Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 3
I HEIMA OG HEIMAN HELENA RUBINSTEIN Gyðingastúlkan sem varð ríkasta kona Ameríku Stuttum, ákveðnum skrefum gekk þessí litla kona, með einbeitnina í augum og klædd samkvæmt nýjustu Dior- tízku, inn í glæsta verksmiðju sína á Long Island og virt- ist alls ekki taka eftir nafni sínu, rituðu geysistórum stöfum yfir þvera framhlið byggingarinnar. í annarri hendi hélt hún á krukku með fegrunarmeðali. Helena Rubinstein var á leið til vinnu. Þessi 92 ára gamla kona, sem storkar þjófum og ræningjum, sem brjótast inn á heimili henn ar, finnst bæði auðvelt og skemmtilegt að vera drottning í ríki fegrunarlyfjanna, því heimsveldi, sem hún hefur byggt upp á sex tugum ára. Hún er kölluð Madame, Princ ess eða Queen o/ Beauty Sci- ence og sögð eiga 100 milljónir dollara í beinhörðum pening- utfi. Þrátt fyrir upp'nrópanir ann- arra um, hve ungleg hún sé, fer hún ekki i launkofa með aldur sinn og þegar vinur henn ar Picasso spurði hana einu sinni hreinskilnislega, hve göm ul hún væri, svaraði hún án þess að blikna: „Eldri en þú“. „Markmið milt í lífinu hefur verið að halda konum ungum og fögrum. — Ég get ekki.þol- að það þegar fóík er að tala um, hve ég eigi margar millj- ónir. í hreinskilni sagt hugsa ég ekki um peninga. Þúsundir kvenna ættu að vera mér þakk- látar, því að ég framleiði allt til þess að gera þeiin mögulegt að varðveita fegurð sína . . .“ „Þegar ég var barn, var ég óttalega lítill, eigingjarn kjáni, en þegar ég gekk út í viðskipta lífið hugsaði ég ekki lengur um sjálfa mig, starfið átti mig ó- skipta. Þegar ég var 25 ára gömul var ég orðin svo rík, að ég hefði ekki þurft að vinna meira um ævina, en ég hélt áfram — því að ég var fædd til að vinna meira og vinna meira.“ Helena Rubinstein er fædd á jóladag í Crackow í Póllandi, ein af átta dætrum Gyðinga- kaupmanns í meðal efnum. Þegar hún var barn, safnaði hún brúðum og hafði fyrir leik að lita hár þeirra með jurta- litum. Svo fór hún úr föður- garði til Ziirich og hugðist fram kvæma ósk föður síns um, að verða læknir. „Þegar ég kom í háskólann fann ég brátt, að ég myndi aldr ei hafa áhuga á skurðaðgerðum og ég var hrædd við blóð“, seg- ir hún. Eftir uppgjöf í námi og rifrildi við föður sinn út af ungum manni (,,ég var föður HMMM mínum mikil vonbrigði"), fór hún til Ástralíu til ættingja sinna þar. Samkvæmt Rubinstein-þjóð- sögunni, var það andlitslitur hennar, er rak hana út í við- skiptalífið. „Þegar ég fór að heiman gaf mamma mér nokkr ar dósir af næturkremi, sem hreinsaði húðina og gerði hana fallega. Allar stúlkur og kon- ur dáðust að andlitshúð minni og fannst þær sjálfar vera veð- urbarnar og hrukkóttar". Helena gaf vinkonum sínum flestar kremdósirnar, og sagði að kremið hefði efnafræðingur í heimalandi hennar búið til úr jurtum og trjáberki í Karpata- fjöllum. Þegar birgðir hennar voru þrotnar bað hún um meira að heiman og fór nú að selja hverja kremkrukku á einn doll- ar. Þessi höndlun endaði með því að hún setti á stofn litla verzlun árið 1902, — „og allt gekk mér i hag frá byrjun“. segir hún. Enn þann dag i dag er þetta fyrsta fegrunarlyf hennar á markaðnum og nefnist Valaze. „Það er eftirlætið mitt“, segir gamla konan nú. Frá Ástralíu hélt hún til Evrópu með 100 þúsund dollara í vasanum „til þess að mennta mig og læra húðfræði“. í blóra við ráðleggingar allra góðra manna stofnaði hún Mai- son de Beaute í Lundúnum ár- ið 1908 í bezta verzlunarhverfi borgarinnar. Hún giftist þetta sama ár rithöfundinum Edward Titus og lífið brosti við henni. Ári síðar eignaðist hún fyrsta son sinn, Roy, sem nú er ann- ar aðalframkvæmdastjóri risa- fyrirtækisins. Árið 1912 eignaðist hún ann- an son, Horace. en hann lézt nokkrum árum síðar. Nú fór hún að færa út kvíarnar, stofn- aði fyrirtæki i París, en er fyrri heimsstyrjöldin brauzt út flutti hún vestur um af til Ame- ríku. „Ég kom til Ameríku að vetr arlagi. Allar konur notuðu hvítt dauðapúður, varir þetrra voru gráar, en nefið rautt af kulda“. Hún stofnaði fyrirtæki víðs vegar um landið og færði alls staðar út kvíarnar á milli- stríðsárunum. Hún skyldi við mann sinn og giftist aftur og hóf síðan herferð á mörkuðum Evrópu. f dag eru vörur hennar seld- ar í meira en hundrað löndum. Hjá henni starfa yfir 30.000 manns í rannsóknarstofum verk smiðjum og verzlunum í 14 ríkj uim, og hún græðir 60 milljónir dollara á ári hverju. Hún hef- ur marga hildi háð á samkeppn issviðinu, en nú er stríðinu lok ið. „Heimurinn er svo stór, að þar er rúm fyrir alla“, segir hún. Helena Rubinslein sjálf er sannarlega kona andstæðnanna. Um hana hafa spunnizt alls kon ar sögur, sumar leyndardóms- fullar ,en samt er hún aðeins venjuleg kona, sem grætur á sorglegum kvikmyndasýningum, elskar kvöldgöngur í svölum andvaranum, þykir gatnan að grípa I spil og er málug eins og aðrar konur. Um karlmenn ina í lífi hennar segir hún hreinskilnislega: „Þeir spiluðu aldrei mikla rullu í lífi mínu“. Um skilnaðinn frá fyrri eig- inmanni sínum, sem hún bjó með í 18 ár segir hún: „Hann var í Frakklandi, en ég í Ame- ríku. Hann vildi ekki skilnað. En hann hafði alltaf mikinn á- huga á konum og ég hafði eng- an túma. Það er sama hvað það er, allt krefst mikils tíma . . .“ Helena Rubinstein hefur ver ið talin ríkasta kona í Ameríku, en þó fara sögur af sparsemi hennar. Sagt er, að þegar hún heim- sæki fyrirtæki sln, hvort held- ur í East Hills, Long Island eða París, gangi hún um og slökkvi öll óþarfa Ijós. Hún á nú fjór- ar einkahallir sem ekki erfjarri lagi að kalla svo, en eitt sinn voru þær átta. í húsinu hennar við Park Av enue eru 26 herbergi og má segja, að heimilið sé eins og stórt listasafn. Þar eru lista- verk eftir Modigliani, Picasso, Derain, Roualt, Dufy, Matisse, Dali, auk óteljandi annarra list- muna. Og enn er gamla konan í fullu fjöri og skákar jafnöldr- um sínum með fagurlegu útliti, eins og í Ástraliu forðum. Um líf sitt í heild segir hún: „Ég sé ekki eftir neinu, sem ég hefi gert. Hvað sem ég geri, það geri ég á minn eigin kostn- að, og ég get ekki alltaf hagað mér eins og aðrir vilja“. PILTAR, EFÞlÐ EfGIÞ UNNUSTUNA ÞÁ Á É(? HRINGANA / Á/2SA7/7 Engin yfirlýsing? Stakste’inahöfu'ndur Morgun- blaðsins er í harla úfnu skapi um þessar mundir eg sendir Tímanum ófagran tón. í bæn- um brosa menn hins vegar í kampinn og þykjast vita, af hverju geðillskan stafi. Sú á- stæða er eins og hrúðurkarl á Moggasálinni um þessar mund- ir og feimnismál, sem ekki má nefna á þeim bæ. Feimnismál- ið, sem þessum ósköpum veld- ur, er svonefnd Ágústarskýrsla og allur hrakfallabálkur Mogga manna í sambandi við birtingu hennar. Þess vegna reyna þeir að ná sér niðri á einhverju öðru, þegar vikið er áð Ágústs- skýrslunni. Tíminn kann því miður eng- in Iæknisráð við þessum krank- leika í skapinu á Moggamönn- um, en fyrst ekki er hægt að birta neina Ágústar-yfirlýkingu þar lengur, og engin önnur handhæg yfirlýsing jafngóð virðist tiltæk á ritstjórninni þessa daga, væri ef til vill reynandi fyrir ritstjórann að spyrja manninn, sem skrifar Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins, hvort haivn vilji ekki vera svo góður að gefa yfirlýsingu um það, að hann hafi alls ekkí ætlað sér áð gera gælur við kommúnista, þegar hann vék að Moskvufundi þeirra s.l. sunnudag. Sú yfirlýsing færi vel næst á eftir Ágústarskýrsl- unni, og Moggi gæti svo sagt á eftir, að þetta væri nú í anda New York Times. En merkilegt sálfræðilegt ra'nnsóknarefni um hugrenn- ingatenigsl væri það, hvers vegna höfundi staksteina datt í hug hakkavél, þegar hann ræddi þessi mál. Bíla- & búvélasalan NSU Prins '63 Simca 1000 fikínn 18 þús. Taunus 17 m '62 Nýinafl Opel Reckord 63— ‘64 Taunus 17 m 61 Station. Sem nýi bíli Mercedes-Bens ‘58—'62 Chevrolet '58—'60 Ramblei American 64 Sjálfskiptui Skipti á stærri bfl. nýium amerískum óskast Vörubilari Skannia '63— 64 sem nýti bQai Mercedes-tíens 322 og 327. '60— '63 Volvo ‘55—‘62. Chevrolet '55—'60. Dodge ‘54—-61 Ford ‘55—‘61. Salan er orugg ijá okkur. Bíla- & búvélasalan við Miklatorg — Símt 2-31-36 FARÞEGAFLUG-FLUGSKÓLI Atvlnnurekendur: Sparlð tfma og peninga — látiS okkur flytjo viSgerSarmenn ySar og vorohluti, örugg þjðnusta. FLUGSYN rfMINN, fimmludaginn 17. september 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.