Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 9
•~l Frú Guðlaug Narfadóttir fór til Bandaríkjanna í sumar til að heimsækja skyid- ♦ fólk sitt, sem er búsett vestur við Kyrrahaf. Frú Guðlaug hefur skrifað grein tyrir * Tímann um þetta ferðalag og birtist fyrri hluti þess á sunnudag, en niðurlag grein- arinnar fer hér á eftir. í ferðinni hitti hún marga Vestur-íslendinga, sem báðu allir fyrir kveðjur hingað heim. þangað voru aðeins 30 mílur frá dýragarðinum, svo það varð úr að við skruppum þangað. Ég var búin að heyra sitt hvað um hvernig værí að fara þang að. Fólk var varað við að fara á bílum sínum yfir landamær- in. Landamæraverðrnir voru sagðir harðir í horn að taka, enda þurfa þeir þess. Það er sagt að mikið eiturlyfjasmygl sé þarna, og alls konar lýður samankoiminn: Við komumst samt klakklaust yfir, en það voru míkil umskipti. Þarna óku menn án þess að virða nokkrar umferðarreglur, enda voru all ir bílar meira og minna brengl aðir. Þarna var urmull af mönnum með alls konar varn ng sem eltu bílana til að selja þeim eitthvað. Þarna var auð sjáanlega mikið af ferðamönn um, og þó göturnar séu bæði þröngar og slæmar, fóru menn eins og bílarnir komust. Ég tók eftir hvað mlkið var af smádrengjum sem voru að þvælast innan um ferðamanna hópana, mér var sagt að þetta væru hættulegustu vasaþjófarn r, þeir vissu engan mun á réttu og röngu, enda flestir þeirra heimilislausir. Ég var fegin að komast klakklaust aftur til baka, en sonur minn sagði mér að ég mættí ekki dæma Mexíkó eftir þessum bæ, þetta væri það lakasta. Leifs Eiríkssonar félagið. Þetta félag sanianstendur af áttahagafélögum Norðurlanda. íslendingafélaginu átthagafélög um Norðmanna, Svía, Dana og Finna. Félagið hélt fund 6. júlí í Hollywood í matsal starfs fólks sparisjóðs sem átti þama gríðarstórt hús. Mér var sagt að bankar og mörg stórfyrir- tæki hefðu góða fundarsali sem þau lánuðu félögum endur- gjaldslaust tíl fundarhalda. Er þetta einn þáttur í því að afla fyrirtækjunum vinsælda og viðskiptamanna. Mér var boðið á þennan fund. Forseti var Hansen dómari, norrænnrar ættar, en á undan honum Jó- hannes S. Newton. Aðalefni fundarins var að fá Leif Eiríksson viðurkenndan sem landnámsmann hjá Bandaríkja þingí og helga honum 9. okt. Frægur menntamaður, pró fessor var á fundinum. Sagði hann frá því að hann hefði far ið til Washington og talað við ýmsa ráðamenn þar, og var vongóður um árangurinn. En eing og kunnugt er hefur Banda ríkjaþing samþykkt frumvarp ið og lögfest að 9. okt. sé helg aður Leifi Eíríkssyni. íslendingafélagið hélt að þessu sinni 17. júní hátíðina þann 5. júní, en þá var Thor Thors á ferð í Los Angeles. Félagið gefur út blað og eru þau Skúli Bjarnason og Guð- ný Thorwaldsson ritstjórar þess. Guðný var mörg ár for- maður félagsins. Hún er fædd og uppalin í Kanada, en er mikill íslendingur, hún kom heim í fyrra. Það var verið að undirbúa fegurðarsamkeppn ina og ætlaði félagið að halda keppandanum frá íslandi sam sæti. Frú Ólöf Svanson sem bæði er í dómnefnd og tekur á móti íslenzka keppandanum, hafði mikið ’að gera við undir búning keppninnar. Ég heyrði bæði á henn og fleiri löndum að þeir töldu að við værum tómlát og gerðum okkur ekki grein fyrir hvað mikil land- kynning fegurðarsamkeppnin væri. Eg er ein af þeim. Ég hef alltaf litið á þessa keppni eins og búfjársýningarnar í sveitunum, þar sem fallegasta kýrin, hesturinn eða hrúturinn fá verðlaun. Eigandinn fær svo skjal sem hann hengir upp á vegg, og er stundum talsvert drjúgur af. En ég verð að játa að ég varð vör við að menn vissu þetta eitt um Is- land. Ég kom í kínverska minjagripaverzlun ásamt syni mínum, við töluðum saman á íslenzku, stúlkan í búðinni vildi vita hvaða mál þetta væri. Þegar henni var sagt að þetta væri íslenzka sagði hún, já fegurðardrottningin í fyrra var þaðan, er það ekki ein- hvers staðar milli Noregs og Grænlands? Sjálf var hún frá Hong Kong. Gunnar Matthías- son Jochumsonar og kona hans Guðný eru hrókar alls fagnað- ar hvar sem maður hittir þau. Gunnar var nýbúinn að syngja þjóðsönginn og lesa kvæði eftir föður sinn inn á segulband sem átti að fara hingað heim. Mér var sagt að um 500 íslendingar væru í Los Angeles og grennd. Margar stúlkur sem giftust þangað á stríðsárunum eiga ágæt heimili og þykja góðar húsmæður, og eru okkur til sóma og vegnar vel. Þetta gladdi mig innilega. Ég var boð in á heimili nokkurra þeirra og sannfærðist um að þetta var rétt. Skemmtilegur siður. Þegar kona gengur með barn, eða jafnvel eftir að það er fætt, er henni haldin veizla, og færðar sængurgjafir. Eg komst í eina slíka veizlu. Hún var haldin heima hjá Ragnari Þórarinssyni verkfræðing, hann á enska konu, með henni var Sigga, kona Braga Frey- móðssonar. Þarna komu marg ar íslenzkar konur með góðar gjafir handa tveggja mánaða gömlum afkomanda Jónasar heitins frá Hróasdal í Hegra- nesi, en móðirin er Margrét , Guðmundsdóttir, systurdóttir Jónasar Jósteinssonar kennara. íslenzku konurnar hafa sauma klúbb. Þær koma saman heima hjá hvor annarri. Ég kom á einn saumafund þar og voru þar 20 konur, þeim þykir gam an hittast og spjalla saman sem von er. Ég var boðin heim á mörg heimili og naut mikill ar gestrisni hjá löndum mín- um. Ég bið að heilsa heim. Allir íslendingarnir, sem ég hitti kvöddu mig með þessum orðum. Þessi kveðja segir hug þeirra til lands og þjóðar. Hér eiga þeir heima hvert sem ör- lögin bera þá. Á leiðinni heim gisti ég 2 nætur í New Jersey hjá vin- konu minni þar. Þar voru þá óeirðir og var fólk varað við að vera mikið á ferli. Ég tal aði þar við nokkrar íslenzkar konur sem ég þekkti, og létu þær vel af sér. Á leiðinni út á flugvöll kom ég við hjá einní þeirra. Einn flugmannanna hafði orð á því, þegar hann sá 4 íslendinga í vélinni að þetta væri óvanalegt, oftast væru engir landar, bara út- lendingar. Þegar við lentum á Keflavík urflugvelli klukkan 7 að morgni þess 5. ágústs í kalsa- veðri, og ég steig aftur í ís- lenzka grund, voru mér efst í huga orð skáldsins: Hér elska ég flest, hér uni ég bezt, við land og fólk og feðra tungu. legt sjúkraflug", en áður komn- ar út í Noregi: Falinn fjár sjóður, Týnda flugvélin, Flug ferðin til Englands, Leitar flugið og Undraflugvélin.“ — Hvað hefurðu skrifað margar unglingabækur? „Þær eru víst orðnar at.ián og tvær væntanlegar í haust.“ — Verða þær framhald af fyrri bókum? „Önnur er framhald at „Óia og Magga í ræningjahöndurr “ en hin nefnist: „Víkingaferð til Surtseyjar11 Tildrögin að því að ég fór að skrifa hana var að ég kom heinv með Gull fossi frá Kaupmannahöfn fyrravetur og siglt var sring- um Surtsey gjósandi. Sú sýn orkaði svo sterkt á mig, að ég settist við að skrifa þessa bók. þegar ég kom heim “ — Og oækur þínar eru mik- ið eftirsóttar? „Árnabækurnar náðu strax miklum vinsældum eftir að þær fóru að koma út Og það er af sem áður var um að fá útgefendur. Ég gekk með hand ritið að fyrstu Árnabókinni milli þriggja útgefenda hér Reykjavík, og þeim þótti ekk' árennilegra að gefa hana úl en svo, að þeir treystust ekki til þess. Þá sneri ég mér til Bókaforlags Odds Björnssonai á Akureyri, sem síðan hefur gefið út bækur mínar Sam vinnan við þá útgáfu hefur ver ið ánægjuleg, og er ég mjög þakklátur t'orstjórum útgáfunn ar fyrir það, hve þeir hafa gert bækur minar vel úr garði jafnan myndskreytt þær, og gerði Oddur Björnsson fyrst teikningar í bækumar, en semni árin Halldór Pétursson listmálari.“ Fjöldi afbragðs góðra Ijósmynda skreyta bókina .,Börn paa Island, þessi er ein þeirra — og auðvitað eru þetta unglr íslendingar í réttunum. FB-Reykjavík, 16. september. Sumarstarfsnefnd Langholts- safnaðar hefur ákveðið að efna til námskeiðs í umferðarreglum og hjólreiðum, sem eingöngu verður ætlað börnum á aldrinum 10 til 12 ára, og mun námskeiðið verða næsta laugardag kl. 14 við Voga- skóla. Nefndin efndi til sams konar námskeiðs í umferðarkennslu í vor, og skiptu þátttakendur hundr uðum. Hefur nefndin nú ákveðið að efna til annars námskeið^ áður en aðalumferðin í skólana hefst og hættur aukast með haustinu. Kennarar og nemendur koma saman til námskeiðsins við Voga- skólann, en aðalleiðbeinandi verð- ur nú eins og áður Sigurður E. Ágústsson lagregluþjónn. Slysa- varnafélagið annast ýmsan kostn- að en framkvæmdir og skipulagn- ing er á vegum Sumarnefndar kirkjunnar. Formaður nefndarinn- ar er Kristján Erlendsson. í sumar hefur nefndin gengizt fyrir skemmtiferðum fyrst með æskulýðsfélaginu og síðan með eldra fólk, svo og berjaferð fyrir börn, og síðast var efnt til Þórs- merkurferðar með almennri þátt- töku. T í M I N N , fimmtudaginn 17. september 1964 — ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.