Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 5
mSTJÓRI: HAíLUR SÍMONARSON
Á úrtökumóti Bandaríkjanina
fyrir Ólympíuleikana í Tokíó !
um lielgiina, setti Rex Cawley
nýtt heimsmet í 400 m. grinda-
hlaupi, hljóp á 49.1 sek., sem
er broti úr sekúndu betra en
eldra metið, sem landi hans
Glen Davis átti og ítalinn
Morale hafði síðan jafnað.
Annar í hlaupinu var Bill Hard
in á 49.8 sek, sem er bezti
árangur hans í grindinni. Bill
er 'Onur Glen Hardin, sem
varð Ólympíumeistari í 400 m.
grindahlaupi í Berlín 1936 og
átti þá heimsmetið 50.6 sek.„
sem þótti ótrúlegur árangur.
Bill Hard'in fetar nú í fótspor
föSur síns, en hvort honum
tekst að verða Ólympíumeistari
í Tokíó, er önnur saga, ein
annað sæti hans á sunnudaginn
tryggði honum þátttökurétt í
bandaríska liðið á Tokíó-leik-
unum.
Úrslit í ensku knattspyrn-
unni á mánudag og þriðjudag
urðu þessi:
1. deild:
Aston Villa-Sunderland 2—1
Wolves-West Ham 3—2
Nottom. For.-Burnley 3—1
2. deild:
Leyton Orient-Bury 1—0
Charlton-Crystal Pal. 1—2
Coventry-Jlerby County 0—2
[pswich-Northampton 0—0
Rotherham Portsmouth 1—0
Swansea-Swindon Town 4—0
Úlfarnir unnu þarna sinn
fyrsta sigur i átta leikjum, bik-
armeistara West Ham. en það
nægði ekki til að bjarga Cullis
eins og sagl er frá annars stað
ar á síðunni Coventry tapaði
þriðja leiknum í röð og við það
komust Kotherham og Derby
upp fyrir Coventry — en Der
ov hefui fvívegis sigrað nýja
2 deildarliðið undanfarna
daga
STUTTAR
FRÉTTIR
• Á frjálsíþróttamóti í Kiev
á mánudaginn, stökk Ter Ovan-
esian 8.14 metra í lanigstökkí
— og verður þvf hættulegur
fyrir Ralph Boston í Tokíó.
Þetta er fyrsta keppni Ovan-
esian síðan snemma í sumar,
en hann hefur verið frá keppni
vegna meiðsla.
• Tvö sovézk met voru sett
á sama móti, Zoa Skotsova
hljóp 800 m. á 2:03.7 mín. og
Romuald Klim kastaði sleggju
69.67 metra.
• 89 finnskir íþróttamcnn
munu keppa i Tokíó. Flestir
keppa í frjálsum íþróttum eða I
17, en 12 leikmetin verða í
körfuknattleiksliðinu. Með far-1
arstjórum, þjálfurum, læknum
og fleiri, verður finnski hóip-
urinn í allt 122.
Það er erfitt að sjá lið sitt fá á sig mörk og þess vegna
fékk markvörður EIK í Noregi óvænta aðstoð frá þjálf-
ara sínum Andersen í leik í bikarkeppninni norsku ný-
lega. Knötturinn var að renna yfir marklínuna, þegar
Andersen spyrnti frá cins og myndin sýnir. Eftir leik-
inn sagði hann. „Knötturinn hitti marksúluna“ og dóm-
ari leiksins varð að láta það nægja. Og hér heima minn-
ir þetta okkur á atvik, sem skeði á Mclavellinum fyrir
nokkrum árum, þegar Akurnesingar voru upp á sitt bezta.
Þeir léku þá við þýzkt lið og unnu með niklum mun
5-0 og í leiknumvar knötturinn í sjötta sinn að renna
yfir marklínu Þjóðverjannaa, þegar reinn úr fararstjórn
liðsins hljóp í veg fyrir hann og spvrnti frá. Dómarinn
í leiknum, Þorlákur Þórðarson, gat ekki annað en vísað
hinum þýzka skapmanni. frá markinu og láta leikinn
halda áfram. — Ljósmynd NTB.
IBR 20 ára
Um þessar mundir eru liðin 20 ár síðan íþróttafélögin í
Reykjavík mynduðu með sér heildarsamtök og stofnuðu
íþróttabandalag Reykjavíkur. Samkvæmr íþróttalögunum frá
1940 var svo ákveðið, að landinu skyldi skipt í íþróttahéruð
eftir sýslum og bæjarfélögum eða eftir hentugum staðhátt-
um. Voru ekki önnur heildarsamtök en Í.S.Í. og nokkur sér-
ráð í Reykjavík. Komu þessir aðilar fraip fyrir hönd íþrótta-
félaganna í Reykjavík og sérstaklega kom stjórn Í.S.Í. frarn
fyrir þeirra hönd, bæði gagnvart bæjaryfirvöldum og ríki.
Íí/s. - , A's, -, /....
Bandaríska frjáls-
íþróttaliöiö í Tokíó
BANDARÍSKA frjálsíþróttaliðið,
sem keppir í Tokio verður þannig
skipað, en talið er að það muni
hljóta meginhlutann af verðlaun-
um í frjálsum íþróttum á leikun-
um.
100 m.: Bob Hayes, Trenton
Jackson, Mel Pender og Gerry Ash
worth kemur sem f.iórði maður í
4x100 m. boðhlaupssveitina.
200 m.: Paul Drayton, Richard
Stebbing, Henry Carr.
, 400 m.: Mike Larrabee, Ulis
Williams, Ollan Cassell.
i 800 m.: Morgan Groth, Tom
I Farrell, Jerry Siebert.
! 1500 m.: Dyrol Burleson, Tocn
j 0‘Hara, Jim Ryan.
3000 m. hindrunarhlaup: George
j Young, Vic Swolak. Jeff Fish-
, back.
í 5000 m.: Bob Schul, Bill Dell-
I inger, Oscar Móore.
Framnalo a síðu 13
íþróttanefnd ríkisins skipaði
1942 þá Steinþór heitinn Sigurðs-
son, Erling Pálsson og Pál S.
Pálsson í nefnd til að semja upp-
kast að lögum og undirbúa stofn-
un Í.B.R. Var siðan boðað til stofn
fundar 24. ágúst 1944 og endan-
lega gengið frá stofnun bandalags-
ins 31. ágúst.
í fyrstu stjórn voru kosnir
Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttar-
lögmaður, formaður, Baldur Möll-
er, Gísli Halldórsson, Guðjón Ein-
arsson og Baldur Steingrímsson
Stjórnuðu þessir menn bandalag-
inu fyrstu 2 árin á meðan það
var að vaxa úr grasi. Strax
á fyrst ári réðist stjórnin i það
stórvirki, að kaupa íþróttahús
bandaríska hersins við Suðurlands
braut, Íþróttahúsíð við Hálogaland.
rramnald a -iðu u
Ný bók á íslenzku
um sjálfsvörn
Fyrir skömmu var gefin út bók legý Bók þessi, sem nefnist
sem kennir fólki að verjast árás- SJALFSVÖRN er byggð á hinni
um. Nú á dögum, þegar líkams- fornu japönsku sjálfsvarnarglímu
árásir eiga sér stað svo að segja JU-Jutsu, sem í Japan hefur verið
daglega, getur slík bók orðið gagn stu"duð dldum samam Sjálfsvam-
arglima þessi er stunduð 1 dag 1
fjölmörgum löndum, sérstaklega
Cullis rekinn frá Úlfunum
Framkvæmdastjórar enskra
knattspyrnuliða eiga ekki allt-
af sjö dagana sæla — en sjald-
an hafa jafn óvænt tíðindi átt
sér 9txð úr þeirri átt og í gær
er fréttist, að Stan Cullis, fram-
kvæmdastjóra Wolverliampton
VVanderer: hefði verið sagt
upp starft sínu hjá félaginu.
Úlfunum hefur gengið illa að
undanförnu og eru neðstir í 1
deild, en að það skyldi verða
til þess. að Cullis. sem er einn
frægasti ‘ramkvæmdastjóri o
Englandi. skyldi missa atvinnu
sína. kemui algeriega » óvart
Eigendm iðsins koma saman
á fund á mánudag, og efJir
aann var Oullis tilkynnt að <é
lagið óskaði ekki lengur eftir
starfskröftum hans.
Stan Cultis hefur i 30 ár
verið hjá Úlfunum, fyrst sem
leikmaður og fyrirliði tiðsins
um langt árabil — og þá vai
hann einnig cnskur landsliðs-
maður (31 ieikur) og fyrirliði
Englands — og síðar sem fram-
kvæmdastjóri, þar sem hann
gerði Úlfana að einu frægasta
knattsipyrnuliði Englands og
undir hans stjórn vann liðið
Sinn fyrsta sigur í 1. deild.
1954 og síðan eiinnig 1958 og
1959, og auk þess bikarkeppn
ina 1949 og 1960. En nú þegar
um tíma gengur illa, hafa eig-
endur félagsins gleymt þessu
öllu og fórnað Cullis. Ólíklegt
er þó, að hann hverfi úr ’knatt
spyrnunni. Cullis er ekki nema
47 ára að aldri og er liklegt,
að mörg félög á Englandi muni
á næstunni keppast um að fá
notið hæfileika hans. Þess má
geta, að fyrir tveimur árum
skrifaði Cullis bók, sem hann
kalláði; „Allt fyrir Úlfana“,
og vissulega vann hann Úlf-
unum allt — og gerði Wolver-
hampton að miklu liði.
Því má einnig bæta við hér,
að tveir framkvæmdastjórar
hafa sagt af sér síðustu dagana.
þeir Jackie Milburn hjá Ips-
wich og Eddie Booth frá Iludd-
ersfield.
mikið í Bandaríkjunum og ýmsum
, Evrópulöndum. í bókinni eru fjöl-
' margar og greinilegar skýringar
j myndir, ásamt greinargóðum texta
; og á fólk að geta lært brögðin án
j þess að kennari sé nærstaddur,
■ þó það væri að sjálfsögðu æski-
legast.
Fyrir utan það að sjálfsvarnar
glíma þessi veitir fólki ágæta lík
amsáreynslu getur hún einnig ver
j ið afar nytsöm, ef árás á sér stað,
| því þeir sem ná valdi á hennni
! munu reyna það að hún er afar
jsterkt varnarvopn, enda geta jafn
j vel afllitlir karlmenn og konur,
sem hana kunna, ráðið við fíl-
elfdustu karlmenn. Má því segja
að bók þessi sé mjög nauðsynleg
nú á tímum, þar sem dæmin sýna
að fólk er oft illa leikið af árásar
seggjum, og vorkennir engin slík-
um seggjum þó þeir fái ærlega
ráðningu. Bókaútgáfan Bangsi gef
ur bókina út og er verð hennar
kr. 67.50 með söluskatti. i
'ÍMINN, fimmtudaglnn 17. september 1964 —
5;