Tíminn - 22.09.1964, Page 15

Tíminn - 22.09.1964, Page 15
VERZLUN Framhald af 16 síðu. andi i verzluninni, þar af helming ur íslenzkt starfsfólk. í hverfi því, sem verzlunin er i, er mikið af húsgagnaverzlunum. Kristján Friðriksson, fram- kvæmdastjóri hinnar nýju verzl unar, sagði blaðamönnum í dag, að verzlun þessi ætti ekki að vera forvitnileg á neinn hátt og það ætti ekki að leggja áherziu á að vörurnar væru íslenzkar, heldur ætti að leggja álicrzlu á, að hafa á boðstólum vandaða vöru. Það var Kristján, sem fyrst bar upp hugmyndina að þessari verzlun á ársþingi Félags íslenzkra iðn- rekenda í apríl síðastliðnum. Hann sagði blaðamönnum, að þó að þessi tilraun mistækist, mætti ekki vanmeta hugmyndina, sem stæði að baki tilrauninni. Hug- myndsn væri sprottin af þeirri ályktun, að fslendingiun sé nauð synlegt, að breyta efnahagslífi sínu. Með því að byggja upp iðn- aðinn og skapa honum erlenda markaði er þjóðinni tryggð góð afkoma, þó sjávaraflinn vilji bregaðst. Þetta er skoðun Krist- jáns Friðrikssonar og fleiri fram sýnna manna og vonandi fer til raun þeirra vel. HIRTI FLUGVÉL Framhalt al bls 3 að spara benzínið eftir það. Annars var veðrið svona all- sæmilegt mestan hluta leiðar- innar. — Hvað varstu lengi á gúm- bátnum, áður en þyrlan kom og bjargaði þér? — Ekki lengur en 10—15 mínútur. Veðrið var ljómandi gott, nokkurn veginn sléttur sjór, þótt öldurnar kæmust upp í 3 fet. Ég fór út á væng flug- vélarinnar og blés þar upp björgunarbátínn og fór í hann. — Það varð ekki löng bið í bátnum, því ég hafði haldið áfram að fljúga eins lengi og ég gat vegna eldsneytisins, þar sem ég hafði fengið vitneskju um að þyrlan var á leið til mín, og þótti mér réttast að reyna að nálgast hana eíns mikið og ég gat, enda þótt ég sæi nokkra fiskibáta á þessum slóðum og vissi, að þeir hefðu getað náð mér ef á þurfti að halda. Flug vélin hélzt svo á floti eftir að ég nauðlenti, en það hefur ef- laust verið vegna tómra benz íntankanna, sem hafa virkað eins og nokkurs konar flot. — Hefur þú lent í nokkru þessu líku áður? — Nei, ekki hef ég gert það. — Hversu langt er síðan þú byrjaðir að fljúga? — Ég byrjaði árið 1939, og fór svo í flugherinn 1942. Eft- ir stríðið hef ég verið í heima varnarliðinu og flýg alltaf meira og minna, og kenni þar að auki. Ég hef aftur á mótí aldrei flogið svona lítilli vél yfir opið haf, en ég hef oft farið á stórum vélum hér yfir bæði í stríðinu og síðar. — Eru Mooney Mark vélarn- ar taldar góðar vélar? — Þær eru að verða mjög vinsælar í Bandaríkjunum, og teljast góðar. Vélin, sem ég flaug var alveg ný, hafðí ekki" nema 16 flugstundir. — Þekktust þið flugmennirn ir þrír, sem fluguð þessum vél um? — Ég þekkti Wall, þann sem var með vélina, sem nú er týnd. Hann hafði verið flug- maður álíka lengi og ég. Hann hafði verið í flughernum, en hættur þar. — Og hvað er nú næst á dagskrá? — Ég er að fara heim aftur til New Jersey. Mér skilst, að flugvél frá PanAm fari hér um annað kvöld, og ég ætla að £ara með henni, sagði Moody áS lokum. LQFTLEDA- VfflRÆDUR HAFNAR KJ-Reykjavík, 21. sept. f morgun hófust hér í Iteykja- vík viðræður milli íslenzkra og skandinaviskra loftferðayfirvalda um mál SAS og Loftleiða. Er þar rætt um hina breyttu samkeppn isaðstöðu Loftleiða eftir tilkomu Rolls Royce vélanna. Blaðið hafði í dag tal af Agnari Koefed Han- sen flugmálastjóra og spurði hann um gang viðræðnanna, en hann kvað ekkert um þær að segja á þessu stigi málsins. Þeir sem taka þátt í viðræðum þessum auk ísl. flugmálastjórans eru sænski flug málastjórinn Winberg og fulltrúi hans Smidberg, fulltrúi norska flugmálastj. Heum og Stevner fulltrúi dönsku flugmálastjómar- innar. SEXMANNANEFNDIN Framhald af 2. síðu. lag við fulltrúa bænda í sex-manna nefnd, setn felst í eftirfarandi yf- irlýsingu landbúnaðarráðherra: „I. Afurðalán landbúnaðarins úr Seðlabankanum miðast við sama hundraðshluta og afurðalán sjávar útvegsins. Lán frá viðskiptabönk unum verði að hundraðshluta sam bærileg út á landbúnaðarafurðir og sjávarafurðir. II. Ríkisstjórnin Jeggur fyrir næsta Alþingi frumvörp að búfjár ræktarlögum og jarðræktarlögum, sem feli í sér að jarðræktarfram- lög hækki á næsta ári um allt að 30% í heild miðað við sömu fram kvætndir og 1963. Jarðræktarstyrk urinn verði greiddur samkvæmt sérstakxi vísitölu,. sem miðast .við framkvæmdakostnað. Bráðabirgða- ákvæði við jarðræktarlögin tryggi bændum fjármagn til uppsetningar á súgþurrkunartækjum með mótor og blásara, er nemi að meðtöldum jarðræktarstyrk % kostnaðar. Sé utn færanlega vél að ræða skal styrkurinn miðast við hæfilega stóran rafmagnsmótor. Bráða- birgðaákvæði þetta gildir næstu 5 ár. III. Verja skal árlega næstu 5 ár allt að kr 5 milljónum til að- stoðar þeim bændum, sem verst eru settir, eftir nánari ákvæðum og í samráði við Búnaðarfélag ís- lands, landnámsstjóra og stjóm Stéttarsambands bænda.“ Fulltrúar bænda í sex-tnanna- nefndinni gera ráð fyrir að aukn ing afurðalánanna geri sláturleyfis höfum og mjólkurbúum fært að hækka fyrstu útborgun til bænda um 10%. Vegna samkomúlags ríkisstjórn ar, verkalýðsfélaganna og atvinnu rekanda frá 5. júní s.l koma verð hækkanir á landbúnaðarvörum fram í hækkuðu kaupi miðað við kaupgreiðsluvísitölu nóvembermán aðar, nema til komi auknar niður greiðslur. Ekki er búið að ákveða endanlega hverjar verða niður- greiðslur úr ríkissjóði og er því eftir að ljúka útreikningi útsölu- verðs einstakra vörutegunda. Lokið verður við þá útreikninga og nýtt verðlag landbúnaðarvara auglýst næstu daga. Fréttatilkynning frá Sex-mannanefnd. VÍÐAV4NGUR - hylja hneisu sína. Væri nú ekki ráð, að ritstjóri Morgunblaðsins labbaði sig aft ur heim til Ágústs og bæði hann um nýja yfirlýsingu. Hver veit nema Jóhannes Iabbaði líka með honum núna. í STJÓRN WAY Framhalo et 16. si8u. WAY hefur frá öndverðu verið að skipuleggja og efla frjálst æsku lýðsstarf og hefur í því sambandi efnt til fjölmargra námskeiða og ráðstefna um hagsmunamál æsk unnar og stuðlað þannig að aukn um sMlningi og samskiptum æsku fólks í heiminum. Aðalmál þingsins í Amherst var æskan og heimsfriðurinn á atóm öld, auk fjölda annarra mála svo sem mannréttinda og alþjóðamála svo fátt eitt sé nefnt. Margir ágætir fyrirlesarar og gestir sóttu þingið, þeirra á meðal Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og doktor Martin Luther King forustumaður í jafnréttisbaráttu blökkumanna. Æskulýðssamband íslands gerð ist aðili að Heimsþingi æskunnar 1958 og hefur æ síðan átt fulltrúa á þingum samtakanna, en þau hafa verið haldin í Nýju Dehli, Accra, Árósum og nú í Amherst Þlng Heimssambandsins er hald in annað hvert ár og móta þau stefnuna og hafa æðsta vald í málefnum samtakanna. Milli þinga fer kjörin framkvæmdastjóm með málefni Heimssambands æsk- unnar. í henni eiga sæti þrettán fulltrúar frá öllum heimsálfunum, auk forseta, framkvæmdastjóra og gjaldkera. Aðalstöðvar samtak- anna eru í Brussel. Meðal þeirra, sem kjörnir voru í framkvæmda stjórn Heimsþings æskunnar til næstu tveggja ára er Ingi B. Ár- sælsson. Á hann sæti í fram- kvæmdastjórninni sem fulltrúi ís lands og Norðurlanda. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingur er kjörinn til slíkra trúnaðarstarfa fyrir Heimsþing æskunnar, og felst í því mikil viðurkenning fyr ir íslenzk æskulýðssamtök á al- þjóðavettvangi. BSRB-ÞINGIÐ Framhald af 1. síðu. að þar sem starfsmönnum í sömu starfsgrein hafi nú verið skipað í fleiri en einn launaflokk miðað við menntun, þá taki slík skipting ekki til þeirra, sem hafa langa starfsreynslu, og aldrei til starfs manna sem voru í starfi 1. júlí 1963, heldur njóti þeir launa sam kvæmt hæsta flokki síns starfs, og að í störfum, þar sem hækkunar- möguleikar séu takmarkaðir, sé leitast víð að veita viðurkenningu fyrir langa þjónustu með persónu uppbótum eða fjölgun aldurshækk ana, og einnig gefinn kostur á við bótarfræðslu, er veiti rétt til launahækkana. f samþykktinni um skattamál er bent á að launamenn beri óeðli lega þungan hluta skattanna, og er skorað á ríkisstjórn og Alþingi að breyta gildandi skattalögum og framkvæmd skattheimtu á þann veg, er tryggi fullt réttlæti í þess um málum, og bendir á eftirfar- andi atriði: Að tekjuskattur og útsvar verði sameinað í einn skatt, sem verði innheimtur um leið og tekna er aflað, að persónufrádráttur verði stórhækkaður og hæklci jafnan í samræmi við framfærslukostnað, að neyzluskattar verði gerðir sem einfaldastir í framkvæmd, til þess að unnt sé að koma við öruggu eft irliti með innheimtu þeirra og skilum, og að eftirlit með skatt- framt. verði hert og refsing við skattsvikum þyngd. Jafnframt skor að þingið á önnur launþegasam- tök landsins að taka upp sam- stillta baráttu í þessum málum. Auk þessara ályktana, gerði þingið samþykktir í fleiri málum, svo sem um samningsrétt, starfs mat, hagstofnun launþegasamtak anna, starfsaldur til eftirlauna, starfsmannamál, fulltrúakjör á þing BSRB, samstarf við erlend stéttarsamtök opinberra starfs manna og um lífeyrissjóð opin- berra starfgmanna. , . KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI Keimilistæki V og alls konar búsáhöld, leir og glervara fjölbreytt úrval, verð við allra ’næfi sendum gegn póstkröfu, áherzla lögð á örugga og hraða afgreiðslu. Búsáhaldadeild KEA, Akurey ri RÁÐSKONA Reglusöm kona óskast sem váðskona í pláss í ná- grenni Reykjavíkur. Mætti hafa með ser barn. Upplýsingar í síma 50 6 49. Bílaeigendur athugið Ventlaslípingar, hringjaskiptingu og aðra mótor- vinnu fáið þið hjá okkur. BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ 10 VtNTILL* SIMI 35313 mm Trygglngar á v3rum i flulnlngi Trygglngar á elgum sklpverja Áhafnaslysatrygglngar Ahyrgíarfrygglngar SKIPATRYGGINQÁR Velðafærafrygglngar Aflalrygglngar henlar yJur TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf L1NOARGAIA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI.SURETY Innilegar þakir til barna, tengdabarna og barna- barna, ættingja og vina sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugs af- mæli mínu 12. sept. s. 1. Lifið heil. Lárus Guðmundsson frá Bakka, Arnarfirði. GuSfinrta GuBmundsdóttlr. Hughetlar þakklr fyrlr auðsýnda samúð vlð andlát og jarðarför föð- ur, bróður, tengdaföður, afa og frænda Benedikfs Péturssonar Stóra-Vatnsskarði, Skagafirði Drottlnn blessl ykkur öll. Aðstandendur prl M I N N, þrjðiudaglnn 22. september 1964 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.