Alþýðublaðið - 24.12.1953, Page 25

Alþýðublaðið - 24.12.1953, Page 25
er um tvo syni þeirra, sem komust til fullorðinsára og urðu bændur. Þórður Tómas- á Lónseyri og Pétur son Tómasson á Látrum í Aðal- vík. Þórður var barnlaus, en frá Pétri á Látrum munu ætt- ir vera komnar. Lengst hefur verið álitið, að séra Tómas hafi látizt um 1670, en nýjustu heimildir telja hann enn á lífi 1861. Eltzu börn þeirra Margrétar- ar Þórðardóttur hafa þá verið um og yfir tvítugt. Ekki er ólíklegt, að Margrét hafi var- ið hlut sinn og barna sinna af óbilandi hörku eftir að hún varð ekkja, enda trúlega átt þá formælendur fáa í Snæ- fjallahreppi. Börn séra Tómasar af fyrra hjónabandi voru dreifð um Djúp og höfðu fengið stað- festu. Eitt þeirra var að minnsta kosti í nágrenni við Margréti og hefur sennilega mátt sín nokkurs. Reyndar tókst slysalega til fyrir Páli, elzta syni séra Tómasar. Hann gekk í Skálholtsskóla, en lenti í barneign, meðan hann var við nám. Óvíst er, hvort hann hefur nokkum tíma orðið stúdent. Eftir að hann kom úr skóla virðist hann ekki hafa tekið skjótum framförum í siðferðinu. Hann átti alls fjögur börn í frillu- lífi — eða lausaleik eins og það er nú kallað — og' var að lögum útlægur úr Vestfirð- ingafjórðungi og átti auk þess að hýðast. En hann tók það ráð, að kvænast seinustu barnsmóður sinni og slapp svo frá útlegð og hýðingu. Annar sonur séra Tómasar af fyrra hjónabandi var Þor- móður í Æðey. Hann var ætt- faðir kunnra athafna- og dugnaðarmanna við Djúp. Og frá börnum séra Tómasar af fyrra hjónabandi er komin afar fjölmenn ætt við ísa- fjarðardjúp og nágrenni þess. Flest okkar, sem eigum þar ættir að rekja, munu vera af- komendur einhverra þeirra. Ættboginn frá fyrra hjóna- bandi séra Tómasar sigraði, og ástæða er til þess að grúna hann um sterka hlutdeild í sköpun þjóðsögunnar um Galdra-Möngu. — — Var hún dæmd frið- og líflaus, og belgur dregínn á höfuð henni', og hún flutt inn eftir Snæfjallaströnd og kæfð undir fossinum í Innri- Skarðsá. — Þannig lýkur þjóðsögunni um Galdra-Möngu. En árið 1703 er gömul kona á Lónseyri á Snæfjallaströrid. Hún heitir Margrét Þórðar- dóttir og er móðir bóndans, Þórðar Tómassonar. Hún er sögð áttatíu og níu ára gömul og telur sig því líklega nökkru eldri en hún er. Og víst hefur ævi hennar verið viðburðaríkari en margra annarra kvenna, sem níræðis- aldri náðu. Hún flýði einu sinni undan galdraáburði í Trékyllisvík, fór einmana á. flótta yf ir Svartaskarð og Skorarheiði, en fann frelsi sitt og gæfu vestan Snæf jalla- heiðar. Sjálfsagt er henni ó- kunnugt um, að þjóðsagan muni dæma hána til ævar- andi fordæmingar, eða hún lætur sig einu skipta, hyað- um hana vex'ður ságt, þegar hún er öll, I mimxi, geymir hún eigin sögu. Hún er rík af ofsóknum og kvöl, eri ef til viil þó auðugri af hamingju. Engr.i könu, sem hún þekkir, hefur verið heifar unnað. Hún' telur sig hafa sigrað í sínu veraldarstríði. DOTIIR ALÞYÐUNNAR ÞÁTTURINN óskar lesend- um sínum gleðilegra jóla. Sökum þess, að mjög hafði gengið úr skorðum vísa Orms Ólafssonar í síðasta þætti, verður hún nú endurprentuð: Undir sólu ekkert Skjól unað fól í skyndi. Andann kól við æviról undan njóluvindi, Þá heldur Ormur áfram, og stillir hinn dýra streng sléttu- bandanna: Bindum málið Ijóðalags, lífgum sálarglæður. Hrindum táli, bræður ibrags, byrjum skálaræður, Innar góða vonin vak, vaxi Ijóðahagur. Minnar þjóðar tungutak, tímans sjóður fagur. Kynnum þjóðar meitlað mál, mælum ljóðin h’ýju. Finnum góða strengi, stál stillum óðargígju. Vakan hljóða átti. óð æsku rjóðar kinnar. Stakan góða, lista Ijóð. lífgjöf þjóðar minnar. Glatast dugur, eyðist afl, andann bugar þreyitá. Fatast huga, treinist tafl, tímans fLugi breyta. Geyma lengi verðum vér vísnastrengfnn góða. Heima fenginn auður er okkar gengi ljóða, Þá kveður Ormur sjávarstöku: Hafið reiðá kólgukalt kinnung skeiðar brýtur, Trafið 'breiða yfir allt óskaleiði þrýtur. Og svo að síðustu: Þagna óður fagur fei', fölnar gróðuir mætur. Fagnar, góða meyjan mér margar hljóðar nætur, Hér hefur að segja frá einni skíðaför í „Fjörðu“ vestur. Erlingur Jóhannesson, Hall- kellsstöðum: Magrnús skíðakappinn kræfi kunnu.r víða er. Þegar hlíðar þekjast snævi, þangað tíðum fer. Við hánn tjáir vart að þreyta, voga fáir það. Frábær má hans menntun heita, mai'gur dáist að. Kappinn fór í ,,Fjörðu“ vestur, flaug þann óraveg. Finnst þar snjór á Fróni beztur, fjöllin stórkostleg. ísafjarðar æfða drengi öíuli barðist við. Stóð sá harði leikur lengi lítið varð urn frið. Upp í fjöllin ákaft sótti • ekki föllum kveið, þar sem óllum öðrum þótti ófær tröllaleið. Þó að , gengi vel að vonum vestandrengjunum. fúsir engir fylgdu honum fram af hengjunum. Aldrei hallinn ægði karli ofan fjallahlíð Lét sig falla stai.l af stalli, stóð þó alla tíð. Hreysti ibeittu hetjur stinnar 'hart er þreyttu svig. Magnús neytti mýktar sinnar, mest þar spreytti sig. Búkinn vatt og beygði og’ feygði brautarskrattann smó, leifturhratt til hliðar sveigði, hvergi datt hann þó. Segir svo e'kki af því frekar. Þá kemur hér „maðurinn við steðjann11: Ýmsa hnekkir útsýn breytt, örlög þekking banna, fá því ekki framhjá sneitt fallgröf blekkinganna. Vart er hagur viðfelldinn, vilja dragast bætur. Innra nagar eldurinn, ytra' jag og þrætur. Svo ég nefni orsök í illagefnum störfum viðfangsefni og viðhorf ný valda stefnuhvörfúm. Gæfu partast gersemar gefst ei skartið nýta. Er nú svart þar áður var engilbjart að líta. Heift um ganar heimsveldið, heyrast banastunur. Löngum vanar ljúfan frið lífssköðana iriunur. Óska. um stund úr læðing' leyst lífs hvar blundar eldur. • Miklu sundrað, minna reist mér það undrun veldur. Fast að sverfur sóknin djörf svikagervum hrundið. Illa herfar andans hvörf allt. í kerfum bundið. Þægðir faldar, þögnin bezt þanka tjaldar setur, þar sem aldrei annað sézt en ís og kaldur vetur. Reiknings skráning. skemmt- un lér, skuldar áning lýkur. Reynslu tjáning bætur ber burtu þjáning víkur. r'Jj-HH| íslendingar, Trúarvísir kalinn kvelst, kann ei prísa hlýju. Síðar lýsir, Ijós ei felst, líf upp rís að nýja, Bræður, systur, þrekið þarft, þróið lista dáðum. Andans hristið hjörinn dj arf t, hafið Krist í ráðum. Þessar stökur orti Kristján Samsonarson frá Bugðustöð- ' um í Dalasýslu, og sendi Jóni bróður sínum, er þá dlvaldi í Reykjavík': Vos er frá og vinnukák vísum má ei gieyma. Legg ég á minn óðarfák út í bláinn sveima, Þóttist heppinn fák að fá fyrst ei sleppi mínum. Framhjá skreppur skarinn á skáldajeppum sínum. Útreið teppir aldafar ýms þó kreppa víki. Fer um hreppa hér og þar liroða jeppa sýki. Nú er önnur öld en fyr, ekki spönn frá voða. Hlaðnir mönnum ,hépparnir‘ hér á fönnum troða. Menn í fxtung moka snjó — möi-g er skrýtin saga. Smátt úr býtum bera þó bæði ýta og draga. Brátt úa: skorðum bifast flest breytt er orðin saga, liðka þorði léttan hest landinn forðTum> daga. Lét hann viljug hross og hraust hjarnið mylja breiða Skauzt í byljum skóflulaust skáflaþiljur heiða. Gæða fundust gripin hög — ganginn stundum jóku. Hestsins dundu hófaslög, hlíðar undir tóku, Tölt við keppir tízkuflog tvisvar hreppist skaðinn. Fjöldinn sleppur fákum og _fær sér jeppa 'í staðinnT j§gWSISiWili "" Árið um kring halda skip vor uppi reglubundnum samgöngum á milli hinna dreifðu hafna á landinu, og yfir veturinn eru þetta oft einu samgöngutækin, sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og ósketmmdum í höfn. Þess á milli eru fjölþætt'ir möguleikar til ilutninga, sem fela þó ekki í sér neitt varanlegt öryggi um samgöngur, og er það því hagsmunamái landsbúa sjálfra að beina sem mést viðskiptum til vor. Með því styðja þeir og styrkja þjónustustarf vort og stuðla að þvi, að það geti auk- izt og batnað. Taxtar vorir fyrir vöruíhitning eru yfirleitt án tillits til vegalengdar, þar eð þjón. usta vor miðar að því að jat'na nokkuð aðstö.ðu landsbúa til samgangna, og er þess vænzt, að þeir, sem betur eru seítir varðandi samgöngur, skilji þetta' og meti. Skip voru eru traust og vel útbúin og skipshafnirnar þaulæfðar, og er þetta mikils virði fyrir viðskiptamennina, enda viðurkennt af vátryggingarfélögunum, sem reikna þeim, er vátryggja? lægsta iðgjald fyrir vörur sendar með skipum vorum, Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsiris á landinu, þjóðfélagsins. Sumum finust þáð félag stórt, að þeir finna vart til skyldleika eða tengsla við það, en sá hugsunarháttur- þarf að breytast. Inn til dala, út við sjá öðru halir gleyma. Jeppa fala, jeppa þrá, jeppa -talið drsyma. Andinn skreppur utan þá engum teppist straumum. Öðrum sleppi, :nm frá eigin jeppa draumum. Roskinn klæðarum ég sá reisu mæða stranga. Vorri þræða veröld frá veg til hæða ganga. Hálsa fetar, fjöil og gil, — fjaðrasetur þráði. Labbið hvetur, loksins til lykla-Péturs náði. Hugsar ráð er reyna má, raunir þjáðu manninn. Honum bráðast herandi frá haginn tjáði þannin: „ Að mér „þéppar" neyðin ný nær á hreppinn setur. Ljótri kreppu er ég í áttu jeppa, Pétur?“ Anzar Pótur: „Sazt hér sést sækist betur skriðið, ef ég set þig upp á hest og þú getur riðið. Hér er flokkur fáka í ró, fyllir þokki liðið. Gigtarskrokkar geta þó gamla Sokka riðið. Hliðið þrey ttur gegnum geklc gripinn fann o,g vegi, en hvort hann þar á klárnurai hékk kvisazt hefur eigi. Svo ég annars segi fátt syngur grannur strengur. Þú við kannast hróðrar hátt, heimamanna drengur Hitti ljóðalappinn þig langt frá móði og trega. Kysstu fljóðin fyrir mig' fast og bróðurlega. Þeir, sem vildu kveða me6 í þessum þætti, sendi bréf SÍI3 og nöfn AÍiþýðublaðinu, merkt: „Dóttir alþýðunnai'“. % i \ s s s s s s s s ■ s KS 'V ■ s 'V T S s -s s s K TS SKIPAUTCCRÐ RIKISINS SHpaútgerð ríkisins. JOLAHELGIN «S • t *, 'T' S S s § 2|

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.