Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Blaðsíða 13
ÞAD ER DYRT AD BYG6JA ÞESSA BORG HÚSARÖÐIN suðaustan við Skuggahverfið gnæfir yfir því, enda stendur hún í hæð- inni en hverfið kúrir fyrir neðan. Þessi hús eru flest stór en sýnast þó stærri úr hverf- inu af því að þau standa svo hátt og eru eins og samfelld- ur veggur. Þau hafa flest byggst á síðustu 10 árum og eru úr steini með risi. Hlið- in, sem snýr að Skuggahverfi er sviplítil, fáir gluggar, eng- ar tröppur. Framhliðin snýr að strætinu fyrir ofan. Það er breitt með gangstéttum og jbar er allmikil umferð. Ferða- j menri, sem koma að austan , fara eftir þessu stræti inn í j borgina og þar sjást því | stundum lestir af sveittum hestum, vagnar og sveita- Bienii, vaðmálsmenn, ólánleg- Ir í göngulagi, útiteknir og rauðir í kinnum, en þykkir •undir hönd og sterklegir, menn sem vita meira en sést á svip þeirra, sem þekkja lífið og þess krákustigi betur en I daglegt hjal þeirra gefur til ! kynna í fljótu bragði. f Við strætið eru helztu 1 verzlanir borgarinnar og ! verkstæði. Þar er Jóhann ! söðlasmiður innarlega og í i glugga hans eru hnakkar og í svipur, söðlar og töskur. | Sveinn úrsmiður næstur hinumegin við strætið, glugg- inn hans er lítill, en þar getur að líta fallega muni, úr og festa'r,' hringi og hálsmen. Svo koma nokkrar verzlanir sitt hvoru megin, skósmiður og klæðskeri og húsgagnaverzl- un með stórum gluggum, þar sem fólk getur speglað sig inn um rúðuna í stórum spegli og horft á borð og stóla, skápa og litlar súlur. Við strætið, nálægt því miðju er kaffihúsið „Örnin“, helzta kaffihús borgarinnar, þar sem þjónar ganga um í svörtum fötum með gullið merki í jakkahorninu og hvít- an klút á handleggnum. Þar er músik og þangað sækja helztu menn borgarinnar skemmtun og samræður við jafningja sína eftir miðjan dag og á kvöldin. Þar er þykkt loft og reykjarsvæla, 'glasaglaumur og steikarlykt. Þegar verkamenn fara um strætið á leið sinni niður í Skuggahverfi líta þeir sjald- an upp í glugga „Arnarins", snúa að eins höfðunum að þeim örlítið, sviplausir og með tómleika í augum. — Kemur þeim ekki við . . . ! En stærsta húsið við stræt- ið er þar sem Skuggahverfi íýkur við Túnið. Þetta hús er þrjár hæðir með háu risi. Að austan er það áfast öðru jhúsi, en gafl þess að vestan er gluggalaus og burstin sést vestast ur borginni, þaðán séð er eins og húsið gnæfi yfir ’borgina. Og þaðan er meira að segja hægt að lesa það sem er letrað á gaflinn; enda eru stafirnir stórir, gaflinn mál- aður eldrauður en stafirnir hvítir: Steinn Klakan h.f. — Kaupum fisk, lýsi og gotu. — Seljum skip, vélar og veiðar- færi, "jóvinnufatnað o. fl.“ El.kert hús í borginni hef- ur c 'ns fagra framhlið og þetta hús. Dyrnar eru breiðar j og sléttin framundan þeim ] hellulögð. Á neðstu hæð er | verzlun og gluggarnir eru f stórir með skyggðu gleri og f á gólfi fyrir innan það er rað- Sögubrot eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson að ýmiskonar vélum og véla- hlutum, verkfærum og margs konar öðrum tækjum, en á slám hangir vinnufatnaður, veiðarfæri og búshlutir. Á næstu hæð eru skrifstofur og í hverjum glugga gefur að líta glerskilti, sem á er málað nafn fyrirtækisins, sem byggði húsið og á það. „Steinn Klakan h.f.“ I gluggum efstu hæðarinnar sést engin áletrun. Þar eru ýmiskonar vinnustofur. Þar eru saumuð sjóvinnuklæði, gerð upp net og geymdar vörur. Meðfram gafli þessa stór- hýsis, í lægðinni milli þess og Túnsins, liggur lítill vegar- spotti með djúpum skorning- um eftir vagnhjól og háan hrygg í miðju. Hann liggur meðfram Túninu niður að fjöru og um hann er öll um- ferð til og frá Skuggahverfi að vestan verðu. En fleiri fara um hann, sérstaklega á kvöldin er raenn labba niður að sjó, ganga niður að höfn til að svipast um ef-tir skipa- ferðum eða horfa á sólarlagið og sjá jökulinn leysast upp í eldhaf. Þessi vegarspotti hét upphaflega Krakastígur og vissi enginn hvers vegna hon- um hefði verið gefið þetta nafn, nema ef það væri dreg- ið af nafni Hrólfs kraka, en síðan Steinn Klakan reis upp með öll sín fyrirtæki og byggði stórhýsið þarna við stíginn fóru menn að breyta nafninu og kalla spottann Klakansstíg, eða bara Klaka- stíg. J horninu undir bakhlið hússins og við Klakastíg er lítill gamall bær. Það er eins og honum hafi verið sökkt þarna til hálfs, því að hann er lítið annað en risið. Þakið er úr báfujárni og tjargað, veggirnir hlaðnir og gráir, gaflarnir úr timbri. Dyrnar snúa niður að sjónum. Þær eru út undir vegg f jær Klaka- stíg, en nær er dálítill gluggi. Hinn gaflinn snýr upp að stórhýsinu, upp í hæðina. Á þekjunni, sem snýr austur í hverfið, er svolítill glugga- bora. Og þessi litli bær, þarna niðri í lægðinni, sem er raun- verulega gleymdui- fyrir löngu, eftir að strætið fyrir ofan með öllum sínum mörgu glæsilegu húsum og iðandi lífi varð til, heitir Hafnarkot. Enginn veit hve nær það var byggt, en það er áreiðanlega eitt elzta kotið í Skuggahverfi og jafnvel í allri boiginni. Það ber svip gamals tíma, 'sem er verið að þurka burt af andliti borgarinnar. En í þessu koti á Stígur Stígsson heima, háleiti smá- vaxni maðurinn með öru hreyfingarnar og ákveðinn vilja og drauma. Faðir hans keypti kotið af Hrognkelsa- Hafliða, eða fekk það svona hjá honum fyrir lítið gegn því að Hafliði fengi að hýrast í því og fá aðhlynningu þar til hann hyrfi. Og svo dó Hafliði gamli og það var séð um út- för hans og Stígur man rétt eftir því. Stígur faðir hans var á skútu, „Jóhönnu Mar- gréti“, með Skaga-Karli og enn muna menn örlog henn- ar. Það var á útmánuðunum. Stígur litli hrökk upp úr draumi um miðja nótt. Hann brölti á hnén og augu hans leituðu skelfd í myrkrinu um baðstofuna. Það var ís kalt og veðrið hamaðist á þekj- unni. Hann sá augu í myrkr- inu og heyrði ekka. En mamma hans var ekki í rúm- inu hjá honurn. Ekkinn var stundum við gluggann, en stundum fannst honum hann heyra hann neðarlega við súðina, undir þakskegginu. Og svo kom hann að framan, frá dyrunum. „Mamma“, hvíslaði Stígur. — „Mamma mín“. En hann fekk ekkert svar. Svo hrísl- aðist hræðslan um brjóst hans. Myrkrið var svo þungt. — Hann varð ofsahræddur og öskraði út í myrkrið og kuld- ann: „Mamma. Mamma mín.“ En liann fekk ekkert svar. Að eins yeðurhamurinn lék sitt þunga miskunnarlausa lag — og ekkinn — ekkinn . . . ískaldur gustur kom frá hurðinni . . . Þá stökk eitt- hvað kafloðið upp í rúmið til hans. Hann áttaði sig ekki en greyp það og kastaði því frá sér út í myrkrið. Það var kisa, litla kisa og þá varð hon- um rórra. -— Hugsa — bara að hugsa og vera rólegur. En hvar var mamma hans? Þetta hafði aldrei komið fyrir áður. Hann stökk fram á gólf og það var jökulkalt. Hann hljóp fram og opnaði hurðina. Hann stóð þar sem negldur. Kollur hans nam við lokuna, andlitið var út um gættina, en litli kroppurinn í nærföt- unum stóð álútur við dyra- stafinn. Iskaldur stormurinn næddi um hann, en hann veitti því varla athygli. Hann fann ekki einu sinni kuldann frá gólf- inu leggja upp litla nakta fæt- ur. Hugur hans var altekinn þeirri sýn, sem bar fyrir augu hans. Utihurðin var opin og^ í gættinni stóð móðir hans. Uti var biksvart myrkur og stormurinn æddi, hryðjur sviftust inn um dyrnar og pils móður hans þyrlaðist við hurðina. Hún stóð þarna tein- rétt og starði út í nóttina, þögul og kyrr. — Svo kallaði hann, áður en hann vissi eig- inlega af: „Mamma, mamma mín. Hvað ert að gera?“ Þá sneri hún sér nögglega við. Það var dálítil þögn, en svo sagði hún hægt: „Þú vaknaðir góði minn. Vertu upp í.“ Hún lokaði ekki hurðinni og hann sá ekki í andlit hennar, en röddin var vafin kvíða. Honum fannst að hún væri að reyna að dylja eitthvað, en hann skildi það ekki. Það var eitthvað að. „Komdu með mér . inn. Stattu ekki þarna. Komdu upp í til mín. Ég er svo hræddur. Það heyrist ekki eða grátur, sjáðu. Það var eins og einhver væri að gráta.“ Þá lokaði hún hurð- inni og kom til hans. Hún tók 'hann á annan handlegginn og lokaði svo hurðinni. Svo Iagði hún hann upp í rúmið og lagðist út af hjá honum.“ „Ætlarðu ekki að hátta aft- ur? Af hverju ert á fótum?“ Hún þrýsti honum að sér — og þagði. Og þá varð hann enn hræddari. „Mamma mín, hvað er að. Áf hverju ertu svona?“ Hún þagði svo litla stund; elns ög hún væri að hlusta eftir einhverju tiíi. Erx svo sagði hún og strauk hár hans: „Veðrið er svo afskaplegt Stígur minn. Það var von á „Jóhönnu Margréti“ ' með Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rit- höfundur er hér á ferð um þær slóðir, sem honum lætur vel að lýsa: bærinn, sem er að vaxa og breytast í borg. Hann veit hverjar fórnir lífið sjálft kefst af hverri nýri'i kynslóð, sem rís á legg, og verður að takast á við sín eigin vandamál. En umfram allt hefur Vilhjálmur sarnúð með og skiln- ing á mönnum, sem með striti sinu færa björgin í grunn undir fram- tíðarhöll, og leggja jafnvel lífið í sölurnar. Vera má að við kynnumst síðar Stíg Stígssyni í Hafnarkoti og stórhýsum h.f. Klakans og borg- inni, sem stundum getur verið nokkuð dýrt að byggja. ií)LAHELGIN ..iii morgninum. Það er svo» hættulegt að fara fyrir Skag- ann í svona veðri. Þeir voru • á Selvogsbanka. Hann er á verstu áttinni. Ef þeir ha-fa verið komnir að Skaganum þegar hann rauk í nótt klukk- ’ an 1. Hann rauk svo skyndi- lega og breytti um ^ átt. — Reyndu að sofna. Ég skal vera hjá þér. Maður sér ekki neitt fyrir myrkri". „Ég get ekki sofnað ef þú getur ekki sofnað. Ertu hrædd um hann pabba?“ Hann fann að hún skalf — og henni var svo þungt um andardráttinn þegar hún sagði: „Já, svolítið, en það er: kannske ástæðulaust. Veðrið var svona, þegar „Björn aust-: ræni“ fórst hérna við Skag- ann og þá drukknuðu tveir bræður mínir, Steini og Leifi“. „Við skulum .vera róleg mamma mín. Pabbi kemur áreiðanlega. Hann hefur allt af komið. „Já, hann hefur allt af kom- ið“ Hánn ætlaði að vaka, en hann sofnaði. En allt af þegar mamma hans hreyfði sig hrökk hann upp og tók þá um háls hennar. Og allt af þegar hann vaknaði heyrði hann ekkann . . . Hann vaknaði til fulls þeg« ar morguninn birtist í silfr- aðri móðu á glugganum Bærinn stundi eftir hamfarii næturinnar og það var kyrra, Móðir hans var ekki hjá hon- um og hann hlustaði. Hann lá á bakið og hugur hans var þrunginn af kvíðandi þrá eftri’ að heyra rólega og styikai rödd að framan. Grá birta læddist eftir gólfinu og upp að rúmstokknum á móti um- inu hans. Varir háns voru herptar saman og augu. stór og dimmblá í ofværl, En hann heyrði ekkert. Hann kallaði á mömmu sí.-a, en hún svaraði ekki, sv riann settist fram á, leitaðí að föt- unum sínum og klæddi sig. Svo þaut hann íiam, en mamma hans var heidur ekki þar. Þá opnaði hann hurðina og hljóp út. Veh-ið hafði lægt, en það var dálítill stormur og snjóslæður struk- ust um Klakastíg og Túnið og léku um fætur hans er hann hljóp niður að sjó. Og þar fann hann móður sína með svaiu sjal um höf- uðið. Þar var hópur manna. Skip slagaði inn við eyju í hvítri hryðju. Það var brotið að ofan. ' „Það er ekkert vafamál. Þetta er „Sæljónið“. Það hef- ur verið komið fyrir Skaga þegar hann rauk í nótt,“ sagðl. gamall sjómaður. Stígur smeygði hendinni i lófa mömmu sinnar og horfði langt út á sjóinn. Fyrst á brotna skipið og svo lengra út og suðvestur í flóann. En hann sá ekki neitt, að eins mjallhvíta hríð og hvíta öídu- toppa. Hann vissi varla hvar hríðin og löðrið mættust Og svo liðu margir langír dagar og margar dimmar næt- ur, þrungnar af óró, árvekni og kvíða. Hann vknaði þá oft Og allt af fann hann að mamma hans var vakandi og oft varð hann þess var að hún fór fram, opnaði útidy.rnar og hlustaði . . . Hún var þá svo þögul á 13'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.