Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 2
Miðvikudagur, 16. sept.
NTB-Havana. — Kúbustjórn
lýsti í dag ábyrgð á hendur
Bamkiríkjastjórn á atburði
þeim er varð austur af Kúbu á
sunnudag, er spánskt flutninga
skip, Sierra Aranzazu varð fyr
ir skotárás og sökk brennandi
með þeim afleiðingum að 4 af
20 manna áhöfn fórust. Segir
í tilkynningu Kúbustjórnar til
■: bandaríska utanríkisráðuneytis
ins, að bandaríska leyniþjónust
an hafi staðið á bak við árásina.
■ NTB-Hannover. — Sjö Aust-
ur-Þjóðverjum á aldrinum 17
—42 ára tókst í nótt að flýja
yfir mörkin til V-Berlínar. í
dag var skipzt á skotum við
múrinn og særðist einn maður
á franska yfirráðasvæðinu.
NTB-Moskvu. Kínversk æsku-
lýðsnefnd sýndi Krústjoff, for-
sætisráðherra og öðrum sovézk
um ráðamönnum greinileija ó-
virðingu í dag, er alþjóðleg
æskulýðsráðstefna var sett í
Moskvu. Á sama tíma og þús-
undir þátttakenda á ráðstefn-
unni fögnuðu Krústjoff með
því að rísa úr sætum og klappa
fyrir honum í nær fimm mínút-
ur sátu kínversku fulltrúamir
grafkyrrir með steinrunnin
andlit.
NTB-Elísabethville. — Haft
var eftir áreíðanlegum heimild
um í dag, að 3000 fyrrverandi
lögregluhermenn í Katanga
hefðu farið í dag yfir landa-
' mærin til Angola. Hermenn
þessir voru í liði Tshombe, er
hann var forsæfisráðherra Kat
anga og barðist fyrir aðskilnaði
þess við aðra hluta Kongó.
NTB-Helsingfors. — í dag var
gerð frá dómkirkjunni í Hels
ingfors opinber útför Sakari
Tuomioja, fyrrverandi forsæt
isráðherra og sendiherra og
síðast sáttasemjara í Kýpur-
deilunni. Viðstaddir útförina
voru Kekkonen, forseti, ríkís
stjórn og þingmenn.
NTB-Saigon. — í dag voru
handteknir fimm herforingjar,
sem stóðu að hinni misheppn
uðu uppreisn gegn stjórn
Khanhs, hershöfðlngja, s. 1.
sunnudag. Hefur forsætisráð-
herrann fyrirskipað víðtæka
rannsókn í sambandi víð upp
reisnartilraunina og lýst því
yfir, að þeir sem ábyrgir voru
verði látnir sæta refsingu.
NTB-Nicosíu og New York. —
U Thant, framkvæmdastjóri
t S. þ. sagði í dag í Öryggisráð-
/' ínu, að Makarios, forseti Kýpur
hefði lagt fram margar til-
lögur í þeim tilgangi að koma
' á friði á Kýpur. Nú er um
það talað, að Galo Plaza, full-
trúi S. þ. á Kýpur verði skip-
aður sáttasemjari bar.
NTB-Kuaia Lumpur. — Þrjár
sveitir brezkra Gurkha-her
’ manna undirbjuggu í dag árás
á hæð eina skammt frá Labis í
Suður-Malaya, þar sem talið er
að indónesískir fallhlífaher
menn hafi reist aðalherstöðvar
sínar.
Er hið nýja gjöreyðingarvopn, sem Krústjoff storkar nú alheimi með --
1000 megal. sprengja?
NTB-LUNDÚNUM, 16. september.
STJÓRNIR Bandaríkjanna og Bretlands vildu ekki í dag segja neitt
varðandi upplýsingar Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna um
að Sovétríkin hefðu nú yfir að ráða gjöreyðingarvopni, sem útrýmt
gæti öllu mannkyninu. — Margir vestrænir vísindamenn hafa hins
vegar látið þá skoðun í ljós, að hér muni vera um að ræða 1000 mega-
lesta kjamorkusprengju.
Dr. Ralph Lapp, sem vann að
gerð fyrstu kjarnorkusprengju
Bandaríkjamanna, sagði í Wash-
ington í dag, að miklar likur væru
til, að vopn það, sem Krústjoff tal-
aði um í ræðu vegna komu jap-
anskrar þingmannanefndar til
Moskvu í gær, væri 1000 mega-
tonna kjarnorkusprengja. Dr.
Lapp, sem nú er sérstakur ráð-
gjafi að því er varðar smíði kjarn-
orkuvopna, sagði við blaðamenn,
að a. m. k. virtist allt benda til,
að um sprengjuvopn væri að ræða.
Minnti hann á, að scvézkir vísinda
menn hefðu gert mikjar tilraunir
með 58 megalesta kjarnorku-
sprengjur og hann væri þeirrar
10 ÞUSUND BINDI /
BÓKASAFNIKÓPA VOGS
HF-Reykjavík, 16. sept.
BÓKASAFN Kópavogs hefur nú
starfað í ein tíu ár og bókaeign
þess er 10 þúsund bindi. Á þessu
hausti hefur bókasafnið í fyrsta
skipti starfsemi sxna í fullkomnu
húsnæði, en áður var það til húsa
í barnaskólum Kópavogs. Síðast-
liðið haust var byrjað að flytja
safnið í félagsheimilið í Kópavogi,
en nú hefur endanlega verið geng
ið frá húsnæði.
Blaðamönnum var í dag boðið
að skoða hið nýja húsnæði, sem
er hið vistlegasta og er þar les-
pláss bæði fyrir börn og fullorðna.
Á boðstólum eru fjölmörg blöð og
tímarit, auk hins mikla bókaúr-
vals. Hið nýja húsnæði er 150
fermetrar að stærð og hefur Hall-
dór Halldórsson, arkitekt, ráðið
fyrirkomulagi safnsins. Bókaverð-
ir eru Jón úr Vör og Þorsteinn frá
Hamri.
Á verkefnaskrá bókasafnsins er
m. a. gagnasöfnun um sögu Kópa-
vogs, kaup á erlendum bókum og
ýmsum handbókum og einnig þarf
að fylla upp í árganga af íslenzk-
um tímaritum. Kostnaður við inn-
réttingu hins nýja húsnæðis var
tæplega 350.000 krónur.
Hundurinn f laug einn km.
og hænsnakofinn þrjá!
NTB-Árósum, 16. sept.
SÁ ATBURÐUR varð í gær-
kvöldi skammt frá Árósum í Dan-
mörku, að snöggur hvirfilvindur
þeytti hundkvikindi einu eins kíló-
Kveöinn upp dómur
í myndasmiðamálinu
Miðvikudaginn 16. september
var í sakadómi Reykjavíkur kveð-
inn upp af Þórði Bjömssyni yfir-
sakadómara dómur í máli, sem af
ákæruvaldsins hálfu var höfðað á
hendur Stefáni Guðna Ásbjöras-
syni, kvikmyndatökumanni, Laug-
arnesvegi 90, hér í borg.
f aprílmánuði 1963 auglýsti mað
ur þessi í dagblöðum hér eftir
stúlkum, 14—30 ára, sem ráðnar
yrðu til kvikmyndastarfa. Var
hann ákærður fyrir að hafa í júlí
f. á. framið kynferðisbrot gagn-
vart 13 ára telpu, sem kom til
hans vegna þessara auglýsinga.
Sakadómur taldi eigi nægilega
sannað að ákærði hefði nauðgað
telpunni og var hann sýknaður af
þeirri ákæru. Hins vegar var hann
— þrátt fyrir neitun sína — sek
ur fundinn um að hafa gert til-
raun til að taka telpuna nauðuga
en haldið þá að hún væri 14 ára
gömul. Einnig var hann talinn
hafa sært blygðunarsemi hennar
með töku mynda af henni. Þetta
atferli ákærða var talið bæði skír
lífisbrot samkvæmt XXII. kafla al
mennra hegningarlaga nr. 19, 1940
og brot gegn lögum nr. 29, 1947
um vernd barna og ungmenna.
Ákærði var dæmdur í 18 mán-
aða fangelsi en til frádráttar lát-
in koma gæzluvarðhaldsvist hans
i rúmlega tvo og hálfan mánuð.
Einnig var hann dæmdur til að
greiða samtals kr. 54.490,00 til
telpunnar. Loks var honum gert
aó greiða allan kostnað sakarinn
ar, þar með talin saksóknarlaun
til ríkissjóðs, kr. 5.000,00 og laun
réttargæzlumanns og verjanda
síns, Gunnlaugs Þórðarsonar, hrl.,
kr. 7.000,00.
metra vegalengd og reif þök af
um 10 húsum í tætlur.
Hvirfilvlndur þessi gekk yfir
Mölle-héraðið milli Árósa og
Skanderborg seint i gærkvöldi. —
Fyrrnefndur hundur hófst á loft
í óveðrinu og endasentist í loftköst
um heilan kílómetra þar til hann
lenti heilu og höldnu í runna í
landi eiganda síns.
Á öðru bændabýli hófst heilt
hænsnahús af steyptum grunni og
fannst stundarfjórðungi síðar möl-
brotið þrjá kílómetra frá býlinu.
Enn er ekki vitað nákvæmlega um
tjón af völdum hvirfilbylsins, en
bændur munu setjast á rökstóla
í kvöld og ræða ástandið eftir ó-
veðrið, m. a. um það, hvort trygg
ingar nái til tjóns þeirra, sem
sums staðar var mikið.
skoðunar að þeir gætu búið til
1000 megalesta sprengju án nýrra
tilrauna.
Ráðamenn í Bandaríkjunum
hafa tekið fréttinni um hið nýja
vopn með ró, en bandaríska varnar
málaráðuneytið hefur ekki viljað
gefa út neina opinbei-a yfirlýsingu
í þessu sambandi.
Fréttamenn segja, að víða á
Vesturlöndum velti nú vísinda-
menn því fyrir sér, hvert hið ægi- •
lega vopn geti verið, sem Krústj-
off storkar nú alheimi með og
hallast flestir að einhvers konar
sprengju. Bandarískir hernaðar-
sérfræðingar hafa nefnt í þessu
sambandi kobalt-sprengjur, ein- '
hvers konar dauðageisla eða neutr
on-sprengju.
SiLDAR-
ARINN
Síldarfréttir, þriðjudaginn 15.
september 1964.
Óhagstætt veður var á síldar-
miðunum s. 1. sólarhring.
Síldarleitinni var kunnugt um
afla 22 skipa, samtals 9.650 mál
og tunnur.
Dalatangi.
Huginn II VE 500, Fagríklett-
ur GK 300, Hugrún ÍS 600, Sel-
ey SU 450, Æskan SI 150, Viðey
RE 1200, Fróðaklettur GK 600,
Guðm. Þórðarson RE 400, Lómur
KE 550, Hafrún ÍS 200, Sæunn
GK 100, Bjarmi II EA 800, Ásþór
RE 700, Þórkatla GK 400, Baldvin
Þorvaldsson EA 600, Kópur KE
800, Smári ÞH 100, Faxaborg GK
300, Arnfirðingur RE 100, Sigurð
ur SI 400, Guðbjörg ÍS 200, Eng-
ey RE 200.
Síldarfréttir miðvikudaginn 16.
september 1964.
Bræla var á miðunum s. 1. sól-
arhring og ekki vítað um neina
veiði.
MÆUFELL VAR Á SAUÐÁR-
KRÓKI UM SÍÐUSTU HELGI
GÓ-Sauðárkróki, 16. sept.
M.s. MÆLIFELL, nýjasta skip
Skipadeildar SÍS kom í fyrsta
sinn til heimahafnar sinnar á Sauð
árkróki síðastliðinn sunnudag. —;
Lagðist skipið að hafnargarðinum ]
laust fyrir klukkan 3 síðdegis. í\
tilefni af þessari fyrstu komu þess j
til Sauðárkróks bauð framkvæmda
stjóri skipadeildarinnar, Hjörtur
Hjartar stjórn og framkv.stjóra
Kaupfélags Skagfirðinga, bæjar-
stjórn og bæjarstjóra Sauðárkróks,
framkvæmdastjórum og formönn-
um samvinnufélaganna í Hofsósi
og Haganesvík ásamt fréttamönn-
um blaða og útvarps svo og nokkr
um öðrum gestum um borð til
þess að skoða liinn glæsilega far-
kost, og bjóða hann velkominn.
f hófinu ávarpaði Hjörtur Hjart-
ar gestina og bauð þá velkomna
og lýsti að nokkru búnaði skipsins,
og kvað hann skipadeildinni það
mikla ánægju að hafa ákveðið
Mælifelli heimahöfn hér á Sauðár
króki. Gat hann þess að hið skag-
firzka fjallsnafni hefði þá verið
sjálfkjörið heiti skipsins. Forráða-
menn SÍS vildu einnig með þess-
ari ráðstöfun undirstrika að þeir
mætu að verðleikutn það mikla og
gróskuríka samvinnustarf, sem unn
ið væri í þ^ssu héraði. Þá fluttu
ræður, Tobías Sigurjónsson form.
KS, Guðjón Sigurðsson forseti bæj
arstjórnar Sauðárkróks, Gísli
Magnússon, Eyhildarholti, Jóhann
Salberg sýslumaður, Jón Jónsson
Hofi, og Guttormur Óskarsson.
Allir þessir ræðumenn buðu
skipið velkomið og árnuðu því
heilla og fögnuðu --i'>^ i'tningu
skipsins hér á Sautv .. ... >g að
auki mælti Björn Daníelsson skóla
stjóri fram heillaóskir í bundnu
máli.
Fors'eti bæjarstjórnar afhenti
skipstjóra við þetta tækifæri lit-
aða Ijósmynd af Sauðárkróksbæ,
og Tobías Sigurjónsson tilkynnti,
að Kaupfélag Skagfiiðinga myndi
gefa Ijósmynd af fjallinu Mæli-
felli. Að lökucn þakkaði framkvstj.
Hjörtur Hjartar gestunum fyrir
komuna og Jóhann Salberg þakk-
aði fyrir hönd gestanna góðar veit-
ingar, höfðingleg^r móTtökur um
borð og þá ánægju að fá að skoða
skipið.
Skipstjóri á Mælifelli er Bergur
Pálsson, 1. stýrimaður er Hjalti
Ólafsson.
f þessari ferð skipsins til heima-
hafnar losaði það 200 tonn af
kjarnaáburði og 150 tonn af kol-
um.
2
T I M I N N, flmmtudaginn 17. september 1964 —