, eitt af því, sem þeir láta Ágúst votta, er, að ég hafi ráð- lagt honum að leita til ákveð ins lögfræðings um aðstoð til að endurheimta hin ranglega teknu afföll, er hann hafði skýrt mér frá, og formaður lög mannafélagsins hafði gefizt upp við að innheimta, nema að litl- urn hluta. Það mun rétt vera, að eftir að Ágúst hafði sagt mér alla málavexti, spurði hann mig. hvort ég þekkti nokkurn í lög fræðingastétt, sem væri líkleg ur til að liðsinna honum við að endurheimta víxilafföllin Mun ég hafa sagt honum, að helzt mundi þar að leita meðal hinna eldri lögmanna, og þekkti ég einn mann í þeirri stétt, Pál Magnússon frá Valla- nesi, sem ég af gömlum kynn- um vissi, að smælingjum hefði þótt gott að leita til. . Er það þetta, sem þeir eiga við, þar sem þeir bera þér á brýn trúnaðarbrot við bankann? Já, það virðist mér helzt vera. En það hlýtur þá að byggjast á því, að Jóhannes Lárusson telji sig hafa öðlazt eða tekið í arfleifð frá föður sínum þau hlutdeildarréttindi, sem hann telur sig hafa haíi við bankann, og ég væri af þeim ástæðum bundinn honum og föður han-s trúnaði. Þú segist hafa kynnt þér það sem Lárus víkur að þér í grein argerð sinni í málinu gegn Frjálsri þjóð. Hefir þú þá ekki verið kallaður fyrir rétt í því máli? Nei, ekki er það enn. En ef- laust sér Lárus um, að svo verði, fyrst hann dregur nafn mitt svo mjög inn í málarekst- ur sinn. Hljóta honum, sem dómara að vera kunn þau gullvægu sannindi, er felast í hinni ein- földu setningu úr fornum rétti. að óstefndur skuli jafnan vera ónefndur. Viltu seg' ‘ nokkuð frekar um þetta Það væri ‘þú helzt að ég léti í Ijósi álit mitt á framkomu þessarar þrenningar, Lárusar. Jóhannesar og Mánudagsblaðs- ins. f mínum augum er það hámark blygðunarleysisins, þegar sakfelldir menn, sem ekki geta hreinsað sig af rök- studduni áburði um að hafa framið auðgunarbrot, sem að almenningsáliti er eitt hið andstyggilegasta sinnar tegund- ar, og hafa komið hrjáðum verkamanni til að ógilda opin- berlega áður eiðfestan fram- burð sinn, telja sig þess um- komna, að gerast eins konar rannsóknardómarar um, hverj- ir hafa orðið þess valdandi, að afbrot þeirra hefir komið fram í dagsljósið, og ata þá menn auri, sem af mannlegum á- stæðum hafa liðsinnt fórnar- lambi þeirra ,> Virðingar minnar vegna sé ég mér ekki fært að eiga rök- ræður við þessa þrenningu ut- an réttar, en fyrir rétti er ég reiðbúinn til frekari viðræðna Orðsending frá VÉLSMIÐJUNNI HÉÐNI Nemar ó.-ikast í rennismíði. Ungir menn athugið, járnsmíðanám opnar allar leiðir að nútímatækni. =- HÉÐINN S= sími 24260 Kominn heím Jónas Sveinsson. læknir. RAMMAGERÐINI GRETTISGdTU 54 S í M l-t 9 1 0 8 Málverk i | Vatiíslitamyðidir Mósmvsidir litaðar at flestum kaunctöSijn-' landsins Wínmyndir Hinar vinsslii. löngu "raiigamvndn Stammar — kúpt qler flestai staerSir Nokkrar starfsstúlkur vantar að Samvinnuskólanum Bifröst. Upplýsingar í síma 179Y3 á morgun og næstu daga. Samvinnuskólinn, Bifröst. Tónlistarskóli Kópavogs Skólinn tekur til starfa 1. okt. n. k. Kennt verður á píanó,strengja- og blásturshljóð- færi Umsóknir þurfa að berast fyrir 20 sept j síma 12902. Skólastjór? 6 TÍMINN, laugardaginn 12. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.