Alþýðublaðið - 24.12.1953, Side 7

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Side 7
 • ■ lililliii Regiusysturnar • skipta nú þúsundum. Æðst þeirra er .sú. er situi' suður í Rómaborg pg nefnd er yfirpriorinna. Næsti ar henni að tign eru deildar- stjórar fimm. provincialprior- séu flestar mjög við aldur. Þeim. sem man sömu andlit- in frá því fyrir mörgum árum, görnlu höfnin, vehður ijóst. að flestar hafa þær átt hér heima mjög. lengi. sumar' nær alian starfsalduri-an. hin efzta. Klukkan 15 mínútur yfir fimm hvern morgun koma systurn* ár .saman í, þessari fögru kapellu, sem er í sjúkrahúsinu. , SYSTUR SANKTi JOSEPS í ró kapeilunnar og fórn i dagsins önn finna }>ær verðmæti, sem eru þeim dýrmætari öllu, sem ,heimurinn‘ getur gefið effir Sigurð Magnússon Hver er sú, sem fer frá sjúkrahúsinu suður yfir göt- una. upp stíginn og gengur svo inn í kirkjuna? Hver er hún? Við vitum það ekki enn. Af klæðaburði hennar er Ijóst, að hér er enginn venjulegur kirkjugestur á ferð, enda er þess alllar.gt áð bíða, að þeir komi, því að klukkan er ný- byrjuð að gánga tólf, en á mið- nætti. mun messusöngur fyrst hafinn. . . En bíðum nú við! Þarna koma fleiri utan frá sjúkrahúsinu og stefna til kirkjunnar. Við skulúm koma nær og fylgjast með ferðum þeirra, eiga um stund sám- leið með þessum svartklæddu konum, sem. hraða - nú för til kirkjunnar sinnar á þessari helgu nótt. Öll þekk-jum við þennan fyrirferðarmikla dökka bún- . ing með hvítu brjósthlífinni, Ijósu a'ndlitsumgerðinm og talnabandinu langa. Vera mc... að einhverjum þyki fróðlegt að vita, að hann mun eftir- líking ekkjubúnaðar þess, sem í tízku var suður í Frakklandi á 17. öld, en þarvar þá stöfnúð- regla, er keirnd var við dýr- linginn Jósep Maríumann, og ætluð var þeim konum ein- um, er fórna vildu lífi sínu til liknarstarfa. Skyldi búningur inn vera merki þess að sá, sem þær hefðu heitbundizt, væri eigi framar hér í heimi, og átti hann þannig að vera eilíf áminning loforðsins, er gefið var á vígsludeginum mikla, en þá höfðu þær krop- ið við altari Guðs móður, skrýddar hvítu brúðarlíni. Og kross var festur á brjóst, tákn þess, að héðan í frá væru þær að eilífu vígðar honum, er fóstraður var af Jósep vernd- ardýrlingnum góða. — Þann- ig urðu þær systur sankti ’ Jóseps, brúðir Jesú Krists. Eftir hvaða leiðum hefur þessi annarlegi, suðræni ekkju búningur borizt hingað norð- ur í stjörnubjarta jólanótt? Við höfum engan tíma til að hlusta á söguna um barátfu reglunnar, áföllin, er hún va^ð fyrir í frönsku stjórnarbyit- ingunni, sigrana. er hún síðar vann. en það er enga stund verið að segja íi'á nokkrum aðalatriðum: innur, én þá 1_____ ingjárnir, priorinnurnar, c annast fjárreiður og alla dag- lega stjórn á athafnasvæði sínu. Verkefnin eru alls stað- ar hin sömu: rekstur sjúkra- húsa, skóla og barnaheimila. Deildir. eru nú í .öilum álfum hexms r.ema Afríku og Ástral- íu! Reglan er efnalegá sjálf- stæð og sérstök stófnun inn- an kaþólsku kirkjunnar. Nokkru fyrir síðustu alda- mót, eða árið 1896, komu þrjár regl'isvscur fyrst út hingað tii íslands. Þær settust að á Fáskrúðsfxró'., þar sem þær hjúkruðu sjúkum frönskum sjómónnurn á vertíðinni. Svo hurfu þær aftur héðan. Tveim árum síðar settust reglusystur að á Landakoti í Reykjavík, og síðan hafa þær átt heima þar, veitt forstöða foarnaskóla og frá 1902 hafa sjúklrngar átt athvarf í Landa kotsspítalanum, er þær létu reisa. í Hafnarfirði hafa þær einnig skóla og sjúkrahús. Priorinnurnar tvær hafa óskor að vald í öllum málum, er systurnar varða, en á'byrgar eru þær allra sinna gerða fyrir deildarstjóranum, er að- setur hefur í Danmörku. Tuttugu og sex reglusystur eiga nú heima í Reykjavík e"i ellefu í Hafnarfirðíi. Þetta er í fám orðum sagan um frakkneskan ekkjubúning frá miðri 17. öld, er verið hef- ur í nær sex tugi ára tákn líknsemdar og lærdóms úti á íslandi. Enda þótt við gætum þess, að hinn þxrnglamalegi búning- ur blekki okkur ekki, þá hljótum við þó að sannfærast verður í næsta aprílmánuði, allt frá 1903. Vonir hafa eflaust staðið til þess í öndverðu, að margar ungar, íslenzkar konur myndu í'eta þá braut, er rudd var, en svo varð ekki. Þær urðu ekki nema tvær, og þess vegna fjölgar þeim árlega. er gott þykir að mega styðjast við arma hinna yngri systra á leið inni milli kirkju og sjúkrahúss á jólanótt. Meðan hópurinn heldur norður undir götuna, reynum við að greina sérkenni, í von um að finna þar einhverjar þær, sem við eigum einkum þakkarskuld að gjalda. Hvar er nú hin góða og glaðværa systir Fulberta, sem verið hef ur hér í rúm 40 ár? Hvar er sú endurborna systir Clem- entía, önnur íslenzka konan í þessum hópi? Og hvar er hin, systir Stanislaus ? Hvar er priorinnan, hin fyrirmannlega systir Marie Flaviane? Við finnum þær ekki, en þó eru þær áreiðanlega hér. En hvers vegna öll þessi undarlegu nöfn? Voru ís- lenzku heitin Svanlaug Guð- mundsdóttir og Guðrún Gísla- dóttir ekki góð og gild og er nafnið Elizabet Imbusch nokkru lakara hinu nýja, Marie Flaviane? Nei, það er Systurnar í Landakoti. Önnur frá vinstri í fremstu röð er systir Ágústína, sem verið hef. ur hér á landi síðan 1903, en hún verður níræð næsta vor. Til hægri við hana eru móðir Flaviane og móðir Francoise, generalpriorinna. Lengst til hægri í öftustu röð er systir CJementia og beint framan við hana systir Stnnis.’aus. Þær tvær eru einu íslenzku syst- urnai', og hétu áður Svanlaug Guðmundssdóttir og Guðrún Gísladóttir. ekki vegna þess, heldur hins, að gömlu nöfnin voru heiti þeirra „í heiminum“. Hitt eru nöfnin, sem þeim voru valin, er þær gáfu syni Maríu opin- berlega hönd og hjarta, brúð- arheitin. Raunar máttu þær sjálfar gera tillögur um þrjú, en svo valdi priorinnan eitt þeirra. Svanlaug Guðmunds- dóttir hafði verið svo heppin að fá að bera heiti þeirrar konu, er hún taldi sig most eiga að þakka, systur Clem- entáu, en Guðrún hefði held- ur kosið að heita öðru nafni en því, sem fyrir valinu varð. Úr þessu verður þó engu bi'éytt, enda Stanislaus hinn pólski, dýrlingur mikill og máttugur, sem trúlega mun ekki eftir telja að rétta hjálp- arhönd því barni, er svo langt norður hefur nafn hans bor- ið. Annars vilja þær stundum ekkert um fortxðina tala, er.da oft gott að mega gleyma. Fyrir kemur þó, að þær segja hisp- urslaust sögu æskuáranna og greina ástæður þess, að þær gengu þessa braut, telja hana hafa verið „köllun“, allt frá bernsku, enda urðu mai'gar að verja miklu fé og fyrirhöfn til þess að fá að komast undir verndarvæng reglunnar, og nær allar urðu þær að yfirgefa ættlönd sín og hefja nám í Danmörku, en það er ástæðan til að í tungutakinu bergmál- ar allt í senn, þýzk eða pólsk æska, danskur námsferill, ís- lenzk starfsár, — stundum ljómandi spaugilega, oft ó- skiljanlega, en alltaf með sér- kennileik sjúkrastofu að Landakoti. — * _ Þeir eru nú orðnir ótrúlega margir, sem lagt hafa leiðir sínar að Landakotsspítala í þá hálfu öld, sem hann hefur ver ið opinn, og óvíða munu spor in eftirminnilegri en þau, sem stigin voru þár, iétt og Ijúf, þegar lífið brosti við, þung við dauðans dyr, — og alltaf voru Sankti Jósepssysturnar þar, •glaðar, þegar allt lék í lyndi, daprar, er dauðinn hafði sveifl að Ijánum, ætíð viðbúnar að stilla kvöl, græða sár, sti'júka hendi um þreyttan hvarm, þerra tár. Þó að hinn hvíti búningur væri alltaf sá sarni, þá voru sérkenni þeirra, er báru hann, samt augljós. Sum ar voru glaðværar að eðlis- fari, opinskáar, gjöfulai', aðr- ar dular, alvörugefnar, vildts gera rétt, þoldu ekki órétt. En þó að við höfum séð þæí; svona, þar sem þær gengus milli sjúkrarúmanna, þá munufc fæstir vita hvernig þær verjas öðrum.tímum dagsins en þeim, sem líða meðan við sjáum þæi? að verki. Mörgum, sem nií ætla að verða þeim samferðár til kirkjunnar, mun því þykjax fróðlegt að fá um þaðT vitneskju, og þess vegna leit- um við hennar. Þegar klukkuna vantax? fimmtán mínútur í fimm að morgni, rísa þær úr rekkju* Hálftíma síðar eru þær koran- ar til morgunbæna í kapell- unni, sem er á efstu hæð hina ar nýju deildar sjúkrahúss- ins. Kortéri fyrir sex kemuþ prestur til að syngja messu og er því lokið klukkan sjö, en þá er setzt að kaffidrykkju, Að því búnu er skipt um föt,- svörtu hversdagsklæðin lögð til hliðar, en farið í hvíto; hjúkrunarfötin og klukkais sjö hefst vinnan í sjúkradeild- unum. Laust fyrir hádegi e? borðaður léttur morgunverð- ur. Klukkan hálf þrjú er hle frá störfum í rúman klukku- tíma, en þá er aftur litið til sjúklinga, og frá klukkan fjög ur til hálf fimm er miðdegis- verðar neytt. Að því búnu héfst vinna að nýju og er umt ið til klukkan 8, en nokkurfi hlé er þó á um hjálfsjö, em þá eru kvöldbænir lesnar í kappellu. Á tímabilinu frá 8—• 9 er setið við spjall og handa vinnu, eu klukkan 9 er dagur talinn allur, og hverfa þá syst. ur til herbergja sinna. Vinnu- og bænatímar pri- ox’innu og skólasystra eru hin- ir sömu, en verkefni að sjálf- sögðu ömnur. Hér er sem annars staðar, engin regla án undantekmngá, en priorinnan ein má leyfa að vikið sé fi'á þvá, sem fyrr er greint, og er það ekki gerfc nema brýnar ástæður beri tiL Enginn „hvíMardagur" er haldinn, en fyrir kemur, að farið er í ferðalög að sumar- lagi, en oftast þó ekki nemai einn dag í senn. Þegar priorinnan, Maria Flaviane, er spurð, hvort ein- hverju af þeim tíma, sem ætl aður er til bænahalds og ann- arra guðrækilegra iðkanay myndi ekki bet.ur varið til hvíldar, svarar hún neitandl og bætir við: Framihald á 14. síðu. JÓLAHELGIN

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.