Tíminn - 07.10.1964, Blaðsíða 1
ELEKTROLUX UMBOÐIÐ
LAUGAVEGI 69 tMT& 21000
228. tbl. — Miðvikudagur 7. október 1964 — 48. árg.
Frá fundi Stjórnunarfélagsins um hægri handar akstur. Eirikur Ásgeirsson í ræSustól. (Tímamynd K.J.)
Vegamálastjóri, forstjóri strætisvagnanna og lögregiustjóri ræða hægri handar akstur.
Hægri handar akstur
eins fliótt og unnt er
EJ—Reykjavik, 6. október.
Mikið hefur verið rætt um það undanfarið, hvort ekki væri
rétt að koma á hægri handar akstri hér á landi, m.a. hélt Stjórn-
unarfélag íslands fund um málið rnú fyrir helgina.
Sem stendur starfar um-
ferðalaganefnd að því að safna
upplýsingum um, hversu um-
fangsmikil slík breyting yrði,
og hvað hún myndi kosta. í
dag bendir margt til þess, að
hægri handar akstur verði tek-
inn upp hér á landi í náinni
framtíð, ekki sízt vegna þess,
að kostnaðurinn vex mjög með
hverju ári sem líður.
Blaðið hafði í dag samband
við Sigurð Jóhannsson, vega
málastjóra, Eirík Ásgeirsson,
forstjóra Strætisvagna Reykja
víkur, og Sigurjón Sigurðsson,
lögreglustjóra, sem voru frum
mælendur á fundi Stjórnunar
félagsins, og spurði um álit
þeirra á því, hvort hér bæri
að taka upp hægri handar akst
ur.
Sigurður Jóhannsson, vega-
málastjóri, kvaðst fylgjandi því
að hægri handar akstur yrði
tekinn upp hér á landi, og það
sem fyrst. Taldi hann rétt að
ákveða nú þegar, að þessi breyt
ing yrði gerð, en láta hann'
síðan koma til framkvæmda eft
ir 2—3 ár. Hann kvað flest
rök hníga að því, að þessi
breyting yrði framkvæmd, og
benti á, að .kostnaðurinn við
framkvæmd hennar ykist með
Framh a i5 sfðu
BLOÐTAPPAL YFIÐ FÆST HFR!
MB-Reykjavík, 6. október.
í blaðinu í dag birtist frétt, sem
byggð var á grein er birtist í
Ekstrablaðinu danska um það, að
línolíusýra gæti hindrað myndun
blóðtappa, og að nýkomið væri
á markað á Norðurlöndnm lyf, er
innihéldi þessa sýru.
í dag var okkur bent á það,
að að undanförnu hefði fengizt
hérlendis lyf, er innihéldi línolíu
sýru og er ætlað að útrýma Cole-
sterol úr blóðinu, en það efni er
eiturefni, sem stuðlar að myndun
blóðtappa. Lyf það sem hér fæst er
svissneskt, og nefnist Linosclérine
og er selt í hylkjum. Hvert hylki
inniheldur 400 milligröm af Eth
yl-linoleic acid, auk minna magns
af E og B vítamíni, er virka
sem hvatar. Lyf þetta mun selt
án lyfseðla, en fáum kunnugt um
tilveru þess, þar eð hér má lög-
um samkvæmt ekki auglýsa lyf,
og gildir einu þótt þau fáist í
hverri lyfjabúð án lyfseðla. Við
birtum hér mynd at umbúðum lyfs
þessa, sem, eins og fyrr er sagt,
er talið geta hamlað móti myndun
blóðtappa í mannslíkamanum.
NYSÆNSKVEL
GERIR KLEIFT
AÐ LEITA AÐ
KRABBAMEINI
k FRUMSTIGI
í STÚRUM STÍL
NTB-Stokkhólmi, 6. október.
í dag skýrðu Gunnar og Ing-
mar Jungner tveir læknar á rann
sóknarstofu í Stokkhólmi frá stór
kostlegri nýjung í sambandi við
leit að krabbameini á frumstigi.
Nýjung þessi er vél, sem gerir
efnafræðilegar rann-sóknir í stór
um stíl, og hefur tilkoma hennar
komið hinni sænsku læknastétt
mjög á óvart.
Rannsóknir þær, sem gerðar eru
með hinni nýju vél, eru vélrænar,
en vélin getur afkastað í kringum
30—40 milljónuim efnarannsókna
á ári, það er 6.000 á klukkutíma.
í Svíþjóð hefur verið búin til
önnur svipuð vél, en hún af-
kastar aðeins 400 efnarannsóknum
á klukkutíma. Með tilkomu þess
arar vélar geta Svíar vonast til
þess, að innan skamms verði mögu
legt að framkvæma allsherjar
læknisskoðun í Svíþjóð, en samt
dugir þessi vél ekki ein tU, þrátt
B fyrir mikil afköst.
í vélinni er hægt að rannsaka
blóð, blóðvökva, þvag og aðra lík
amsvökva á vélrænan hátt með
imiklum afköstum og er hún því
mikilvægur liður i læknisskoðun-
um, sem eiga að ná til þorra
fólks. Dr Gunnar Jungner sagði
Eramh s ols i->
GENGIÐ FRÁ HALL VEIGARSTÖÐUM AD UTAN
FB-Reykjavík, 6. október.
Fyrsta hluta byggingar Hall
veigarstaða er lokið, en húsið
er orðið fokhelt. Næsta verk
efnið verður að ganga frá því
innan, og er búizt við, að það
ætti að geta tekizt fyrir vor-
ið, ef allt gengur eftir áætlun.
1 dag náðum við tali af frú
Kristínu L. Sigurðardóttur for
manni Hallveigarstaðanefndar.
Sagði hún að þeir, sem hefðu
tekið að sér fyrsta hluta bygg
ingarinnar væru nú að ljúka
verkinu, og næstu verktakarn
ir að taka við Arkitekt húss-
ms var Sigvaldi Thordarson, en
hann hafði ekki lokið störfum,
þegar hann lézt. og hefur nú
Skarphéðinn Jóhannsson tekið
við og mun sjá um það, sem
eftir er af verkinu.
í upphafi var ætlunin, að
Hallveiga'"staðir yrðu heimili
fyrir ungar stúlkur, en vegna
breyttra aðstæðna hefur verið
ákveðið, að parna verði að-
staða fyrir ýmiss félög kvenna,
t. d. Kvenfélagasamband ís-
tands, Kvenréttindafélagið,
Bandalag reykv. kvenna og
fleiri. Fá félögin aðstöðu til
fundahalda og annarrar starf-
semi sinnar. I kjallara húss-
ins verður deild Kvenskáta til
húsa og auk þess verður Hús
mæðrafélag Reykjavíkur þar
til húsa með sýnikennslu og
námskeið, sem það kann að
vilja halda í framtíðinni.