Tíminn - 29.09.1964, Síða 14

Tíminn - 29.09.1964, Síða 14
ÉG VAR CICERO 48 iWk EFTIR ELYESA BAZNA venjur. Nú, til dœmis, á meðan ég pakkaði niður í töskuna mína í þjónustufólksíbúðinni, með ótt- ann enn innra með mér, velti ég því fyrir mér, hvort framtíðin yrði raunverulega svo gullin. En ég hafði að minnsta kosti gripið eina stóra tækifærið, sem mér hafði boðizt á lífsleiðinni. Geysistór peningaupphæð var nú á mínu nafni í bankahólfi. Ég yfirgaf brezka sendiráðið á síðasta degi aprílmánaðar, 1944. Brottför mín hefði ekki getað ver ið einfaldari, ég talaði ekki við Sir Hughe aftur. Hann hafði gefið skipun um það kvöldið áður, að kjallarameistar- inn Zeki skyldi taka að sér verk mín um stundarsakir. Þegar ég sagðí Zeki, að ég vildi hitta Sir Hughe til þess að kveðja hann, leít þessi hrokafulli maður einfald lega á mig og sagði: — Hans há- tign hefur gefið þau fyrirmæli, að hann vilji ekki láta ónáða sig. Var allur ótti minn byggður á ímyndunum? Hafði hvarf Corne- liu Kapp endilega orðið að þýða endalok Cicero?Hafði ég af ástæðu lausu breytt yfir spor mín? Hafði ég þurft að eyðileggja myndavél- ina mína og kasta járnrörunum og — þótt það hefði næstum verið orðið of seint — lyklunum tveim ur, sem ég kastaði niður í skurð- inn? f síðasta skipti notaði ég þjón- ustufólksútganginn og var kom- inn út á Ahmet Agaolgu stræti, með tösku í hendinni. Enginn ' gerði sér grein fyrir því, að Cic- ero var að yfirgefa brezka sendi- ráðið. Sir Hughe hafði ekki viljað láta ónáða sig. Vel gat verið, að ég hafi reynzt klókari en hann, en það var — ekkí það sama og að hann viðurkénndi mig sem and stæðing sinn. Hver er hinn venjulegi endir á njósnasögu? Njósnarinn er leidd ur út þangað, sem aftökusveitin bíður hans, og óvinir hans koma fram við hann af virðingu. Bumb- ur eru barðar, og hann segir nokk ur hugrökk og orð áður en skipun er gefin um, að skjóta. En ég gekk niður eftir auðri götunni með töskuna mína, og enginn tók eftir mér, stuttur, feítlaginn maður, sem var byrjað- ur að verða sköllóttur. Á því augnabliki var ég ekki viss um mikilvægi mitt. Ég tók á leigu íbúð í Maltepe- hverfinu og bjó þar eins og auð- ugur letingi. Þegar Esra kom að héimsækja mig, naut ég félags- skapar hennar, og taldi mér trú um, að hún væri hin rétta ástmær, líkari þræli en raunverulegri vin- konu. Samt sem áður var mér Ijóst, að ég var farinn að verða þreyttur á henni. Þegar ég var! hreinskilinn við sjálfan mig, ' neyddist ég til þess að viðurkenna að það var af því, að hún hafði þekkt mig sem kavass, hún : i minnti mig á hluti, sém ég vildi gleyma. Myndi þig langa _ til þess að fara á háskólann? Ég skal borga, sagði ég við hana. Ég talaði eins og siðapredikari, sem var að reyna að telja hana af að lifa lífi hjákonunnar. Samt sá hún í gegnum langa orðaræðu mína um dýpri- meiningu lífsins og möguleikana, sem menntuð kona hafði í nútíma Tyrklandi, og vissi hvað ég raunverulega meinti. Hún grét ekki til þess að auka vandræðin. Hún hafði verið alin upp eftir múhameðstrúarvenjum, en þar er þess eins krafizt af konum, að þær beygi sig i það óendanlega. Ég hitti grískan söngvara, Aika að nafni. Hún hafði fyrsta flokks vöxt en þríðja flokks rödd. Aika var ekki til margs gagnleg, en hún hélt sig við leikreglurnar. Svo lengi sem ég hélt henni uppi, var hún mér trú. Hún var ljóshærð og háfætt, og minnti mig á Corne- liu Kapp, sem ég sakaði um, að hafa bundið endi á framabraut Cicero löngu fyrir tímann. Hefði ég kannski ekki getað orðið mik- ið -ríkari, ef hún hefði ekki kom- ið til? Hefði ég kannski ekki get- að haldið landi mínu hlutlausu til hins síðasta? — Þú líkist konu, sem ég hata, sagði ég við Aiku. Hún hló bara. Ilún hlustaði und- irgefin á langar ræður mínar, vegna þess, að ég eyddi í hana miklum peningum, og fagnaðar- læti hennar lýstu sér í kossum. Nokkur tími leið, og ég hélt áfram. Var þetta lífið, sem mig hafði dreymt um? Innrásin í Normandí var gerð 6. júní. Overlord-aðgerðirnar, hrópaði ég. — Þetta eru Over- lordaðgeðinar. Aika skildi mig ekki. — Hvað er það? spurði hún. — Það er það, sem þeir kalla innrásina í Normandí, en þetta er nokkuð, sem þú skilur ekki . . . — Eigum við að fara til Ankara Palace, sagði hún. Hún gat verið hræðilega afskiptalaus um það, sem var að gerast heiminum. Numan Menemencioglu, utan- ríkisráðherrann, sagði af sér. Hann hafði allfaf verið vinsam- legur Þjóðverjum, og hin nýja stefna Tyrkja hafði það í för með sér, að hann gat ekki haldið áfram. Bretar réðu nú öllu, sem þeir vildu hjá Tyrkjum. Tyrkir bönn- uðu þýzkum skipum að sigla um í landhelgi Tyrklands og 2. ágúst var stjórnmálasambandinu slitið við Þýzkaland. Þess var skammt að bíða, að stríðsyfirlýsingin kæmi. Hvað kom mér þetta við? Hafði ég einu sinni haldið, að ég gæti ráðið stefnu atburðanna? Sir Hughe var mjög skyndilega látinn hætta störfum. Ég komst að raun um það síðar, að 31. ág- úst hafði hann fengið skeyti frá hr. Eden varðandi þetta. Honum var gefinn viku frestur til þess að komast burtu úr sendiráðinu, og slíkur hraði var óvenjulegu, og gaf hugsunum mínum byr undir báða vængi. Hann var skipaður sendiherra í Brussel, áður en hann hætti al- veg störfum. Utanríkisráðuneytið var að reyna að gera það, sem það gat til þess að glata ekki áilti manna. Enn einu sinni fór ég að frýn- ast í dálítið, sem kom mér alls ekkí við. Ég var viðstaddur brott- för Sir Hughe. Langaði mig til þess að finna til sigursælunnar? Langaði mig til að líta enn einu sinni augum manninn, sem ég hafði hlekkt og notfært mér til þess að koma sjálfum mér áfram? Þegar bíllinn staðnæmdist fyrir framan sendiráðið beið ég á göt- unní. Brezka stjórnin gaf ekki út neina opinbera yfirlýsingu um Cicero málið fyrr en sex árum síðar, eftir útkomu bókar L.C. Moyzisch, Cicero-aðgerðimar, og hín óþægilega spurning var borin fram í Neðri málstofu brezka þingsins. Sir Hughe sjálfur gaf aðeins eina opinbera yfirlýsingu um mál ið. Þar viðurkenndi hann, að sag- an værí sönn í aðalatriðum, og sagði, að njósnirnar, eða að minnsla kosti þýðingarmesti hluti þeirra hefði átt sér stað á aðeins sex vikna tímabili. Nokkrum dögum eftir að þeir tóku eftir, hvað var að gerast, hafði þeim tekizt að komast fyrir þær. Nafn herbergisþjónsins hafði veríð Elias. Sir' Hughe mundi ekki seinna nafnið. Að sjálfsögðu hafði ævi mannsins ver ið nákvæmlega athuguð, áður en hann réðist til sendiráðsins, og Sir Hughe hélt hann hefði þar að — Já, gegndi Nanaine með áherzlu. — Mjög mikils. Vonir standa til, að þú erfir einnig orð- stír föður þíns sem læknir. Og þar sem þú ert starfsbróðir dr. Alcide Larouche, frænda þíns, hlýturðu að eiga hægt með það. Víktor roðnaði af reiði. Dr. Larouche hafði skapað sér arðvæn lega lífsstöðu sem kvensjúkdóma-i læknir af heldra tagi í New Or- leans. Viktor hafði enga sérlega trú á honum. — Drottinn minn dýri. Er ég nú líka trúlofaður Alcidé, frænda mínum? hrópaði hann í hálfgerðu spaugi. En frænka hans lét sem hún heyrði ekki hreiminn í rödd hans. — Má ég spyrja, hvort þú ætlir að kúra alla þína ævi niðri í þessu svartholi þarna? Hún laut áfram í stólnum og greip um arma hans. — Því að það kalla ég það — svart hol. Það hefst aldrei neitt upp úr þeim stað. Úr því að hvorki de Lesseps né Frakkar gátu neitt við neitt ráðið, geta Ameríku- menn það enn síður. Það er alveg sama og að fleygja fjármunum okkar í göturæsið. Blöðin eru full af þessu. Að tengja saman heims- höfin — slúður. Hún sló hnefan- um svo fast í stólarminn, að gamli læknírinn hætti að hrjóta. Viktor var engan veginn sam- mála frænku sinn um þetta atriði. Hvað sem sjónarmiði allra dag- blaða leið, trúði hann á starf sitt og skurðinn. Sigurinn yfír gulu- sóttinni einn saman var allrar hans fyrirhafnar verður. Enn þurfti að minna bug á mýraköldu, koppum og beriberi. Berjast við slöngubit og skordýrastungur. — Ef þú hefðir komið heim aft- ur, eftir tveggja ára fjarvist, eins og þú varst búinn að lofa, gætir þú nú verið kvæntur Mínervu de Serbeau. Öllum hennar ágætu NYR HIMINN • NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ samböndum er gersamlega til ónýtis eytt á Sylvain Vignaud. Nanaine gat stundum verið átak anlega einföld. Svo að þetta var þá orsökin til þess, að hún hafði lagt að honum að koma heim. Það var til þess að koma í kring, því sem hún talkdi viðeigandi kvon fang honum til handa og sjá um að hann næði því, sem hún kall- aði hámark út á stöðu sína. Skrauthýsi Roussels bar heitið „Fagriskógur,“ enda voru trén í garði þeirra hjóna vissulega mjög fögur. f kvöld höfðu allir gluggar og dyr verið opnaðar upp á gátt og kveikt^ á öllum kyndlum og lömpum. í öðrum enda, garðsins hafði verið slegið upp lágum palli tl að dansa á. Kínversk Ijósker hengu í trjánum, og lítil hljóm- sveit lék danslög. Meyjar í marg- lítum kjólum og piltar í hvítum klæðum svifu um pallinn við und- irleik two-step tónanna. Júlían og Ólympe voru í dag- stofunni og tóku á móti gestunum, sem komu nú í smáhópum, en þó nokkuð strjált. Engir voru hjá þeim, þegar Viktor og frænka hans komu. Olympe hafði ekkert breytzt, frá því hann sá hana síðast. Hún var föl, svo sem henni bar að vera, og virtist jafnvel láta bera meir á skuggum undir augum og inn- föllnum kinnum en þörf var á. Eigi að síður var hún alkunn sem hrífandi og gestrisin húsmóðir. Klæðnaður hennar var einkar smekklegur, með nokkuð dapur- legum glæsibrag, sem fór mæta- vel vð fölt andlit hennar. „Mes hommages, ma cousina," sagði læknirinn og gættí þeirrar hæversku, er vænzt var af honum. Hún varpaði öndinni. — Jæja þá, kæri frændi minn, nú ert þú loks- ins kominn heim, mælti hún. Júlíen faðmaði hann hjartan- lega að sér. Ilann virtist hafa elzt um fimmtán ár á síðastliðnum fimm árum. Sköllóttur var hann orðinn, að undanskildum gisnum hárkraga, sem endaði við gagn- augun, og kominn með gleraugu. Júlíen var raunar ekki nema fer- tugur, en leit helzt út fyrir að vera orðinn hálfsextugur. — Já, hún kemur — hún kem- ur. Hann nuddaði saman lófum og brosti glaðlega. — Hvað er það, sem kemur? spurði Nanaine efablandin. — Tengingin. Brúin mikla milli New Orleans og Mandelville. — Hvaða vitleysa, Nanaine fórnaði báðum höndum gremju- lega. — Við fáum hana, sagði Júl.en ákveðinn. — Það er kominn verk- fræðingur frá fyrirtæki, sem hefur áhuga fyrir að taka byggingu hennar að sér. Þegar búið er að tryggja tillag Norðurríkjanna . — Norðurríkjanna? Það kom hörkusvipu á Nanaine. — Já. Suðurríkin hafa hvorki efni né metnað til þess. Ef eitt- hvað á að framkvæma, þá eru það Norðurrikin, sem verða að . . . . Hann þagnaði snögglega, er hann mundi, að hér var hann kominn inn á hættusvæði. Svo dró hann blaðaúrklippu úr vasa s,num. — Að minnsta kosti er hann stadd ur hér núna — Harry Lockwood frá Cicago. Hann býr á St. Charles hótelinu. Ég hef skrifað honum og lofað að neyta pólítískra áhrifa minna til þess, að ríkið veiti leyfi til að byggja brúna. — Nú, svo að er þess vegna, sem þú ert að kaupa allar jarð- eignir hér um slóðir? Þú býst við hækkandi verðlagi. — Það er aðeins okkar í milli, skilurðu, mælti Júlíen gætilega. — Fái almenningur nokkurn pata af því, verður enginn, sem vill selja. Eins og sakír standa, eru það aðeins borgarstjórinn og ég, sem um þetta vitum. — Og þeir rífast um jarðirnar eins og grísir um kjötbein, sagði Olympe. — Það eru hundarnir, sem ríf- ast um beinin, svaraði Júlíen henni vingjarnlega. En því er ekki að neita, að Bidault er svín. — Er hann borgarstjóri? spurði Viktor. — Er það þessi Bídault, sem á mjólkurbúið og leigukýrnar? — Já, og lyfjabúðina líka. Hann á allt. Júlien hafði enga ástæðu til að vera öfundsjúkur. Hann átti sjálf- ur hlutabréf í Mandevilleútgerð inni. Hann hafði nýlega ko.uist yfir sögunarmylluna við Bayou- Castain og var nú farinn að hugsa um raforkuver og ísverksmiðju. En Viktor skildi, að athafnasemi Júlíans var tilraun hans til að fylla tómið í heimilislífi sínu. Hann vissi líka, að peningar voru eina ráð hans til að ná einhverju smávegis áliti í augum konu sinn- ! ar. Enda hafði það smám saman orðið árátta hjá honum að útvega I þá. í — Borgarstjórinn var rétt að l því kominn, að kaupa eignarjörð ! Delamares, sagði Olympe með of urlítilli meinfýsi. — Hann stóð í samnirigum við Delamares-bræð urna vikum saman, áður en Júlíen hafði hugmynd um, hvar þeir áttu heima. Þeir eru í New York. — Ja, það var nú hvorugur okk- ar, sem fékk jörðina, svaraði Júl- íen og beit á vörina. — Hún var seld systur þeirra, sem á heima í París. — Einmtt það. Það var eins og Nanaine hefði fengið högg í andlítið. — Þá hef ég haft rétt fyrir mér. Hún er þá hér. Ég var ekki viss um, að það væri hún — það er svo langt síðan ég hef séð hana, og hún er með telpu með sér. Ég sá hana ganga í land af skipinu í gær. Já. Ég heyrði Mugnier segja, að hún myndi dvelja á gistuhúsi hans, þar til hús hennar hér væri fullgert. Unga stúlkan er dóttir hennar. —Einmitt það, sagði Nanaine aftur. — Dóttir hennar. >4 TIMINN, þriðjudaginn 29. sepfember 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.