Tíminn - 07.10.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1964, Blaðsíða 5
Meyers Handbuch iiber die Literatur. Herausgegeben von den Fach- redaktionen des Bibliographisc hen Instituts. Útgefandi: Biblio graphisches Institut, Mannheim 1964. VerS: 18' DM. Þetta er ákaflega þörf bók öllum þeim sem fást við kennslu, bókmenntir, blaða- mennsku og þeim mörgu sem bækur lesa. Bókin skipíist í nokkra kafla. Fyrsti kaflinn er orðábók yfir bókmenntaleg fag S>órðaraon, Dorbergur, * Brei- ða bólsstaður (Suöursvelt) 12. Mftrz 1889, lslftnd. Schrlft- steHer; Bauernsohn, zunftchst Seemann, studierte Philol. und wurdé Lehrcr; wegen radtkaler polit. Haltung cntlassen, frcicr Schriftsteller; giit als Wegberei- ter der modernen Lit. in Island; Vf. von gescllschafts- u. iitera- turkrit. Schriften; schrieb auch Oedlchte, die die islftnd. Neu- romantlk parodteren und elne modeme Alternattve aufzoigen wollen. HW: „Hvítis rafnar" (Qed., 1922), „Unterwegs zu melner Geliebtcn" (R., dt. 1960). orð og bókmenntasöguleg heiti. Annar kafli eru æviágrip yfir sex þúsund rithöfunda og skálda. Myndir fylgja 519 ævi- ágripanna, auk þess fylgja 32 rithandarsýnisho: n. Æviágrip in eru nákvæm og öll helztu verk höfundanna talin upp ásamt útkomuári. Allir helztu höfundar, sem lifað hafa eru hér taldir eftir stafrófsröð. Auk þessa eru kaflar um bók menntir, helztu menningar- þjóða, fornþjóða og nútíma þjóða. Síðan koma kaflar um nóbelshöfunda, bókmennta- fræðinga, tímarit og skrá yfir bannaður bækur. Þarnæst eru skrár um skáldsöguflokka og skáld og höfundar frægustu skáldsagna og kvæðabálka, einnig eru þar skrár um fræg ar satírur, leikrit og stríðsróm ana. Loks er skrá um helztu bókasöfn Þýzkalands og bóka útgáfu þar í landi. Auk þessa eru yfirlit og listar yfir fleira svipaðs efnis, sem of langt yrði upp að telja. Bókin er 960 síður auk 16 síðna rithandarsýnishorna Letrið er smátt en skýrt og þrír dálkar á hverir síðu, svo að ritið allt jafngildir 3000 síðna bók í venjulegu broti. Geysileg vinna liggur í sam antekt slíks rits, slíkt krefst bæði elju og nákvæmni. Út- gáfufyrirtækið sem gefur bók ina út er trygging fyrir vand aðri vinnu og nákvæmni í hví- vetna. Meyers Biicherlexikon. Her- ausgegeben und tearbeitet von den Fachredakionen des Biblio graphischen Instituts. Útgef- andi: Bibliographisches Institut Mannheitn 1963. Verð: 16.80 DM. j Eins og ritið sem um er rætt hér á undan er þessi bók öllurri* nauðsynleg, sem lesa bækur. Þetta er bókfræðirit 60.000 bækur eru hér taldar upp eftir efnisflokkum. Vilj menn leita helztu bóka í stjörnu fræði, þá er að fletta upp Astro nomie og þar eru gefin upp öll helztu rit í þeirri grein. Bækurnar eru flokkaðar undir efni, lönd og sögufræga ein- staklinga. Hér geta menn fund ið bækur um læknisfræði, lög fræði, tryggingar, garðrækt, frímerkjasöfnun, knattspyrnu, bókhald og svínarækt. Innan hvers efnisflokks er bókum rað að í tímaröð. Það ber að athuga að ritið fjallar um bækur hinna ýmsu fræðigreina og rit um lönd og þjóðir, sögufræga einstaklinga, trúarbrögð og at- burði, bókmenntasögu og landa fr. og ótal önnur efni, en ekki um fagrar bókmenntir, (skáld sökur leikrit og ljóð) þeirra ber að leita í Handbuch iiber die Literatur. Það er hægt að fá vitneskju um margar umræddar bækur í góðum alfræðiorðabókum, þai er efnið dreift eftir uppslátta' orðum, en í þessari bók er greiðari aðgangur að nveriurn efnisflokki og bókin á allan hátt meðfærilegri og þægilegri til uppsláttar. Þessar bækur eru þær hentugustu um bók fræðileg efni og höfunda sem nú eru á markaðinum og einnig Heimito von Ooderer: denjeclerbegeht: lan þær ódýrustu. Bucherlexikon er 785 síður, hver síða þrí dálka, letur smátt en skýrt. Heimito von Doderer. Ein Mord den jeder begeht Rom an. Útgefandi: Deutscher Tasc henbuch Verlag, Múnchen 1964 Verð: 3.60 DM Doderer er fæddur í Weidl ingau skammt frá Vínarborg 1896 Hann tók þátt í fyrra stríði og var fangi Rússa 1916 1920. Fyrsta bók hans kom út 1923, Ijóðabók. Ilann stundaði sagnfræði og ritaði nokkuð um þau efni. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1930. Eftir útkomu bókarinnar „Die Damonen“ 1956 er hann talinn meðal fremstu austurrískra höfunda, jafnoki Muslis og Brochs. Bæk ur hans einkennast af glöggri yfirsýn um manniega viðleitni, humor og innsæi í þá afkima sem flestir vilja hulda. Hann lýsir þjóðfélagi nútímans, þar sem -allur siðférðilegur og trú arlegur agi er að hverfa og svörtu öflin, villidýrið í manninum tekur völdin Úpp lausn, grimmd og vesalmennska eru einkenni tímanna. ,Die Merowinger oder Die • totale Familie", sem kom út 1962 er í rauninni spegilmynd eigin tíma. Útgáfufyrirtækið Deutscher Taschenbuch Verlag gefur bók ina út. Þetta forlag er ungt að árum, stofnað fyrir þremur árum af tíu helzfu forlögun; í Þýzkalandi. Þótt tíminn sé skammur, sem það hefur stari að hefur það gefið út 10 millj ónir eintaka. Það hefur gefið út heildarútgáfu af Goethe endurprentun Artemis útgáf unnar, sem er sú vandaðasta frá síðari árum. Einnig er ný lokið heildarútgáfu af Kleist Allar bækur þessa forlags eru fyrsta flokks og frágangurinn er allur 'ninn vandaðasti, bæk urnar mjög smekklegar, þetta er ein sú smekklegasta og vand aðasta vasaútgáfa, sem út kem ur í heiminum. Bækurnar eru ódýrar frá 2.80 til 6.80 DM Dómur Á aukdómþingi í sýsluskrifstof- unni á Blönduósi var fyir nokkru kveðinn úpþ svohljóðandi ‘dómur í meiðyrðamáli: Orðin “rönimu fyrirlitningu“ og merardólgarnir skulu talin dauð og ómerk. Orðin “ finnur sig sekan“ skulu talin dauð og ómerk. Aðilar greiði birtingarkostnað dómsins að hálfu hvor. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja inn- an 14 daga frá löglegri birtingu hans. Ofanskráðan dóm kvað upp Jón ísberg sýslumaður í máli er Sveinn. Guðmundsson verzlunar- maður á Sauðárkróki höfðaði gegn Haraldi Eyjólfssyni bónda í Gautsdal, Bólstaðarhreppi, Ilúna- vatnssýslu, vegna meíðandi um- mæla, er Sveinn taldi Ilarald hafa t viðhaft í grein, er birtist í Tím- i anum 1. sept. 1962. Haraldur til- kynnti síðar, við lögfestingu dóms í ins„ að liann mundi gagnstefna | Sveini fyrír meiðandi ummæli um | hann í Tímanum 14. sept. 1962. , Fékk hann frest og lagði svo fram | gagnstefnu í næsta þinghaldi máls j ins 13. sept. 1963. Málið fyrir | hönd Sveins flutti Ilalldór Jóns- j son hdl. en málflytjandi Haralds ! var Páll S. Pálsson hrl. Hér á eftir j fer meginhluti dómsumsagna sýslu manns. Meiðyrðamál þetta a rætur sín ar að rekja tíl þess, að nokkrir Skagfirðingar tóku sig til og fóru vestur yfir fjallgarðinn, sem skil- ur á milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu og höfðu á brott með sér nokkra stóðhesta, sem þeir töldu ganga þar ólöglega Svipað hafði skeð þar. nokkrum \ árum áður og orðið allmikið deiluefni. Þeir sem þetta gerðu, gátu því búizt við því, að þessi verknaður þeirra yrði umdeildur, ; enda heimild til þess ekki óum- ' deilanleg, þrátt fyrir dóm hæsta- 1 estamáli réttar á réttarskjali nr. 8., sem í sjálfu sér fjallar um annað efni. Þegar menn taka sér á hendur að vinna verk, sem þeir vita fyrir fram, að geta valdið allmiklum deilum, að ekki sé minnst á, þegar slík verk eru ekki óumdeilanlega réttmæt, eins og í þessu tilfelli, þar sem þessir menn taka sér vald sem ekki er öruggt að þeir hafi til löggæzlu í landinu, þá geta slíkir menn ekki búizt við því, að allir taki slíkri framtakssemi þegjandi og hljóðalaust. Og þótt þá sc eitt- hvað sagt, sem ekki mundi vera sagt undir venjulegum kringum- stæðum, eða skrifað, sem strangt tekið væri ekki rétt að láta á prent út fara, þá verður að líta á slíkt vægari augum, þegar ærið tilefni er gefið til. Skulu nú hinai tilvitnuðu setn^ ingar, sem taldar eru meiðandi at- hugaðar, hver fyrir sig. Aðalstefnandi 'elur að setning- in, „skyldi maður þó sízt halda, að Sveinn kjötbúðarstjóri væri svo illa hald’inn, að hann þyrfti að afla sér aukatekna með því að leggjast svo lágt, að fara ráns- hendi um eigur húnvetnskra bænda, en illt er að sjá, að þessi leikur sé gerður til annars,“ sé ærumeiðandi. Ekki verður fallizt á þessa skoðun aðalstefnanda. Ekkert er í þessari setningu. sem beint er að æru hans. Eins og áður segir -verða menn að gera sér fyr- irfram grein fyrir því, að fram- ferði þeirra og athafnir geta vald ið ágreiningi En það er ekki heppilegt. að athafnamenn láti sér hitna svo í bamsi ef þeir mæta gagnrýni. að þeir hlaupi líkt og börn undir pilsfald móður sinnar þ.e. tii dómstólanna. og heimti vernd þeirra. ef beim finnst á sig hallað í ræðu eða riti. hversu líti) vægt, sem tilefnið er Lögmaður aðalstefnanda lagði mikla áherzlu á í munnlegum mál flutningi, að umbjóðandi hans gengdi ábyrgðarmiklu starfi og hin tilvitnaða setning gæti haft þau áhrif, að hann yrði síður tal- inn hæfur til að gegna slíku starfi Á þá röksemd verður ekki fallizt Ekki er sveigt að starfi hans á nokkurn hátt, heldur notuð óþarflega óhefluð orð um verknað, sem stefnandi vann í vissu um, að mundi verða mjög umdeilt verk. Þar sem hin tilyitnaða setn ing er ekki talin særa, eða skaða heiður, eða mannorð aðalstefn- anda, þykir ekki ástæða til þess að ómerkja hana. Þá liggur fyrir að athuga setn- ingar þær, í framhaldsstefnu, sem aðalstefnandi telur meiðandi. Fyrst er þá setningin, „Sveinn Guðmundsson,- kjötbúðarstjóri, sem kalla mætti hrossabrest“ . . Það má að vísu segja, að hrossa- brestur sé skammaryrði. og ef það væri tekið sem slíkt, bæri að ómerkja það, en þegar setningin er lesin í heild er augljóst, að þessu orði er nánast kastað fram, , til þess að gefa setningunni meira líf. Orðið er þarna óþarft, en ekki er hægt að sjá, að þetta geti skað að mannorð eða heiður aðalstefn- anda, að vísu valdið góðlátlegu brosi, en ætla verður að enginn mundi virða aðalstefnanda- minn fyrir það. þótt han væri kallaður hrossabrestur í umræddri blaðagrein. Þykir því ekki ástæða til að ómerkja framangreint orð. Þá kemur setningin . . „lýsir sú kalda þögn, betur en nokkuð annað. þeirri römmu fyrirlitningu sem sýslungar meradólganna hafa á atferli þeirra“ . . Þessi setning verður vart skilin, nema samhengi við það, sem á undan er farið og á eftir kemur. En þar segir að hestur gagnstefnandi hafi verið tekinn öðru sinni og sýnt uppboð og segir svo- ,.En nú bregður svo við. að enginn býður í folann og lýsir o.s.frv “. Þarna dregur gagnstefnandi bá ályktun af því. er hann t.elui staðrevnri. að engtnn bauð í hestinn, að al- menningur væri ekki hlynnlur framferðu aðalstefnda og félaga hans. Viðurkenna ber að orðið „fyrirlitning" er óþarflega sterkt og að áliti dómararis jaðrar það við það að vera ærumeiðandi, því að verknaður þeirra hestatöku- manna er ekki fyrirlitiéguir, þótt hann sé umdeilanlegu: og þeir fél agar, og þá fyrst og fremst aðal- stefnandi, er ekki fyrirlitlegur fyr ir verknað sinn, þótt vafalítið séu til menn, sem hafa andúð á hon- um fyrir framtakssemina Dómarinn viðurkennir að hann hafi ekki heyrt orðið merardólg- ur notað og samkv. orðabók Mennihgarsjóðs, virðist orðið ekki hafa komið fyrir á prenti fyrr. Orðið er notað hér sem smánar- yrði. Það hljómar líkt og „mellu- dólgur" þ.e. maður sem leigir út vændiskonur eða stuðlar að vændi, orð sem ekki hefur þótt hajfa ð hampa á prenti Þetta er sett fram, ti) þess at varpa skugga á aðalstefnanda og þykir því rétt að ómerkja það. Þegar litið er á málsgreinina í heild, jtykir rétt að ómerkja orð- | ið „römmu fyrirlit.ningu“ og „Mer j ardólgana" í hinni síðustu aí áður tilvitn ! uðu setningum í framhaldsstefnu. [ er um misskilning að ræða. enda | sleppti lögmaður aðalstefnda þeirri setningu í munnlegum rná) flutningi. Þegar athugaðar eru hinar til- vitnuðu setningar í gagnstefnu, | sem gagnstefnandi telur móðg- j andi og ærumeiðandi. þá verð j ur ekki komist hjá þeirri hugs- ! un að um hálfgerðan sparðatýn | ing sé að ræða, sem nánast hefur j verið týndur til, svo að hægt væri [ að gagnstefna. Ef teknar eru hinar tilvitnuðu setningar. þá hljóðar hin fyrsta þannig: ,, að gerast uppvís að svo freklegu ábyrgðar leysi, sem hér um ræðir, enda ber grein hans það með sér, að þar hafi meira ráðið reiði, en speki“ Taka stóðhests gagnstefnandi aftur þremur vikum eftir að hann var seldur á uppboði. sýnir að gagnstefnandi hefur látið hann ganga lausan, þrátt fyrir þá áminningu, sem hann hafði feng- ið við fyrri töku hestsins. Það verð ur því ekki hægt að segja, að verið sé að ærumeiða gagnstefnanda, þegar því er haldið fram, að hann hafi sýnt ábyrgðarleysi, með því að láta hestinn ganga lausan. Að vísu er með orðinu „freklegt" full djúpt tekið í árinni, en hafa verð- ur hugfast að hér er aðalstefn- andi að svara gagnstefnanda fyrir grein, sem aðalstefnandi taldi æru meiðandi fyrir sig. Verður því ekki hægt að líta á þessi orð, sem ærumeiðandi, eða móðgandi fyrir gagnstefnanda, þar sem nokkkurt tilefni var til. Síðara atriðið í þessari máls- grein, sem gagnstefnandi telur niðrandi, eru orðin . . . „hefur meira ráðið feiði, en speki“. Dóm arinn lítur svo á, að það sé ekki stórfelld móðgun, sem gerir þeim ekkert til, sem hún á að beinast gegn, en þeim lítill sómi, sem set- ur haná á prent Þegar málsgrein- in er athuguð i heild, verður ekki hægt að fallast á það, sjónarmið, að umrhælin séu þess eðlis, að þörf sé að ómerkja þau. Málsgreinin „Enda viðurkenn- ir Haraldur brot sitt a bufjárrækt arlögunum" er ekki þess eðlis að unnt sé að telja hana ærumeið andi. eða móðgandi. Verður hún því ekki ómerkt. Þá er það málsgreinin: „Ósk- hyggja manns, sem finnur sig sek an og vill láta alla lúta duttlung um sínum" Þessi máisgrein er oli um meinlaus. og aðeins tilfinn ingasemi að móðgast af henni, nema orðunum: ,,sem finna sig sekan“. Að áliti dómarans, er það tvennt ólíktxað Gtliyrða að mað ui hafi brotið lög, og að bera það út, að viðkomandi maður finni sig sekan. Þess vegna þyki) rétt að ómerkja þessa málsgrein Síðast i • hinni tilvitnuðu setn ingu, sem gagnstefnandi telur móðgandi, eru ummælin: „fái því áorkað; með rætnum, persónuleg um áróðri, eða samúðarvæli með húnvetnzkum hro.ssakjötsframleið endum“. Þáð raá segja að orðið „rætnum persónulegum áróðri" . . jaðri við það að vera meiðandi Framhald á síðu t3 TÍMINN, miSvikudaglnn 7. október 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.