Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 14
ifrá þjví. Það var töluvert margt, ' sem,hann sagði mér ekki frá. Annar möguleikinn var sá, að , Engiendingurinn væri að reyna j að vinna trúnaðartraust stúlkunn ar. Hún væri kannski vinstúlka Moyzisch, og Englendingurinn að ; nota hana til þess að geta fylgzt með honum. Enn annar möguleiki var sá, að Englendingurinn væri að elta mig, og hefði séð mig tala við stúlkuna hjá A. B. C. og hefði nú sett sig í samband við hana til þess að komast að því, hvort hún þekkti mig. En ef svo var, þá hefði hann verið líklegri til þess að elta mig. Eða var það hreín tilviljun, að . þessi tvö höfðu komið samtímis inn á Ankara Palace? Eða, eða . .. Það voru engin svör við öllum þessum tilgangslausu spurningum. Aftur gerði ég tilraun tíl að ná í Moyzisch, en hann var enn ekki kominn. Af hverju var ég hræddur? Kannski hafði mér skjátlazt, hafði ég ef til vill aðeins ímyndað mér, að þessi maður hefði verið að elta mig. Ég reyndi að bæla niður hugsanirnar, sem kvöldu mig, en hoppnaðist það ekki. Ég fór til brezka sendiráðsins, tók peningana undan teppinu og myndavélina og fór svo aftur til húss míns. Ég lá vakandi alla nóttina. Ég hafði enga staðfestingu á því, að eitthvað ógnaði mér, en innra með mér fann ég þó fyrir víst, að nú var ég í raunverulegri hættu, kannski í fyrst sinn. Klukkan fjögur um morguninn fór ég á fætur. Ég þurfti ekki að telja peningana mína, því ég vissi, hve mikið ég átti. Ég var auðugur, og ég vildi halda áfram að vera það. Ég eyðilagði allt, sem gaf til kynna njósnarstarfsemi mína. Ég braut Leicuna og henti brotunum út í Incesu Deresi, sem er smáá í borginni. Og járnrörin, sem ég var löngu hættur að nota sem þrífót, fóru sömu leið. Fyrir mörgum vikum, hafði ég tekið á leigu bankahólf, og var þegar búin að koma þar fyrir mestum hluta peninganna. Afgang ínn setti ég nú í ferðatösku. Ég vakti Esru. — Spurðu engra spurninga núna, sagði ég. — Ég vil, að þú komir til brezka sendiráðsins um hádegi í dag með þessa ferðatösku. Ég vil, að þú bíðir í leigubíl tæpa tvö hundruð metra í burtu . . . Ég sá ákafann í augum hennar, en hafði ekki tíma til þess að út- skýra þetta nánar fyrír henni. — Svo fórum við með töskuna í bankann. Þangað til vil ég, að þú pakkir niður, öllu, sem til- heyrir mér. Þú munt ekki koma hingað aftur ... — Hvert á ég að fara? Hún reyndi að vera róleg, en allur líkaminn titraðþ. — Þú verður að fá þér herbergi á einhverju hótelí. Ég mun annast allt í sambandi við húsið. Svo sjá um við til. Hún kyngdi. Hendur hennar héldu dauða- haldi í mig. Ég klappaði henni. Ég var orð inn rólegri nú, þegar ég var bú- inn að taka ákvörðun. — Ekkert hefur komið fyrir, en ég er að hætta, sagði ég. — Ég vil ekki halda þessu áfram lengur. Eg skildi hana eina eftir. Klukkan sjö var ég í herberginu mínu í þjónustufólksíbúðinn í sendiráðinu. Ég tók 100 watta per una úr lampanum við rúmið mitt og setti veíkari peru í staðinn. Ég vildi ckki láta mér sjást yfir nokkurn hlut. Ég tók svo 100 watta peruna og fór með hana niður í kjallara, þar sem hitunar tækin voru og braut hana þar í þúsund mola í ruslatunnunni. Jafnvel þótt þeir grunuðu mig, skyldi þeir ekki finna nokkur merki um njósnir. Það var ekk- ert í eigu minni, sem venjulegur kavass gat ekki átt. Ég fór niður í eldhúsið og fyllti glas með appelsínusafa. Klukkan var hálf átta, og tími til kominn I að vekja Sir Hughe. Ég fann til mikils léttis. Ég hafðí létt á huga mínum. Ég hafði það á tilfinningunni, að ég hefði hætt á réttu augnabliki. ' Ég ákvað að vera áfram um stund í sendiráðinu. Það yrði þægi lega skemmtilegt, að látast aðeins vera lítilmótlegur kavass, enda þótt ég í rauninni hefði enga þörf fyrir það að vera kavass, en það var staðreynd, sem engan grunaði. Síðan ætlaði ég að segja upp starfi mínu. Níundi kafli. Ég stalst til þess að líta á Sir Hughe. Hann var lftill og vesæld- arlegur að sjá, eins og alltaf á morgnanna, áður en hann var bú- inn að baða sig. Ég var orðinn því vanur, og þetta róaði taugar mínar. Ég þurfti ekki að segja honum, að baðið væri tilbúið, það eitt, að ég birtist í herberginu nægði. — Hvaða föt, yðar hátign? Hann leit á klæðaskápinn, sem ég hafði opnað, og eftir nokkra umhugsun benti hann á dökk grá smáröndótt för. Ég öfundaði hann af fötunum hans. Svo fór hann inn í baðherbergið, án þess að hafa sagt eitt einasta orð, og ég horfði á eftir honum. Ég er stuttur og feitlaginn, og andlit mitt er hörkulegt og ljótt. Ég sá sjálfan mig fyrir mér í setustofunni í Ankara Palase í fallegustu fötun- um mínum, og ég fann greinilega til þess, hve lítilmótlegur ég hlaut að vera þarna sem ég var að reyna að leika hefðarmann, en var ekki hæfur til þess að koma fram með- al fína fólksins. Sir Hughe var sannur hefðar- maður, jafnvel þegar hann var að hverfa inn i baðherbergið eld- snemma á morgnanna, syfjaður og órakaður. Ég tók fram fötin hans. Ég vissi hvaða skirta, bindi og sokkar áttu 42 að fylgja. Ég þekkti sniekk Sir Hughe nú orðið, og misskildi það þannig, að ég hefði einhvern smekk sjálfur. Eitt augna- blik þennan morgun sá ég greini lega ágallana á sjálfum mér. Öf- undin var eins og eitur, sem ég gat ekki losnað við úr líkamanum. Sir Hughe kom aftur og leit nú snyrtilega út, var hreinn, ferskur og geislandi, og hafði fengið aft- ur sjálfstraust sitt og sjálfsöryggi. Ég, hinn lipri, hægláti, lítilmót legi þjónn, rétti honum fötin hans eins og vant var. Og mig langaði til þess að æpa að honum, að ég væri Cicero til þess eins að ræna hann hinu hryllilega sjálfstrausti hans. Hann var búinn að þvo burtu vesældarsvipinn, og morgunútlit- ið, og hann var glaður og tilbúinn til þess að taka til starfa. — Þú ert heppinn, að vera hjá mér, sagði hann og hló þurrlega, eins og honum væri skemmt við tilhugsunina. Ég vissi af reynslunni, að hann vildi ekki fá svar. Hann langaði einungis til þess að tala, til þess að sýna, að hann væri í góðu skapi, hanri langaði bara að segja eittthvað glaðlegt við einn af starfsmönnum sínum. — Værir þú í þjónustu starfs- bróður míns Papen hefðir þú ekk ert, til að hlægja að á þessu augna bliki. Ég hrökk við. Ég' var þakklátur fyrir það, að ég stóð fyrir aftan hann, og byrjaði af miklum ákafa að bursta jakkann. — Þrír Þjóðverjar hafa svikizt undan merkjum í Istanbul. Þetta vissu allir, sérhver maður í sendiráðunum vissu um þetta, allt frá sendiherrunum til dyra- varðanna. — Rotturnar eru farnar að yfir gera hið sökkvandi skip, yðar há- tign, leyfði ég mér að skjóti inní. 41 og torkennileg af geðshræringu. — John, heyrirðu til mín. Læknirinn gekk fram og tók um púlsinn. Síðan lokaði hann augum John Kim og sagði. — Hann er látinn. Hann var mikill maður. Hann var hetja. Rakel kastaði sér grátandi nið- ur við rúmið. Litla kóreanska hjúkrunarkonan kom og reisti hana á fætur. Rakel var leidd inn í svefnherbergi. Húsgögn voru þar fá og það var kalt. John Kim var dáinn og hún vissi ekki einu sinni hvort þau höfðu verið lög- lega gift. Hún minntist allra gleði stunda þeirra í London og hún grét hann og hamingjuna, sem þau höfðu glatað, harningjuna, sem þau hefðu ef til vill fundið ef aðstæðurnar hefðu verið aðrar. Þegar hún snéri aftur til Seoul hafði hún ekkert samband við Davíð til að segja honum frétt- ina. Upp á síðkastið hafði verið einkennilega þvingað og erfitt milli þeirra. Og auk þess vildi hún syrgja John í friði. Hún sagði ekki AD LÖG í A USTURLÖNDUM Ull 'hj' . # ,r •' •/ Lv\l 1 UJ1 UHLwlll/Ufvl EFTIR MAYSIE GREIG einu sinni matrónunni frá því og tókst að forðast hana algerlega í nokkra daga. í stað þess leitaði hún hug- hreystingar hjá Madame Chong. Þau kvöld, sem hún átti frí frá vinnu sinni sat hún í búnings- herbergi madame í næturklúbbn- um og talaði við hana, meðan hún var að hafa fataskipti fyrir næsta dansatriði. Davíð og hún töluðust við í skurðstofunni, en það var líka allt og sumt. Það var óbærilegt að vera nálægt honum og skiptast að- eins á hversdagslegum, innantóm- um orðum við hann. Skyndilega gat hún ekki af- borið þetta lengur. Hún fór á fund matrónunnar og spurði hvort Sendisveinar Viljum ráða sendisveina nú þegar eða frá næsru mánaðarmótum. Bankastræti 7 sími 18300 hún gæti fengið að losna frá samn ingi sínum — hvort hún gæti fengið að fara heim til Englands. — Ég hélt að þér væruð trú- lofuð Kóreumanni, ságði mátrón- an. — Hvers vegna viljið þér fara héðan. — Unnusti minn er dáinn. Matrónan varð furðu lostin. — Er unnusti yðar dáinn? — Hann dó nÖttina, sem ég fór til Pusan. Hann var jarðsettur í kyrrþey. Það var ekki minnzt á það í neinum blöðum. Matrónan leit forvitnislega á hana. — Veit dr. Burney um þetta? Rakel hristi höfuðið. — Ég hef ekki sagt honum það. Hún bætti við: Ég geri ekki ráð fyrir hann hafi áhuga á málinu. — Það er nú aldrei að vita, sagði matrónan og breytti síðan skyndilega um umræðuefni án þess að svara nokkru umleitan Rakelar. Tveim dögum síðar sagði Davíð við hana, þegar þau voru að þvo sér eftir vel heppnaðan uppskurð. — Matrónan sagði mér að John Kim væri dáinn. Hann hefði dáið úr lungnabólgu. Ég vona ég hafi ekki drepið hann nóttina sem ég skar hann upp á borðinu í bóndabænum? Hún hristi höfuðið. — Hann fékk lungnabólgu á ferðinni. Þú gerðir það sem í þínu valdi stóð fyrir hann. , Hann sagði rámri röddu. — Ef þú hefðir beðið mig liefði ég komið með þér og reynt að bjarga lífi hans. — Það var kóreanskur læknir hjá honum, sagði hún. Þegar ég kom var ekkert sem hægt var að gera fyrir hann. En hann þekkti mig. Ég er glöð, að ég fór og var hjá honum. — Mér þykir þetta leitt, sagði hann. — Mér þykir þetta inni- lega leitt. Ég hef komið andstyggi lega fram við þig síðustu vik- urnar. En ég varð að beita mig hörðu til að reyna að gleyma þér. Og það hefur ekki dugað. Hún sagði ekkert. Hún snéri j sér undan. i — Ég hef beðið matrónuna að leyfa mér að fara heim til Eng- lands, sagði hún. — Áttu við að þú ætlir að yf- irgefa mig? — Nei, ég á ekki við það, sagði hún brostinni röddu. — Þú hefur ekki verið sérlega hlýlegur við mig síðustu vikurnar. — Ég var að segja þér ástæð- una, sagði hann. — Ég hélt þarna um nóttina á bóndabænum, að þú kærðir þig ekkert um mig. Fyrir þér væri aðeins John Kim. — Mér fannst ég bundin hon- um — karinske ekki hjúskapar- böndum, en mér fannst ég ekki geta brugðizt honum. Hann snéri sér að henni. — Þú elskar mig, er það ekki? Hann leit fast á hana. — Við höf- um reynt að blekkja hvort ann- að. En nú verður þessu að ljúka. Við höfum hegðað okkur eins og krakkakjánar. Ég elska þig, Rakel og vil giftast þér. Áður en hún vissi af var hún í fangi hans og hjúfraði sig kjökr- andi að öxl hans. Hann hélt fast utan um hana. — Ég er feginn að þetta er allt um garð gengið, elskan mín, sagði hann. — Við höfum elskað hvort annað frá því við sáumst fyrst. Ég dáist að tryggð þinni við John Kim. Við bíðum nokkum tíma og giftum okkur síðan. Og okkar gifting verður sannarlega lögleg, ástin mím. Hann tók undir höku hennar og neyddi hana til að horfast í augu við sig. — Sverðu að þú elskir mig, ástin mín. — Ég elska þig, hvíslaði hún. Hann beygði sig yfir hana og kyssti titrandi varir hennar. Það var mikill léttir að horfast að lokum í augu við sannleikann. Nú vissi hún, að hún hafði alltaf elskað hann, en vegna John Kim hafði hún reynt að berjast gegn því. Nú hafi hún loksins öðlazt frið í sálu sína. — Við verðum áreiðanlega hamingjusöm, sagði hann og brosti. — Við eigum bæði sömu áhugamál — og við eigum ástina. — Ástina okkar, hvlslaði hún dreymandi röddu, lokaði augun- um og þrýsti sér fastar að honum. SÖGULOK. «4 T f M I N N . brlSiurlaalnn 22. senfemher 1964 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.