Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 8
Gyðingar opnuðu botnventlana, þegar Ulua var komin upp undir land við Haifa. Á þiljum er krökkt af fólki, 1400 flóttamenn, en í landi sitja Bretar tllbúnir að handtaka Gyðingana og flytja þá til Kýpur. SÍDASTA FERD ULUA HAUSTIÐ 1946 gerðu um 400 þúsund Gyðingar í Evrópu sitt ýtrasta til að brjótast til Pal- estínu, sem þá var lokað land. Hin ólöglega flóttamannahreyf- ing Gyðinga hafði bækistöðvar í mörgum löndum og reyndi af öllum mætti að skipuleggja fólksflutninga til Palestínu og leika á Bretana. sem vörnuðu inngöngu. S'kip voru keypt til ólöglegra fólksflutninga, meðal annars fyrrverandi bandarískt strandgæzluskip. Það sigldi und ir nafninu Ulua. Skipið var . keypt í New York í árslok.1946. síðan var það skráð í Hondur- as og siglt til Marseilles. Ulua var 800 lesta skip. Eftir komuna til Marseilles voru milligerðir rifnar úr skip inu svo fleiri kæmust þar fyr- ir. Þar fékkst legurými fyrir 1000 manns. Þá var bætt við nýjum vatnsgeymum og olíu- geymum því ekki var rei'knað með að leita hafnar eftir að flóttamennirnir væru komnir um borð, af ótta við brezka eft- irlitið. Skipshöfnin var 37 amerískir Gyðingar, 6 spænskir lýðveldis sinnar, sem ríkisstjórn Francos hafði dæmt til dauða, og 7 frá andspyrnuhreyfingu Gyðinga í Palestínu. Fyrirliðinn var einn þeirra síðastnefndu, Liova Eli- av, 23 ára að aldri, en amerísk- ur Gyðingur, Arthur Bernstein. stýrði skipinu. Höfuðstöðvar flóttamanna- hreyfingarinnar voru í París, og þaðan kom skipun um að sigla til Trelleborg í Svíþjóð. Eliav komst yfir hershöfðingjabúning frá Honduras í leikbúninga- verzlun í Marseilles og náði sér í falskt vegabréf. Samkvæmt því var hann hollenzkur stúd- ent og hét William van Chrot. Hann var látinn matreiða um borð til að leyna hinu raunveru lega starfi hans enn betur. — Ulua lét úr höfn í Marseilles í janúarbyrjun, hreppti hvass- viðri á Norðursjó og fékk þau skilaboð, að illfært væri um sænskar hafnir vegna ísa. Höf- uðstöðvarnar í París höfðu rad- íósamband við skipið, og sendu nú skipun um að taka vatn og olíu í Kaupnnannahöfn, en skip ið átti aðeins að fara inn á leguna. Gyðingarnir óttuðust, að Bretar mundu fá dönsk stjórnarvöld til að kyrrsetja skipið. Lítill vélbátur hringsólaði kringum Ulua, þegar hún varp aði akkerum. Daginn eftir komu nokkrir Danir í forvitnisferð. Eliav fór með þá til káetu og gaf þeim snafs, spjallaði stund- arkorn við þá, og svo fóru Dan- irnir. Daginn eftir komu tveir foringjar úr danska sjóhernum og Eliav reyndi að lokka þá niður í káetu og bjóða snafs. Sagði þá annar Daninn, að hann vildi fá greinilegar upplýsingar um skipið, hvaðan það væri, hvað margir væru um borð og hvað gera ætti við það. Eliav sagðist lítið vita um þetta. — Skipið hefði verið selt til Trelle borg og áhöfnin ætti aðeins að sjá um að koma því þangað. Þá sagði hann Dönum, að hann væri hollenzkur stúdent, náms- grein sín væri félagsfræði, og hefði ráðið sig á skipið til að þéna ofurlítið í fríinu sínu. \ * Daninn vildi nú rannsaka skipið og var hleypt niður í svefnsalina. — Hvað á að gera við allar þessar kojur, spurði Daninn. Þér eruð stúdent og félagsfræð- ingur svo þér hljótið að hafa brotið heilann um þetta. Hvað haldið þér að eigi að gera við gamalt hersikip, sem hefur ver- ið innréttað með kojum fyrir 1000 manns? Eliav sagði, að skipið mundi ætlað til fiski- og hafrannsókna. — Já, og svo leggja þeir fisk inn í kojumar, þegar búið er að veiða hann, sagði Daninn og brosti. Hvað haldið þér, að Gyð ingar í New York hafi borgað í þennan hafrannsóknaleið''.ng- ur, bætti hann við. Eliav var nú ljóst, að Daninn vissi allt. Hann bjóst við því versta. Þeir gengu upp á þilj- ur, og Daninn sagði við Eliav. að þeir skildu tala saman und- ir fjögur augu — Við vitum það allt, en við höfum samúð með ykkur, sagði sá danski. Við ætlum ekki að brégða fyrir ykkur fæti og þið getið treyst okkur. En þið verð ið að gera ykkur ljóst, að við lítum á Englendinga sem banda menn okkar. Þess vegna ráð- legg ég yður að flýta yður héð- an úr höfninni. Getum við hjálp að yður eitthvað? Vantar yður vatn eða olíu. Ég skal senda hingað mann sem útvegar þetta. Þegar Daninn hafði þetta mælt, stóð hann upp og sagði: — Við hjálpuðum sumum Gyð ingunum, sem þið ætlið að sækja, til að flýja til Svíþjóðar í október 1943. Ég vona, að þið komist heilu og höldnu til Palestínu. Góða ferð. Eliav varp öndinni feginsam- lega. Ulua mundi þá í það minnsta sleppa frá Kaupmanna höfn. Skipið kom til Trelleborg 23. janúar og á sama dægri komu 660 stúlkur um borð. Þær voru allar með vegabréfsáritun til Kúbu. Englendingar reyndu að fá sænsku stjórnina til að kyrr setja skipið á síðustu stundu. en það tókst ekki. Ulua lét úr höfn 24. janúar. Hún hreppti vonzkuveður á Biscayaflóa og radíósambandið við höfuðstöðv arnar i París rofnaði í fjóra daga. Þar héldu menn, að Ulua hefði farizt með manni og mús Þegar Ulua kom í Miðjarðar- hafið fékk hún skipun um að halda upp að strönd Ítalíu og taka við 700 flóttamönnum flest ungum mönnum frá öllum hlutum Evrópu. Stúlkurnar 660 urðu að kasta eigum sínum fyrir borð til að rýma fyrir þess um 700. og auk þess varð að lé^ta skipið með þvi að kasta n nokkru af matvælum og olíu. 1 Mannskapurinn bjóst til bar- daga, þegar skipið nálgaðist Palestínu. Það voru e‘kki vopn um borð, en Gyðingarnir vopn- uðust járnstöngum, skrúflykl- um og dósum með niðursoðnu kjöti og svo framvegis. Eng- lendingar köstu þá netum á skipið, sem þeir ætluðu að taka, og einn hópurinn á Ulua fékk það verkefni að höggva á net Englendinga, þegar þar að kæmi. Brunaslöngur með sjóðandi vatni og sjóðheitri ol- íu voru til taks og allir reiðu- búnir að veita Enskinum varm- ar viðtökur. Dag nökkurn kom brezk sprengjuflugvél auga á skipið, og þann 27. febrúar kom brezk ur tundurspillir í ljós. Það stefndi norður í áttina til Haifa með fána ísraels við hún og í stað Ulua var komið nafnið Hayim Alosoroff, eftir Gyðingi og verkalýðsleiðtoga. Tundurspillirinn nálgaðist, smeygði sér að, og Bretar • reyndu upphlaup. Þeir féllu í sjóinn. Gyðingarnir létu dós- um, skrúfnöglum og öðru járn- drasli rigna yfir Bretana. Næsti T hópur komst um borð og fór að skjóta. Tveir Gyðingar særð ust. Englendingarnir tóku brúna, og Eliav gaf skipun um að hætta bardaganum eftir tveggja klukkustunda viður- eign. Hann flýtti sér undir þilj ur og í ringulreiðinni tóku Bretar ekki eftir, að það var hann sem stjórnaði Gyðingun- um, og að þeir höfðu þar stór- fisk í netinu. Höfuðstöðvar andspyrnuhreyf ingarinnar í Haifa höfðu radíó samband við skipið meðan á bardaganum stóð. Áhöfnin hleypti á grunn við ströndina fyrir sunnan Haifa og þar voru þúsundir manna saiman komnar til að hjálpa flóttafólkinu. Höf- uðstöðvarnar í Haifa skipu- lögðu þessar móttökur, er frétt ist um bardagann. En Gyðing- unum tókst ekki að sleppa. — Bretar tóku þá til fanga og fluttu til Kýpur, og þar voru þeir árlangt í haldi, þar til ríki Gyðinga var formlega stofnað. ■ Eliav slapp fljótlega frá Kýp- ur. Það var full þörf fyrir hann í baráttunni, og félagar úr and spyrnuhreyfingunni smygluðu honum úr fangabúðunum og komu honum á skip við Kýren- íu. Þaðan var siglt til Palestínu. Síðar lagði Eliav stund á fé- lagsfræði við háskóla Gyðinga. en hann er nú ráðunautur for- sætisráðherra ísraels í málum sem varða landnám. Danskur Gyðingur og blaða- imaður í Tel Aviv, Herbert Pundik að nafni, hefur nú tek- ið saman bók um þetta sögu- lega ferðalag. Eliav sagði Pund ik, að hann langaði afar mikið til að ^regna nafn Danans, sem hjálpaði honum á sínum tíma 1 Kaupmannahöfn. Hann sagði, að andspyrnuhreyfingin vildi heiðra þann mann á einhvem hátt. Herbert Pundik er nú i Kaupmannahöfn, og þar hefur hann fengið vitneskju um yf- irmanninn, sem kom um borð i Ulua, þegar hún var þar á leg- unni. Hann hét H A. Gylling og var kapteinn i danska sjó- hemum. Hann fórst í umferðar slysi í Kaupmannahöfn árið 1953. Þess má að lokum geta, að nær helmingur þeirra ungr manna og kvenna, sem fórv í höfuðstöðvum Gyðinga í París var gert ráð fyrir, að Ulua hefði farizt á Biscayaflóa með manni og mús, en skipið komst heilu og höldnu með 660 stúlkur og 700 pilta upp undir strönd Palestínu Nær helmingur þeirra gekk síðar í hjónaband. TÍMINN, laugardaginn 12. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.