Tíminn - 22.09.1964, Page 16
I
FRAM TAKSSAMIR IÐNREKENDUR OPNA
VERZLUN MEDIDNVARNING f NEW YORK
HF-Reykjavík, 21. september.
Innan skamms veröur opnuð í
New York íslenzk verzlun, sem
verzlar eingöngu með íslenzkar
vörur og mun hón nefnast „Ice-
landic Arts & Crafts“. Þetta kann
að hljóma ótrúlega, en nokkrir
framtakssamir iðnrekendur hafa
hrundið þessu í framkvæd. Krist
ján Friðriksson í Últíma verður
framkvæmdastjóri verzlunarinnar
næsta eitt og hálfa árið, en Ás-
björn Sigurjónsson á 'Álafossi er
formaður félags þess, er stendur
fyrir verzluninni. 26 fyrirtæki
munu selja framleiðslu sína í þess
ari verzlun, en mest verður selt
af bólstruðum húsgögnum.
Verzlunin er á horni 3rd aven
ue og 26 th street á neðstu hæð í
nýju fjölbýlishúsi. Á þessari hæð
eru alls sex verzlanir og er hús-
rými þeirrar íslenzku 260 fer-
metrar. Nú er verið að smíða inn
réttingar í verzlunina, en þær hef
ur Jón Haraldsson teiknað. Krist-
ján Friðriksson, framkvæmda
stjóri, fer í kvöld utan til að
stofnsetja verzlunina, en vörur fyr
ir tvær milljónir króna hafa þeg
ar verið sendar vestur. Hluthafar,
flest iðnfyrirtæki, eru 25 að tölu.
Stærsta hluti eiga Álafoss h. f.,
Kristján Sigurgeirsson h.f., Tré-
smiðjan Víðir h. f., og Úitíma h. f.
Þær vörur, sem verða á boðstól-
um í verzluninni eru: Bólstruð
húsgögn, lopapeysur, teppi, gær-
ur, gluggatjöld .gólfteppi, áklæði.
veggteppi, vélprjónaðar peysur.
treflar og vettlingar, auk þess
verður íslenzkt keramik á boð-
stólum og ýmiss önnur smávara.
Fjórir til. fimm manns verða starf
Framb a 15 síðu
Ingi B. Ársælsson í fram
kvæmdastjórn WAY
Ingi B. Ársælsson
Dagana 31. júlí til 12. ágúst var
fimmta Heimsþing æskunnar —
World Assembly of Youth — hald
ið í borginni Amherst í Massachu
setts í Bandaríkjunum. Æskulýðs
samband íslands á aðild að WAY
og sendi fulltrúa á þingið.
Sendinefndina skipuðu þessir
menn: Ingi B Ársælsson, Bene-
dikt Blöndal, Gísli B. Björnsson,
Örlygur Geirsson, Hðrður Gunn-
arsson og Sigurður Jörgensson.
Heimsþing æskunnar er banda
lag æskulýðssambanda í hinum
lýðfrjálsa heimi og hefur það
starfað í rúmlega fimmtán ár og
var afmælísins sérstaklega minnzt
á þinginu. Þingið sóttu um fimm
hundruð fulltrúar frá yfir hundrað
þjóðlöndum. Megin verkefni
Frambald á 15. síða
EJ-Reykjavík, 21. september.
— Ef við hefðum komið
tveim tímum seinna að flug
vélinni, þá hefðum við ekki
getað tekið hana um borð
vegna veðurs og öldugangs —
sagði Þórður Hermannsson,
skipstjóri á Ögra frá Hafnar
firði, í nótt, þegar hann kom
til Reykjavíkur með Mooney
flugvélina, sem hann hirti um
28 mílur frá landi í gærdag.
Ögri var að koma af síld-
veiðunum fyrir austan og var
þvi flugvélin eins konar upp
bót á vertíðina, þvi að skip-
stjórinn kveðst hafa tekið vél
ina eins og hvert annað rekald
og sé það því eign hans. Ögri
lagðist að Grandagarði klukk
an 2.20 í nótt og tók margt
manna, sem beðið hafði við
höfnina síðan um eittleytið,
á móti honum.
Blaðið náði tali af skipstjór
anum, Þórði Hermannssyni,
rétt eftir að Ögri lagðist að
bryggju, og sagði hann svo
frá björgun vélarinnar:
— Við vorum að koma af
síldveiðunum fyrir austan og
um klukkan 3.30 á sunnudag
inn heyrðum við Reykjavíkur
radíó tilkynna, að flugvélin
hefði nauðlent á hafinu. Við
vorum þá staddir um fimm míl
ur undan Reykjanesi og héld
um þegar í áttina til flugvélar
innar. En þegar við komum
að Eldey var tilkynnt, að búið
væri að bjarga flugmanninum,
og um svipað leyti sáum við
þyrlu frá varnarliðinu stefna
til Keflavíkur með flugmann
inn.
— Við ætluðum þá að hætta
við að sigla til flugvélarinnar,
en ákváðum síðan að halda
áfram og skoða hana. Okkur
gekk vel að finna vélina og
komum að henni klukkan 18.15,
en þá var hún stödd á 63.30
gr. n.br. og 23.23 v. 1.. eða um
18 mílur VSV af Eldey.
— Var hún eitthvað
skemmd?
— Það sá ekkert á henni, en
þó var annar „flapsinn" far-
inn af. Annars lá hún mjög
glæsilega á sjónum eins og
venjuleg sjóflugvél. Dyr vélar
innar voru opnar, en svo lítil
alda var, að sjórinn skvettist
ekki inn í hana.
— Og þið hafið strax ákveð
ið að hirða vélina?
— Já, við ákváðum að
reyna. Við settum því út björg
unarbát og Iétum strófur ut-
an um skrokk flugvélarinnar,
bæði fyrir framan og aftan
vængina. Það gekk vel, en þó
var mikil undiralda, og gerði
það okkur erfiðara fyrir. Síð
an tókum við vélina inn með
bómunni.'
— Og hvað ætlar þú svo að
gera við vélina?
— Ég veit það ekki ennþá.
En ef ég fæ ekki út úr
þessu það sem mér líkar, þá
gæti ég vel hugsað mér að eiga
vélina. Það ér ágætt að hafa
svona vél á síldveiðunum til
þess að skreppa heim meðan
verið er að losa skipið!
Meðal þeirra, sem tóku á
móti Ögra í nótt var Björn
Pálsson, flugmaður, og mun
hann aðstoða við flutning og
eftirlit með vélinni, en hún
var flutt út á flugvöll í morg
un og skoluð. Björn sagði blað
inu í nótt. að vélin væri nokk
uð mikið skemmd, m. a.
skemmdist búkur henn-
ar þegar hún var tek-
in um borð, á tveim stöðum.
þar sem strófurnar voru látn-
ar utan um hana. Einnig hafði
sjór komizt inn í vél og tæki
flugvélarinnar. Sagði Björn,
að taka þyrfti vélina sundur
stykki fyrir stykki og yfirfara
hana mjög gaumgæfilega, áður
en hægt væri að nota hana.
En vélin, sem kostar um 20.
000 dollara, er samt mikils
virði og góður fengur í vertíðar
lok.
Myndakvöld kaun
| mannahafmirfnra
Myndakvöld Kaupmannahafn
Iarfara FUF verður föstudag-
inn 25. september i innri súina
sal Hótel Sögu kl. 21.00. Þeir
sem hafa myndir úr ferðalag-
inu (slides eða kvikmyndir) til
þess að sýna, hafi samband við
skrifstofuna, síini 15564.
StjórnFUF.