Tíminn - 22.09.1964, Qupperneq 1
FLUGVÉLIN
Á HAFINU
Sá óvenjulegi atburður gerð
ist á sunnudaginn, að eins
hreyfils flugvél á leið • frá
Bandaríkjunum til Evrópu
nauðlenti á hafinu fyrir sunn
an land. Flugmanninum var
bjargað í þyrilvængju frá
Keflavíkurflugvelli, en vélinni
bjargaði vélbáturinn Ögri, og
kom hann með hana til Reykja
víkur aðfaranótt mánudagsins.
Nánari frásagnir af þessu slysi
og aðdraganda þess er að finna
á 3. og 16. síðum í blaðinu í
dag. GE tók myndina um borð
í Ögra við komuna til Reykja
víkur.
"m v\
Gunnar Guðbjartsson um samkomulagið í Sex-mannanefndinni
SAMNINGARNIR AFANGI,
EN LANGT AD MARKINU
IGÞ-Reykjavík, 21. sept.
Á öðrum stað í blaðinu í dag
er birt niðurstaða samninga
Sex-mannanefndarinnar um
verðlagsgrundvöll landbúnaðar
vara. Tíminn sneri sér í dag
til Gunnars Guðbjartssonar for
manns Stéttarsambands bænda,
er á sæti í nefndinni, og spurði
hann um álit hans á samkomu-
laginu. Kom fram í viðtalinu
við Gunnar, að hér er um á-
fanga að ræða, þótt enn sé
langt að því marki, að bændur
beri réttan hlut frá borði.
— Hvað villt þú segja okk-
ur um samningana ,um verð-
ÞINGIÐ VEITTI STJÖRN
BSRB OTVIRÆTT TRAUST
EJ-Reykjavík, 21. september.
23. þing Bandalags starfs-1
manna ríkis og bæja vottaði í gær j
bandalagsstjórninni traust sitt og
neitaði að láta sundra samtökun- |
um eftir pólitískum sjónarmiðum. i
Var Kristján Thorlacíus endur-
kjörinn formaður með 13 atkvæða
meirihluta. Þingið samþykkti marg
ar ályktanir, m. a. í launa- og
m&m!:-dxxivxií&s:wamiœm
Kristján Thorlacius
skattamálum, og er bandalags-
stjórninni falið að hefja nú þegar
undirbúning að kröfugerð í vænt-
anlegum samningum.
Stjórnarkjör fór fram á BSRB-
þinginu í gær og kom þar fram
eindreginn vilji þingfulltrúa um,
að kjarabaráttan skuli háð á stétt
arlegum grundvelli, en ekki eftir
pólitískum línum. Var Kristján
Thorlacíus endurkjörinn formað
ur BSRB með 64 atkvæðum, en
Ólafur Einarsson fékk 51 atkvæði
1. varaformaður var kjörinn Júl-
ísu Björnsson og 2. varaformaður
Haraldur Steinþórsson. Meðstjórn
endur voru kjörnir: Anna Lofts-
dóttir, Ágúst Geirsson, Bjarni Sig-
urðsson. Einar Ólafsson, Guðjón
B. Baldvinsson, Magnús Eggerts-
son, Teitur Þorléifsson og Valde-
mar Ólafsson, en í varastjórn Þor
steinn Óskarsson, Sigurður Sigurðs
son, Jakob Jónsson, Sigurður Inga
son og Ingibergur Sæmundsson.
í samþykkt þingsins um launa-
mál er því beint ti) bandalags-
stjórnar, að hún hefji nú þegar
úndirbúning að kröfugerð í vænt
anlegum samningum, og verði þar
lögð áherzla á. að iaunastiginn
verði mi^aður við það, að opin-
berir starfsmenn fái að fullu bætta
þá hækkun verðlags, sem átt hef
ur sér stað frá gildistöku núver
andi launastiga, og hliðsjón höfð
af því, að Kjaradómur hafi ekki
gengið nægilega til móts við rétt
mætar kröfur opinberra starfs-
manna, að laun opinberra starfs
manna verði aldrei lægri en raun
verulegar launagreiðslur til sam
bærilegra starfshópa á frjálsum
launamarkaði. að leiðréttingar
verði gerðar á skipun þeirra
starfa í launaflokka, sem vanmet
in eru, og jafnframt leitast við
að starfsmenn beri starfsheiti,
sem eru í sem nánustu samræmi
við störf þeirra. að unnið verði
áframhaldandi að leiðréttingu á
launakjörum kvenna með það fyr-
ir augum að íaunajafnrétti verði
náð fyrir 1. ’anúar 1967, að
öllum starfsmönnum verði tryggð
ur a. m. k. einn frídagur í viku
og að vinnutími þeirra sem vinna
yfir 40 stundir á viku, verði stytt
ur. Jafnframt segir í samþykktinni
Framh. á 15. síðu
lagsgrundvöll landbúnaðarins,
Gunnar?
— Ég vil fyrst taka fram, að
aðstaða bændanna er allt önn-
ur og verri en verkalýðsfélag
anna, af því að þeir hafa ekki
löghelgaðan verkfallsrétt, eða
rétt til sölustöðvunar á land
búnaðarvörum. En verði ekki
náð samkomulagi í Sexmanna-
nefnd skal verðlagið úrskurðað
í yfirnefnd, sem er eins konar
kjaradómur.
Lögin um framreiðsluráð
landbúnaðarins, sem ákvarða
meðferð þessara mála voru sett
1947, en þá voru allt aðrar
þjóðfélagsástæður hér á landi
heldur en nú eru. 1 þeim eru
ekki neínar ákveðnar reglur
um það, hvernigð framleiðslu
kostnaður búvaranna skuli
fundinn, né heldur eftir hvacia
reglum yfirnefnd skuli úr-
skurða. í yfirnefnd ræður
afl atkvæða og þá verða tveir
af þrem að vera sammála til
þess að afgreiðsla fáist þar.
Aðalmarkmið laganna felst í
4. greín þeirra, og er um það
að þeir sem landbúnað stun ía
skuli hafa sambærilegar tekj
ur við aðrar vinnanndi stéttir.
En þar sem engar fastar regl
ur eru um, hvernig þetta skuli
fundið, hefur oft orðið um
þetta ágreiningur og reglan
sýnt, að bændur eru nær alltaf
með lægri tekjur en aðrar stétt
ir.
Ákvæðum laganna um þetta
efni hefur ekki fengizt breytt,
þrátt fyrir eindregnar óskir
Stéttarsambands bænda um
bað efni.
Á síðustu árum hefur hallað
mjög á bændurna fjárhagslega
og afkoma þeirra hefur versn
að í hlutfalli við ýmsar aðrar
stéttir. Þar kemur cil hinn geíg
vænlegi vöxtur dýrtíðarinnar.
Rekstrarvörurnar hafa hækkað
ört í verði og má þar m. a.
nefna fóðurbæti og áburð. Enn
fremur hefur fjárfestingar-
kostnaður hækkað stórkost-
lega. Hins vegar hefur sú að-
stoð, sem ríkið veitir með
framiögum, samkv. jarðræktar
og búfjárræktarlögum staðiö
að méstu í stað þessi ár, en
lánakjör víð Búnaðarbanka ís
lands stórversnað miðað við
það sem áður var og afurðalán
minnkað all mikið hlutfallslega
frá því sem var um skeið fyr-
ir 1959, sem leiddi til þess að
fyrsta útborgunarverð til
þeirra fyrir afurðirnar hækkaðl
ekki eðlilega.
Bændum var orðið ljóst, að
þeir hlutu, í þessu kapphlaupi
við dýrtíðina alltaf að verða
á eftir, og að það er ekki hægt
að leysa allan þeirra vanda með
verðlagshækkunur. einum
— Hvaða ieíðir vilja þeir bá
fara jafnframt?
Framhald á 2. síðu.
Gunnar Guðbjartsson
1 ' í