Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 8
' GUÐ skapaði himin og jörð. Og hann leit yfir allt, sem liann hafði gert og sá að það var harla gott, Fögur var jörðin með ið- græn engi, prýdd marglitum blómum. Allaufguð skógartrén bærðu krónur sínar, eins og þau væru að þakka góðum guði fyrir að hann gaf þeim líf. Ár og lækir liðuðust um -engi og dali á leið til sjávar. Sumar árnar liðu fram í stoltri ró, aðrar veltust fram með þungum nið eins og þær væru að flýta . sér til hins mifcla hafs. Máske hlökkuðu þær svo til að sameinast öld- um sjávarins. Annars hugsuðu þær allar til þeirrar stundar með eftir- væntingu, þegar sólin varpar geislum sínum í fang hafsins og býður góða nótt. Fjöliin duldu gieði sína yf- ir því að vera til, þó gátu jökl- arnir ekki varizt því að gráta af gleði, þegar blessuð sólin -laugaði þá geislum sínum. Guð horfði hugfanginn á engin grænu og sagði við engl ana sína: „Ég vil gera mér garð.“ Óg han-n skapaði blóma- garð, sem litlu englarnir nefndu Eden. Blómin í garði guðs döfn- uðu og uxu. í miðjum garðinum óx rósa runni. Ein rósin var fegurst. Guð gaf henni íagurrauðan lit. „Þessi rauða rós“, sagði hann, „skal minna öll blómin í garði mínum á mig“. Rósin brosti og breiddi út fagurrauða krónu sína. Öll blómin elskuðu rauðu -rósina, af því hún minnti þau á góðan guð. í einu horni garosíns teygði lítið, ósjálegt blóm sig upp úr moldinni. Hin blómin voru stærri og kröítugri og skyggðu á litla, veikbyggða blómið. -Skýin sendu litJa blóminu vökvun, og blessuð sólin reyndi að senda því yl með geislum sínum, en því gekk svo illa að vaxa. Svo var það einn fagran morgun, að rauða rósin tók eftir litla blóminu. Hún kenndi í brjósti úm það. Hún sagði við blæinn: „Viltu g'era svo vel og bera litla, veikbyggða blóminu kveðju mína og segja því, að mér þyki vænt uni það.“ Blærinn gerði eins og rósin bað. Það var engu líkara en litla blómið lifnaði við kveðju rósarinnar. Það fann yndislegan ó- kenndan ilm. Það var ilmur- 'inn frá fagurrauðum krónu- blöðum rósarinnar. Litla blómið brosti af ást og þakklæti. Morguninn eftir bar þáð lít il þrílit blóm. „Nei, sko littu fjóluna,“ sögðu hin blórnin. Þau höfðu ekki veitt henni eftirtekt fyrr. af því hún var svo lítil og vesæ'ldarleg. Ekkert blóm anna í garði guðs hafði tekið eftir henni, nema rauða rósin. ,,Hefur þú verið hérna áð- ur?“ spurðu blómin forvitin. Litla fjólan þagði. Hún var svo feimin og vandræðaleg og fyrirvarð sig fyrir smæo sína. Hún kom sér ekki að því að tjá blómunum. að rauða rósin hefði sent henni kveðju sína. Blærinn lék drýgindalega um krónur litlú, forv’.tnu blómanna, því að hann 'vissi um leyndarmál fjólunnar. Um kvöldið . reyndi Iitla fjólan að halda sér vakandi, þangað tii öll blómin voru an krónur sínar og falíð sig góðum guði, hevrði blærinn ofurveika rödd. Blærinn hlust aði öldungis forviða, því að hann hugði, að öll blómin svæfu. Veika röddin hvíslaði: ..Blessaði blæriim minn, berðu rauðu rósinni kveðju mína og segði henni, að ég eigi henni líf mitt að launa.“ Blærinn íiut'a rósinni kveðju fjólunnar. Og rauða rósin brosti ynd- isl-ega í svefninum. í dráumi heyrði hún kveðju litlu fiól- unnar. Góður guð leit enn yfir allt, sem hann hafði gert, og sá, að það var harla gon. Blómin uxu ánægð hvert í sínum reit, hjöluðu vingjarn lega saman og rýmdu til hvert fyrir öðru, svo að sólin gæti náð til þeirra allra. Skammt frá lixlu fjólunni gægðist grænn skúfur upp úr moldinni. Hann lét í fyrstu lítið yfir sér. en hann óx furðu ört. „Sjáið þið bara, hvað stgur- skúíurihn er orðinti siór,“ sagði fjalldalafífillinn og gægðist upp fvrir öxlina á blá gresinu. Skúfurinn brosti hreykinn og reyndi að breiða sem mest úr sér og vekja at- hygli. Hann kunni lofinu vel. En blómin dáðu öll rauðp rós- ina og veittu skúfnum ekki frekari eftirtekt. Skúfurinn óx og óx og' rýmdi aldrei til fyrir neinu blómi. ,,Æ, þú meiðir ræturnar mínar,“ sagði lítið gleym- mér-ei. „Þú skyggir á mig,“ -kvart aði stjúpmóðirin. Hún var svo lágvaxin. Sigurskúfurinn gaf því eng an -gaum. Hann hugsaði að- eins um sjálfan sig. Nú var hann orðin.n svo há- vaxinn, að. hann sá vel rauðu rósina. Sigurskúfurínn varð hugfanginn af fegurð hennar. „Ég skal komast alla leið til hennar,“ hugsaði 'hann. Og hann skaut út rótum sínum undir yfirborði jarðar og ný- ir skúfar uxu upp af rótar- öngunum. Hann skeytti því yfir höfuð og kæfði þau í skugga sínum. Hann kepptist við að vaxa og blómin vöruðust hann ekki, af því að hann var svo slunginn að skríða niðri í moldinni. Á leið sinni varð hann mörgum blómum ac bana. Nú var hann kotninn svo nálægt rauðu rósinni, að ’hann gat virt hana vel fyrir sér. „Hvílík fegurð, en sá in- dæli ilmiir,“ tautaði skúfur- inn. „Góðan daginn, fagra rós,“ sgði hann og hneigði sig fleðu lega. „Góðan daginn,“ anzaði rós in þýðlega. (Eftir þetta hélt sigurskúf- urinn vörð um rauðu rósina. Hann þoldi ekki, að hún hefði neitt saman við hin blómin að ssélda. Litla fjólan grét í hljóði. Nu bar blærinn henni aldrei kveðju frá rósinni. Skúfur- inn var svo .frekur og óða- mála. að rósin átti fullt í fangi með að sinna honum og anza skvaldri hans og fagur- gala. Hún gat aldrei komið því við að.biðja blæinn fyrir kveðju til litlu fjólunnar. sofnuð. Þegar þau höfðu lagt sam- hinna blómanna. yxi þeim EDEN Aumingja fjólan hugsaði alltaf um ra-uðu rósina. Hún hafði ekki einu sinni rænu á því að fá sér vatpsdropa að drekka. Þarna í bcrninu sínu hnipraði hún síg saman, nxð- urbeygð og vesaldarleg. Hún trúði blænum fyrir sorg sinni. Blærxnn kinkaði vingjarnlega til hennar kolli. „Rauða rósin er alltaf að tala við sigurskúfinrLi“ hvísl- aði faann. „Hún hefur víst gieymt mér,“ í>ndvarpaði veslings fjólan og bliknaði. Blærinn kenndi í brjósti um fjólUna. „Ég skal bera henní kvcðju þína,“ hvíslaði hann ofurlágt. ,,Þakkir,“ anzaði litla fjól- an. En sigurskúfurmn hejvrði hvað þeim fór á railii. og' belgdist allur upp. „Skárri er það nú frekjan í þessum litla anga, 'að leyfa Matthías Jochumsson: r A iólanó I 1 (Þegar jólin eru loksins komin til okkar, eftir allt ! •aTmríkið og amstrið, sem við látum vera, að þörfu og óþörfu, undanfara þeirra, viljum við gjarnan eiga ein- hverja kyrrláta stund, þar sem við hvílum hugann við sjálfan jólaboðskapinn. En fáir hafa túlkað þann boð- skap betur en MATTHÍAS JOCHUMSSON gerir í sálmum sínum. „ÞaS er svo oft í liáum heimsins glaumi,“ vér lieyrum engin gleði- og friðarmál, það er svo oft í tæpum tírnans straumi, að traustið bregst og vonin reynist tál, og orð þín, Guð, oss óma sem í draumi, þó eftir huggun þyrsti vora sál, O, ger oss börn, og gef oss aftur jólin, hin glöðu jól, með helgri barnatrú, um miðja nótt þá rennur signuð sólin; ó, sólarherra, ásján til vor snú. Þín jólaljós, þó jarðneslc hverfi sólin, í Jesú nafni skíni til vor nú. Hvar birtist þú, ó, blíða jólastjarna? Þú birtist helzt í lífsins dýpstu sorg, þú rennur helzt í brjósti góðra barna á bak við dagsins glaum og.fullu torg; þu þarft ei heimsins vopna, skjóls né varna. Þú valdir fyrst þá minnstu landsins borg. Þú velur hjartað — Herra, skapa í mér það hús, sem megi betur sóma þér, að Ijósið þitt bið eilífa, hið eina, þár eignast mætti svo sem jötu hrcina, hvar náðin þín, svo ný og fcrsk og hlý, í nafni Jesú mætti fæðast í. O, lít í náð vor köldu hjartans hús, vor Herra, Guð, sem ert svo líknarfús; ó, þú, sem sendir sólarinnar ljós að signa stráið, að það vérði rós, hví skyldir þú ei sigra kulda og kif og kveikja í mínu hjarta eilíft líf? Þyo þú mig hreinan, svo að sómi þér, og sóíin megi renna í brjósti mér, og sannur maður megi skapast þar í mynd og líking Jesú fyllingar. Ó, hjálpa mér að bjóða blessuð jól í brjósti mínu þinni kærleiks sól. Þú, faðir alls, ó, vcrtu hjálp og vörn í voru stríði. — Sjá hin smáu börn, sjá þau hin litlu ljósin vor og blóm. sem líða fýrir huldan skapadóm; ó, sýn oss, Guð, þar grói bak við rós, og geymt sé hverju barni jólaljós. Öll veröldin er veikt og lítið skar í veldishendi þinnar dásemdar, lát nýja stjörnu skreyta skýjatjald, svo skynji blindir þinnar náðar vald; þitt, þitt er allt, og allt er, Guð, af þér, og í þér lifum, hrærumst, erUm vér. Ó, ljóssins faðir, lífsins stóri vin, er leiðir sem um nótt, vort breyska kyn, oss dreymir um þinn dýrðarháa söng, oss dreymir ljós, en nóttin er svo löng, og stríðið hart við synd, við sorg og gröf, Ó, SEND OSS MEIRI NÁÐ í JÓLAGJÖF. sér að biðja að heilsa rauðu rósinni. Ég skal kehná henni að faaga sér bettir.11 Blærinn bar rósirmi kveðju fjólunnar. „Segðu litlu fjólunni, að ég muni aldrei gleyma henni,“ sagði rósín ofurlágt og vand- ræðalega. Hún var svo hrædd um að sigurskúfurinn móðg- aðist. Og rauða rósin vildi engan móðga. Nú var skúfnum alveg nóg boðið. Rauða rósin átti ekk- ert með að muna eftir litlu fjólunni. Hún átti bart að muna e.ftir honum sjálfum. Hann skreið og ski’eið niðri í moldinni og þokaðist nær litlu fjólunni og eyði- lagði mörg blóm á leið sinni. En það lét hánn sig engu skipta. ■Litla fjólan fann, að ei-tt- hváð krafsaði í rætur hennar. Hana sárkenndi tii Skúfurinn óx í einu vet- fangi upp fyrir litlu krónuna hennar. Hún var alveg í skugga haris. Smáu þrílitu krónublöðin féllu til jarðar. Litla fjólan fann dauðann nálgast. Hún kyeið ekki fyrir að deyja. En fallega rauða rós in, ef hún yrði nú skúfnum að bi’áð. Skelfingin gagntók Framhald á 27. siðu. 8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.