Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.09.1964, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur t Eddu-húsinu símar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl siml 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300 ^skriftargjald kr 90.00 á mán innan lands — t lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l Sjónvarpið Ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Ríkisútvarpið að hefjast handa um undirbúning íslenzks sjónvarps. Fyrsta sporið í þá átt er að ráða sérstakan vfirmann yt'ir vænt- anlega sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins og mun staða hans bráðlega auglýst. Þegar þessi maður hefur verið ráðinn, mun hafizt handa um að ráða annað starfslið og trvggja því nægilega þjálfun áður en sjálfui sjónvarpsrekstur- i«n hefst. Jafnframt verður svo hafizt handa um fyrsta þátt sjónvarpsframkvæmdanna, en það er bvgging sjón- ▼srpsstöðvar hér í Reykjavík. Ef allt verður með felldu, aetti hún að geta tekið til starfa seint á árinu 1966 eða snemma á árinu 1967. Þetta fer þó vitanlega talsvert eftir því, hve vel undirbúningurinn gengur. en aðalat- riðið er, að hann sé í lagi áður en bvrjað er. Það er vel, að ríkisstjórnin hefur loks tekið ákvórðun um að framkvæmdir séu hafnar í sjónvarpsmálinu. Það er sjálfstæði þjóðarinnar ósæmandi að búa við erlent s.jónvarp. Jafnvel þótt sú aðstaða væri ekki fyrir hendi, væri eðlilegt að hefjast handa um islenzkt sjónvarp. Sjón varpið getur verið gott menningartæki. ef því er ^éttilega beitt. Það er eitt af hinum merku nýjungum nútímans, sem ekki verður spornað á móti, og því er heppilegt að læra að nota það sem fyrst á skynsamlegan hátt íslenzkur sjónvarpsrekstur verður eðlilega vandasam- ur á ýmsan hátt, m. a. vegna þess, að vel verður að gæta þess að halda kostnaði í skefium. Þó á hann að vera viðráðanlegur, ef hóflega er haldið á málum í tillögum nefndar þeirrar, er vann að því á síðastl. sumri að gera tillögur um íslenzkt sjónvarp, var lögð- megináherzla á, að þannig yrði unnið að framkvæmd- um, að sjónvarpið gæti náð til flestra byggðarlaga inn- an 5—7 ára. Álit sérfræðinga benti til, að þetta væri vel viðráðanlegt. Gerð var áætlun þess efnis, að s.ión- varpið næði nær strax til allra landshluta. Þessari áætlun verður að fylgja vel fram. Það eru eimitt hin dreifðu byggðalög, sem þarfnast sjónvarpsins öðrum fremur. Það myndi stuðla að því að draga úr einangrun þeirra. Allir viðurkenna nú, hve útvarpið er þessum bvggðum mikilvægt. Sjónvarpið myndi verða það eirn- ig. Þess vegna verður að fylgja fast fram- beirri stefnu, að sjónvarpið verði látið ná sem allra fyrst íil ;andsins alls. Aumlegt yfirklór Þjóðviljinn hefur hafizt handa um aumlegt vfirkiór vegna fundar leiðtoga Sósíalistaflokksins og yfirmanna rússneska kommúnistaflokksins. Helzt vill blaðið láta líta út, að þessi fundur hafi verið haldinn til að ræða um sölu síldarafurða til Sovétríkjanna! Trúi því hver. sem vill. Rússar eru löngu hættir að semja um viðskipti við önnur lönd með milligöngu pólitískra flokka, ef þeir hafa þá nokkurn tíma gert það. Þeir gera viðskipiasamn- inga sína við rétta samningsaðila í viðkomandi ríkjum og eru ekkert tregir á að :áta það uppi i slik- um viðræðum, hvað þeir vilja og nvað ekki. Með þess- um hætti hafa viðskipti íslands og Sovétríkjanna verið og oft gengið vel. Því aðeins verða líka viðskipti okkar við Sovétríkin — eins og önnur nkí — eðlileg os heil- brigð, að þau fái ekki á sig neinn svip pólitískra við- skipta og séu óháð flokkabarátunni Sú viðloitni Þjóð- viljans að ætla að gera verzlunarviðskiptin við Sovét- ríkin að flokkspólitík, gagnar ekki vmsamlegri sambúð Is lands og Sovétríkjanna. Tekst Erlander að halda velli? Þingkosningar fara fram í Svíþjóð annan sunnudag ANNAN sunudag hér frá (20. sept.) fara fram kosning ar til néðri deildar sænska þingsins, en yfirleitt er litið á hana sem aðaldeild þingsins. Hún er nú skipuð 232 þing- mönnum, en eitt þingsæti bæt- ist við sakir fólksfjölgunar, svo að eftir kosningar verður hún skipuð 233 þingmönnum. Til hennar er kosið í einu lagi. í efri málstofu þingsins eiga sæti 151 þingmaður og er að- eins nokkur hluti hennar kos inn í einu af héraðs- og bæjar- stjórnum. Þetta veldur því, að oft er annar meirihluti í neðri deildinni en efri deildinni. Sú fyrri sýnir betur þjóðarviljann á hverjum tíma. Undanfarið hefur því t.d. verið háttað þannig, að Jafnaðarmenn hafa byggt völd sín á því, að þeir hafa meirihluta í efri málstof unni, en þeir hafa verið í minni hlúta í neðri deildinni, Skipun neðri deildarinnar er nú þannig: Jafnaðarmenn 114 þingmenn, Frjálslyndi flokkur- inn 40, íhaldsflokkurinn 39. Miðflokkurinn (áður Bænda- flokkurinn) 34, Kommúnista- flokkurinn 5. í efri málstofunni er skiptingin þannig: Jafn aðarmenn 78, Frjálslyndi flokk urinn 27, íhaldsflokkurinn 26. Miðflokkurinn 18, Kommún- istaflokkurinn 2 Þegar deild- irnar verða ekki sammála, fara þeir í eina málstofu, og þar hafa Jafnaðarmenn nú eins at kvæðis meirihluta sakir meiri- hlutans í efri deildinni. Þessi meirihluti þeirra í efri deild- inni mun heldur aukast í næstu kosningum til hennar vegna þess að flokkurinn vann á í Seinustu bæjarstjórnarkosn- ingum. Reiknað hefur því ver- ið út, að Jafnaðarmenn þyrftu nú raunverulega að missa fjög ur þingsæti til þess að missa meirihlutann í sameinuðu þingi. JAFNAÐARMENN hafa haft stjórnarforustuna á hendi síð- an fyrir síðari heimsstyrjöld. OHLIN Erlander og Heckscher á kappræðufundi f Malmö. ina. Eftir stríðið hafa þeir ým- ist farið með stjórnina einir eða haft stjórnarsamvinnu við Miðflokkinn. Miðflokkurinn fór seinast úr stjórn 1957 eftir að hafa beðið mikinn kosninga- ósigur árið áður. Fékk þá HEDLUND ekki nema 19 þingmenn kosna til neðri deildarinnar, en þeir eru nú aftur orðnir 34. Síðan 1957 hafa jafnaðarmenn farið einir með stjórn. Síðan 1946 hefur Erlander verið forsætis ráðherra, enn hann tók þá við af Per Albin Hanson. AF HÁLFU andstöðuflokk- anna hefur kosningabaráttan nú mjög einkennzt af því, að þeir vilja fyrir alla muni brjóta stjórn Jafnaðarmanna á bak aftur í áróðri sínum hafa þeir lagt kapp á að bjóða öllu betur en Jafnaðarmenn. t.d. > hús- næðismálum, tryggingamálum og skólamálum. Einkum hef- ur íhaldsflokkurinn gengið langt í þeim efnum undir leið sögu nýs foringja. Gunnars Heckscher, sem var prófessor í stjórnvísindum áður en hann tók við flokksforustunni Andstöðuflokkarnir hafa bent á, að enn sé verulegur hús næðisskortur í Svíþjóð. Þús- undir manna bíði eftir húsnæði á biðlistum hjá stjórnarvöld unum og sé Svíþjóð því biðraðaþjóðfélag. Jafnaðar menn benda hins vegar á, að velmegun sé óvíða meiri en Svíþjóð eða framfarir hraðari. í ensku kosningabaráttunni bendir Wilson líka á Svíþjóð sem sérstaka fyrirmynd, en hagvöxturinn þar hefur á sein ustu árum verið helmingi meiri en í Bretlandi undir stjórn íhaldsmanna. Stjórnarskrármál hefur bor- ið á góma. Sérstök nefnd, sem hefur athugað stjórnarskrána. hefur m.a. lagt til, að efrj deild þingsins verði lögð niður og þingið gert að einni málstofu. Undir þetta hafa stjórnarand- stæðingar tekið, en Jafnaðar- menn ekki. Um eitt eru allir flokkarnir sammála, en það er að auka stórlega framlög til jafnvægis í byggð iandsins. Sérstök nefni hefur nýlega gert víðtækar til- lögur um þessi mál. Ríkis- stjórnin hefur lýst yfir því, að hún muni leggja víðtækar til- lögur fyrir næsta þing um þessi mál, og er þar bæði gert ráð fyrir beinum framlögum og hagstæðum lánum til nýrra fyrirtækja í þeim héruðum, sem hafa misst flest fólk burtu seinustu árin. Stjómarand- stæðingar telja, að hér sé tæp- ast. nógu langt gengið. SPÁR um kosningaúrstlitin virðast yfirleitt þær. að Jafn- aðarmenn muni halda velli. Það getur bætt nokkuð aðstöðu þeirra, að nýr flokkur hefur komið til sögunnar, Kristilegi flokkurinn, er getur dreift at- kvæðum stjórnarandstöðunni J óhag. Það hefur verið talsvert umtalsefni. að efsti maður á lista hans í Stokkhólmi. var nazisti áður fyrr. Sumir telja, að þetta hafi verið ofnotað gegn honum. Fari svo, að Jafnaðarmenn tapi, þykir vafasamt, að and- stöðuflokkarnir komi sér sam- an um stjórn. Ýmsir telja, að foringi Miðflokksins, Gunnar Hedlund, kjósi heldur, sam- vinnu við Jafnaðarmenn. en hann var ínnanríkisráðherra stjórn með þeim 1951—1957 Ef andstæðingar Jafnaðar manna mynda stjórn, myndi formaður Frjálslynda flokks- ins, Bertil Ohlin. sennilega verða forsætisráðherra. Þ.Þ. B TÍMINN, iaugardaginn 12. september 1964 z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.