Tíminn - 19.09.1964, Side 5
................
. . IH
RITSTJORI: HALLUR SÍMONARSON
IÞROTTAÞING SETTI DAG
Framkvæmdamefnd fþróttasam-
bands íslands boðaði blaðamenn á
sinn fund í gær í hlinum nýju
húsakynnum samtakanna í Laug-
ardalnum, en ÍSÍ hefur nýlega
flutt starfsemi sína þangað og
hefur efstu hæð húsins ásamt sér-
samböndum ÍSÍ. Er hér um mjög
iglæsilegt húsnæði að ræða, sem
létta mun alla starfsemi ÍSÍ og
áðstöðu.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ,
hafði orð fyrir stjórninni og
sýndi hin nýju húsakynni. Hann
skýrði einnig frá því, að í dag
kl. 2 yrði íþróttaþing sett í salar-
kynnum Slysavarnafélagsins við
Grandagarð. Störf þess verða
þannig.
1. Þingsetning, forseti ÍSÍ.
2. Kosning 5 manna kjörbréfa-
nefndar.
3. Kosning 1. og 2. þingvarafor-
seta.
4. Kosning 1. og 2. þmgritara.
5. Lögð fram skýrsla fram-
kvæmdast j órnarinnar.
6. Lagðir fram endurskoðaðir
reikningar.
7. Umræður og fyrirspurnir um
störf sambandsráðs og fram-
kvæmdastj órnarinnar.
8. Kosnar nefndir:
a) Kjörnefnd, þriggja manna.
b) Fjárhagsnefnd, 5 manna.
c) Allsherjarnefnd, 5 manna.
d) Aðrar nefndir.
9. Teknar fyrir tillögur um mál,
sem lögð hafa verið fyrir
þingið, og önnur mál, sem
þingmeirihluti leyfir.
Sunnudagurinn 20. september
10. Tekin fyrir fjárhagsáætlun og
tillögur fjárhagsnefndar.
11. Ákveðin ársgjöld.
12. Þingnefndir skila störfum.
13. a) Kosin framkvæmdastjórn
ásamt varamönnum.
b) Kosnir fulltrúar landfjórð-
unganna og Reykjavíkur í
sambandsráð.
c) Kosnir tveir endurskoð-
endur og tveir til vara.
d) Kosinn íþróttadómstóll.
14. Þingslit.
ALFREÐ ÞORSTEINSSON SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUAA;
Héláa KR-inga bítla og
margir féllu í yfirlið
Margt var um að vera í hafnarborginni Liverpool um síðustu helgi, þessari borg, sem státar af „bítlun-
um“ og ensku meisturunum í knattspyrnu, Liverpool FC. Á laugardaginn skeði það, að tveir hópar héldu
innrcið sína í Liverpool, annars vegar heimsfræg „bítlahljómsveit“ frá London, The Rolling Stones, og
hins vegar ískaldir knattspyrnumenn frá Reykjavík FC, en svo er KR-liðið venjulegast kallað hér í
Englandi. Hvað vildu þessir tveir hópar eiginlega til Liverpool? Hafði ekki Liverpool nóg af „bitl'um“
og góðum knattspyrnumönnum? The Rolling Stones komu sáu og sigruðu í borginni — og það má
reyndar segja um KR-in-gana, sem komnir voru til að leika síðari leikinn í Evrópubikarkeppninni.
Þeim tókst að vísu ekki að sigra enska meistaralið ið, en þeir unnu hug og hjörtu yfir 30 þúsunda áhorf
enda á Anfield Road. Blöðin í Liverpool skrifuðu eftir leikinn, að aldrei fyrr hefði nokkru gestaliði
verið fagnað svo gífurlega og KR-liðinu s.l. mánudagskvöld.
Eg kom til Liverpool snemma
á mánudagsmorgni og lá leið mín
að stærsta hóteli borgarinnar, Ad
elphi Hotel, en þar gisti KR-liðið.
Mér brá í brún, begar ég nálgaðist
hótelið, því að það var umkringt
lögregluþjónum. Skýringin kom
fIjótlega í ljós, „bítla-hijómsveit
in“ frá London bjó þá einnig á
hótelinu — og kvöldið áður hafði
það gerzt, að sægur unglinga gerði
aðsúg að hótelinu til að nálgast
þessi átrúnaðargoð sín. Og í þessu
sambandi lenti KR-liðið í smáævin-
týri Hinir hárprúðu hljólmlistar-
menn voru ekki viðlátnir — og
gerðu þá nokkrir liðsmenn KR
sér að leik að veifa til fjöldans
frá gluggum sínum. Áhrifin urðu
meiri en þá nokkurn tímann ór-
aði fyrir — fjöldinn byrjaði að
æpa og- öskra af hrifningu —
stóð sennilega í þeirri meiningu,
að KR-ingarnir væru „bítlar“. Eng
ar sögur fara af því hve margir
féllu í yfirlið, en eftir á var mik
ið gaman hent að þessum atburði.
í sambandi við hina ströngu
löggæzlu yið hótel Adelphi má
einnig geta þess, að um helgina
gisti þar frægur stjórnmálamaður,
Mr. Harold Wilson, formaður
brezka verkamannaflokksins. Var
hann staddur í Liverpool vegna
undirbúnings fyrir þingkosningarn
ar, sem verða innan skamms. Wil-
son ræddi stuttlega við nokkra
íslendinga — og kom mjög vel
fyrir.
☆
Leikurinn milli KR og Liverpool
í flóðljósum á Anfield Road var
heilt ævintýri. Ég skal játa það,
að fyrir leikinn var ég mjög smeyk
Framhald á 9. síðu.
Hér eru nokkrar myndir frá leik KR og Liverpool. Efst siást leikmenn
Liverpool klappa fyrir KR-ingum, þegar þelr, yfirgefa lelkvanginn. Næst
smýgur knötturinn efst í markhornið og fyrsta mark Liverpool er stað-
j reynd. „Viltu skrifa nafnið þitt', segja Liverpool strákarnir og umkringja
Svein Jónsson. Og á þrídl. myndinnl fagnar Gunnar Fellxson, efir tað hafa
skorað ágætt mark fyrir KR.
TÍMINN, laugardaginn 19. september 1964