Tíminn - 17.09.1964, Blaðsíða 8
Beðið að heflsa heim
■—mmmbm————maiaiM———■■■——-aaa————■MwraBuii'imiiMiii
Knotts Berry farm.
Knotts Berry farm er gam-
alt bóndabýll, á kreppuárunum
fóru Knottshjónin að rækta
ber til sölu. Svo komu þau sér
upp. hænsnarækt og matsölú
þar sem eingöngu er framreidd
ur matur úr hænsnakjöti. En
merkasta starf þeessarar fjöl-
skyldu er byggðasafnið. —
Þarna er saga þessa byggðar-
lags rakin frá því að fyrstu
gullgrafararnir tóku sér þar
búsetu. Þarna er allt sýnt,
húsakynni, gullnámur, menn
að þvo gullsand, Indíánar í
tjöldum sínum. Heilt fjall hef-
ur verið byggt, gömul járn-
braut gengur þarna, asnar
standa undir klyfjum, jafnvei
fangelsinu með Jóa hestaþjóf
er ekki gleymt. Þarna sítur
hann inni og kallar til þeirra
sem líta inn um gluggann hjá
honum, og segir við þá nokk-
ur vel valin orð. Þarna er
kirkja og kirkjugarður, þar
sem lesa má nöfn frægra
glæpamanna og setningar eins
og þessa: Ef þér þykir tómlegt
þama þá bíddu rólegur, ég
kem bráðum Anna. f stórum
sal eru svo líkön af húsum
og húsbúnaði allt frá því að
byggð hófst þarna og til þessa
dags. Þarna eru alls konar
skrautmunir, mynt, byssur og
alls kyns vopn, og alls kónar
áhöld. Á kvöldin er kynnt bál
við námuopið og þar eru sýnd
ir dansar og ýmislegt fleira
gert til að skemmta gestum, en
þetta er mjög fjölsóttur stað-
ur enda margt að sjá. Börn
Knottshjónanna, 7 að tölu,
hafa þarna hvert sitt fyrirtæki,
og vinna öll, en gömlu hjónín
líta eftir. Gamla frúin fer eld-
snemma á fætur og lítur eftir
að allt sé í lagi i eldhúsinu i
hinu stóra veitingahúsi Það þyk
ir gott að vinna hjá þessari fjöl-
skyldu, hún er hjúasæl og
gerir vel við sitt fólk. Þó
þetta fólk sé stórauðugt er það
starfsamt og hefur ekki látið
auðævin stíga sér til höfuðs.
San Juan Capistrano
Mission.
Er gamalt klaustur byggt
1776. Mér var sagt að spánskir
múnkar hafi byggt 20 klaustur
og haft fjögra dagleiða milli-
bil tnilli þeirra og þannig lagt
undir klaustrin mikið land.
Klaustrið er byggt úr mörsteini
og brenndum leir, en hrundi
að mestu í jarðskjálftum, en
kirkjan stendur og er notuð
enn. í henni er altaristafla
komin alla leíð frá Barsilóna á
Spáni og er 300 ára gömul.
Þarna mátti sjá þau áhöld sem
notuð voru við byggingu klaust
ursins, og voru þau ekki síður
frumstæð og fábrotin, en þau
áhöld sem notuð voru hér á
landi á sama tíma. Er ótrúlegt
að svona stór bygging skuli
hafa verið byggð með slíkum
áhöldum. Þarna er mikið safn
muna sem notaðír voru við
klausturhald og katólska siði.
Þarna í garði klaustursins er
aragrúi af svölum, þær koma
á vorin til að verpa, svo að
segja á sama klukkustíma og
fara á haustin á sama degi á
hverju ári, enginn veit hvert.
Þær eru mjög spakar og éta
úr lófa manns. Þegar ekið er
inn í bæínn Laguna Beach
stendur gamall gráskeggur við
veginn og býður vegfarendur
velkomna í bæinn. Ég hélt að
hann væri skrítinn í kollinum,
en það er nú eitthvað annað,
þetta er mikils metinn embættis
maður, nokkurs konar gestrisn
isambassador. Þarna er míkið
um ferðamenn, ekki sízt til að
skoða klaustrið, og bæjaryfir-
völdum þykir sjálfsagt að sýna
það að ferðamenn séu velkomn
ir enda lifa bæjarbúar á þeim
að mestu.
Lake Arrowhead.
Þetta er fjallavatn í 700 feta
hæð. Nafnið mun dregið af
lögun þess. Þarna er ákjósan-
leg baðströnd enda mikið not
uð. Menn iðka vatnaskíðaíþrótt,
síglingar og veiðiskap. Á vet-
uma snjóar bæði og frýs, og
þá fara menn á skautá og skíði.
Þarna í kring um vatnið er
mikil byggð. Þarna búa bæð
leikarar og auðmenn, sem ekki
þurfa að fara til borganna dag
lega. Þarna eru verzlanir og
veitingahús og um vatnið geng
ur ferja svo að gestir getí skoð
að það og fræðzt um það sem
þar er að sjá. f kring um vatn
ið eru miklir skógar, svo illt
er að sjá hvað byggðin er stór.
Einn hofðinn sem gengur út
í vatnið heitir kvikmyndahöfði.
Eins og nafnið bendir til, er
hann notaður þegar teknar eru
kvikmyndir þar sem sýna þarf
skóglendi.
Á leiðinni upp í fjöllin mátti
sjá stór svæði sem hafa orðð
skógareldum að bráð, var þar
ömurlegt um að litast. Þarna
uppi í fjöllunum er jólasveina
borg, þar er stórt torg sem
jólasveinarnir skreyta fyrir
jólin, svo koma foreldrar með
börnin þangað upp eftir og
láta þau hvísla að jólasveinun
um hvað þau vilja fá í jóla-
gjöf, og auðvita fá þau það.
Sum segja að þetta séu ekki
alvörujólasveinar, þeir eigi
heima á Íslandí eða Grænlandi.
Á leiðinni ofan úr fjöllunum
fórum við yfir eyðimörk, þar
sem ekki var strá að sjá,
annað en kaktusa. Þarna sá ég
nokkur hús, var mér sagt að
þar byggju berklasjúklingar,
loftslag eyðimerkurinnar þætti
svo heilslusamlegt fyrir þá,
enda fengju margir fullan bata.
Eitt af því sem er í tízku og
þykir mikið sport, er að sigla
á seglbátum. Stórar hafnir hafa
Sjóskíðin eru vinsæl íþrótt
Eiler Larsen — kunnur maður í
Disneylandi.
verið grafnar inn í sumum
borgunum fyrir þessa báta, en
á ströndinni mátti sjá menn
fleyta sér á alls konar farar-
tækjum svo sem flekum sem
menn réru með höndum og
fótum liggjandi á maganum, og
létu svo öldurnar bera sig áð
landi.
Um eina helgina fórum við
að skoða dýragarðinn. Þetta
er fjölskrúðugur garður með
ótal dýrategundum. Til þess
að sjá nokkuð að ráði verða
menn að aka um hann, og eru
stórir bílar, líkastir strætis-
vögnum sem ganga um garð-
inn. Bílstjórinn kynnir svo dýr
in um leíð og hann ekur hjá
þeim, sum sýna listir sínar
um leið, svo sem bangsarnir
sem risu upp á afturlappirnar
og veifuðu. Ekki þótti mér
þessi garður eins tilkomumíkill
og dýragarðurinn í Kaupmanna
höfn. En nú vorum við kom-
in nærri landamærum Mexikó
i
l
I
!
i
1
i
Islenzk barnabók handa
dönskum skólum
Ármann Kr. Einarsson
Nýútkomin bók í Kaup-
mannahöfn á vegum dönsku
kennarasamtakanna nefnist
„Börn pá Island — Jon og
Loa“, sem Ármann Kr. Einars-
son rithöfundur og kennari
hefur samið sérstaklega fyrii
barnabókaflokk um fjarlæg
lönd og þjóðir.
Við hittum Ármann að máli
og spurðum um tildrög að því
að hann setti saman þessa bók
„Það þykir nú kannski dálít
ið ankannalegt að út komi á
dönsku bók eftir mig áður en
hún liggi fyrir á íslenzku. En
aðdragandinn að því er sá, að
þegar ég dvaldist í ársorlofi
Danmörku til að kynna mér
kennsluhætti í skólum þar
landi, heimsótti þar marga
skóla og svaraði spuraingum
danskra barna og unglinga um
ísland, varð eiginlega til undir-
staðan að þessari bók. Síðan
kynntist ég fulltrúa á dönsku
fræðslumálaskrifstofunni og
það varð að ráði, að ég setti
saman bók um ísland fyrir
bókaflokk, sem kennarasamtök
in í Danmörk gefa út og nota
sem hjálparlestrabækur við
landafræðikennslu í dönskum
skólum. Þessar bækur eru
söguformi, þar sem börn eru
söguhetjurnar og kynna lesand
anum á lífrænan hátt daglegt
líf og atvinnuvegi landa sinna
Áður hafa komið út tíu bækur
í þessum flokki og nefnast:
Börn í Malaya, Kongó, Andes-
fjöllum, Argentínu, Indlandi,
Síberíu, Alaska, á Svalbarða,
Grænlandi og Kirgisku stepp-
unum. Bækur þessar eru samd-
ar í sem aðgengilegustu formi
með söguþræði, til þess að þau
henti sem flestum börnum tii
lesturs, ekki sízt þeim, sem treg
ust eru við að lesa venjulegar
kennslubækur, og þykir þessi
bókaflokkur gefa mjög góða
raun.“
— Hefur þú frumsamið bók
ina á dönsku?
„Nei. Þótt þýðandi sjáist
ekki tilgreindur á bókinni, þá
er mér ánægja að upplýsa það.
að hann er Þorsteinn Stefáns-
son rithöfundur, sem búsettur
hefur verið í Danmörk í fjölda-
mörg ár og hlaut á sínum tíma
H. C. Andersen-verðlaunin svo-
nefndu fyrir skáldsöguna „Dal-
inn“, sem bróðir hans, Friðjón
rithöfundur, þýddi síðar á ís-
lenzku. Ég er mjög ánægður
með þýðingu Þorsteins á þess-
ari bók, þótt nafn hans standi
ekki á henni.“
— Verður bókin höfð til
sölu hér?
„Já, a.m.k. í Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar og e.t.v. í
Skólavörðubúð ríkisútgáfunnar.
Mér kemur í hug, að hún gæti
orðið þeim unglingum að liði,
sem eru að byrja að læra
dönsku, þeir þurfa ekki að vera
langt komnir til að geta stautað
Sig fram úr sögunni, þar sem
bókin er ríkulega skreytt prýði-
legum ljósmyndum víðs vegar
af landinu, og eru þær flestar
teknar af Þorsteini Jóseps-
syni.“
— Það hafa nú verið að
koma út þýðingar á unglinga
bókum þínum undanfarin ár á
Norðurlöndunum. Hverjar hafa
þegar verið þýddar?
„Á dönsku hafa komið út
„Falinn fjársjóður1' og „Týnda
flugvélin", en á norsku kemur
út sjötta bókin í haust, „Fræki-
TÍMiNN, fimmtudaginn 17. september 1964
8