Tíminn - 20.09.1964, Page 2

Tíminn - 20.09.1964, Page 2
 Laugardagur, 19. sapt. NTB-Melbourne. — í nótt sökk danskt flutingaskip skammt fyrir utan Ástralíu. 16 af áhöfn skipsins var bjargað, 7 drukkn uðu en ekki er vitað um af- drif tveggja. Einn skipsmanna vann það þrekvirki að synda um fjögurra kílómetra vega- lengd til lands til að sækja hjálp handa nokkrum félögum afnum, sem voru lokaðir irini í vatnsþéttu hólfi. Froksmenn komu á vettvang og tókst að bjarga mönnunum. NTB-Bogota. — Framkvæmda stjóri austurrí-ka flugfélagsins Austrian Airlines, dr. Kon- schhegg. hefur verið ráðinn for | maður stjórnar IATA fyrir ár- ' ið 1965. NTB-Nicosíu. Átta flutninga- bifreiðar með matvæli og öðr- um vistum, frá Tyrklandi, fóru í dag frá Famagusta til bæjar- ins Kokkina, sem hefur verið einangraður um langt skeið. Tveir aðrir bílar verða send- ir með vistir til bæjarins Am- belikou, þar sem matarskortur hefur verið mikill undanfarið, af völdum viðskiptamannsins, sem Kýpurstjórn hefur haldið uppi, þar til fyrir nokkrum dögum. NTB-Belgrad. — Walter Ul- bricht, foringi austur þýzkra kommúnista kom í dag til Bel- grad í eins dags heimsókn, en áður hafði hann verið í Sofíu í Júgóslavíu, þar sem hann átti viðræður við Tító, forseta. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR ## Eitt er nauðsynlegt li Frægasta heimsókn sögunn- ar er sjálfsagt þessi gestakoma á litla heimilið í Betaníu, sem sagt er frá í 10. kap. Lúkas- arguðspjalls. Og tæpast mun meiri fjar- stæða til en sú fullyrðing, sem Kristur setur fram í samtal- inu við Mörtu, þegar hann seg- ir: „Eitt er nauðsynlegt.“ Flest ír minnsta kosti nú á dögum mundu sennilega vilja fremur segja: „Allt er nauðsynlegt.“ Þessi frásaga bregður upp mynd af heimili, og þetta er meira að segja fyrirmyndar- hcimili. Það sjá hinar ólíku systur um. Annars vegar Marta með forsjá og fyrirhyggju, gest risni og skyldurækni. Hinsveg- ar María með menntaþrá og andlegri þrá eftir auðlegð hins eilífa og heilaga. En það kall- aði Jesús: „Hið eina nauðsyn- lega.“ Án þeirrar þrár yrði allt hitt til einskís eða ills. „Án vegabréfs vors hjarta er leiðin Iglötuð," sagði skáldið forðum. Þar kemur sama hugsun fram í öðrum orðum. Og þótt und- arlegt megi virðast, verður þetta að eflast og þroskast á heimilum, einkum á starfs- sviði og fyrir sálarþroska kvenna. Það er þáttur híns eina nauð synlega, sem nútímafólki og þó einkum konum er hollt að minnast og kynnast. LOFTLEIÐIR Framnald ai 1 siðu 400, sem tekur 160 farþega, er nú á flugleiðinni New York— Keflavík—Luxemburg og fer hin flugvélin, sem tekin verður í notkun 1. nóvember inn á sömu flugleið. Hinir skandinavísku að- ilar segja, að í samningi Loftleiða og SAS, sem rennur út í lok okt- óber, sé aðeins talað um DC-6-B flugvélar og með tílkomu nýju vélanna sé því grundvöllur þess samnings hruninn. Ekki hafa fengizt upplýsingar um, hvaða breytingar hinir skandí navísku aðilar vilji gera, en það mun væntanlega koma fram á fundinum á mánudag. Loftleiðir eiga enga aðild að þeim fundi, enda telur félagið sig ekki hafa á nokkurn hátt gengið n hJut SAS, þótt nýjar flugvélar n: '• verið teknar í notkun á Atlantshafsleið inni. í rúman áratug hafa Loftleiðir haldið uppi sama ferðafjölda á þessari leið, en á sama tíma hef ur farþegafjöldi aukizt að meðal tali um 15%. Með óbreyttum ferðafjölda hefur farþegaaukning því komið Loftleiðum minnst í hag. Að því er hina hliðina varð ar, þ. e. hin ódýru fargjöld, má nefna sem dæmí, að fyrir nokkr- um árum var mismunurinn á far gjöldum Loftleiða og SAS á leið inni milli New York og Danmerk ur um 1000 krónur danskar, en nú er hann aðeins 500 d. kr. Af þeessu er því erfitt að sjá, á hvern hátt SAS telur Lofleiðir hafa skert hagsmuni sína á þessari fluglcið, þegar þess er og gætt, að fyrír liggur, að mikill framgangur hefur verið hjá SAS hin síðari ár á þessari flugleið. Þykir mörgum furðuleg afstaða SAS gagnvart Loftleiðum, þegar þess er gætt, að fullur friður er milli Loftleiða og t. d. banda- rískra, brezkra og hollenzkra flugfélaga og flugyfirvalda. Þess má geta að lokum, að Agnar Koefod Hansen, flugmálastjóri, mun taka þátt í viðræðunum fyr ir hönd íslenzkra loftferðayfir- valda, en hinir fulltrúarnir verða, Alf Heum, aðstoðarframkvæmda i stjóri norsku flugmálastjórnarinn- i ar, sænski flugmálastjórinn, Win berg, sem stjórna mun umræðun um, og skrifstofustjóri dönsku j flugmálastjórnarinnar. HVALFJÖRÐUR Framhald at 1. síðu. þar sem um er að ræða varabirgðir hersins ef styrj- öld brytist út, eða eitthvað kæmi upp. Olíuskipið, sem kom í Hvalfjörðinn í gær, kom. vestan frá Karabíska haf-; inu, frá ESSO í Aruba. Það; mun nú dæla 12 þúsund lestum af nýrri olíu í tank-i ana og taka sama magn af gamalli olíu, sem ekki er lengur talið fært að geyma, þar eð hún gæti verið farin að breytast. Síðast kom olíuskip með olíu til skipta árið 1961. JÓLABÆKUR Framhald aí l síðu. Akranesi. Guðmundur J. Einars son, bóndi á Brjánslæk, sendir frá sér sjálfsævisögu og nefn ist hún, „Kalt er við kórbak.“ Fræðibækur: St.efán Einarss on, prófessor, hefur skrifað bókina, Austfirsk skáld og Heimilið er og verður horn- steinn menningar með hverri þjóð. En hér er það aðeins að verða svefnhús og matstofa og stundum ekki einu sinní það. Ég man eftir draum, sem mann eða konu dreymdi. Hann var eitthvað á þessa leið: Hann stóð við hlið himna- ríkis og vildi komast inn. En frá hinu hvíta hásæti heyrðist rödd, sem sagði: „Ég þekki þig ekki.“ Maðurinn varð frávita af skelfingu og undrun og sagði: „Þekkir Drottinn mig ekki? Veit hann ekki að á hverjum mánudegi tók ég þátt í félags- störfum safnaðár míns. Á hverj um þriðjudegi vann ég fyrir bindindismál, hvern miðviku- dag var ég í námsflokkunum, fimmtudögum við æskulýðs- starfsemi, föstudögunum varði ég fyrir söngfélagið, laugar- dagarnir voru uppteknir við kristniboðssöfnunina og á sunnudögum kenndi ég í sunnudagaskóla kirkjunnar." En aftur heyrðist röddin frá hásætinu: „Nei, ég þekki þig ekki, því að í hvert einasta skípti, sem ég ætlaði að heim- sækja þig, þá varst þú ekki heima.“ Hið eina nauðsynlega fyrir hina önnum köfnu nútíma- manneskju getur verið hennar eigið heimili. Þar verður að byggja upp, efla og rækta þá mannkosti, sem helzt geta ekki annars staðar þróast. En eínkum þá himinsýn til hins heilaga, fagra og eilífa, sem sagt var um: „Ég hef augu mín til fjall- anna, -hvaðan kemur mér hjálp og kraftur, hjálp mín kemur frá Drottni, hinum lifanda Guði.“ Án góðra heimila, þar sem barni er innrætt lotning, auð mýkt, guðstrú og mannelska verða jafnvel skólar og kirkj- ur harla lítilsverðar stofnanir. Híð eina nauðsynlega frum- atriði uppeldis og framfara í þjóðlífinu, má ekki gleymast. Skáldkona nokkur þjáðist af augnþreytu og svima yfir bók- iðju sinni, og fór til læknis. Eftir rannsókn sína á augum hennar, sagði læknírinn: „Eina ráðið, sem orðið getur augum yðar að liði er hvíld.“ En konan svaraði: „Ég hef engan tíma aflögu frá starfi mínu.“ Eftir andar- taks umhugsun spurði læknir- inn: „Hafið þér ekki sæmilegt út- sýni frá heímili yðar?“ „Jú, svo sannarlega, “ svar- aði konan. „Eitt hið fegursta, sem hugsazt getur yfir grænar engjar og fjólublá fjöll í fjarska." Þá sagði læknirinn: „Það er ágætt. Þegar þér verðið þreytt í augunum, þá skuluð þér horfa til fjallanna, helzt ekki minni tíma en fimm til tíu mínútur. Þetta útsýní er bezta hvíldin fyrir augun.“ En gæti ekki verið um sömu hjálp og sama ráð að ræða fyrir nútímamanneskju, sem komin er örþreytt af ævinnar eyðimörk anna og glaums, þar sem áhyggjur og amstur félags lífs, viðskipta og skemmtana ætla allt að færa í kaf? Eru það ekki hljóðar stund- ir á kyrrlátu heimili, hljóðar stundir við hugleiðslu, bóklest- ur og bæn, sem verða hið eina nauðsynlega? Er þar ekki einmitt setzt á andlegan hátt talað líkt og María forð- um að fótum meistarans til að hlusta á boðskapinn um frið, frelsi og fögnuð og horfa ínn í blámandi dýrð lífsins fjalla að baki dagsins. Þetta kunni María í .Betaníu bezt að meta. Og hún lærði líka fyrst allra orðin — lífsregluna miklu: „Leitið fyrst guðsríkis og þá mun allt annað veitast yður að auki. Eitt er nauðsynlegt." Og sagði ekki Páll postuli, að guðsríki væri réttlæti, friður otr fögnuður? Árelíus Níelsson. rithöfundar, en þar er rakinn ferill skálda á Austfjörðum frá upphafi. Árin sem aldrei gleymast, fjallar um ísland á styrjaldarárunum og er skrif uð af Gunnari M. Magnúss. Annað bindi af Rómaveldi, eft ir Will Durant. Með huga og hamri, nefníst bók, sem hefur að geyma jarðfræðidagbækur Jakobs Líndals á Lækjamóti. Sigurður Þórarinsson hefur bú ið bókina til prentunar. Selma Jónsdóttir sendir nú frá sér aðra bók sína og heitir hún Saga Maríumyndar. Hefur bók in að geyma rannsóknir frú! Selmu á ákveðinní Maríumynd. { Einnig mun vera von á list- fræðilegu riti, en við höfum! ekki fengið nánari upplýsingar j um það. Maddaman með kýrhausin, er j- bók eftír Helga Hálfdánarson. | í þessari bók reynir Helgi nýja ! leið í leitinni að Völuspá. Loks kemur út raftækniorða- ! safn og orðabók frímerkjasafn \ ara í þessum flokki. • Ættarbækur. Um jólin kem j ur út annað bindi af vestur- íslenzkum æviskrám, eftir séra i Benjamín Kristjánsson. Fyrsta j bindi þessarar æviskrár kom út árið 1961, en alls munu bind in verða tíu. Ætlunin er að birta í þessu verki skrá yfir allt það fólk af íslenzkum ætt um, sem flutzt hefur vestur um haf. Nýtt bindi kemur _út í bókaflokknum, Merkir íslend- ingar, og fyrra bindið af rit- inu íslenzkir samtímamenn, en það nær yfir A-J. Síðara bindið af þessu verki mun vera væntanlegt á næsta ári. Loks kemur út ein bók, nokkuð frá brugðin öðrum ættarbókum, því hún fjallar um hrossaættir. Heitir bókin Stafnsættírnar og eru í henni frásagnir af ýms- um góðhestum þeirrar ættar. ÞýdÆar bækur. Um þessi jól kemur út ógrynni af þýddum bókum og munum við aðeins nefna fáeinar þeirra. Sól dauð ans, eftir kunnan grískan höf- und, þýdd af Sigurði A. Magn ússyni, Mýs og menn, eftir John Steinbeck, það er leik- ritið, en ekki skáldsagan, smá sagnasafn eftir Martin A. Hansen, Gull og grávara, eftir Peter Freuchen, Karlotta Löv- enskjold, eftir Selmu Lagerlöf og Þanin segl, eftir Axel Sande mose. Ferðabækur. Með uppreisnar mönnum í Kúrdistan, er bók skrifuð af Frlendi Haraldssyní, sem lengi hefur dvalið í Kúrd istan, og sjálfur kynnzt af eig in raun lífi þessara merku en undirokuðu þjóðar. Einnig mun koma út ný ferðabók eftir Birgi Iíjaran. Viðtalsbækur. Vílhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur, hef ur gert viðtalsbókina, Grær undan hoilri hendi, en hún hefur að geyma 30 viðtöl við fólk úr öíium stéttum þjóðfé- lagsins og er ýmsan fróðleik um störf þessa fólks að finna í bókinni. Ekki er okkur kunn ugt um fleiri viðtalsbækur, en ef dæma á eftir vinsældum þeirra á síðustu árum, hljóta «inhverjar fleiri að sjá dags ins Ijós fyrir jólin. Sagnaþættir og fræðibækur. Á fjalla- og Dalaslóðum eftir Pál Guðmunusson, en í þeirri bók eru þættir af mönnum á Hólsfjöllum og ýmsir sagna- þættir. Páll Guðmundsson er búsettur í Kanada og er bróðir Björgvins Guðmundssonar, tón skálds. Um eyjar og annes, heit ir bók eftir Bergsvein Skúla son, og er efni hennar frá Breiðafjarðareyjum. Þetta er bæði fræði- og sagnabók og eru í henni myndir af öllum Breiðafj arðareyj um. Af væntanlegum íslenzkum bamabókum má nefna Víkínga ferð til Surtseyjar eftir Ár- mann Kr. Einarsson, Prinsinn og rósin, eftir Ómar Berg, myndskreytt af Barböru Áma- son, Katla og Svala, eftir Ragn heiði Jónsdóttur. Ein bók trúarlegs eðlis kem ur út núna um jólín og heitir hún Um ársins hring. í henni er úrval af ræðum, ávörpum og erindurn, sem herra biskup { inn yflr íslandi, Sigurbjörn Einarsson hefur flutt. i ■ — | ENGIN SKÝRING í Framhald af 1. síðu. jaðrir hér á bænum sáu eitt rautt - ljós, sem sprakk upp á himninum i eins og blys. -- Veður var ágætt þegar strák- : arnir sáu þennan ljósagang um 8- ;leytið, en klukkan 10 voru komin i smáél og orðið nokkuð dimmt yfir. 1 Við höfðum samband við Lárus ; Þorsteinsson hjá Slysavarnafélag- ! inu f morgun, og sagði hann okk- ur, að bátur hefði þegar verið j sendur af stað í gærkvöldi, þegar jfyrst heyrðist um ljósin. Á þeim | slóðum, sem blysin virtust koma jfrá, voru að minnsta kosti 5 bátar í gær, og hafði enginn þeirra tek- ið eftir neinu óvenjulegu. Er nú verið að geta sér þess til, að sjó- mennirnir hafi verið með ljóskast- ara og verið að lýsa í kringum sig vegna íssins, og hafi þá ljósin komið út eins og blys á skýjuðum himninum, en þó er ekki líklegt, að það skýri rauða blysið, sem fólkið á Felli sá um klukkan 1( I gærkvöldi. Ljósagangurinn sás' einnig frá Kelduvík á Skaga oj nokkrum öðrum bæjum við Skaga fjörð. 2 TÍMINN, sunnudaglnn 20. september 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.