Tíminn - 29.09.1964, Side 1
Warren-skýrslan er mikil bók. Á myndinni í þessari opnu sést botninn á hlaupi morSvopns Oswalds.
(Ljósm.: Tíminn-GE).
Warren-skýrslan
segir fullyrðingar
leikmanna rangar
BG—Reykjavík, 28. september.
Warrenskýrslan svonefnda um morðið á John F. Kennedy, Banda
ríkjaforseta, 22. nóvember s. I. var birt opinberlega í Washing-
ton á sumiudagskvöld. Skýrslan er nefnd eftir Earl Warren,
hæstaréttardómara, formanni stjómskipaðrar nefndar. sem fal-
ið var að rannsaka morðið til hlítar. Kemst nefndin að þeirri
niðurstöðu, að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann, verið einn
að verki og ekki þátttakandi í neinu samsæri, hvorki erlendu né
innlendu. Warren-skýrslan hefur borizt Tímanum í hendnr og
eru úrdrættír úr henni birtir annars staðar í blaðinu.
Auk atburðarins sjálfs fjallar hún um hinar ýmsu til-
gátur, umræður og blaðaskrif, um málið, löngu eftir að
morðið var framið.
Enda þótt niðurstaða nefnd-
arinnar komi fáum á óvart hef-
ur útkomu hinnar miklu
skýrslu verið beðið með eftir-
væntingu um heim allan, enda
er henni ætlað að verða sögu
leg heimild um hörmungarat-
burðinn, sem varð í Dallas í
Texas fyrir tæpu ári. Gífurlegt
starf liggur að baki þessarar
skýrslu, sem er hin mesta sinn-
ar tegundar í sögu Bandarík.i-
anna.
Johnson, Bandaríkjaforseti
skipaði 7-manna nefndina 29
nóvember s. 1. og hefur hún
því unnið að skýrslunni í 10
mánuði, en hún er 888 blaðsíð-
ur.
Meira en 25.000 manns voru
teknir til yfirheyrslu og nefnd-
in vann úr um 4 000 sérstökum
skýrslum, sem samanlagt skiptu
tugum þúsunda blaðsíðna.
Nefndin segir, að skýrslan se
byggð á öllum hugsanlegum
tiltækum gögnum, án nokkurr-
ar undantekningar. Hún hafi
framkvæmt rannsókn sína sjálf
stætt og sé fyllilega sammála
um niðurstöðu, sem byggist á
rannsóknum, er hafi sannfært
nefndina um, að sannleikurinn
varðandi morðið á Kennedy.
forseta, sé fram kominn.
f skýrslunni eru myndir af
atburðinum, eiðsvarnar skýrsl-
ur sérfræðinga, vitnisburðir um
það sem skeði á morðstað, rann
sókn á ýmsum utanaðkomandi
skýrslum og frásögnum, frá-
sögn af fortíð Oswalds, hugsan-
legum tilgangi, hans, nákvæm
mannlýsing á honum og Jack
Ruby og jafnvel skýrsla um
fjárhag Oswalds frá 13. júní
1962 til þess dags, að morðið
var framið.
í skýrslunni er ráðizt harka
lega á rannsóknarstofnun ríkis-
ins, leyniþjónustuna og Dallas-
lögregluna í sambandi við ör-
yggi forsetans og málsmeðferð
alla.
Þegar nefndarmenn afhentu
Johnson, Bandaríkjaforseta
skýrsluna á föstudagskvöld,
sagði forsetinn, að hún væri
ávöxtur þeirrar staðföstu á-
kvörðunar ,að finna og segja al)
Framhald á sfðu 15
WARREN SKÝRSLAN: SJÁBLS. 8,9 OG13
- í SUMARSÍLDVEIÐUNUM 0G EKKI ER ENN
SÉÐ FYRIR ENDANN Á VERTÍÐINNI
EJ—Reykjavík, 28. september.
Sfldveiðiaflinn á þessari vertíð er nú orðinn um 2.470.000
mál og tunnur, en var alls á metvertíðinni árið 1962 2.400.
946 mál og tunnur. Hefur því verið seit nýtt og glæsflegt
síldveiðimet á sumarvertíð, og enn er ekki fyrirsjáanlegur
endir þessarar vertíðar, svo mönnum er óhætt að vona, að
þessi vertíð verði bæði hin langmesta og verðmætasta í sögu
þjóðarinnar.
Bræðsla hefur verið nærri helm
ingi meiri en í fyrra, en söltun aft-
ur á móti minni, og vantar enn um
65 þúsund tunnur til að saltað
hafi verið upp í gerða samninga.
Mikil sildveiði var nú um helg-
ina. Á laugardagihn og til kl. 7
á sunnudagsmorgun, fengu 18 skip
14.650 mál og tunnur, en þar af
fengu 7 skip 1000 mál og tunnur
eða meira. S.l. sólarhring til kl. 7
í morgun fengu 38 skip 42.750
mál og tunnur, en þar af fengu
28 skip 1000 mál og tunnur eða
meira, og var meðalaflinn yfir
1000 mál og tn. Gott veiðiveður
er nú fyrir austan, og flest rúss-
nesku skipin eru farin, en fá skip
eru á miðunum, þar sem flest
þeirra eru að landa eða bíða eftir
löndun.
« Samkvæmt upplýsingum Fiski-
félags íslands var heildaraflinn
á sfldveiðunum fyrir austan á mið-
nætti s.l. laugardags orðinn 2.413.
737 mál og tunnur. Um helgina
var góð veiði fyrir austan og
fengu skipin um 57 þúsund mál og
tunnur, þannig að heildaraflinn kl.
7 í morgun var orðinn um 2.470,-
000 mál og tunnur. Er þetta nýtt
síldveiðimet, því að metárið 1962
var síldaraflinn á allri vertíðinni
2.400.946 mál og tunnui, eða um
70 þúsund málum og tunnum
minni. Einnig má geta þess, að í
fyrra var heildaraflinn 1.891.726
mál og tunnur og árið 1961 1.691-
764 mál og tunnur.
Söltun er mun minni nú en í
fyrra. Á miðnætti s.l. laugardags
var búið að salta í 335.795 upp-
saltaðar tunnur, en í fyrra 463.235
uppsaltaðar tunnur. í ár var sam-
ið um sölu á rúmlega 400.000 tunn
KJ—Reykjayík 28. sept.
UM HELGINA blasti heldur
ófögur sjón i'ið fjáreigenaut-um
Sæmundi Þórðarsyn; )g Sumar-
liða Andréssyni á Lónakotstúm
fyrir sunnan Hafnarfjörð V„ru
þrjár kindu dauðai á túninu af
manna völdum og átta höfðu ver’ð
lokaðar inn ' skúr og voru aðfram
komnar at hungri aafnarfjaiðar
lögreglan biður þá er gætu gefið
upplýsingar um mál cetta að gefa
sie fram hið fvrsta.
um, þannig að enn vantar um 65
Framhald á 15 sfðu
OFÖGUR SJON
Réttað í
mesta
njósna-
máli síð-
ustu ára
NTB-New York, 28. sept.
í dag koniu fyrir rétt i
New York sovézk sjón, sem
sökuð eru um njósnir i þágu
Sovétríkjanna og eiga þau
yfir höfði sér dauðarefsingu.
Mál þeirra er talið mesta
njósnaniál síðan stórnjósn-
arian Rudolf Abel var
dæmður árið 1957. Tveir
sovézkir fulltrúar hjá S.þ.
eru ákærðir fyrir meðsekt í
ináli þessu. -
Aðalsakborningurinn heit-
tr Aleksander Sokolov, fer
tugur að aldri, en hann
kallaði sig í Bandaríkjunum
Robert Baltch, sem er nafn
rómversk kaþólsks prests
þar. Kona hans gekk undir
nafninu Joy Ann Oraver, en
ekki ei vitað um hið rétta
nafn hennar.
Þau hjónin voru handtek-
in i júlí í fyrra og voru sök-
uð um að, hafa sent Sovét-
ríkjunum uþplýsingar um
staðsetningu eldflauga-
stöðva um flutninga á kjarn
orkuvopnum og um tilflutn
ing bandarískra hersveita.
Sendifulltrúarnir tveir hjá
S.þ., voru sloppnir til Sovét
ríkjanna, tveim mánuðum
áður en hjónin voru hand
tekin í íbúð í Washington
Auk þess voru tveir aðrir
sovezkir starfsmenn hjá S.þ.
teknir höndum, hjónin Ivan
Framhald a 15 síðu