Tíminn - 22.09.1964, Blaðsíða 9
son áttu mörg börn auk Helgu.
meðal annars Einar, sem lengi bjó I
á Tannanesi, og Guðmund bónda
á Vifilsmýrum. Ekki lifir nú ann-
að þeirra systkina en Friðri'ka.
sem mörg ár var i Ytri-Hjarðar-1
dal vinnukona, en er nú á sjúkra
húsinu á ísafirði
Helga Einarsdrittir og Guðjón !
Sigurðsson eignuðust níu börn. en
ekki komust nema sex til fuilorð
insára Var Hólmfríður elzt þcirra.
er lifðu Hún ólst upp h.iá fóreldr
um sínum. sem fyrst voru í hús-
mennski^, en bjuggu síðan í ýms-
um stöðum inni í Önundarfirði,
jafnan efnalítil. Var Guðjón löng-
urn hress í máli. nvar sem hann
hittist, — við vorum saman í
skipsrúmi eitt vor og fór vel á
með okkur. — en Relga annálúð
þrifnaðarkona og svo glöð og létl
í lund. að til var tekið.
Aldrei gekk Hólmfríður í skóla,
nema lítið eitt i barnaskóla (far
skóla). En nokkru eftir fermingu
dvaldist hún vetrartíma í Hnífs-
dai h.iá ValdimaT Þorvarðssyni
bónda þar og konu hans, Björgu
| Jónsdóttir. Hafði hún gott af þess-
ari dvöl sinni á miklu myndarheim
ili. Mun mega að nokkru rekja
þangað, hvílík myndarkona Hólm-
fríður hefur verið við matseld, en
þrifnað lærði hún ung af móður
sinni.
Hóltnfríður giftist. á jóladag 1914
tvítug að aldri Þorgeiri Eyjólfs-
syni, er þá átti heim? á Hesti í
Önundarfirði. Hann var úr Álfta
firði i föðurætt, sonur Eyjólfs
: Eyjólfssonar, en Kristín móðir
hans var súgfirzk. dóttir Björns
Helgasonar á Klúku. Stundaði Þor
I geir lengi sjó, en þó höfðu þau
I Hólmfríður jafnframi i.okkurn bú-
j skap, lengstum á nýbýli skammt
i frá Hesti, Ármúla. Þaðan fluttust
| þau suður árið 1947 Þeim varð
: fjögurra barna auðið. Elzt er Að-
1 alsteinn. ráðsmaður á Korpúlfs-
stöðum í Mosfellssveit; næst Krist
ján, starfsmaður hjá Búnaðarsam-
bandi Kjalarneshrepps, búsettur í
Leirvogstungu; síðan Guðmundur,
bóndi í Þormóðsdal í Mosfellsveit,
og yngst Þórunn. húsfreyja í
Reykjavík.
Ævi Hólmfríðar Guðjónsdóttur
hefur ekki verið viðburðarík. Hún
hefur gegnt hljóðlátu hlutverki al-
þýðukonunnar, unnið hin daglegu
heimilisstörf með vandvirkni og
handlagni, notinvirk, snyrtileg og
hreinlát. Hún lét sér mjög. annt
um börn sín og taunar allt sitt
heimilisfólk, hvort sem það var
henni skylt eða vandalaust, bæði
i atlæti öllu og aðbúnaði. eftir
því sem föng voru á. Viðmót henn
ar var hlýtt og vingjarnlegt við
hvern sem var. Og jafnlyndi henn-
ar og geðprýði. tilgerðarlaus glað
Framnaia a síðu 13
b'iSiudTciinn 22. seatember 1964
Loftmynd frá Washington.
Jón R. Hjálmarsson:
Þættlr úr vesturfö|;
Lítið félag, sem stækkað
Isiandáfáum
hefur
Það dróst á langinn að kom-
ast af stað. Eitthvað hafði taf-
ið flugvélina á leið hennar frá
meginlatidi Evrópu. — Einnig
var sagt að veðrið væri óhag-
stætt til lendingar á flugvell-
inum við Keflaví'k. Nokkru
eftir miðnætti fékk ég að vita
að hún mundi koma til Reykja-
víkur. Góðir vinir fylgdu mér
suður á völl, þegar tími var til
kominn. Þokumengað nátt-
myrkrið grúfði yfir votri jörð-
inni. Enn var beðið Ianga hríð
í fremur hrörlegu skýli suður
á velli.
Loks var allt tilbúið og far
þegar gengu um borð. Hreyflar
voru reyndir hver af öðrum.
Flugvélin nötraði. Ekið var
drjúgan spöl út á flugbraut.
Svo tóku hreyflarnir að snúast
enn meira en áður. Vélin rann
af stað. Hraðinn óx sífellt og
brátt lyfti hún sér frá hrjúfu
yfirborði vallarins og sveif upp
hærra og hærra. Götuljósin í
Reykjavík bar snöggvast fyrir
gegnum myrkrið og þokuna.
En brátt var stefnan tekin í
vestlæga átt og út um glugg-
ann var ekkert að sjá lengur.
nema dimtna nott, ísland var
horfið að baki, en framundan
beið ókunnur heimur langt i
vestri. Skyndilega birti nokk
uð yfir. Farkosturinn rann upp
úr skýjaþykkninu og þar
efra var heiður, dimmblár him-
inn, stjörnum prýddur.
Ég fór að líta umhverfis mig
í vélinni, sem var þéttsetin
farþegum. Flestir höfðu þeir
komið með henni utanlands frá
á leið vestur um haf. Fólk af
mörgum þjóðernum og tungum.
Aðeins fáeinir höfðu bætzt við
í Reykjavík. Flugþernur báru
fram veitingar. Fólkið reyndi
eftir föngum að láta fara vel
um sig. Brátt voru ljósin slökkt
og flestir tóku á sig náðir. En
sjálfsagt hefur mörgum orðið
óvær svefn við þuiigar drunur
fjögurra hreyfla vélarinnar.
Það var orðið vel bjart og
veður hið fegursta. er við lent-
um árla morguns á Ganderflug-
velli á Nýfundnalandi. Þar
stönzuðum við um hríð til að
bæta eldsneyti á vélina Mér
þótti vel til fundið að koma
við í þessu landi á leiðinni til
Vínlands hins góða, þar sem
þeir höfðu nýverið sannað það
Helgi Ingstad, Kristján Eld-
járn og Þórhallur Vilmundar-
son, að Leifur heppni eða aðrir
frændur okkar á íslandi eða
Grænlandi hefðu gert það
sama.
Fátt virðist þó markvert að
sjá á þessum slóðum. Skógi
vaxnar hæðir, stöðuvötn og
afar strjál byggð voru helztu
einkennin. Aftur var haldið
af stað og flogið sem leið ligg-
ur suður yfir Nova Scotia. Þar
reyndu íslenzkir bændur eitt
sinn að nema land og þar ger
ist skáldsagan „Vornætur á
Elgsheiðum. Veður var bjart
hið efra, en skýjaþykkni nær
jörðu byrgði sýn öðru hverju
Áður en varir fljúgum við yfir
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Það rofaði vel til er við fór-
um yfir stórborginni Boston.
Þar hófu illa vopnaðir nýlendu-
búar fyrir tæpum tvö hundr-
uð árum örlagaríka uppreisn
með því að varpa brezku tei i
sjóinn. Allan morguninn voru
flugþernur okkar önnum kafn-
ar við að framreiða morgun-
verð og aðrar góðgjörðir. Starf
árum
þeirra er afar mikilvægt, en
mjög hlýtur það að vera erfitt
og þreytandi. Tíminn líður
fljótt og nú eygjum við heims-
borgina New York, þar sem
meira en tólf miiljónir manna
eiga heima á tiltölulega litlu
svæði. Fyrir þremur öldum var
á þessum stað örlítið þorp.
íbúar þess keyptu loðskinn af
Indíánunum, sem voru í skóg-
unum í nágrenninu. Vöruna
greiddu þeir með mislitum töl-
um og öðrum glysvarningi, sem
gekk í augu þessara náttúru-
barna. Þorpið var hollenzk ný-
lenda og hét Nýja Amsterdam.
Mikið hefur gerzt á skömmum
tíma i Vesturheimi.
Vél okkar lækkar flugið og
hnitar hringa yfir skýjakljúf-
unum. Brátt tekur hún beina
stefnu og hraðlækkar. Út um
gluggann sé ég fyrst á vatn.
síðan gróðurlendi örskammt
fyrir neðan. Svo fljúgum við
inn yfir flugbraut. Hjólin
snerta jörð. Vélin rennur hratt
áfram. Svo er dregið úr ferð
og ekið upp að flugstöðvar-
byggingu. Við erum lent á
Kennedy-flugvellinum við New
York, mestu flugferðamiðstöð
veraldar.
Það gekk fljótt og vel að
fara gegnum vegabréfa- og
tollskoðun og að því loknu
kom vingjarnlegt starfsfólk
Loftleiða, til móts við farþega
og greiddi götu sérhvers, sem
einhvers óskaði.
Þarna á Kennedy-flugvelli
beið ég drjúga stund eftir vél
til Washington, þangað sem
ferðinni var heitið Eg snæddi
hádegisverð á veitingahúsi í
flugstöðvarbyggingunni. Nafn
gildaskálans kom mér kunnug-
lega fyrir. Hann heitir Gullna
hliðið.
Það var mjög gott útsýni út
um gluggann, þar sem ég sat.
Á þessum geysistóra velli voru
flugvélar frá flestum flugfélög-
um heims sífellt að koma og
fara. Mest bar á rennilegum
þotum, sem flugu með háum
hvini, en einnig var mikið af
skrúfuvélum.
Við þessar athuganir hlýn-
aði mér skyndilega um hjarta
rætur. Þarna sá ég í einu þrjár
myndarlegar flugvélar merkt
ar íslenzku fánalitunum á stél-
inu. Ég þekkti þetta merki og
kom i hug, hversu mjög lítið
félag hefur stækkað fsland á
fáum árum.
Loks var flugvél mín til
Washington tilbúin. Ferðin
þangað tók svipaðan tíma og
að fljúga milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Vel gekk að kom-
ast frá flugvellinum inn í borg
ina.
Innan skamms hafði ég kom
ið mér fyrir á gistihúsi í næsta
nágrenni við Capitol, Þinghús
Bandaríkja Norður-Ameríku.
9