Tíminn - 16.09.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1964, Blaðsíða 3
Mörgum finnst, að systkinin hér á myndinni geti tæplega verið líkari foreldrum sínum en þau eru. Til vinstri er Anna prinsessa og til hægri Karl prins, börn brezku konungs hjónanna Elisabetu' og Phílips, en myndin er tekin á árlegri sýningu, sem haldin var í Braemar í Skotlandi nýlega. Bræðurnir Rafael og Rhada- mes Trujillo hafa nú ákveðið að setjast að á Spáni með þær um 600 milljónir króna, sem þeir erfðu eftir dóminikanska einræðisherrann, föður sinn, sem myrtur var á sínum tíma. Þeir eru nú að byggja drauma höll sína 'í Spáni, og verður þar m. a. leikhús, kvikmynda- salur, danssalur og tvær sund laugar. ★ Ungverzk-bandaríska leik- konan Zsa Zsa Gabor tilkynnti nýlega að hún hefði lent í miklum deilum við eiginmann sinn númer fjögur, Mr. Her- bert Hunter, og að þau rífust alltaf þessa dagana. En hún leggur alla sökina á hendur dóttur hans, Lynne, sem er 19 ára og sem reynir af öllum kröftum að skilja þau hjónin í sundur. Og í Bandaríkjunum hafa menn þegar veðjað um hvor þeirra muni sigra, Lynne eða Zsa Zsa. ★ Hin þekkta villa „The Rock“ á frönsku riverunni, þar sem Greta Garbo hefur svo oft leit- að einverunnar, er nú boðin til sölu fyrír 15 milljónir ís- lenzkra króna. Peningarnir renna þó ekki til Gretu, því að þó allir hafi talað um villuna sem eign henn ar, þá hefur komið í ljós, að hinn raunverulegi eigandi er bandarískur vinur hennar, Mr. George Schlee, en hann keypti The Rock fyrir um 2 milljónir fyrir níu árum síðan, svo að gróðinn verður sæmilegur. Og engin hætta er á, að erfið lega gangi að selja staðinn, því að hann er fullkomnunin sjálf á flestum sviðum. ★ Jean-Paul Renevue, liðsfor- íngi í franska flotanum, ákvað nýlega að koma til brúðkaups síns á nokkuð óvenjulegan hátt. Brúðurin og gestimir höfðu þegar safnazt saman inni í kirkjunni í þorpinu Seignosse við Biarritz, þegar brúðgum inn flaug í flugvél yfir kirkj- Stúlkan á myndinni er engin önnur en hin fagra bandaríska kvikmyndastjarna Kim Novak en þannig lítur hún út í nýj- ustu kvikmynd slnni, „Ástaræv- intýri Moll Flanders", sem nú er verið að taka í Ghilham Castle í Kent í Englandi. Kim leikur aðalhlutverkið í þessari > / ■ ■■■MkMaafi il Nú fyrir nokkru barst sú frétt, að 71 árs gamall maður hefði siglt aleinn á fleka þvert yfir Kyrrahafið, og þótt það furðulegt afrek. Hér á mynd- inni sjáum við þennan afreks mann, William Willis, á strönd Tully ásamt Mr. R. Penning, sem fann Willis aðframkominn á Tully-ströndinni eftir hina miklu siglingu. Willis er löngu orðinn heimskunnur fyr ir siglingaafrek sín. kvikmynd, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu eftir Dan iel Defoe, en skáldsaga sú er víðfræg og þóttí ósiðsamleg þegar hún var gefin út á sín- um tíma. ★ una og stökk síðan út í fall- hlíf og ætlaði að lenda á kirkju torginu. Brúðkaupinu seinkaði þó að eins, því að Jean-Paul var svo óheppinn að lenda beint í þorpstjöminni! ★ LAURITZ MELCHIORS, ten órsöngvarinn heimsfrægi, hef- ur fullar skúffur af alls kyns heiðursmerkjum, sem hann hef ur fengið á sinni löngu ævi. — Fyrir nokkrum mánuðum fékk hann sína fyrstu ka- þólsku medalíu, og nú hefur hann fengið tilkynningu um að enn eitt heiðursmerkið sé á leiðinni. Það er að þessu sinni heiðursmerki, sem ber nafnið „L'Ordre Hospitaliére de Che- valiers de la Concorde", og er það veitt þessum fræga Dana fyrir afrek hans á sviði söng- listarinnar. Meðal þeirra, sem fengið hafa þetta heiðursmerki má nefna John F. Kennedy, fyrr verandi forseti Bandaríkjanna. ★ Skáldsaga norska skáldsins Tarjei Vesaas, „Isslottet“, sem hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, verður nú bráðlega kvikmynduð. Tal- ið er líklegt, að ungversk-banda ríski framleiðandinn Sapy Dob rony láti gera myndina og að Sandra Sardi leiki aðalhlutverk ið. J Sláturtíð Slátrun er að hefjast víða um land þessa dagana, og þó er féð ekki enn komið af f jalli, og menn vita lítt um væuileik- ann. Þessum dögum fylgir mik- il eftirvænting meðal bænda, bæði um vænleikann og heimt- ur, og við haustskiiin er ætfð bundin eftirvæntmg. í fyrrakvöld flutti dýralækn- ir þarfa hugvekju í útvarpið, þar s.em rætt var um meðferð sláturfjárins. Henni er sem kunnugt er, mjög víða ábóta- vant, og á það við bæði um bændur og starfsfólk slátur- húsa. Meðferð sláturdilkanna er mikið vandavcrk og krefst allrar alúðar. Lömbin eru við- kvæm, og ekkert má út af bera til þess að afurðir spillist ekki. Bændur eiga að vísu víða ó- hægt um vik í þessu efni. Mannfæð er á búuní, og hröð handtök verður oft að hafa. Eitt ógætilegt handtak í rétt eða flutningum, getur ver’ðfellt góða vöru um tugi króna. En þó að mikið liggi á, verða menn um fram allt að muna það, að kröfur eru miklar gerð- ar í þessum efnum, og hvergi má gegn þeim brjóta. Áður fyrr skipti ekki svo miklu máli, hvort marblettur kom á kjöt- skrokk eða ekki, en nú er önn- ur öldlin. Þau tök, sem áður voru afsakanleg á sauðfé, eru nú óhæf. Kröfur neytenda, er- lendra sem innlendra, aukast sífellt um vörugæðin eins og eðlilegt er. Annað kemur og til. Með sívaxandi kjötiðnaði og vinnslu matvæla úr ýmsum öðr- um sláturafurðum en kjöti, cykst nýtingin og notkun ým- issa afurða, sem áður var að mestu fleygt en eru nú verð- mætar. Nú er svo komlið, að vöndun í allri meðferð slátur- fjár er eitt af því sein bezt borgar sig við sauðfjárbúskap, og vandvirkni í sláturhúsum verður að fylgja méð. Beðið eftir skatta- lækkun Framtalsnefnd Reykjavíkur hefur tilkynnt, að hún hafi lok- ið við að úrskurða um kærur manna vegna útsvara á þessu ári og sent mönnum tilkynn- ingar um Iækkanir — cða höfnun á þeim. Vonandi hafa ýmsir fengið þar einhverja leiðréttingu mála sinna, en víst er þó hitt, að hinir eru enn fleiri, sem bfða leiðréttingar á sköttum. Nefnd sú, sem fjall- ar um almenna lækkun þeirra á þessu ári, hefur lítið látið frá sér fara enn, en tími er nú kominn til þess, að eitthvað heyrist frá henni, og þó eink- um um það, hvað ríkisstjórnin hyggst verða veitul á skatta- Iækkanir. Eftir því, sem á undan er gengið og samþykki ríkisstjórnarinnar um athugun með beina lækkun á álögðum sköttum á þessu ári fyrir aug- um, hljóta menn að treysta því, að þar fáist leiðrétting, sem eitthvað munar um. „Fiskur undir steini" Frjáls þjóð segir svo um futnd íslenzkra kommúnista í Moskvu með leiðtogum komm- únista þar: „Jafnframt var félaga Einari Olgeirssyni falið, að því er tal'ið er, að nota liið nýja umboðs- bréf sitt sem „aðgöngumiða“ (Framhald á 12. siðu). TÍMINN, miðvikudaginn 16. september 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.