Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 17. september 1964.
211. tbl. 48. árg.
Norðaustanlands
er mikil ófærð
KRAFTA VERKID 20. Þ. M.
HF-Reykjavík, 16. september.
Vetur er nú genginn í garð á
norðausturlandi með ofsaroki,
snjókomu og kulda. Fjallvegir á
austanverðu Norðurlandi og Aust-
urlandi, suður að Reyðarfirði, eru
að teppast og Siglufjarðarskarðið
er rétt fært stórum bílum í kvöld.
Hér Sunnanlands hefur verið mik
ið hvassviðri og kuldi, þó ekki
snjói og við Sultarfit, afrétt úr
Biskupstungum, lentu smalamenn
í miklum veðurhörkum.
f kvöld kemur áætlunarbíll til
Siglufjarðar, og DÍða hans trukk-
ur og jeppi í skarðinu, til að að-
Víkingur og Askur
rákust á
EJ-Reykjavík, 16. september.
Um klukkan 10 í morgun rákust
togararnir Víkingur frá Akranesi
og Askur frá Reykjavík á við
Austur-Grænland, og kom nokkur
leki að Víkingi. Togararnir eru
nú á leið til Reykjavíkur, og eru
þeir væntanlegir hingað aðfara-
nótt föstudagsins.
Víkingur skemmdist nokkuð á
brú og borðstokki og kom leki að
togaranum, en Askur skemmdist
eitthvað á kinnungi. Togararnir
sigla báðir á fullri ferð til Reykja
víkur og hafa samflot. Engir skað-
ar urðu á mönnum við árekstur-
inn.
stoða hann yfir skarðið. Áætlað
er að reyna að koma áætlunabíln
um aftur til baka. Á Siglufirði er
snjóföl á grasi alveg niður í bæ
og mikill snjór í efstu tindum.
Á Egilsstöðum er snjókrap í
kvöld, en mikið snjóar til fjallá.
Fjarðarheiðin og Möðrudalsfjall-
garður eru einungis fær stórum
bílum og má búast við, að vegir
þar teppist í nótt. Áætlunarbíll fór
í dag frá Egilsstöðum til Akureyr
ar og komst klakklaust leiðar sinn
ar. Kornskurður, sem hafinn var
á Egilsstöðum og víðar, Ieggst
auðvitað níður, meðan þessi vætu
tíð gengur yfir. Ofsarok er á fjöll-
um alls staðar Austanlands.
Fyrstu smölun er nú lokið fyrir
Flóa- Skeiða- og Hreppamannarétt
ir og lentu gangnamennirnir í
miklum óveðrum á öræfunum.
Lengst fóru þeir inn í Arnarfell
og þar fundust 19 kindur og voru
95 reknar fyrir Hnífá og 1000 suð
ur fyrir Gljúfursá. Fyrir ínnan
var allgott smalaveður og fengu
smalamenn dágott að smala norð
urleit síðastliðinn sunnudag, en
er sunnar dró afrétt versnaði veðr
Framh á 15 síðu
GB-Reykjavík, 16. sept.
LEIKÁR Þjóðleikhússins
hefst n. k. sunnudagskvöld með
frumsýningu á „Kraftaverk-
inu“ eftir bandaríska leikskáld
ið William Gibson undir leik-
stjóm Klemensar Jónssonar, en
aðalhlutverk leika Gunnvör
Braga Björnsdóttir og Krist-
björg Kjeld. Síðan líður
skammt til næstu frumsýning-
ar, sem verður nýtt, íslenzkt
leikrit, en þau verða raunar tvö,
eftir unga ísl. höfunda, á leik-
skrá í vetur, að því er þjóð-
leikhússtjóri sagði á fundi með
fréttamönnum í dag.
Nýverið var sagt hér í blað-
inu frá Kraftaverkinu, sem er
sannsögulegt að efni og fjallar
um æskuár Helenu Keller, sem
missti bæði sjón og heyrn korn
ung en lærði síðan að lesa og
skrifa og varð heimsfrægur rit
höfundur. Sex telpur voru póf
aðar í vor í því skyni að velja
úr þá, seen helzt kæmi til greina
að takast þetta hlutverk á hend
ur, og varð fyrir valinu 13 ára
telpa úr Kópavogi, Gunnvör
Braga Björnsdóttir, sem hóf æf
ingar í vor áður en skóli
hennar var á enda. Foreldr-
ar hennar eru Björn Einarsson
tæknifræðingur og Gunn-
vör Braga Sigurðardóttir (skáld
prests í Holti), og hafa þau öll
Gunnvör litla og foreldrar
hennar áður unnið saman í
Leikfélagi Kópavogs, þar lék
sú litla fyrst í fyrravetur í
„Húsinu í skóginum“. Annað
aðalhlutverkið, kennslukonuna
Anne Sullivan, sem kennir Hel-
enu að lesa og skrifa, leikur
Kristbjörg Kjeld, foreldrana
leika Valur Gíslason og Helga
Valtýsdóttir, en önnur hlutverk
leika, Ævar Kvaran, Amdís
Björasdóttir, Emilía Jónasdótt-
ir, Amar Jónsson og Árni
Tryggvason. Er hlutverk telp-
unnar langerfiðast, því að hún
er á sviðinu svo að segja allan
tímann.
Næst á eftir Kraftaverkinu
verður frumsýnt „Forsetaefnið"
eftir Guðmund Steinsson, háð-
leikrit um stjórnmálabaráttu
samtímans, fyrsta verk, sem
sett er á svið eftir Guðmund.
Leikstjóri verður Benedikt
Áraason, en forsetaefnin leika
Róbert Arnfinnsson og Rúrik
Haraldsson. Síðar ver®yr frum-
sýndur nýr gamanleikur, eftir
Agnar Þórðarson, „Sannleikur
úr gifsi“, þriðja leikrit Agnars
á sviði Þjóðleikhússins, en einn
ig hafa Lei'kfélag Reykjavíkur
og Lei'kfélag Seifoss flutt tvö
önnur leikrit hans. Væntanlega
verður og flutt nýtt íslenzkt
barnaleikrit í vetur, eftir Ingi-
björgu Jónsdóttur, með tónlist
eftir Ingibjörgu Þorbergs.
Framhald á síðu 15
Gunnvör Braga Björnsdóttir, sem leikur aðalhiutverkið í Krafta-
verkinu, og leikstjórinn, Klemens Jónsson. (Tímamynd, GE).
TILRAUN GERÐ TIL" ÞESS AÐ HEFTA SNJÓFOK Á VEGUM
NET SETT UPP MEÐ
Fannst látinn
KJ-Reykjavík, 16. sept.
í morgun fannst maður látinn
við olíugeyma toppstöðvarinnar
við Elliðaár, og var hjartabilun
banamein hans.
Maður þessi, Sigursteinn Guð-
mundur Þórðarson, mun ekki
hafa verið heill á geðsmunum, og
átti ekki fastan samastað. Hann
1 var nær sextugur að aldri er hann
lézt.
SVÍNAHRAUNSVEGI
FB-Reykjavík, 16. september. | Netin eru liður í tilraun til að
í gær og í dag hefur verið unn- hefta snjófok á veginn, en í októ-
ið að því, að setja upp net með- ber í fyrra sagði blaðið frá því,
fram vegimum í Svínahrauni, að þýzkur maður dr. Wilhelm
skammt frá Litlu kaffistofunni. ' Kreutz, hefði bent vegamálastjóra að hér væru notuð gömul fiski-
á, að víða erlendis væru net eða net, því nóg ætti að vera af þeim,
varnargarðar notaðir til þess að sagði hann.
koma í veg fyrirmyndunsnjóskafla | Það er Veðurstofan og Vega-
á vegum, og stakk hann upp á málaskrifstofan, sem standa að
þessari tilraun, og er hún fram-
kvæmd undir stjórn dr. Kreutz,
sem einmitt er staddur hér nú.
Netunum verður líklega komið
upp á 180 metra kafla á leiðinni
þar sem nýi vegurinn byrjar og
niður að Kaffistofunni í Svína-
hrauni. Netin eru sett upp frá 20—
40 metrum frá veginum, og eru
notaðar tvær gerðir. í fyrsta lagi
svokölluð kókosnet, sem eru sér-
staklega til þessa gerð og notuð
erlendis, og eru þau 3.40 m. á
hæð. Svo eru líka notuð gömul
síldarnet, sem verða nokkru lægri,
og með því að nota þau, á að sjá,
hvort hægt yrði kannski að nota
slík net eingöngu síðar meir, því
af þeim yrði eflaust nóg hérlendis.
Hluti Veðurstofunnar í þessari
tilraun verður meðal annars sá,
!að þarna verður komið upp vind-
mæli, sem á að mæla vindhrað-
ann, og verður þá hægt að dæma
um það, að hve miklu leyti hann
minnkar við tilkomu netanna.
...Hér er veriö að setja upp netin
jgggf
Svínahrauni.
(Tímamynd, KJ).