Tíminn - 22.09.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 22.09.1964, Qupperneq 3
Flugyélin er komln á land. Flugmaðurinn stendur á bak vlð hana fyrir miðju, en hann kom hlngað tU Reykjavíkur í gærmorgun af sjúkra húsl á Keflavíkurflugvelli. TÉmamynd GE. STÖD Á VÆNGNUM OG BLÉS BÁTINN ÚT FB-Reykjavík, 21. september. Á sunnuvöagscftirmiðdaginn klukkan 15.25 nauðlenti lítil einshreyfils flugvél á sjónum suðvestur af Kcflavík, um 35 sjómílur undan landi. í vclinni var einn maður, Lawrence Moody, sem komst út á væng vélarinnar og gat blásið upp björgunarbátinn, sem hann síð an komst í og beið að því loknu þyrilvængju, er var á leið til þess að bjarga honum frá Keflavíkurflugvelli. Moody hafði lagt af stað frá St. Pierre við Nýfundnaland í samfloti með tveimur öðrum flugvélum á laugardaginn klukkan 17.49. Vélamar þrjár voru allar af sömu gerð, Moon ey Mark eins hreyfis vélar, sem taka fjóra menn. Þessar vélar höfðu verið seldar til Þýzka- lands, Finnlands og Frakklands og höfðu flugmennirnir þrír, sem þeim flugu, tekizt á hend ur að fljúga þeim áleiðis til kaupenda þeirra. Vélinni, sem átti að fara til Frakklands, stýrði Jean Paul Weiss, sölu umboðsmaður Mooney í Frakk landi, en vélinni, sem keypt hafði verið til Þýzkalands stýrði Bandaríkjamaðurinn Wall. Við brottförina frá St. Pierre var gert ráð fyrir, að flugtím inn til Reykjavíkur yrði 20 stundir, og búizt við að vél- arnar lentu hér klukkan 5.45 á sunnudagsmorgun. Flugumsjónin hér hafði ekk ert samband við vélarnar fyrr en klukkan 6.15 á sunnudags morguninn, að fyrst heyrðist til Weiss, og sagðist hann þá lenda í Reykjavík klukkan 6.50, en neitaði að skýra nokkuð frá, hvað um hinar vélarnar hefði orðið, og sagðist myndi gera það, eftir að hann væri lentur, sem hann gerði klukkan 7.15. Weiss sagðist hafa misst sam band við DEHNI, sem Moody var í um klukkan 24 á laugar- dagskvöld og hefðu vélarnar þá verið 58 norður og 45 vest- ur, en sambandið við OHMOC slitnaði klukkan 21 um kvöldið, og voru þeir þá 53 norður og 50 vestur. Samband náðist nú ekki við Moody fyrr en klukk an 8.55, að BOAC vél hafði samband við hann á' neyðar- bylgju, og hélt hann sig þá vera skammt undan landi, svo reyndist þó ekki vera og var sú staðarákvörðun, sem Moody gaf upp alröng, og fannst hann ekki fyrr en um klukkan 14.15. Moody var þá í 2500 feta hæð og flaug í átt til Keflavíkur úr suðsuðvestri, en átti nú 'ekki eldsneyti eftir til nema 25 mínútna flugs. Fjórar flugvél- ar voru komnar á vettvang og sveimuðu í kring um vélina, og sáu hana að loknum nauð- lenda 34 mílur suð suð vest- ur af Keflavík klukkan 15.25. Þarna voru vélar frá Keflavík urflugvelli, og auk þess ein vél frá Flugfélagi íslands, sem var á leið til Grænlands. Þyrla frá Varnarliðinu hafði verið send af stað frá vellinum nokkru áður, og tók hún Moody um borð klukkan 15.54 og flaug með hann til Kefla- víkur, en þangað var hann kom inn klukkan 16.03. Moody var þegar flUttur í sjúkrahús og rannsakaður af lækní, en síð an fékk hann að fara úr sjúkra húsinu, þar eð hann reyndist ekki hafa haft neitt slæmt af þessu volki. Flugumferðastjórnin í Reykja vík tók skýrslu af Moody í dag, og náðum við tali af hon um úti í flugturni, þar sem við spurðum hann nokkurra spurninga um hans fyrri störf, og sömulciðis um þessa síð- ustu flugferð hans. Lawrence Moody er maður á miðjum aldri, lávaxinn og þreklegur, virtist vera farinn að þreytast svolítið á öllum spurningum blaðamanna og starfsmanna flugumsjónarmanna. — Hve lengi áttu flugvélar ykkar að geta haldizt á lofti? — Þær höfðu benzín til 22 og hálfrar stundar flugs, það er að segja, ef gert var ráð fyrir svo löngu flugi frá upp- hafi. Við flugum hins vegar nokkru hraðar til að byrja með og eyddum því meira benzíni af þeim sökum. Veðrið var gott til að byrja með, en breyttist þegar við fórum að nálgast Gander, svo við fórum að reyna (Framhald af 15 síðu) Á VÍOAVANG! „Bréfið". Gísli Magnússon í Eyhildar- holti biður Tímann fyrír eftir- farandi orðsendingu til Morg- unblaðsins: „Staksteinamaður Morgun- blaðsins sendir mér vinsamleg an tón hinn 9. scpt. s. 1. og fatast ekki prúðmennskan frek ar venju. f gegnum öll fagur- yrðin (!) gægist þó bersýni- lega sú staðreynd, að smágrein mín í Tímanum, Skollaleikur, hefur komið óþægilega við næmar taugar þessa þrifnaðar- manns. Satt er það, að sannanir hef ég ekki fyrir því, að ritstjórinn hafi sjálfur skrifað svívirðing arbréfið um bændur, það sem hann eignar „norðlenzkum bónda“. Hins vegar trúi ég því ckki, að nokkur bóndi mundi leggjast svo lágt, að birta nafn laust níð um sína eigin stétt af svo botnlausri fyrirlitningu, sem „bréfið“ vottar, hvað sem öllum stjómmálaskoðunum líð ur. Eða hví í ósköpunum grein ir ritstjórinn ekki nafn þessa „norðlenzka bónda“, fyrst hon um finnst „bréf“ hans svo fágætlcga gott, að hann fær það „lánað" til birtingar? Eða vill enginn kannast vlð króg- ann? Meðan svo standa sakir, mun bæði ég og aðrir líta svo á, að þessi óburður hafi til orðið í Morgunblaðshölllnni — þrátt fyrir alla svardaga.“ Viðurkennt það, sem áður var neitað Stjórnarblöðin, einkum Vís- ir og Morgunblaðið, svo og sjálf ur landbúnaðarráðherra hafa ætið neitað því hiklaust, að landbúnaðurlnn fengi ekkl eins mikla fyrirgreiðslu í af- urðalánamálum og sjávarútveg urinn. Þegai Tíminn hefur haldið því fram, að svo væri ekki, hefur ráðherrann og blöð hans kallað það ósvífin ósann indi. Þegar Vísir segir frá sam- komulaginu um búvöruverðið í gær, lætur hann meðal annars svo um mælt: „Og í þriðja lagi skulu hin svokölluðu afurðalán og við- bótarlán í vlðskiptabönkum út á afurðirnar hækka þannig, að þau verði a. m. k. jafnhá þeim Iánum, sem sjávarútvegurinn fær út á sjávarafurðir.“ Þannig játar Vísir nú því, sem hann neitaði áður. Það er nú ekki aðeins viðurkennt af stjórninni og blöðum hennar, að afurðalán bænda voru miklu lægri en sjávarútvegsins og miklu lægri en þau voru áður, heldur hafa bændur orðið að standa í löngum og hörðum samningum og binda þetta mál samningum um búvöruverðið til þess að ná réttlæti við aðr ar framleiðslustéttir. Þannig er þessi ríkisstjórn í garð bænda. Þeir sækja ekki réttlæt ið í hcndur henni nema með þvingunarsamningum. Vantar nýja yfirlýs- ingu. Eins og kunnugt er hefur Ágúst sá, sem átti nafn sitt und ir hinni frægu yfirlýsingu, sem Mbl. birti til hvítþvottar Jó- hannesi og Lárusi, nú lýst þvi yfir á prenti, að hann hafi ekki skrifað sjálfur staf af því, sem í yfirlýsingunni stóð. Stendur nú Mbl. uppi eins og illa gerð þvara, og kýs þögn ina eina til þess að reyna að Framh. á 15. síðu f gær mættl flugmaSurlnn til skýrslugerSar í flugturnlnum f Reykjavík. Hér á myndlnnl er Valdlmar Ólafsson, flugumferSarstióri aS Inna hann frétta. (Timamynd KJ) HmINN, þrlðiudaginn 22. september 1964 KortiS sýnir lelSina sem vélunum var flogiS eftir, frá St. Pierre. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.