Tíminn - 20.09.1964, Síða 6
Bragur haustgleð-
innar
Haustið er komið, og þótt
margir heilsi því með trega í
eftirsjá liðins sumars, á það
margt í fari sínu, sem hver heil
skyggn maður getur notið í rík
lim mæli. Það á sinn sérstaka
•vip, sitt viðmót og sína gleði,
•em er engu öðru lík. Gleði
vorsins er ærslafull, hávær og
björt eins og leikur barns. Hún
býr yfir djörfung og stórhug
þess, sem kastað hefur ham á
eld, en hana skortir oft um leið
jafnvægi og umburðarlyndi.
Gleði haustsins á sér annan
brag. Hún er gleði hins fulltíða
manns, ofurlítið þunglamalegri
en um leið dýpri og fyllri, á
sér ef til vill sármjúkan trega
streng en um leið umburðar-
lyndi, fyrirgefningu og skiln-
ing, sem semur sátt við lífið.
Njótið haustsins
Það er illt að geta ekki not-
ið haustsins fyrir vetrarkvíð-
anum. Það er einmitt hægt að
brynja sig geng vetrinum með
því að láta friðsæld þess sefa
hug sinn. Horfðu á lóuhópana,
sem fylkja liði á túni og búast
til langferðgr. Láttu sjónir líða
um djúpa blámóðu fjallanna í
sígandi húmi haustkvöldsins.
Leggðu á hest þinn og láttu
götuna hlymja. Láttu fingur
greiða hvítan og faxprúðan
puntinn á grundunum, því að
nú er tími til að leika að strá-
um. Líttu yfir bjarkaskóginn,
sem nú er orðinn marglitur —
gulur, rauður og grænn og
gakktu í skógarhlíðina og
leggstu í hvamminn undir lim
þakinu. þegar húmar að. Hlust-
aðu á. hvernig þýtur í laufi,
og þú skilur, að laufvindar geta
verið ljúfir.
Önn haustsins á sér líka ann
að inntak en störf hinna árstíð-
anna. Hún er uppskeruönn, þar
sem langir og margir starfsdag
ar liðins sumars leggja laun i
lófa hins ötula manns. Gleði
haustsins er uppskerugleði eins
og friðsælt kvöld eftir langan
og sólríkan dag.
Allt er brevtt
nema göngumar
f sveitum landsins er allt ger
breytt, engin handtök þau sömu
og fyrr, öll vinnutæki ný. stór-
virkari og vélrænni en áður.
Það er aðeins eitt, sem heldur
sama svip — göngur og rétt-
ir — og þó aðeins göngurnar,
og þær standa yfir þessa dag-
ana. Og svo kynlega bregður
við, að þrátt fyrir ahnálaða ný-
ungagirni manna, eru þær enn
ævintýrið mesta í íslenzkri
sveit. Um gangnalevtið er eins
og sveitalífið hverfi á ný til
uppruna síns og horfinnar tíðar.
Efri myndin þarf ekki skýringa vi3, en hin neðri er af hinum nýlegu og hagkvæmu réttum Blskupstungna-
manna. ^
Göngurnar heilla enn unga
hugi, og kaupstaðakrakkarnir,
sem voru í sveit í sumar, hafa
neitað að fara heim i.gagnfræða
skólann fyrr en eftir réttir.
Og í huga gömlu mannanna lif-
ir engin æskuminning bjartara
lífi en endurminning um göng
urnar. Hver er sá, sem ekki
man fyrstu göngurnar sínar
eins og þær hefðu verið farnar
í gær og rifjar þær upp þessa
daga. Þeir eru líka býsna marg-
ir, sem flutzt hafa úr sveit í
bæ en geta þó ekki á heilum sér
tekið, nema fara í göngur eða
að minnsta kosti í réttir haust
og haust. Skrifstofumenn og
búðarlokur, prófessorar eða
læknar, ráða sig í göngur hjá
einhverjum bónda. stíga á
hestbak og halda í göngurnar
eins og pílagrímsför til helgr
ar borgar. Það er eins og göng
urnar séu sá þáttur sveitalífs-
ins. sem menn vilja sízt glata
úr sjálfum sér.
Undanfarna daga hafa
gangnamenn hugað að reiðver
um sínum og ferðagögnum, sem
fúna aðra tíma ársins oftast í
friði. Þeir hafa járnað hesta og
ditið til fjalla. Svo lögðu gangna
menn af stað í gær eða fyrra-
dag, eða einhvern daginn i vik
unni sem leið. riðu fram sveit
í átt til heiða í kvöldhúmi eða
aftureldingu. Tilhlökkun skín
úr hverju auga, jafnt þeirra,
sem eru í jómfrúrgöngum sín-
um eða hinum fimmtugustu. því
að eins menn fýsir alltaf
þó. aftur að fara í göngur.
Menn hleypa skeiðfráum jóum
fram að fljóti, gista í sumar-
ffraenu bevi á efsta bæ í sveit
inni, opna sæluhús og gangna-
kofa á fjöllum og firnindum og
hyggja að ummerkjum, sitja
haustkvöldið langt og.íihorfa í
logann við sögur og söngj eða
snæðing kjarnnestis, og þegar
fjársafnið rennur heim um hlíð
ar, gefst sjón sem enginn gleym
ir.
ílngir í annað sinn
Það er mál þeirra, sem
gamlir verða, að ömurlegasta
bragð ellinnar sé það, að svipta
menn hæfileika og getu til þess
að hlakka til. Meðan menn geja
hlakkað til, hefur ellin ekki
náð fullum tökum á manni.
Hinn þjóðkunni skólastjóri og
landafræðihöfundur. Karl Finn-
bogason, lýsti göngum í
skemmtilegri ritgerð á efri ár
um og lauk henni með þessum
orðum:
„Ég hef þekkt ýmsa gamla
gangnamenn. sem verða eins
og ungir í annað sinn, þegar
þeir minnast á göngurnar, og
hlakka til þeirra alveg eins og
drengirnir, þó að þeir geti ekki
framar farið sjálfir í göngur.
Þeim er yndi að tala iim öræf
in og segja sögur af ferðum sín
um þar. Þeir unna öræfunum
eins og sjómaðurinn hafinu, því
að þar hafa þeir leitað og fund
ið, liðið og notið, lúðst og
hvílzt.
Ef til vill hefur þá dreymt
fegurstu draumana sína inni
við jökla með hnakkinn sinn
undir höfðinu líkt og Takob
jT
forðum, þegar hann svaf á
steininum, því að margan
dreymir vel, þó að hann hafi
hart undir höfði.“
Slíkt er seiðmagn gangnanna.
Þegar gömlu sveitamennirnir
hætta að hlakka til gangna —
geta þeir ekki lengur hlakkað
til. Þess er gaman að minnast
á vélaöld, að íslenzkt sveita-
fólk fagnar enn fé sínu af fjalli
með sama innileik og svipuðum
hætti og það hefur gert í þús-
und ár.
Sögulefifur
viSburður
íslendingar hafa nokkuð á
tíundu öld haft hið fagra ár-
tal 1000 mest í heiðri fyrir
tvennt — kristnitökuna og
fund Vínlands. Hins vegar hafa
varla aðrir en þeir sjálfir lagt
á það fullan trúnað, að Leifur
heppni hafi fundið Ameríku, og
aðrir, sem hafa trúað því að
hálfu, hafa helzt talið Leif
Norðmann. Á þessu ári verða
merkileg þáttaskil 1 þessum efn
um. Loks viðurkenna Ameríku-
menn það að fullu, svo og all
ur heimur, að Leifur heppni
hafi afdráttarlaust fundið Amer
íku. Bandaríkjaforseti hefur
ákveðið að binda þetta fastmæl
um í eitt skipti fyrir öll með
því að viðurkenna þetta á
sérstökum Leifsdegi hinn 9.
okt. næstkomandi, og ætlast til
þess, að sá minningardagur um
fund Ameríku verði hátíðlegur
baldinn á hverju ári síðan.
UM MENN OG MALEFNi
Með þessu er alveg brotið
blað í þessum efnum, og það
hlýtur að vera mikið fagnað-
arefni íslendingum. Hvort
tveggja hefur gerzt, að sann-
fræði þúsund ára gamallar ís-
lendingasögu hefur sannazt, og
hin fámenna þjóð á eylandinu
við heimskautsbaug átti þann
son, er fann mestu og auðugustu
álfu heimsins, og fyrsta hvíta
barnið, sem þar fæddist var
sonur íslenzkra hjóna og bar
nafnið Snorri.
Fornminjar, sem fundizt hafa
á Nýfundnalandi þykja hafa
skorið alveg úr um þetta. En
um þennan atburð, mesta og
merkilegasta landafund heims
ins, hefði enginn maður vestan
hafs eða austan vitað á
vorum dögum, ef íslendingar
hefðu ekki að fornu verið bók-
menntaþjóð, sem ritaði sögur.
Hinn 9. október næstkomancfi,
fyrsti minningardagur um
fund Ameríku, verður því einn
af mikilvægari merkisteinum
íslandssögunnar, og viðurkenn
ing Bandaríkjamanna, sem
byggð er á óhrekjanlegum sönn
uhargögnum verður nýtt sam
bandstákn þessara tveggja
þjóða — hinnar örsmáu og
risastóru. Þessi tímamót eru
ekki síður merkileg fyrir ís-
lendinga en Bandarikjamenn.
Brugðu dögginni í
munn sér.
Gaman er að rifja upp hina
stuttorðu en greinargóðu frá
sögn Eiríks sögu rauða, er
Leifur sigldi frá Marklandi og
fann Vínland:
„Nú sigla þeir þaðan í haf
landnyrðingsveður og voru úti
tvö dægur, áður en þeir sáu
land og sigldu að landi og komu
að ey einni, er lá norður af
landinu, og gengu þar upp og
sáust um í góðu veðri og
fundu það, að dögg var á gras
inu, og varð þeim það fyrir, að
þeir tóku höndum sínum í
döggina og brugðu í munn sér
og þóttust ekki jafnsætt kennt
hafa sem það var. Síðan fóru
þeir til skips síns og sigldu í
sund það, er lá milli eyjarinnar
og ness þess, er norður gekk
af landinu, stefndu í vesturátt
fyrir nesið. Þar var grunnsævi
mikið að fjöru sjávar, og stóð
þá uppi skip þeirra, og var þá
langt til sjávar að sjá frá skip
inu. En þeim var svo mikil for
vitni á að fara til landsins, að
þeir nenntu eigi þess að bíða,
að sjór félli undir skip þeirra,
og rurniu til lands þar er á
féll úr vatni einu. En þegar sjór
féll undir skip þeirra, þá tóku
þeir bátinn og reru til skipsins
og fluttu það upp í ána, síðan
í vatnið og köstuðu þar akker
um og báru af skipi húðföt sín
og gerðu þar búðir. Tóku þeir
það ráð síðan að búast þar um
þann vetur og gerðu þar hús
mikil.“
Þannig er lýst þeim atburði,
er íslenzkur maður steig fyrsta
sinn á land Vesturálfu, og um
þann sögulega atburð verður
nú ekki lengur deilt. Hann er
jafnörugg söguleg staðreýnd og
för Kólumbusar fimm öldum
síðar.
t
T I M I N N , sunnudaginn 20. september 1964 —