Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 8
lataaaeaiiaSBJSSSBs^s^iifme^físimsiWKimjs1:'-. K;srrr,:~' y-
Independence á siglingu
TÓMAS KARLSSON SKRIFAR FRÁ FLOTAÆFINGUM NATO
Rússar á hnotskó
kringum flotann!
Flugmóðurskipinu „USS
Independance“, 20. sept.
1964.
Þessa dagana standa yfir uui
fangsmiklar flotaæfingar flota
Atlantshafsbandalagsins á
Norður-Atlantshafi. Taka þátt
í þessum æfingum 125 skip af
ýmsum gerðum. Floti og flug-
her frá 7 aðildarríkjum Atl-
antshafsbandalagsins taka þátt
í þessum æfingum, Bandaríkj-
unum, Danmörku, Noregi,
Frakklandi, Hollandi, Bretlandi
og Belgíu. Æfingarnar eru eins
konar kafbátaveiðar, þ. e. skip
og flugvélar elta uppi kafbáta
og staðsetja þá með aðstoð
hinna fullkomnu radartækja og
Ieika bandarískir kafbátar hlut
verk óvinarins í æfingunum.
Æfingar þessar hafa staðið yf-
ir nokkra daga og verður þeim
ekki lokið fyrr en fyrstu daga
októbermánaðar.
Með æfingum þessum fylgj-
ast blaðamenn frá aðildarríkj
um Nato, 51 samtals, þar af
4 frá íslandi, Björn Thors,
Benedikt Gröndal, Björgvin
Guðmundsson og TK. Við lögð
um upp frá Keflavíkurflugvelli
snemma á laugardagsmorgni í
6 stórum þyrlum, en daginn áð
ur höfðu hinir erlendu blaða-
menn skoðað Keflavíkurflug-
Kafbátaveiðar grundvallasr á ratsjártækjum. Hér er könnunar-
vél á þllfari Independence. Ratsjáin er engin smásmíð, enda mjög
langdræg.
völl og setið blaðamannafund
með Bjarna Benediktssyni, for
sætisráðherra, eins og áður hef
ur verið skýrt frá í fréttum.
Eftir rösklega hálftíma flug
lentum við um borð í „USS
Vasp“ (Vespunni) suðvestur
af Islandi, „Vespan“ er elzta
flugmóðurskip bandaríska flot
ans, smíðað í heimsstyrjöldinni,
40 þús. lestir að stærð. Okkur
var skipt í flokka og hafði hver
flokkur sinn fylgdarmann og
veitti ekki af, því að örugga
fylgd þurftum við í hvert skipti
sem við áttum erindi til her-
bergja okkar og auðvelt að týn
ast í göngum og ranghölum
þessarar 2700 íbúa „borgar“.
Okkur var sýnt skipið hátt og
lágt og hlýddum á fyrirlestra
um hinn sameiginlega flota
Nato-ríkjanna og æfingarnar,
Framnaid a síðu 13
Fimmtugur í dag:
ijijrgvin Frederiksen
framkvæmdastjóri
BJÖRGVIN Frederiksen, fram-
kvæmdastjóri er fimmtugur í dag.
Hann er fæddur í Reykjavík 22.
sept. 1914, sonur Aage Frederik-
sen vélstjóra, sem fluttist hingað
til lands eftir aldamótin og kvænt
ist íslenzkri konu, Margréti Hall-
dórsdóttur, ættaðri úr Húnaþingi.
Björgvin ólst upp í Reykjavík
við ýmiss störf og tók próf í vél-
virkjun 1932 en fór síðar til Dan-
merkur, þar sem hann stundaði
fraimhaldsnám í vélvirkjun og
kynnti sér rekstur vélsmiðja, og
meðferð og niðursetningu frysti-
véla og dieselvéla. Meðan hann
var úti skall heimsstyrjöldin á, en
hann var einn þeirra félaga, sem
komu heim með vélbátnum Frekj-
an, en það varð fræg för. Árið
1943 fór Björgvin til Ameríku og
kynnti sér meðferð kælitækja og
frystivéla.
Árið 1937 byrjaði Björgvin að
starfrækja vélsmiðju að Lindar-
götu 50, og óx það fyrirtæki fljót-
lega, svo að þar unnu síðar á ár-
um 17 manns. Vélsmiðja Björg-
vins annaðist stníðar og niður-
setningu véla í mörg frystihús
landsins, ekki sízt á vegum kaup-
félaganna. Var þar allt unnið af
góðri fyrirhyggju og kunnáttu, og
hafa tæki þessi reynzt vel.
Björgvin Frederiksen var kjör
inn formaður Meistarafélags jám-
iðnaðamanna 1950 og forseti Lands
sambands iðnaðarmanna 1952, átti
um skeið sæti í stjóm norræna
iðnsambandsins og hefur lengi átt
sæti í stjórn Iðnaðarmálastofnun
íslands. Árið 1960 var hann kjör-
inn heiðursfélagi Landssambands
iðnaðarmanna.
í margvíslegum öðrum félags-
imálum hefur Björgvin tekið mik-
inn þátt, enda er hann góðum gáf-
um búinn og félagslyndur. Hann
var kjörinn í bæjarstjóm Reykja-
víkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1954 og átti þar sæti tvö kjörtíma-
bil og sat þá í bæjarráði um skeið.
Hann á og sæti í stjórn Samvinnu-
sparisjóðsins og Áhaldahúss Rvík-
borgar. Að undanförnu hefur hann
átt sæti í skilanefnd Faxaverk-
smiðjunnar í sambandi við sölu
hennar og uppgjör skulda.
Björgvin kvæntist árið 1939,
Hallfríður Björnsdóttur úr Reykja
vík og eiga þau fjögur böm, Hilm-
ar Kristján lögfæðinema, Friðrik
verzlunarmann, Birnu, seotn gift er
Bjarna Stefánssyni og Sigurbjörgu
sem er yngst og í heimahúsum.
Heitnili þeirra b.ióna að Lindar
götu 50 er sérlega ánægjulegt, og
eiga þau hjón margt vina. Björg-
vin er vinsæll maður og vel metinn
af þeim, sem þekkja hann bezt.
— h.
70 ára
Hólmfríður Guðjónsdóttir
[* Þota hefur slg til flugs af Independence.
HÓLMFRÍÐUR Þóra Guðjóns-
dóttir er fædd á Þorfinnsstöðum í
Valþjófsdal í Önundarfirði 21. sept
ember 1964. Voru foreldrar henn-
ar efnalítil húshjón þar, Guðjón
Sigurðsson og Helga Einarsdóttir.
Guðjón var ættaður úr Arnar-
fiði, en hafði flutzt til Önundar-
fjarðar rúmlega tvítugur. Helga
kona hans var dóttir Einars, er
lengi bjó á Sela-Kirkjubóli í Ön-
undarfirði, Guðmundssonar á Þóru
stöðum, Bernharðssonar, sem um
aldamótin 1800 bjó á Kirkjubóli
í Firði, Guðmundssonar. Móðir
Helgu hét Ingibjörg, og var dótt-
ir Hallgríms á Brekku á Ingjalds-
sandi, er drukknaði 1833, Guð-
mundssonar á Brekku (drukknaði
1812), Hákonarsonar á Arnarnesi
í Dýrafirði, Bárðasonar á Arnar-
nesi, Nikulássonar. Það var þessi
Bárður, sem þetta var kveðið um,
þegar hann átti í kvonbænum til
Ástu nokkurrar Hákonardóttur:
Mig stanzar á stirðum fréttum
sem strjúka yfir hann Dýrafjörð,
þar Ásta með gráum glettum
gerir Bárði svo efnin hörð:
Frú vill ei sig fastna láta:
fær hann nei, þegai hun skal
játa.
Br.jáluð mey. — Bregzt mér ei
sú gáta.
En Bárður fékk þc Ástu sinn-
ar áður en lauk og er margt
vaskra manna frá þeim komið
vestra.
Móðir Ingibjargai Hallgríms-
dóttur var Guðrún Jónsdóttir, syst
ir Bergljótar í Tröð, seinni konu
Kjartans Ólafssonar. Þær systur
voru dætur Jóns Thorbergs verzi-
unarstjóra á Patreksfirði og Sig-
íðar Þóroddsdóttur beykis, föður-
systur Jóns skálds Thoroddsen
Ingibjörg og Einar Guðmunds-
TÍMINN, þrlíjudaginn 22. september 1964