Tíminn - 29.09.1964, Qupperneq 8
Morguninn fyrir morðiS ræddi Kennedy um hættuna sem forsetum stafaSi af því aS koma fram opinberlega. Hann
ræddi þetta við frú Kennedy og Kenneth O' Donnell aðstoðarmann sinn. Samkvæmt framburði O'Donnell, sagði forset-
inn, að ef einhver ætlaði sér að skjóta forseta Bandaríkjanna, þá væri það alls ekki miklum erfiðleikum bundið. Allt og
sumt sem þyrfti að gera, væri að fara einhvern dag upp í háa byggingu með kíkisriffill, og enginn gæti gert neitt til að
verjast slíku. (úr Warren-skýrslunni).
WARREN-NEFNDIN FINNUR
Morðið á John F. Kennedy, for-
seta Bandaríkjanna, hinn 22. nóv-
ember 1963, var hryllilegur glæp-
ur, framinn, ekki aðeins á einum
manni, heldur og gagnvart fjöl-
skyldu og heilli þjóð, jafnvel öllu
mannkyni. Þetta var í fjórða sinn
í sögunni, að forsetamorð var
framið í Bandaríkjunum, og í
þetta sinn varð fórnarlambið þrótt
mikill þjóðarleiðtogi í broddi lífs-
ins, er virtist eiga framundan lang-
an feril þjónustu í þágu þjóðar
sinnar.
Rannsóknarneínd sú, er þessa
skýrslu sendir frá sér, var skipuð
29. nóvember 1963. Hún viður-
kennir rétt fólks hvarvetna til að
M vitneskju um hið sannasta og
fétta, er rannsóknir hafa leitt í
ljós um þennan atburð. í því skyni
er skýrsla þessi gefin út, gerð eftir
beztu samvizku og af þeirri ráð-
vendni, sem hlýtur að eiga að ráða
mati á öllum gögnum, og hefur
nefndin gert sér Ijósa þá ábyrgð,
sem hún ber gagnvart bandarísku
þjóðinni í sambandi við þessa
harmsögu.
Klukkan 11.40 árdegis föstudag-
inn 22. nóvember 1963 lenti John
F. Kennedy forseti ásamt frú sinni
og fylgdarliði á Love-flugvelli í
Dallas-borg í Texas. Þá var liðinn
fyrsti dagur áformaðrar ferðar um
Texas, en að undirbúningi hennar
höfðu helzt starfað Lyndon B.
Johnson varaforseti Bandaríkj-
anna og John B. Connally ríkis-
stjóri í Texas. Það hafði orðið að
ráði, að forsetinn og fylgdarlið
hans færu í bílalest um borgina,
sem menn gerðu sér vonir um að
yrði til að endurvekja vinsældir
forsetans meðal fólksins, sem
hann hafði ekki náð kosningu hjá
árið 1960. Fyrst átti ferðin til Tex-
*as að taka tvo daga, en svo töldu
þeir, er mestu réðu um skipulagn-
ingu, fyrst og fremst Connally rík-
isstjóri og Kenneth O’Donnell,
sérlegur aðstoðarmaður for-
• setans, að bílferð um borgina
væri æskileg. Hinn 8. nóvember
var leyniþjónustunni tilkynnt, að
45 mínútur væru ætlaðar til bíl-
ferðarinnar frá Love-flugvelli til
staðarins, þar sem framámenn í
viðskiptalífi og borgarmálefnum
ætluðu að halda forsetanum há-
degisveizlu. Eftir að athugun hafði
farið fram á öllum staðháttum og
rannsökuð öryggisgæzla í sambandi
við nokkrar byggingar, var ákveð-
ið að hádégisverðurinn skyldi
framreiddur í svonefndum Trade
Mart. Að svo búnu og í því skyni
að sem flestir gætu fylgzt með
ökuferð forsetans, sem venja er,
þótti eðlilegt, að sú leið væri valin,
sem farin var, enda var hún sam-
þýkkt bæði af gestgjöfunum í
borginni og umboðsmönnum Hvíta
hússins 18. nóvember og birt í
blöðunum í Dallas og grennd dag-
inn eftir. Sú tilkynning gaf öllum
til kynna, að bílalestin mundi
. fara út úr Main Street og fram hjá
gatnamótum Elm- og Houston-
stræta, þegar stefnan yrði tekin
Lögreglumenn standa með vopnin reidd og fólkið hefur kastað sér til jarðar andartaki eftir að skotið var á
forsetann.
að Trade Mart eftir Stemmons-
vegi.
Þegar forsetinn hélt innreið sína
í Dallas morguninn 22. nóvember,
var heiður himinn, og þar eð ekki
var útlit fyrir rigningu, hafði plast-
þakið á forsetabílnum verið tekið
ofan, því hafði aðeins verið ætlað
að skýla fyrir regni. Forsetinn-
heilsaði því mannfjöldanum úr
opnum bílnum. Vinstra megin við
forsetann í aftursæti sat forseta-
frúin, en á aukastólum fyrir fram-
an forsetahjónin sátu Connally
ríkisstjóri og frú hans. William R.
Greer leyniþjónustumaður sat við
stýrið og annar úr leyniþjónust-
unni, Roy H. Kellerman, við hlið
hans í framsæti.
Næst á eftir forsetabílnum var
ekið opnum bíl með átta leyniþjón-
ustumönnum innan borðs. Þeir
höfðu fyrirmæli um að gefa nánar
gætur að mannfjöldanum, húsa-
þökum og gluggum, vegabrúm og
gatnamótum, ef eitthvað grunsam-
legt kynni að leynast þar. Næst á
eftir þessum bíl fór bíll varaforset-
ans, og með honum voru frú hans
og Ralph W. Yarborough öldunga-
deildarþingmaður. Síðan komu
enn nokkrir bílar og strætisvagn-
ar, og voru í þeim ýmsir tignir
gestir aðrir, blaðamenn og fleiri.
Bílalestin fór frá Love-flugvelli
laust eftir kl. 11.50 og var fyrst
ekið um nokkur íbúðahverfi og
staðnæmzt tvisvar að beiðni for-
setans til að taka við heillaóskum
frá mannfjöldanum. í hvert sinn
sem staðnæmzt var, fóru leyni-
þjónustumenn úr bíl sínum og röð
uðu sér hvorum megin við forseta-
hjónin til varnar Þegar bílalestin
kom inn í Main Street, sem er
aðalgata í miðborginni og liggur
í austur og vestur, urðu fagnaðar-
læti mannfjöldans taumlaus. Vest-
ast í Main Street beygði bílalest-
in til hægri inn í Houston-stræti
og hélt áfram að næstu gatnamót-
um með það fyrir augum að
beygja til vinstri inn í Elm-stræti,
sem lá beinast við til að komast
rakleitt að Stemmons-vegi, og í
áfangastaðinn Trade Marrt.
Þegar forsetabíllinn var að koma
að gatnamótum Houston- og Elm-
stræta, blasti við handan við norð-
vesturhorn gatnamótanna, gult
sjölyft vörugeymslu- og skrifstofu-
hús, sem ber nafnið The Texas
School Book Depository. Einn í
bíl varaforsetans, Rufus W Young
blood leyniþjónustumaður, veitti
því athygli, að þakklukka á þessu
húsi var hálfeitt, en það var ein-
mitt sá tími, sem koma átti í
áfangastað, að Trade Mart
Forsetabíllinn, sem stefnt hafði
í norður, tók snarpa beygju til
suðvesturs að Elm-stræti. Á ellefu
mílna hraða stefndi hann niður að
járnbrautarþverbrú, sem bílalestin
átti að fara undir áður en komið
væri inn á Stemmons-veg. Nú var
forhlið hússins Texas School Book
Depository hægra megin við for-
setann, og hann veifaði hendi til
mannfjöldans um leið og farið var
fram hjá byggingunni. Á vinstri
hönd blasti við framundan Dealey
Plaza, opið landslag vestan megin
við miðborgina. Leyniþjónustu-
maður i bílalestinni tilkynnti
Trade Mart í gegnum talstöð, að
íforsetinn kæmi eftir -fimm mín
1 útur.
Nokkrum sekúndum síðar kvað
við hver skothvellurinn eftir ann-
an. Fólkið sá forsetann bera nend-
urnar upp að hálsinum. Síðan virt-
ist hann stirðna allt í einu og
kipptist síðan fram í sæti sínu..
Byssukúla hafði hæft hann aftan í
hálsinn neðarlega, rétt hægra
megin við hrygginn. Hún fór nið-
ur á við og kom út um hálsinn að
framan og reif sig gegnum hnút-
inn á hálsbindi forsetans. Áður en
skothríðin hófst, hafði Connally
ríkisstjóri snúið sér andspænis
mannþrönginni til hægri. Um leið
og hann sneri sér til vinstri, fann
hann allt í einu koma högg á bak
sér. Það var byssukúla, sem hæfði
hann í bakið, yzt til hægri,
rétt neðan við handveginn. Kúl-
an hélt áfram gegnum brjóstið,
niður á við og kom út ögn fyrir
neðan hægri geirvörtuna, fór svo
í gegnum hægri úlnliðinn, sem
hvílt hafði í kjöltu hans og særði
hann síðan á vinstra læri. Kraftur-
inn, sem fylgdi kúlunni, sýndist
snarsnúa rikisstjóranum til hægri,
og kona hans þreif hann til sín.
Enn önnur kúla hæfði síðan for-
setann aftan í höfuðið, skildi eftir
stórt sár, og varð það hans bani.
Þá hneig forsetinn ofan í kjöltu
konu sinnar.
Clinton J. Hill leyniþjónustu-
maður, sem var hægra megin i
næsta bíl á eftir, heyrði fyrst
hljóð, sem var einna líkast i flug-
eldi, og sá skyndilega forsetann
lúta áfram og til vinstri. Hill stökk
þegar úr bíl sínum og hljóp sem
fætur toguðu að bíl forsetans.
Youngblood ieyniþjónustumaður
sat í framsæti varaforsetans og
þegar hann heyrði sprengingu og
tók eftir óvenjulegri hreyfingu í
mannþrönginni, klifraði hann í aft-
ursætið og settist ofan á varaforset
ann til að vernda hann. Samtímis
sneri Kellerman leyniþjónustumað-
ur sér við í framsæti forsetabíls-
ins til að sjá, hvað forsetanum liði.
Um leið og hann sá, að forsstinn
hafði verið hæfður, gaf hann öku-
manninum þessa fyrirskipun: ,,Við
skulum komast út héðan, það er
búið að hæfa okkur,“ náði síðan
talstöðvarsambandi við forustubíl-
inn og skipaði fyrir: „Komið okk-
ur til sjúkrahúss þegar í stað.“
Greer leyniþjónsutumaður jók
strax hraðann á forsetabílnum.
Um leið og bílhraðinn jókst, gat
Hill leyniþjónustumaður komizt
aftan í bílinn, þar sem forsetafrú-
in var þá komin. Hill ýtti henni
þegar niður í aftursætið og skýldi
hinum særða forseta og forseta-
frúnni á meðan bíllinn fór á mik-
illi ferð til sjúkrahússins, Park-
land Memorial Hospital, sem var
fjórar mílur í burtu
Þegar inn í Parkland-spítalann
kom, var þar fyrir hópur lækna,
sem kvaddir höfðu verið til að
veita forsetanum viðtöku. Þeir
fundu óreglulegan andardrátt for-
setans, töldu mögulegt að hjartað
starfaði, en ekki gátu þeir fundið,
að slagæðin væri virk. Þeir rann-
sökuðu hið mikla sár á höfði for-
setans og annað smærra, á að
gizka þumlungsfjórðung í þvermál
neðarlega á hálsinum. Til þess að
auðvelda öndun, gerðu læknarnir
þegar í stað barkarsskurð með því
að opna enn meira sárið á hálsin-
um. Svo mjög einbeittu læknarnir
sér að því að reyna hið bráðasta
að bjarga lífi forsetans, að þeir
gáfu sér aldrei tóm til að snúa
honum á bakið til að skoða það.
Klukkan eitt síðdegis, þegar hjart-
að var hætt að slá og prestunnn
hafði veitt nábjargimar, var til
kynnt lát Kennedy forseta. Gerður
var uppskurður á Connally ríkis-
stjóra og greri hann um síðir heill
sára sinna.
Er Johnson varaforseti komst
að raun um það, að forsetinn væri
látinn, fór hann brott úr spítalan
um og var vandlega gætt, er hann
hélt út á flugvöllinn að forseta-
flugvélinni. Forsetaekkjan fylgdi
líki manns síns út þangað og sté
um borð að vörmu spor. Kl. 2.38
síðdegis vann Lyndon B. Johnson
eiðinn sem 36. forseti Bandaríkj-
anna í viðurvist Sarah T. Hughes
héraðsdómara, og fór sú athöfn
fram í miðbiki flugvélarinnar, sem
hélt þegar af stað til Washingt. D.
C.,og lenti hún á Andrew-sflugvelli
kl. 5,58 síðdegs, staðartíma. Lík
forsetans var flutt í lækningamið-
stöð bandaríska flotans í Bethesda,
þar sem nákvæm krufning fór
fram. Var úrskurðað að henni
lokinni, að dánarorsökin væri
„skotsár á höfði,“ og talið, að kúl
unum, sem hæft hefðu forsetann,
muni hafa verið skotíð „frá stað
aftan og nokkuð ofan við „hinn
látna.“
Á vettvangi skothríðarinnar ríkti
birtir hér úrdrátt úr Warren-skýrslunni
T í M I N N , þrl8|udaginn 29. september 1964 —
8