Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 4
MTSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
ísland.meistararnir frá Keflavík ásamt þjálfara sínum, Óla B. Jónssyni. Allar myndirnar á síðunum tók Guöjón Einarsson.
við KR á sunnudag nægði Keflvíkingum til sigurs
Keflavík
KR
Akranes
Valur
Fram
Þróttur
TÍMINN, þriðjudaginn 22. september 1964
'Úrslitaleikur fslandsmótsins var háður í Njarðvíkum á sunnudag milli Keflvíkinga og KR og þar
sem leiknum lauk með jafntefli 1:1 hafa Keflvikingar híotið titilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands 1964“
og er það í annað skipti í sögu íslandsmótsins,' sem íslandsbikarinn Iendir hjá félagi utan Reykjavíkur.
Og Keflvíkingar eru vel að þessum sigri komnir, þótt leikur þeirra á sunnudaginn líktist ekki beint leik
meistaranna, en taugaspenna og slæmur völlur eiga þar nokkra sök. Blaðið óskar þeim til hamingju með
þennan árangur og þá ekki sízt þjálfara liðsins, Óla B. Jónssyni, sem vissulega hefur unnið mikið afrek
mcð því að breyta liði, sem barðist við að halda sæti sínu í deildinni í fyrra, í fslandsmeistara. Slíkt
er ekki á allra færi.
Áhorfendur streymdu á Njarð-
víkurvöllinn og er talið að þeir
hafi verið um 4000 eða mun fleiri
en á knattspyrnuleik þar áður.
Og þeir sem komu í þeirri góðu
trú að sjá góðarv leik hafa eflaust
orðið fyrir miklum vonbrigðum,
því þctta er hiklaust einn lakasti
leikur mótsins og er þá mikið
sagt. Leikmenn liðanna náðu sér
aldrei á strik, hverju, sem um er
að kenna, en rétt er að taka það
fram, að, ég minnist þess ekki að
hafa séð skemmtilegan lcik á
Njarðvíkurvelli.
Keflvíkingar voru mun ákve'ðn-
ari framan af án þess þó að ógna
verulega, en er líða tók á leikinn
jafnaðist hann og varð mest þóf
á miðjunni, fallegt upphlaup sást
varla, en hins vegar mikið kunn-
áttuleysi og furðulegt að sjá til
leikmanna, sem þurftu næstum
því að hlaupa hring í kringum
knöttinn til að geta spyrnt með
„réttum fæti“.
i Síðari hálfleikur var skárri án
þess nokkurn tímann að vera
skemimtilegur. Á 10 mín skoraði
I Rúnar Júlíusson — bezti leikmað
ur Keflavíkur — markið, sem
færði þeim fslandsbikarinn. Stað
| setning Heimis var slæm í þessu
j tilfelli — einu mistök hans í leikn
um — og því dýr. Framlína KR
: var eins og vængbrotinn fugl —
Gunnar Guðmannsson og Sigurþór
ekki með — og Gunnar Felixson
haltur úti á kanti eftir ómjúkar
móttökur Högna. Maður bjóst því
1 ekki við, að KR myndi jafna þenn-
an mun, svo tnáttlitJar höfðu sókn-
1 ar aðgerðirnar verið. En þetta
breyttist þó, og raunverulega mun-
aði litlu að KR færi með sigur af
hólmi og það aðeins vegna nokk
j urra upphlaupa rétt undir lokin.
I Ellert Sehram átti t.d. tvívegis
skalla rétt yfir — og þar brást hon
um í sínu aðalfagi — en hann
skoraði mark KR með skoti frá
vítateig, sem rann undir mark-
mann Keflvíkinga. Kjartan virtist
mjög taugaóstyrkur þessar loka-
mínútur leiksins — missti knött
inn tvivegis og í annað skiptið
rann hann framhjá opnu marki
Það var því smáspenna undir lok-
in — hin eina í leiknum.
j Hjá Keflvíkingum var Rúnar
j virkastur og Karl einnig sæmileg
j ur á kantinum. í vörninni bar
1 Högni af, en var of grófur. Magnús
Landsleikir Is-
land-Sovétríkin
NORSKA blaðið Aftenposten skýrir frá því á laugardag, að
sovézka landsliðið í handknattleik muni í desember ferðast um
Norðurlön-d og ljúka keppnisförinni með því að leika tvo lands-
leiki á íslandi. Grein blaðsins er þannig: — Á hinu mikla al-
þjóðlega handknattleiksþingi í Búdapest í dag (18.sept.) ræddu
norrænir handknattleiksleiðtogar við sovézka. Það varð að
samkomulagi, að sovézka landsliðið gisti Norðurlönd í vetur. —
Fyrsti leikurinn verður gegn Dönum 5. desember og því næst
leika Rússarnir í Árósum tveimur dögum síðar. Næst verður
leikið f Svíþjóð, þar sem leiknir verða tveir landsleildr og því
næst í Oslo og þar verður landsleikur Noregur-Sovétríkin. Förinni
lil Norðurlanda lýkur með tveimur landsleikjum á fslandi. Þetta er
í fyrsta skipti, sem sovézkt landslið heimsækir Norðurlönd. — f
heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu kom sovézka liðið mjög
á óvart, og heimsókn liðsins til Norðurlanda mun vekja mikla
eftirtekt.
Torfason var einnig ágætur. Liðið
er nokkur jafnt, en hefur oftast
í sumar sýnt betri leik en þennan.
KR-liðið var lélegt og baráttuvilj
ann — þetta aðalvopn KR-inga —
skorti nú. Hörður Fel. og Heimir
voru beztu menn Uðsins, Þórður
sæmilegur en hinir flestir langt
frá sínu bezta. Eftir leikinn voru
leikmenn Keflvíkinga hylltir mjög
af áhorfenduen og kona færði lið-
inu 5000 kr. gjöf vegna sigursins
í mótinu.
Dómari var Grétar Norðfjörð,
Þrótti, og dæmdi vel — hsím.